Fréttablaðið - 01.08.2001, Side 10

Fréttablaðið - 01.08.2001, Side 10
I l'l I IABI AOII ) 10 FRÉTTABLAÐIÐ K ágúst 2001 MIÐVIKUDACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Pverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum én endurgjalds. | BRÉF TIL BLADSINS"] ÝStStS skrifar: Byrjað á öfugum enda iögreglumál Mig langar bara að fá svar við því hvers vegna maður sem uppvís verður af því að mis- nota aðstöðu sína og draga sér fé, reyna síðan að koma undan gögn- um sem sanna afbrot hans er ekki hnepptur í gæsluvarðhald eins og aðrir grunaðir afbrotamenn? íslenskt réttarkerfi hefur ver- ið gagnrýnt fyrir að nota gæslu- varðhaldsúrræðið óspart, en beit- ing þess hefur verið réttlætt með því að í litlu samfélagi sé nauð- synlegt að koma í veg fyrir sam- ræmingu á framburði og eyði- leggingu málsgagna með því að hneppa grunaða í gæsluvarðhald. I máli Árna Johnsen hefur Rík- isendurskoðun án nokkurra laga- heimilda, eins og Fréttablaðið hef- ur greint frá, beðið um að opin- berar stofnanir haldi gögnum frá fjölmiðlum meðan málið sé í könnun. Lögreglurannsókn að kröfu saksóknara er nú fyrst að hefjast þessa dagana, löngu eftir að málið komst í hámæli. Þannig er byrjað á öfugum enda í þessu máli, þeas það hefði átt að hefjast á lögreglurannsókn en síðan eða samhliða að sæta sérstakri könn- un á samskiptum Árna Johnsen við hið opinbera. Hætt er við að þessi samhæfði kerfisdráttur kunni að hafa leitt til spillingar á málsgögnum. ■ „Camel eru afskaplega góðar sígarettur“ Idag taka gildi ný tóbaksvarn- arlög. í þeim er kveðið á um að öll umfjöllun í fjölmiðlum um tóbak sé bönnuð „nema ljóst sé að hún miði bein- línis að því að koma á framfæri upplýsingum sem draga úr skað- semi tó- baksneyslu". Margir hafa gagnrýnt þetta ákvæði og sagt stjórnmálamenn fara offari í forræðishyggju sinni. Það hefti tjáningar- og ritfrelsi manna þótt meirihluti alþingismanna og heilbrigðissérfræðingar séu sammála um að reykingar séu Það er ólýsan- lega gott að fá sér stóran vindil með kaffi og kon- íaki eftir kraft- mikla máltíð. —*— ekki af hinu góða. Það á samt ekki að ganga svo langt að grundvallarþáttur lýðæðisins sé brotinn með þessum hætti. Mannréttindi verða aldrei um- semjanleg enda algild. Á grundvelli laganna er til dæmis hægt að kæra höfund þessa pistils fyrir að segja að reykingar séu flottar. Og þær eru ekki einungis flottar heldur einnig góðar fyrir þá sem vilja svala fíkn sinni í nikótín. Enda er það ólýsanlega gott að fá sér stóran vindil með kaffi og kon- íaki á góðum veitingastað eftir kraftmikla máltíð. Þá handleik- ur fagmaður vindilinn eftir virðulegum lögmálum vindla- hefðarinnar, kveikir rólega í svo JVLáLmanaa. Björgvin Guðmundsson fjallar um nýju tóbakslögin glóðin dreifist jafnt í þéttum vindlinum. Ekkert jafnast á við fyrsta dragið af þeim reyk. Haraldur Blöndal hefði líka verið lögsóttur þegar hann sagði í grein að Camel væru afskap- lega góðar sígarettur, bragð- miklar og fastar. Hann átti það líka til að fá sér Gauloises, franskar verkamannasígarettur, með sterkum reyk svo hann svimaði nærri af hverju dragi. Þær voru reyktar af þeim sem V þótti það gáfulegt. Ætli margir taki ekki upp sið Haraldar í kjölfar nýju laganna og reyki firnasterkan Havanna- vindil á reyklausa daginn, reyk- inganefndinni til dýrðar? ■ P.G. Jersild læknir og rithöfundur: Skyldur gagnvart framtíðarkynslóðum NÝTT LÍF Líf og heilsa framtíðarkynslóða eru í húfi þegar ákvarðanir eru teknar I lífvísindum. visiNDi Nú á dögum stendur manneskjan frammi fyrir ýms- um álitamálum þar sem í húfi eru verðmæti fyrir framtíðarkyn- slóðir. Ákvarðanirnar snerta ekki aðeins okkur sjálf, heldur gætu manneskjur framtíðarinnar litið svo á að með því að bregðast rangt við séum við ekki að upp- fylla skyldur okkar gagnvart þeim. í slíkum tilfellum geta skammtíma og langtímasjónar- mið stangast á, jafnt sem sjónar- mið núlifandi kynslóða og fram- tíðarkynslóða. Sænski læknirinn og rithöfundurinn P.C. Jersild hefur velt fyrir sér þeim siðferð- isspursmálum sem menn standa frammi fyrir hvað varðar rann- sóknir á stofnfrumum fósturvísa og leitast hann við að vega og meta ávinninginn gagnvart fórn- inni. Hann telur stærstu siðferð- isspurningar ekki tengjast upp- hafi lífsins; taka verði tillit til þess þroskastigs sem fósturvísir er á, á þessu tímabili. Frjóvgað egg eða fósturvísir hefur á þeim tíma ekki enn öðlast neina þá eig- inleika sem einkenna manneskj- ur og finnur heldur ekki til sárs- auka. Það geri hinsvegar fólk sem þjáist af sjúkdómum og sið- ferðisspurningin er miklu frem- ur endalok lífsins og gildi lífs fullvaxta manneskja. ■ Sjónarmið páfa og strangtrúarfólks : Mennsku lífifórnað vísindi Skiptar skoðanir eru á rétt- mæti rannsókna á stofnfrumum fósturvísa í læknisfræðilegum til- gangi. Allt bendir til þess að þær gætu búið yfir lækningarmætti á þeim stigum þegar þær hafa ekki enn sérhæft sig til að gegna hin- um ýmsu hlutverkum í líkaman- um, til að mynda sem taugafrum- ur, vöðvafrumur og svo framveg- is. Vandamálið er að komast að því hvaða boðum þessar frumur lúta og þá er hugsanlegt að þær geti tekið að sér endurhæfingar- hlutverk í hinum ýmsu skemmdu vefjum og líffærum manna, t.d. insúlínframleiðslu í þágu sykur- sjúkra. En til að verða ágengt þarf að rannsaka þessar frumur. Til að rannsaka þær þarf að fórna mennsku lífi, en margir álíta getn- að marka upphaf nýs einstaklings. Þessum einstaklingi yrði þá fórn- að í þágu einhvers annars og þar með er ákveðnum forsendum fyr- ir helgi mannlífsins ógnað. Auk þess er, samkvæmt þessu sjónar- miði, ekki réttlætanlegt að fórna einum einstaklingi fyrir annan, allir mennskir einstaklingar hafa sama rétt til lífs. Bent hefur verið á að hugsanlegt sé að nota full- orðnar stofnfrumur í þessum sama tilgangi og sneiða þar með hjá siðferðisspursmálum, en langt er frá því að slíkir möguleikar hafi verið kannaðir til hlítar. Skemmst er að minnast frétta af lækningaraðferðum sem vísinda- menn telja sig vera komna nokkuð áleiðis með, að nota stofnfrumur úr beinmerg til að græða skemmd nýru. Margir vísindamenn eru þó á þeirri skoðun að fósturvísis- stofnfrumurnar búi yfir meiri möguleikum. ■ VÍSINDAMENN AÐ VERKI Ýmsir telja vísindamenn ganga of langt við inngrip I hina náttúrulegu framvindu lífsins. ÖRÐRÉTTl Er annar mælikvarbi um siðferði sjálfstœðismanna ? DAVlÐ ODDSSON En er Davíð þá ekki sekur um þá sömu sömu hreesni og hann ásakar vinstrimenn um, spyrja ungir framsóknarmenn? forsætisráðherra „Við skulum frekar reyna að rýna i þær for- sendur sem forsætisráðherra virðist byggja viðhorf sín til sið- ferðilegra álitaefna. Davíð hefur nefnilega með ágætum árangri þvegið hendur sínar af gjörðum Árna Johnsens með þeim rökum að þingmannin- um einum sé um að kenna að hann hafi misstigið sig svo herfilega sem raun var á. Hvorki Sjálfstæð- isflokkurinn né menntamálaráð- herra geti borið ábyrgð á siðferð- isafglöpum þingmannsins. En þessi röksemdarfærsla hvílir á þeirri forsendu, að hver einstak- lingur beri einn ábyrgð á siðferði- legri breytni sinni. Þannig verði stjórnkerfið eða einstakir stjórn- málafiokkar ekki dregnir til ábyrgðar þegar stjórnmálamenn verði uppvísir af því að hafa leiðst út af hinum þrönga vegi dyggðar- innar. Gott og vel. Ef við föllumst á þessa röksemdarfærslu og kink- um kolli þegar Davíð segir okkur að hvorki hann, Sjálfstæðisflokk- urinn né Björn Bjarnason geti bor- ið ábyrgð á gjörðum Árna John- sen, hvernig má þá vera að for- maður Sjálfstæðisflokksins geti talið það flokknum sérstaklega til hróss að þingmenn flokksins axli ábyrgð? Ef siðferði er þegar allt kemur til alls bundið við einstak- linginn sjálfan, hvernig stendur þá á því að helstu foringjar vinstri flokkanna virðast vera upp til hópa „vafasamir karakterar", svo notað sé orðalag Davíðs? Hvernig getur þetta rímað saman við þá siðferðilegu einstaklingshyggju sem þó virðist vera grundvöllur að siðfræði Davíðs Oddssonar. Er það kannski hugsanlegt að forsætisráðherra telji að leggja eigi annan mælikvarða á siðferði- legra breytni sinna eigin flokks- manna en andstæðinga sinna. Á meðan ekki megi draga ályktanir um siðferði hans eigin flokks út frá einum villuráfandi sauði eigi hins vegar að fella dóm um alla hjörð andstæðinga hans út frá ára- tugagömlum misgjörðum þriggja fornra fjandvina hans. En er Davíð þá ekki sekur um þá sömu sömu hræsni og hann ásakar vinstrimenn um?“ Finnur Þór Birgisson á vefriti ungra framsóknarmanna, maddaman.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.