Fréttablaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 14
14
FRETTABLAÐIÐ
10. ágúst 2001 FÖSTUDflGUR
Símadeild kvenna:
• •
Oruggur
Stjörnusigur
knattspyrna Stjarnan vann góðan
0:4 útisigur á grönnum sínum í FH
í Kaplakrika. ÍBV-stúlkur héldu
sínu striki í Kópavogi og sættust á
jafntefli. KR gerði góða ferð norð-
ur og sigraði Þór/KA/KS. ■
SÍMADEILD KVENNA
FYLKISSIGUR
Mark Pólverjanna á útivelli gæti reynst
Fylkismönnum dýrkeypt
Evrópukeppni félagsliða:
Erfitt hjá ÍA
KNATTSPYRNA Fylkismenn léku vel
gegn Pólska liðinu Pogon Szczecin
í Evrópukeppni félagsliða í gær-
kvöldi og uppskáru 2:1 sigur.
Trínidad og Tóbagómaðurinn Er-
roll Edison McFarlane skoraði
fyrsta mark Fylkis á 7. mínútu og
rétt áður en flautað var til hálf-
leiks, eða á 42. mínútu, jók Ólafur
Stígsson muninn. Lið Pogon lék
manni færri eftir að einn leik-
manna þeirra fékk sitt annað gula
spjald á 47. mínútu, en þeir náðu
samt að minnka muninn með víta-
spyrnu í síðari hálfleik.
Lengi vel leit út fyrir að marka-
laust yrði í útileik ÍA gegn Club
Brugge í Belgíu, en svo fór að þeir
skoruðu fjögur mörk á lokamínút-
unum. Framhaldið lítur því ekki
vel út hjá Akurnesingum. ■
Flugslysið Skerjafirði.
Söfnunarsímar
Ef hringt er í eftirtalin númer
gjaldfærist af reikningi símans,
sem hringt er úr, sem hér segir:
Sími 907 2007 - 1.000,-kr
Sími 907 2008 - 2.000,- kr
Sími 907 2009 - 5.000,- kr
Bankar. er no. 1175-05-409940
David Beckham:
Stefnan sett á fjóra titla
knattspyrna David Beckham, leik-
maður Man. Utd. hefur sagt að Sir
Alex Ferguson vilji að liðið fari
taplaust í gegnum heilt tímabil.
Reyndar sagði Beckham að
Ferguson segði þetta fyrir hvert
einasta tímabil. Hann sagði að
Ferguson vildi að liðið stefndi að
því að ná í alla fjóra titlana sem í
boðið væru í vetur, þ.e. enska
meistaratitilinn, Meistaradeild
Evrópu, enska bikarinn og enska
deildarbikarinn.
„Það væri við hæfi að ná í alla
titlana, þar sem þetta er síðasta
tímabil Ferguson sem fram-
kvæmdastjór liðsins," sagði Beck-
ham. „Á hverju ári segir einhver
að þetta lið eða hitt muni hafa bet-
ur en United. Ég býst við því að
við munum þurfa að leggja hart
að okkur í vetur, en maður getur
ekki annað en orðið spenntur þeg-
ar maður lítur á leikmannahópinn.
Þá voru kaupin á Nistelrooy og
Veron frábær."
Beckham sagði að mikil eftir-
sjá yrði af Ferguson, sem fram-
kvæmdastjóra. Hann bæri mikla
virðingu fyrir honum enda hefði
hann átt stærsta þáttin í að móta
hann sem leikmann. ■
VERON
David Beckham er ánægður með kaupin á
Juan Sebastian Veron og Ruud Nistelrooy.
Nýtt keppnistímabil hjá
„nýju“ lidi Stoke City
Stoke leikur sinn fyrsta leik í ensku 2. deildinni gegn QPR á útivelli á morgun. Stoke liðið hefur
tekið miklum breytingum í sumar en Guðjón Þórðarson hefur sagt að takmarkið sé að fara beint
upp í 1. deild.
KNATTSPYRNA Keppni í 2. deild
ensku knattspyrnunnar hefst á
morgun. Stoke með Guðjón Þórð-
arson við stjórnvölin og fjóra ís-
lenska leikmenn innanborðs mun
örugglega verða í toppbaráttunni,
en þó eru nokkur önnur lið sem
einnig koma sterk til leiks eins og
Bristol City, Cardiff City, Hudd-
ersfield, TFanmere og Reading.
Fyrsti leikur Stoke
verður á útivelli
gegn QPR, sem féll
úr 1. deild á síðasta
tímabili og þann 18.
ágúst tekur íslend-
ingaliðið á móti
Northampton á
Brittannia vellinum.
Þrjú lið fara upp í
1. deild n.k. vor. Tvö
efstu liðin fara beint
upp og liðin í 3. til 6.
sæti leika síðan um
eitt laust sæti í við-
bót. Guðjón hefur
sagt að takmarkið
hjá Stoke sé að að vera í einu af
tveimur efstu sætunum. Það ætti
að vera mögulegt svo lengi sem
lykilmenn lenda ekki í meiðslum.
Stoke liðið hefur tekið nokkrum
breytingum frá síðustu leiktíð m.a.
misst einn sinn besta mann, mið-
vallarleikmanninn Graham
Kavanagh, sem var seldur til Car-
diff fyrir eina milljón punda. Þá
ákvað liðið að endurnýja ekki
samninga við 5 leikmenn, en það
voru þeir Kyle Lightbourne, Hen-
rik Risom, Carl Muggleton, Steph-
en Taaffe og Ashley Woolliscroft.
Þá fengu þeir Nicky Mohan og Ben
Petty frjálsa sölu frá Stoke, en þeir
KANTMAÐUR
Stærstu kaup
Stoke I sumar
voru án efa
kaupin á Hol-
lendingnum
Peter Hoekstra
frá Ajax.
fóru báðir til Hull City. Ennfremur
er búist við því að miðvallarleik-
maðurinn James O’Connor, sem átt
hefur í útistöðum við Guðjón, verði
seldur til WBA á næstunni, þar
sem Gary Megson fyrrverandi
framkvæmdastjóri Stoke er nú við
stjórn.
Á heildina litið virðist Stoke
samt hafa styrkst frá því síðasta
vetur og munar þá mest um nýtt
miðvarðarpar, en Stoke keypti fyrr
í sumar Skotann Peter Handyside
frá Grimsby og hvít-rússneska
landsliðsmanninn Sergei Shtaniuk
frá Dynamo Moskvu. Shtaniuk
virðist feiki sterkur en á dögunum
STERKUR
Hvít-Rússinn Sergei Shtaniuk hefur betur í
baráttu við italann Fabrizio Ravanelli i æf-
ingaleik Stoke og Derby og dögunum.
hélt hann Fabrizio Ravanelli alger-
lega niðri í æfingaleik gegn Derby.
Stærstu kaup Stoke á undirbún-
ingstímabilinu voru samt kaupin á
hinum 28 ára gamla hollenska vin-
stri kantmanni Peter Hoekstra frá
Ajax, en hann var á sínum tíma í
hollenska landsliðinu. Stoke er
samt að taka nokkra áhættu með
þessu því Hoekstra hefur átt við
þrálát meiðsli að stríða síðastliðin
tvö ár, en segist nú vera búinn að
ná sér fullkomlega af þeim.
Þar sem Stoke endurnýjaði ekki
samninginn við Carl Muggleton,
sem var varamarkvörður á síðustu
leiktíð, fengu þeir Neil Cutler ung-
an og efnilega marvörð til liðs við
sig. Samningur Cutler við Aston
Villa var runninn út og þurfti
Stoke því ekkert að greiða fyrir
hann. Á sama hátt samdi Stoke við
hinn 26 ára gamla króatíska mið-
vallarleikmann, Ahmet Brkovic,
sem leikið hafði með Leyton Ori-
ent í 3. deildinni og hinn 24 ára
gamla skoska miðvallarleikmann
David Rowson, sem leikið hafði
með Aberdeen. Nýverið gekk
Stoke síðan frá 12 mánaða láns-
samningi við Jurgen Van Duerzen,
27 ára gömlum Belga, sem er
samningsbundinn belgíska liðinu
Turnout.
Af ofangreindu er ljóst að Guð-
jón er kominn með nýtt lið í hend-
urnar. Hann hefur keypt þá leik-
menn sem hann hefur viljað fá og
losað sig við leikmenn sem hann
hefur ekki talið sig hafa not fyrir.
Spurningin er hins vegar sú hvort
„nýja“ liðið muni ná saman frá
fyrsta degi, því hver leikur skiptir
máli í ensku 2. deildinni. Þó marg-
ir áhangendur Stoke búist við því
að liðið fari beint upp í 1. deild er
það alls ekki öruggt. Stoke er eng-
an veginn með eitthvað yfirburð-
arlið í ensku 2. deildinni, langt frá
því. í raun væri gott ef það næði
einu af sex efstu sætunum. Ef liðið
næði hins vegar öðru af tveimur
efstu sætunum yrði það sigur fyrir
Guðjón.
traustiifrettabladid.is
Til sölu
ljósabekkir
Til sölu tvö stykki Ergoline 500
og tvö stykki Ergoline Turbó.
•
Upplýsingar í síma:
894 3110 - 820 7100
Sol Campbell og Arsenal:
Lögreglurannsókn vegna hótana
knattspyrna Lögreglan í London
rannsakar nú hótanir sem bæði
Arsenal og Sol Campbell hafa
fengið eftir að Campbell gekk til
liðs við liðið frá erkifjendunum
Tottenham. Báðir aðilar hafa
fengið símhringingar þar sem öllu
illu hefur verið hótað og þá hafa
einnig borist hótunarbréf til þeir-
ra. Það er því ljóst að búast má við
mikilli spennu þegar liðin mætast
á White Hart Lane þann 17. nóv-
ember.
Fregnir hafa borist af því að
dauðahótanir hafi birst á vefsíð-
um beggja liðanna, en lögreglan
hefur ekki staðfest það. Málið er
litið mjög alvarlegum augum en
enginn hefur verið handtekinn
enn sem komið er enda rannsókn
málsins ekki lokið.
Enska landsliðið leikur gegn
Hollendingum á Whit Hart Lane í
næstu viku en Enska knattspyrnu-
sambandið hyggst ekki bregðast
sérstaklega við þessu máli með
auknum öryggisráðstöfunum.
Sambandið er sannfært um að
hefðbundið eftirlit muni duga. ■
HÓTAÐ
Félagsskipti Sol Campbell frá Tottenham til
Arsenal hafa vakið sterk viðbrögð á meðal
áhangenda. Svo sterk að leikmanninum
hafa borist hótanir að undanförnu.