Fréttablaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 15
FÖSTUPAGUR 10. ágúst 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Heimsmeistaramótið í Edmonton:
Atta ára sigurganga
Gebrselassie rofin
knattspyrna Óvænt úrslit litu
dagsins ljós á Heimsmeistara-
mótinu í Edmonton í fyrrakvöld í
einu mest spennandi 10 km
hlaupi sögunnar. Eþíópíumaður-
inn Haile Gebrselassie, sem hafði
ekki tapað í greininni síðan í
ágúst 1993, varð aðeins í 3. sæti,
en það var Keníumaðurinn
Charles Kamathi, sem batt enda á
átta ára sigurgöngu Gebr-
selassie. Eþíópíumaðurinn Ass-
efa Mezgabu varð í 2. sæti.
„Ég er alls ekki svekktur, af
hverju ætti ég að vera það,“ sagði
Gebrselassie eftir hlaupið. „Ég
gerði mitt besta, en á síðustu 100
metrunum fór eitthvað úrskeiðis.
Ég gat ekki gert neitt. Ég fékk
engar blöðrur en fann aðeins til í
hægri kálfanum.“
Hlaupararnir voru í einum
hnapp á síðasta hringnum en þeg-
ar um 200 metrar voru eftir tók
Kamathi sprett og hélt foryst-
unni alla leið í markið. Um 1 sek-
únda skildi að 1. og 3. sætið. Sig-
urtími Kamathi var 27.53,25 min-
útur, Mezgabu hljóp á 27.53,97
mínútum og Gebrselassie á
27.54,41. ■
ÓVÆNT
Kamathi (t.h.) batt enda á átta ára sigur-
göngu Haile Cebrselassie.
ítalski boltinn:
Salas til Juve
KNATTSPYRNA ítalskir
fjölmiðlar greindu
frá því í gær að
Marcelo Salas sé
loks á leiðinni frá
Lazio til Juventus.
Dagblaðið Gazzetta
dello Sport telur að
þar sem Salas hafi
ekki verið með í leik Lazio gegn FC
Köbenhavn í þriðju umferð und-
ankeppni Meistaradeildar Evrópu
sé nokkuð víst að hann verði seldur
til Juventus.
Juventus leitar nú logandi ljós
að framherja eftir að Filippo
Inzhagi fór frá liðinu. Liðið vill hins
vegar ekki kaupa leikmann sem er
ólöglegur í Meistaradeildinni. ■
MARKHEPPINN
Michael Owen skoraði þrennu fyrir Liverpool gegn FC Haka.
Létt hjá Liverpool:
Enska landsliðið:
Hargreaves með
gegn Hollandi
knattspyrna Útlit er fyrir að Owen
Hargreaves, leikmaður Bayern
Munchen, verði valinn í enska
landsliðið í dag ásamt Michael
Carrick, leikmanni West Ham, en
Englendingar mæta Hollendingum
í næstu viku. David Platt, nýráðinn
þjálfari enska U-21 árs landsliðs-
ins, valdi þá ekki í sitt lið og þess
vegna draga enskir fjölmiðlar þá
ályktun að þeir verði valdir í aðal-
liðið.
Hargreaves, sem er tvítugur,
vakti mikla athygli fyrir frammi-
stöðu sína með Bayern Munchen á
síðustu leiktíð, sérstaklega í úr-
slitaleiknum gegn Valencia í Meist-
aradeild Evrópu. Hargreaves verð-
ur gjaldgengur með landsliði
Þýskalands á næsta ári og þar sem
hann á ættir að rekja til Kanada má
hann einnig spila með því landsliði.
Talið er líklegt að Englendingar
noti hann eitthvað í leiknum gegn
Hollandi til þess að tryggja það að
hann verði leikmaður enska lands-
liðsins í framtíðinni. ■
EFNILECUR
Búist er við því að Owen Hargreaves,
leikmaður Bayern Munchen, leiki sinn fyrs-
ta leik með enska landsliðinu gegn
Hollandi i næstu viku.
Þrenna Owens
knattspyrna Ekkert annað en
kraftaverk getur komið í veg fyr-
ir að Liverpool tryggi sér sæti í
riðlakeppni Meistaradeildar Evr-
ópu. Liverpool sigraði FC Haka
frá Finnlandi 5-0 á útivelli í fyrra-
kvöld og skoraði Michael Owen
þrjú mörk, en Sami Hyppia og
Emile Heskey sitt markið hvor.
Gerard Houllier, fram-
kvæmdastjóri Liverpool, var
ánægður með sigurinn og
frammistöðu Owen.
„Þrennan hjá Owen var frá-
bær,“ sagði Houllier. „Það er sama
hver mótherjinn er - að skora þrjú
mörk á útivelli í Evrópukeppni er
alltaf mikið afrek.“
Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir
Liverpool. Houllier sagði að Finn-
arnir hefðu barist vel framan af
en síðan orðið þreyttir og þá hefðu
hans menn gengið á lagið.
Tvö önnur bresk lið lék í þriðju
umferð undakeppni Meistara-
deildarinnar í fyrrakvöld. Celtic
vann góðan 3-1 útisigur á Ajax en
Rangers gerði 0-0 jafntefli við
tyrkneska liðið Fenerbache í
Glasgow. ítölsku liðunum gekk
hins vegar ekki vel. Parma tapaði
á heimavelli 2-0 fyrir franska lið-
inu Lille og Lazio tapaði 2-1 fyrir
FC Köbenhavn í Kaupmannahöfn.
Þá sigraði Barcelona pólska liðið
Wisla Krakow 4-3 á útivelli, þar
sem Rivaldo skoraði þrennu.
Seinni leikirnir í þriðju umferð
undankeppni Meistaradeildarinn-
ar fara fram þann 21. ágúst. ■
Fræðsluganga um Elliðaárdal
í Gvendarbrunna
Tyrkir vilja kappakstur:
Istanbul
byggir braut
formúla i Formaður Bifreiðasam-
taka lýrklands, Mumtaz
Tahincioglu, segir á íþróttavef rík-
isstjórnarinnar að byrjað sé að
undirbúa framkvæmdir á
kappakstursbraut fyrir Formúla 1
i Istanbul. „Formúlan á eftir að
hafa jákvæð efnahagsleg áhrif á
Tyrkland. Við sjáum brautina fyr-
ir okkur í Istanbul."
Tahinciolgu sagði samtökin
vera byrjuð að tala við einkafyrir-
tæki til að safna þeim 6 milljörð-
um króna, sem þarf til að byggja
almennilega braut. Hann sagði
viðræður við stjórnendur keppn-
innar, International Automobile
Federation (FIA), hafnar og að
þeir þurfi einn milljarð til að tryg-
gja áætlunina. „FIA lítur björtum
VINSÆLT
Tyrkir ganga í hóp fjölmargra þjóða sem
vilja halda Formúla 1 kappakstur.
augum á framkvæmdirnar. Allir
Tyrkir eru hinsvegar ekki á sama
máli. Hlutverk mitt er að keyra
þetta í gegn.“
Tyrkland bætist þar í hóp
landa, sem ætla að sækja um að
halda keppni. FIA vill fá keppni
fyrir botni Miðjarðarhafs eða í
Mið-Austurlöndum og koma
Kaíró, Dubai og Líbanon einnig til
greina. ■
Létt og skemmtileg ganga í fallegri náttúru - allir velkomnir
Orkuveita
Reykjavíkur
Laugardaginn 11. ágúst stendur Orkuveita
Reykjavíkur fyrir fræðsluferð um Elliðaárdalinn.
Gengið verður frá gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal,
upp dalinn að Elliðavatni og Gvendarbrunnum.
Á leiðinni verður hugað að ánni, ömefnum,
jarðfræði, gróðri og dýralífi.
(lokin verðurfræðslusetrið við Elliðavatn skoðað
og göngunni lýkur í hraunhvelfingunni við
Gvendarbrunna.
Leiðin er samtals um 8 km.
Lagt af staö frá rafstöðinni kl. lO.OO.
Boðið upp á akstur tii baka.
Næsta ferð: Smádýralíf í Elliðaárdal,
þriðjudagskvöldið 14. ágúst.