Fréttablaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 10
I Kl I I AIU AI )l I) FRÉTTABLAÐIÐ 10. ágúst 2001 FÖSTUDACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalslmi: 515 75 00 Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Simbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsíns f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS~[ Lýsifurðu á þjóðminjaverði Frá dr, Margrét Hermanns Auðardóttur athugasemd Vegna fréttar í blað- inu í fyrradag undir fyrirsögninni „Deilt um yfirráð minja“ vil ég lýsa furðu minni á að þjóðminja- vörður upplýsi fjölmiðla um mál- efni sem hafa með embættisverk að gera. Eg vil taka fram að ég veit ekki til þess að „deilur“ séu í gangi um „yfirráð rninja" í Herjólfsdal, eða „forngripi“ frá rannsóknunum þar. Að auki eru ósannindi að Herjólfsdalsgripir hafi „fundist fyrir nokkru" í húsnæði Háskóla íslands. Á fréttinni virðist sem þjóð- minjavörður sé að undirbúa yfir- töku á höfundarrétti mínum á nið- urstöðum Herjólfsdalsrannsókna þegar hún segist hafa í hyggju „að setja upp sýningu á“ munum frá þeim rannsóknum „í samvinnu við Vestmannaeyjabæ". Mér hefur ekki verið tilkynnt um þær fyrir- ætlanir. Vegna þess sem segir í frétt Fréttablaðsins í gær undir fyrir- sögninni „Minjar séu í vörslu safnsins", legg ég áherslu á að ekki hefur verið lagst gegn af- hendingu Herjólfsdalsgripa. Dráttinn sem hefur orðið á því má rekja til þess að bæjaryfirvöld í Eyjum hafa ákveðið að gripina beri að varðveita þar, án þess að hafa formlega gengið frá þeim málum þrátt fyrir ítrekaðar skrif- legar beiðnir. Þótt þjóðminjavörð- ur gefi annað í skyn amar ekkert að Herjólfsdalsgripum. Auk þess liggur fyrir hvenær þeir verða af- hentir, og var þjóðminjaverði full- kunnugt um það þegar hún ræddi við blaðið. ■ —«— Brot á höfundarrétti teikning Við birtingu frétta um kærumál vegna húsbyggingar Kára Stefánssonar í Skerjafirði undanfarnar vikur hefur nokkrum sinnum birst í Frétta- blaðinu teikning, sem starfsmað- ur blaðsins vann upp úr teikningu Hjörleifs Sefánssonar, arkitekts hússins. Þetta var gert án sam- ráðs við Hjörleif og með því brot- ið gegn höfundarrétti hans. Fréttablaðið biður Hjörleif afsök- unar á þessu. ■ 10 Árni Jón Konráðsson er hálfátt- ræður. Hann var sjómaður í ára- tugi - lengst af var hann á afla- sælasta togara íslands fyrr og síðar - Sigurði RE. Árni Jón Kon- ráðsson er bindindismaður - bæði á vín og tóbak. Árni Jón er heiðarlegur maður - en hann er stéttvís. Fætur Árna Jóns eru fúnir eftir áratuga átök við Ægi og ófriðinn sem stundum getur verið á sjónum. Þar reynir oft á menn. Árni Jón er eðlilega hættur á sjónum - en hann er í sínu stétt- arfélagi og er annt um það. Vill leggja því lið sem hann frekast getur. Þess vegna mætti hann eldsnemma á kajann þegar þangað fóru margir félaga hans - þeir segjast hafa verið að veita erlendum sjómönnum lið - sem fá laun langt undir því sem er víðast talið sæmandi. Árni Jón á myndavél sem hann tók með sér. Það átti eftir að draga dilk á eft- ir sér. Þegar lögreglan, sem var að framfylgja lögbanni á reyk- víska sjómenn - þar sem þeim hafði verið meinað að vera á kaj- anum á þessum tíma - allavega í nafni félaga og samtaka, tók að stugga við sjómönnunum gerði Árni Jón Konráðsson frá Móum afdrifarík mistök. Hann tók upp myndavélina og smellti af. Það var reyndar ekki getið um það í lögbanninu að hálfáttræður Móum Mál manna Sigurjón M. Egilsson skrifar um lögregluna maður mætti ekki taka mynd á kajanum - en vaskir lögreglu- menn hikuðu hvergi heldur veittust að brotamanninum Árna Jóni. Hann bað í auðmýkt að ekki yrði tekið harkalega á sér - bar fyrir sig slæmum fótamein- um. Lögreglan gerði lítið úr kvörtunum gamla mannsins - heldur herti tökin. Það sá á Árna Jóni Konráðssyni frá Móum. Það má lögreglan aftur á móti eiga - Árni Jón Konráðsson frá Móum tók ekki fleiri myndir þennan morgun. ■ Fæstir efast um þau verðmæti sem felast í barneignum. Tilfinningaleg bönd geta orðið mjög sterk milli ættleiddra barna og foreldra þeirra, rétt eins og þegar um líffræðilegan skyld- leika er að ræða. Barnið á myndinni tengist ekki þessari umræðu. Einræktun sem lausn á barneignavanda Tveir læknar hafa lýst því yfir að tilraunir með einræktun á mönnum hefjist í nóvember. Þeir telja sig geta haft fulla stjórn á því að vanskapaðir einstaklingar fæðist ekki. einræktun Um tvö hundruð pör, sem eiga það sameiginlegt að eiga við ófrjósemi að stríða, hafa lýst sig reiðubúin að taka þátt í tilraun til að einrækta manneskjur. Ástæð- ^ an er sú að læknar tveir, Zavos og Antinori, hafa gefið fögur fyrirheit um að með því móti verði barneigna- vandi þeirra leyst- ur, þau geti átt börn líffræðilega tengd sér. Antinori komst í fréttir fyrir stuttu þegar hann, með aðstoð tækninnar, gerði rúmlega sex- tugri konu kleift að „Þegar fólk tekur ákvörð- un um að eignast börn þarf það að hafa hags- muni barnsins sjálfs í huga en ekki ein- göngu eigin vilja." —-4— eignast barn. Það er flestum ljóst að barneignir eru verðmæti og um- rætt fólk langar, eins og flesta aðra til að hafa þau líffræðilega skyld sér. Þetta tiltæki læknanna fellur þó í grýttan jarðveg víðast hvar. Þeir segja sér til málsbóta að andstaðan hafi líka verið mikil þegar glasa- frjóvgun kom til sögunnar, hún hafi sannað gildi sitt og það sama muni gilda um einræktun. Fólk sé hrætt við nýjungar. Hvað varðar hugsan- leg mistök segjast læknarnir ætla að grípa í taumana þegar sýnt þyk- ir að viðkomandi fóstur er van- skapað og því verði ekki gert að fæðast. Slíka vankanta megi síðan sníða af aðferðinni í tímans rás. Einnig hafa heyrst rök á borð við þau, að sé tæknilega mögulegt að búa til börn með þessum hætti, þá sé það parinu í sjálfsvald sett hvaða aðferð það notar til þess, þau hafi rétt til að ákveða sjálf hvað þau gera við þeirra eigið hráefni, þeirra eigin gen. En hverjir eru hugsanlegir ann- markar á því að einrækta menn í þessum tilgangi? Stærstu ann- markarnir eru mistökin og þar af leiðandi fórnarkostnaðurinn sem óhjákvæmilega verður færður. Sérfræðingar telja að árangurs- hlutfall af einræktun spendýra sé á bilinu 1- 3%. Dolly var til að mynda eina lambið sem kom heilbrigt út úr tilraun með 227 fósturvísa. Hin- ir fósturvísarnir dóu vegna van- skapnaðar á mismunandi stigum þroskans og mörg þeirra fæddust vansköpuð. Ekki er ólíklegt að ein- hver lömb hafi verið „látin deyja". Þegar tilkynnt var um tilvist Dollyar í febrúar 1997 hafði hún þegar verið á lífi í tæpt ár þannig að vísindamenn töldu sig örugga um að hún væri heilbrigð, sem síð- ar hefur komið á daginn. Reynslan úr dýratilraunum segir að langur tími geti liðið frá því að afkvæmi fæðist og þar til erfðagalli kemur í ljós. Margir sérfræðingar á líf- fræðisviðinu telja að lágt árangurs- hlutfall sé ekki tæknilegt vandamál heldur líffræðilegt. Erfðaefni full- orðins einstaklings hafi tekið breytingum á lífsleiðinni, frumur t.d. orðið fyrir stökkbreytingum, sem síðan verður vart þegar mynda á nýjan einstakling með slíkt erfðaefni og lýsir sér í erfða- galla hjá honum. Sé það raunin verður fórnarkostnaður alltaf hár. Sjálfsagt er það rétt hjá læknun- um að fólk slævist í andstöðu sinni við nýjung, eftir að hún hefur hald- ið innreið sína sbr. glasafrjóvgun. Hinsvegar t ríkir engin sátt um glasafrjóvgim. Þó flestir séu sáttir við hana sem aðferð til að hjálpa ófrjóum pörum að eignast börn Hvað er einræktun? Ekki afritun einræktun í einfaldri útgáfu má útskýra einræktun þannig að kjarni líkamsfrumu, þar sem svo til allt erfðaefnið er samankomið, og eggfruma, sem kjarninn hefur verið fjarlægður úr, eru látin renna saman. Okfruman og síðan fósturvísirinn hefur því sama erfðaupplag og sá sem á Iíkams- frumuna. Ekki virðist skipta máli hvaðan líkamsfruman kemur en eggfruman er nauðsynleg. Ein- ræktun kallast kynlaus æxlun þar sem ekkert sæði þarf til. Þess vegna getur karl sem ekki hefur nógu virkar sæðisfrumur eignast afkvæmi líffræðilega tengt sér. Annar flötur á aðferð- inni er sá að karlinn verður í raun óþarfur, því líkamsfruman getur verið úr sömu konu og leggur til eggið eða úr annarri konu. Afkvæmið verður sama kyns og sá sem leggur til líkams- frumuna. Þó afkvæmið verði óhjákvæmilega líkt þeim sem það er einræktað úr, verður það ekki alveg eins. Eftir því sem einræktuð lífvera er flóknari því meiri verða frávikin þarna á milli. Manneskjur eru ekki ein- göngu erfðaefni, heldur eru ýms- ir aðrir þættir bæði líffræðilegir og umhverfislegir sem skipta máli. Sá sem er einræktaður með þessari aðferð verður ekki eins og eineggja tvíburi þess sem lík- amsfruman er úr. Hann verður til úr annarri eggfrumu en hann og gengur í gegnum aðra með- göngu og í flestum tilfellum er um sitthvora konuna að ræða. ■ WILMUTJ IAN WILMUT Prófessorinn lan Wilmut var helsti for- sprakki þeirra vísindamanna sem ein- ræktuðu ána Dolly. Hann telur fyrirætlanir þeirra Zavos og Antinori ábyrgðarlausar og visar til þess fórnarkostnaðar sem færa þurfti við tilurð Dollyar. I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.