Fréttablaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 13
I FÖSTUPAGUR 10. ágÚSt 2001 FRETTABLAÐIÐ 13 i gesti í sturtu og á klósettinu myndir af baðherbergisferðum gesta á gistiheimilinu Tærgesen á Reydarfirði. verði fljótlega gefin út á hendur hótelstjóranum brottrekna sem neitar sök. klámefnis í tölvubúnaði hótelstjór- ans. „Þarna var svokölluð netmynda- vél inn á salerni. Hún var ekki tengd við tölvubúnað hótelstjórans þegar við komum á staðinn en við rannsókn málsins kom fram að svo hafði áður verið,“ segir Jónas. Að hans sögn tók myndavélin myndir á fárra sekúndna fresti og voru þær vistaðar inn á tölvu í íbúð hótelstjórans en ekki er uppi grunur um að myndirnar hafa verið sendar um Internetið. Hann segir að auk myndefnisins af baðher- berginu hafi ýmis konar klámefni verið vistað í tölvunni. Lögreglan hefur nú lokið við að yf- irfara myndirnar af baðherberginu en Jónas segist eiga bágt með að lýsa því sem þar bar fyrir augu. „Það var bara eitt og annað. Hvað gerir fólk inn á baði? Þetta eru myndir af fólki í sturtu, á klósettinu og alla vega,“ seg- ir hann. Talið er að maðurinn, sem gegnt hafði hótelstjórastarfinu í aðeins fáar vikur þegar myndavélin fannst, hafi tekið upp myndir af baðinu í a.m.k. nokkra daga. Jónas segir erfitt að skilgreina að hverju auga myndavél- arinnar beindist en að baðhergið sem sé lítið sé bæði sturta og salerni og sem með víðri linsu sé mögulegt að mynda samtímis. „Maðurinn hefur kannski hlaupið fram og til baka og stillt vélina af eftir því sem hann hef- ur séð gegn um tölvuna til að finna rétt sjónarhorn," segir hann. Hótelstjórinn mun hafa játað „eitt og annað“ en þó ekki að vera eigandi myndavélarinnar á baðinu. Jónas seg- ir lögregluna hins vegar telja að eng- inn annar komi til greina sem eigandi búnaðarins. Lögreglan hefur ekkert heyrt aft- REYÐARFJORÐUR „Hvað gerir fólk inn á baði? Þetta eru myndir af fólki í sturtu, á klósettinu og alla vega," segir lögregla um myndefni af bað- herberbergi Tærgesen á Reyðarfirði. ur frá þýsku stúlkunum sem kærðu varðandi hugsanlegar kröfur í málinu en mun líklega hafa samband við þær. Stúlkurnar, sem voru 15 talsins og á aldrinum 16 til 22 ára, voru hér í tón- leika- og skemmtiferð. gar@frettabladid.is Vestur-Landeyj ar: Mikill bruni í fjósi og hlöðu eldsvoði Þak á gömlu fjósi og hlöðu á bænum Ey í Vestur-Land- eyjum rétt austan Hvolsvallar eyðilagðist í bruna í gær. Tilkynn- ing um eldinn barst laust fyrir klukkan fimm síðdegis. Logaði þá glatt í fjósinu og barst mikill reykur frá eldinum. Þarna var geymt mikið af einangrun- arplasti, en hvorki fjósið né hlað- an hafa verið í notkun sem slík í nokkur ár. Betur fór en á horfðist og fyrir snarræði tókst að koma í veg fyrir að þekjan félli. Lögregl- an á Hvolsvelli telur óhætt að úti- loka íkveikju, en óljóst var í gær hvað olli brunanum. ■ Uppgjafa ýsuveiðimenn græða en nýliðar fá ekkert: Bíða við eldhúsborðið eft- ir ýsukvótagróðanum •tíska.is WWw.tiska.is:: LfjugdV'tgur 54 Simi 564 Ö020 stjórnmál Karl V. Matthíasson, al- þingismaður Samfylkingarinnar í Vestfjarðakjördæmi, segir hættu á fólksflótta frá Vestfjörðum vegna nýrra laga um veiðikvóta smábátaflotans sem taka gildi 1. september. „Skerðingin á þorksaflanum er Hætta á fólksflótta. þag að afnám frelsis til að veiða ýsu á sama tíma mun hafa mjög alvarlegar afleiðing- ar. Margir sem hafa verið að veiða ýsu síðustu fjögur ár fá ekki að veiða eina einustu ýsu vegna þess að kvótinn verður miðaður við veiði- reynslu frá því fyrir þann tíma. Aðr- KARL V. ir, sem þá voru að veiðum en eru hættir, bíða nú bara við eldhúsborð- ið eftir að fá úthlutað ýsuheimildun- um til að selja. Fjöldi fólks sem vinnur við þetta, beint og óbeint, missir vinnuna og sumum hefur þegar verið sagt upp,“ segir Karl. Karl lagði í vor fram frumvarp á Alþingi ásamt Guðjóni Arnari Krist- inssyni, alþingismanni Frjálslynda flokksins, um að gildistöku laganna verði frestað í eitt ár. „Þó kerfið verði ekki nákvæmlega eins og það hefur verið viljum við hafa það þan- nig að menn sjái sér hag í að róa. En kapp stjórnavalda til að loka fram- sals- og kvótakerfinu endanlega ger- ir að verkum að ég er ekki bjartsýnn í augnablikinu," segir Karl. ■ NYTT VORUM AÐ TAKA UPP NÝJAR HAUSTVÖRUR :: NÝJIR LITIR NÝ SNIÐ Gengur vel hjá Bakkavör: Hagnaður meiri en áætlað var milliuppcjör Bakkavör skilaði 64 milljón króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins, en það er betri af- koma en fyrirtækið sjálft og verð- bréfafyrirtæki höfðu vænst. Hagnaður fyrirtækisins fyrir sama tímabil í fyrra var 39 millj- ónir. Tekjur fyrirtækisins jukust verulega milli ára og voru í ár 1.824 milljónir króna sem er 63% aukning frá í fyrra. Hagnaður fyr- ir afskriftir og fjármagnsliði var 215 milljónir og er það örlitlu lægra hlutfall af rekstrartekjum en árið áður. Eigið fé Bakkavarar hefur vaxið verulega, einkum vegna hlutafjárútboðs og hefur eiginfjárhlutfallið hækkað úr 24% í 39%. Ástæða betra uppgjörs en væntingar stóðu til eru betri af- koma dótturfélaga og að áætlanir vegna kaupa á Wine and Dine Ltd. hafa að fullu staðist. rúllukragapeysa 4.990 ^ hettupeysa 2.990 UTSOLULOK ÚTSÖLUVÖRUR Á 80% AFSLÆTTI HAGNAÐUR YFIR VÆNTINGUM Fyrstu sex mánuðir ársins hjá Bakkavör voru mun betri en fyrirtækið og markaðs- aðilar gerðu ráð fyrir. Meginhluti tekjumyndunar Bakkavarar er á síðari helmingi ársins og gera áætlanir félagsins ráð fyrir að hagnaður ársins eftir skatta verði 245 milljónir króna. Rekstur Bakkavarar fer nú fram í sjö þjóðlöndum og starfsmenn eru 360 talsins. ■ gallabuxur áður 6.990 tilboð 1.398 ifr * J. ’ 3 buxur áður 5.990 tilboð 1.198 wwwTííka,ís íí Láugavegur §4 ií Sími S64 0620 ,/y * ,' / Amírui.. ÚTSALAN HEFST1DAG! - allt að 50% afsláttur IMGÓLfSSTRÆTI 5 • 101 REYKJAVÍK SÍMI 551 5080 • wwwJbosintiJs

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.