Fréttablaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 10. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR H BEST { BÍÓ HAFSTEINN G. SIGURÐSSON formaður Vil fá ellefusýningar „Ég vil fá öðruvísi myndir og ellefusýn- ingar. Miðstýring ónefndrar SAMsteypu, sem kemur fram við íslenska bíóunn- endur eins og lítil börn, er að eyði- leggja kvikmyndahúsamenningu lands- ins. Hættið Hollívúddsamsærinu!" ■ KATTUÐUCUR Jet Li vildi ekki nota víra og tölvubrellur f slagsmálaatriðum myndarinnar. Eass of Dragon frumsýnd: Kínverji í París kvikmynpir Jet Li byrjaði snemma að æfa bardagaíþróttir með góðum árangri og lék í sinni fyrstu mynd fyrir tvítugt. Hann flutti til Hong Kong og varð stjarna þar í byrjun tíunda áratugarins. Fist of Legend, gerð 1994, vakti athygli á honum á heimsvísu og Li flutti til Hollí- vúdd. Þar fékk hann aukahlutverk í Lethal Weapon 4. „Það sögðu mér allir að ég væri frábær, ótrúlega hæfileikaríkur. Ég áttaði mig á því seinna að það segja allir þetta við alla.“ Fyrsta aðalhlutverk hans vestra var í Romeo Must Die en eftir hana vildi Li koma hreyfingu á hlutina, var orðinn þreyttur á yf- irborðsmennsku bransans. Því framleiðir hann Kiss of Dragon sjálfur. Hann leitaði til franska leikstjórans Luc Besson um hjálp. Hann skrifaði handritið ásamt fé- laga sínum og framleiðir. Myndin er samt sem áður gerð fyrir Bandaríkjamarkað og er varla einn maður frönskumælandi í henni. Li er í hlutverki færasta lög- reglumanns Kínverja. Hann fer til Parísar til að aðstoða franskan lög- reglustjóra í alþjóðlegri krísu. Sá er leikinn af Tchéky Karyo, gjör- spilltur lögregluforingi sem snýst gegn Li. Hann slæst því í lið með hórunni Bridget Fonda og kemst til botns í málinu. ■ setn allir sali FLASHDANCE kl. 10.15 DIRTY DANCING kl. 4 BEVERLY HILLS COP kl.8.15 mtm HÁSKÓLABÍÓ jSHREK m/íslensku tali kl. 4 og 6 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 FltlVIIINPLIR BLINKANDE LYGTER kl. 5.45,8 og 10.15 Sýnd ki. 4, 6, 8 og 10 ALFABAKKA 8. SIMI 587 8900 JET Ll BRIDCET FONDA www.samfilm.is Sýnd kl. 4, 6,8 og 10 vit 260 Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8, 10.05 VIT 257 {BRIDGET jones diaries iTTZioglO® jSHREK m/íslensku tali kl. 4 og 6 p ÍANTITRUST kl. 3.45, 5.50, 8 og lO.lolneTI jSHREK m/ensku tali kl. 4, 6, 8 og ÍÖjgSI PEARL HARBOR kLÍ® Will Smith og aðrir í tökuliði myndarinnar um ævi Muhammad Ali lærðu af reynsl- unni eftir að vera rændir í sífellu við tökur í Afríku. Verið var að taka upp hinn fræga bardaga milli Ali og Joe Frasier, Rumble In The Jungle, á hinum ýmsu stöðum í álf- unni. Samkvæmt Mykelti WiIIiam- son, sem leikur hnefaleikaskipu- leggjandann Don King í mynd- inni, spilltu stöðug rán innfæddra ferðinni, sem hefði annars verið frábær. „Okkur hlakkaði öll mikið til að fara til Afríku. Við tókum upp á mörgum stöðum, í Suður- Afríku, Mozambique og Ghana en í stað þess að njóta þess urðum við leið. Það var gífurlega miklu stolið af okkur. Öll hótelherbergin voru bókstaflega hreinsuð, tann- burstar og eyrnapinnar líka tekn- ir. Fólk þarna sveltur, það þarf hjálp.“ Breski leikarinn Vinnie Jones snýr aftur til rótanna í nýj- ustu mynd sinni, fótboltanaglarót- anna. Myndin er endurgerð The Longest Yard með Burt Reynolds frá 1974. Jones sann- aði að hann væri enn með stáleistu þegar hann heimt- aði að öll fótbolta- atriði í myndinni skyldu vera alvöru. Á sínum fyrri fótboltaárum var hann öðrum leikmönnum jafnan mikil ógn. Hann leikur fyrrum atvinnumann sem lendir bak við lás og slá og skipuleggur leik milli fótboltaliðs fanga og varða. „Tæklingarnar í myndinni eru djöfulli góðar. Það er ekkert falsdrasl heldur alvöru knattspyrna." Reykjavík litum skreytt Fögnum fjölbreytni er boðskapur Hinsegin daga, sem nú eru haldnir í þriöja skipti í Reykjavík. Þeir ná hámarki með skrúðgöngu niður Laugaveg á morgun kl. 15. HÁTÍÐ „Það eina sem við þurfum núna er að veðurguðirnir seinki rigningunni sem er spáð,“ segir Heimir Már Pétursson, einn skipuleggjenda Hinsegin daga í Reykjavík. Hátíðin hefst í kvöld en nær hámarki á morgun þegar samkynhneigðir ganga fremstir fyrir fjölmennri skrúðgöngu nið- ur Laugaveginn og haldin verður dagskrá á Ingólfstorgi. „Það var spáð rigningu í fyrra en þá sluppum við með skrekk- inn,“ segir Heimir. Fjöldi manns er búinn að undirbúa hátíðina að undanförnu. „Þetta er búinn að vera margra mánaða undirbún- ingur og pælingar. Það eru tugir fólks búnir að vinna við þetta, ef allir eru taldir með eru þetta ef- laust hundrað rnanns." Gay Pride hátíðir eru haldnar í um 90 borgum víðsvegar um heim á þessu ári. Þær eru flestar haldnar undir kjörorðinu Fögn- um fjölbreytni, sem síðasta þing InterPride, heimssamtaka hinsegin hátíða, samþykkti að skyldi vera boðskapurinn í ár. „Það er töluverður fjöldi fólks að koma frá útlöndum. Mikið af því er ferðavant fólk, sem fer á mis- munandi Gay Pride hátíðir milli ára.“ Hátíð helgarinnar hefst í Kaffileikhúsinu kl. 21 í kvöld þegar Bandaríkjamaðurinn Mina FÖGNUM FJÖLBREYTNI ft/leðal þeirra sem mæta á morgun eru indjáni frá Perú, regnbogabörn og tæ- lenskar og brasilískar dragdrottningar. Hartong skemmtir gestum með homma- og lesbíugríni. Eftir sýn- inguna skemmtir kvennahljóm- sveitin Móðinz. Sjálf Gay Pride gangan hefst síðan kl. 15 á morg- un. Safnast verður saman til hlið- ar við Hlemm og lagt stundvís- lega af stað í volduga skrúð- göngu eftir Laugaveginum. Fyrir ári gengu rúmlega fjögur þús- und manns niður Laugaveg og um tíu þúsund manns voru í mið- borginni til þess að fylgjast með. Stóru sviði verður komið upp fyrir framan Morgunblaðshöll- ina og á undan skemmtidagskrá ávarpar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri hátíðargesti. Meðal skemmtikrafta eru söngv- ararnir Bergþór Pálsson, Hólm- fríður Jóhannesdóttir, Felix Bergsson, Björgvin Franz Gísla- son (Hedwig) og hópur úr Wake me up söngleiknum. Þá stígur kór lesbía og homma, Allegro ma non troppo, einnig á svið. Toppnum verður náð með drottningunum fimm í DivaLici- ous, þeim Mio, Mary Jane Bitch, Jasmine Ho, Dita og Shonana í heitu sýningunni Battle of the Divas og Milljónamæringunum ásamt Ragga Bjarna og Páli Ósk- ari. Kvennatryllirinn Mark Wa- hiberg, sem leikur aðalhlut- verkið í Apaplánetunni, lét fagra ljósku fara illa með sig á dögun- um. Hann sá stúlkuna standa álengdar þar sem hann var á Man Ray klúbbnum í New York og hugsaði sér gott til glóðarinnar. Þau eyddu kvöldinu í vinalegt spjall og daður. Þegar komið var að brottför spyr Mark dömuna hvort hún vilji ekki kíkja með sér heim til hans. „Það kostar,“ svaraði stúlkan um hæl. „Mark ætlaði að leka nið- ur úr gólfinu," sagði félagi hans. „Hann trúði því ekki að þetta væri vændiskona. Hann er mjög vinsæll hjá konum vegna frægð- arinnar en var hrifinn af þessarri. Hann vildi hinsvegar alls ekki borga fyrir samfarir. Síðan varð staðan fyrst vandræðaleg þegar hórumangarinn mætti. Hann reyndi að segja Mark að stúlkan væri peninganna virði en hann lét sig hverfa." Vændiskonan var ekki ánægð með þessa hegðan Hollívúddleikarans, enda búinn að eyða heilu kvöldi tií að negla kúnnann. „Hún var svo góð og in- dæl. Ég trúði því ekki að hún væri vændiskona," sagði Mark. NABBI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.