Fréttablaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 6
6 FRETTABLAÐIÐ 10. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR SPURNINC DACSINS Hvað finnst þér um þá ákvörðun að banna reykingar á veitingastöðum? Mér finnst hún mjög góð. Ég reyki ekki sjálfur og fíla ekki fóik sem reykir og þvi er þetta mjög gott framtak. Elías Ingi Arnason starfar hjá smiði og í Bitabæ 27.841 BÍLAR Fimm þúsund fleiri bílar fóru um göngin um verslunarmannahelgina nú en í fyrra. Hvalfj arðargöngin: Umferðar- met slegið umferðarmál Mun fleiri bílar fóru um Hvalfjarðargöng um verslun- armannahelgina nú en í fyrra. Frá föstudegi til mánudags fóru alls 27.841 bíll um Hvalfjarðargöng en 22.669 bílar sama tímabili í fyrra og 24.215 bílar um verslunar- mannahelgina þar áður, árið 1999. Samkvæmt upplýsingum á vef- síðu Spalar var samdrátturinn í fyrra einkum rakinn til þess að þá fóru mun færri til Akureyrar en um verslunarmannahelgina 1999. Aukningin nú kann að eiga sér að hluta skýringar í mannfjöldanum á Kántrýhátíðinni á Skagaströnd. Föstudaginn fyrir verslunar- mannahelgi fóru 9.085 bílar um göngin, sem er metumferð frá því byrjað var að innheimta þar veg- gjald sumarið 1998. ■ Makedónía: Átökin magnast skopje. ap Átök milli albanskra uppreisnarmanna við makedónska herinn í borginni Tetevo í Makedóníu mögnuðust í gær þrátt fyrir að friðarsamkomulag hafi verið gert og er óttast að átökin geti komið í veg fyrir að samkomu- lagið verði undirritað á mánudag eins og stefnt var að. „Allir eru í felum í kjöllurum," sagði Dragan Stojanovskí, frétta- maður hjá þarlendri sjónvarps- stöð, KISS. „Uppreisnarmennirnir eru að gera árásir á lögregluna." BRUNARÚSTIR f PRILEP Á miðvikudagskvöld lagði reiður múgur eld að gamalli mosku og nokkrum verslunum í eigu múslima í borginni Prilep í Makedóníu, en þaðan voru flestir makedónsku hermenn- irnir sem létu lífið í árás albanskra uppreisnarmanna á miðvikudag. Einn uppreisnarmannanna sagði í samtali við AP-fréttastof- una að þeir hefðu „helming borg- arinnar" á sínu valdi og væru bún- ir að umkringja bækistöðvar hers- ins. Uppreisnarmennirnir tóku ekki beinan þátt í friðarviðræðunum og enn er alveg óvíst hvort samkomu- lagið nýtur samþykkis þeirra. Uppreisn þeirra hefur staðið frá því í febrúar, en þeir segjast vilja að albanski minnihlutinn í landinu njóti meiri réttinda. ■ Útsala á hrefnukjöti: Færri fengu en vildu hvalkjöt Hrefnukjöt er ekki á ís- lenskum matborðum á hverjum degi en í ljós kom í gærmorgun að hún er enn eftirsóttur matur. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær- morgun að hrefnukjöt yrði boðið til sölu í Fiskbúðinni Vör í Grafar- vogi. Skemmst er frá að segja að allt kjötið var uppselt fyrir kl. 10 um morguninn og gripu því marg- ir í tómt þegar þeir ætluðu að fá sér hrefnukjöt eftir þann tíma, að sögn Kristjáns Berg fisksala. Kristján taldi að úr hrefnunni fengist matur handa 2500 manns þannig að margir hafa notið þess að borða hrefnusteik í gærkvöld.B Búa sig undir samkeppni Ný orkulög munu auka samkeppni á raforkumarkaði en óvíst er með hagkvæmni fyrir kúnna. Orkufyrirtækin geta þurft að skipta sér upp í þrjár til fjórar einingar. Erfiðlega gengur fyrir Hitaveitu Suðurnesja að fá skýringu á ýmsu í frumvarpi ráðherra. orkuveita Hitaveita Suðurnesja hyggst seilast eftir viðskiptavin- um annarra orku- veita á landinu ef ný orkulög sem kynnt voru á ný- afstöðnu þingi verða samþykkt í haust. Talið er að landslagið í orku- málum lands- manna muni taka stakkaskiptum komi lögin til með að verða sam- þykkt af Alþingi og að samkeppni um kúnna aukist umtalsvert. Júlíus Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja, segir að miðað við núverandi fyrir- komulag verð all- ir Suðurnesja- menn að kaupa sitt rafmagn af Hitaveitunni og allir Reykvíking- —4.— „Ef þessu verður breytt munum við vinna í þessu kerfi, hversu vitlaust eða óvitlaust sem það kann að vera. Við leit- um að öllum viðskiptatæki- færum sem munu hugs- anlega skap- ast I því kerfi. Ef það er að selja rafmagn til einhverra viðskiptavina í Reykjavík eða á Akureyri - hvar sem er - þá gerum við það." —♦— ar sitt rafmagn frá Orkuveit- unni. Verði lögin samþykkt komi þetta þó til með að breytast þar sem kúnnar munu þá geta valið sér þjónustuaðila. „Ef þessu verður breytt mun- um við vinna í þessu kerfi, hversu vitlaust eða óvitlaust sem það kann að vera. Við leitum að öllum viðskiptatækifærum sem munu hugsanlega skapast í því kerfi. Ef það er að selja rafmagn til ein- hverra viðskiptavina í Reykjavik eða á Akureyri - hvar sem er - þá gerum við það,“ sagði Júlíus. Breytingunum munu þó ekki fylgja eintóm hagkvæmni fyrir kúnna þar sem mögulegt er að skipta þurfi fyrirtækjum upp í nokkrar einingar svo að hægt sé að fylgja lögunum - allt með til- heyrandi kostnaði. Lögunum geta einnig fylgt tæknileg vandkvæði þar sem nú eru raflínur í jörðu niðri í flestum tilvikum í eigu orkuveitna. Júlíus segir að útilok- að sé að orkuveitur fari að leggja nýjar raflínur í jörðu við hlið ann- arra lína. „Okkur hefur gengið erfiðlega að fá skýringar á sumu af því sem í frumvarpinu er en eins og þetta blasir við okkur þá getum við þurft að skipta þessu fyrirtæki upp í þrjú, fjögur. Ég sé fram á að geta aukið hérna kostnað um ein- DÝR SAMKEPPNI Komi lögin til með að verða samþykkt á Alþingi geta orkufyrirtækin þurft að skipta sér upp í þrjár til fjórar einingar til þess að fara eftir þeim. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að hann sé ekki viss hvort um sé að ræða skiptingu sem eingöngu þarf að eiga sér stað á pappírum eða umsvifameiri skiptingu. hverja tugi prósenta. Það sama er uppi á teninginum í Reykjavík," sagði Júlíus. Nýju orkulögin verða lögð fyr- ir haustþingið og segja fulltrúar iðnaðarráðuneytisins að væntan- lega verði einhverjar breytingar gerðar á þeim áður en um þau verða greidd atkvæði. Verði lögin að veruleika munu þau taka gildi 1. júlí n.k. omarr@frettabladid.is Laugavegi 178 sími 581 4455 a f s 1 á t t u r eldri lager flugustangir kaststangir, fluguhjól, spinnhjól, vöðlur, vöðlujakkar, töskur o.m.fl. Héraðsdómur Norðurlands eystra: Hafnaði fimm milljóna bótakröfu skaðabótamál Samherji hefur verið sýknaður af rúmra fimm milljóna króna skaðabótakröfu fyrrum starfsmanns fyrirtækis- ins vegna meiðsla sem hann hlaut meðan hann starfaði við að skra- pa og mála lestarborð. Trygginga- miðstöðin var hins vegar dæmd til að greiða manninum 696.619 krónur auk dráttarvaxta í slysa- bætur sem Tryggingamiðstöðin hafði neitað manninum um. Maðurinn meiddist þegar hann var að bera lestarhlera sem hann hafði málað og hafa þau meiðsl orðið til þess að hann var óvinnu- fær um langt skeið og er varanleg örorka hans metin til 20%. Mað- urinn taldi Samherja bera skaða- bótaábyrgð á slysi sínu þar sem hvorki hafi verið búið að vinnu- staðnum eins og lög gerðu ráð fyrir, né hafi verið séð fyrir hjálpartækjum við vinnuna eins og nauðsyn hafi borið til. Héraðs- dómur Norðurlands eystra komst hins vegar að því að ósannað væri að vinnuaðstæður hefðu verið óviðunandi og enn fremur að þar sem verkið hefði verið fremur einfalt og fyllilega á færi vans iðnaðarmanns að vinna það einn bæri Samhei'ji ekki skaðabóta- skyldu. ■ Verðbréfafyrirtækin eru bjartsýn: Betri tíð í vændum LÆKKA VEXTIR? Kaupþing spáir verðhjöðnun í ágúst en Islands- banki í byrjun 2002. efnahagsmál íslandsbanki og Kaupþing eru fremur bjartsýn á horfur í efnahagsmálum næstu mánuðina og telja að vaxtalækkun hljóti að vera_____ handan við horn- ið, en Kaupþing gengur lengra og telur að Seðlabankinn ætti að lækka vexti hið fyrsta. Kaupþing spáir verðhjöðnun upp á 0,15 % í ágúst mánuði, en ís- landsbanki telur að verðbólgukúf- urinn verði ekki að baki fyrr en í byrjun næsta árs. Kaupþing spáir verðbólgu upp á 7,45% fyrir þetta ár, en íslands- banki telur að hún verði 7,8%. Fyrirtækin spá því bæði að gengi krónunnar muni ekki lækka mikið frá því sem nú er og að efnahags- forsendur séu nokkuð traustar. Helstu forsendur fyrir verð- hjöðnun að mati Kaupþings eru að verð á bensíni hafi lækkað, útsöl- ur, sérstaklega á fötum og skóm hafi áhrif til lækkunar, svo og styrking krónunnar. Þetta vegi upp á móti hækkun tóbaks og þjónustu. Bæði fyrirtækin telja að jákvæðar fréttir af viðskiptahalla styðji við gengi krónunnar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.