Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2001, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 13.08.2001, Qupperneq 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 13. ágúst 2001 MÁNUPAGUR Lög um fœðingarorlof og láglaunafólk I Rl I ! AR! A!)!!) Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjóm, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalslmi: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskiiur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu fomni og I gagnabönkum án endurgjalds. Eitt traustasta þagnarsamsæri síðustu ára var þegar ný lög um fæðingarorlof voru samþykkt. Og þögnin skal enn ríkja því um leið og einhver dirfist að opna munninn um afleiðingar laganna geltir Morgunblaðið hátt og ör- ugglega. Það sýnir viðbrögð blaðsins í leiðara þegar minnt var á mikinn kostnað sem lögin hafa í för með sér við orlofstöku slökkviliðsmanna og þegar Har- aldur Blöndal, hæstaréttarlög- maður, gerði athugasemd við það, að foreldrar langveikra barna fá einungis lítið brot af þeim bótum sem vel stæðir foreldrar heil- brigðra barna fá. Óréttlæti og af- leiðingar laganna eru að koma í ljós. Nauðsynlegt var að tryggja jafnan rétt foreldra til töku orlofs. En af hverju var verið að veita þeim, sem eru fjárhagslega best í stakk búin til að ala upp barn, hæstu félagslegu bæturnar? Var það markmið ríkis- valdsins með fé- lagslega kerfinu að rétta þeim hæstu styrkina sem síst þurfa á bótum að halda? Annað sem er skrítið í þessar löggjöf er þögn verkalýðsleiðtoga og forsvars- manna vinstri flokkanna á þingi. Mál manna Björgvin Guðmundsson fjallar um félagslega aðstoð. Samfylkingin vildi til dæmis „jafna leikinn í samfélaginu“. Sá leikur er ekki jafnaður með þess- um lögum. Þessi þögn er skerandi í eyrum fólks sem þarf raunverulega á þessari aðstoð að halda. Láglauna- fólk og foreldrar langveikra barna, sem Haraldur minntist á í grein sinni. Af hverju er þeim ekki hjálpað sem virkilega þurfa á því að halda? Byggist ekki félags- legt kerfi á því? Af hverju eru ekki gerðar athugasemdir við þessa útgjaldafrekustu aðgerð stjórnvalda fyrr og síðar? Af hverju er þessi tvískinnungur á Alþingi íslendinga? ■ —♦— En af hverju var verið að veita þeim, sem eru fjár- hagslega best í stakk búin til að ala upp barn, hæstu félagslegu bæturnar? —♦— SJÚKRAHÚS Árangur þess fólks er ekki mikill, allavega er hann ekki sýnilegur. Ábyrgðin er ekki einungis óbilgjarns ríkisvalds, hún er ein- nig sjúkraliða sjálfra. Hvet til samninga Sjúkraliði skrifar: kjaramál Sjúkraliðar virðast ekki eiga hljómgrunn hjá ráðamönn- um. Samningar hafa verið lausir svo mánuðum skiptir og ekkert virðist vera að gerast sem bendir til að kjaraviðræðurnar skili ár- angri. Flestar aðrar stéttir hafa náð samningum og það er orðið nauðsynlegt fyrir sjúkraliða að deilu þeirra ljúki sem fyrst. Til þess liggja nokkrar ástæð- ur. Ég spyr hvort ekki sé hag- kvæmt að þeir sem hafa menntað sig til ákveðinna starfa fáist til að sinna þeim störfum. Svo er ekki hvað sjúkraliða varðar. Ég spyr einnig hvort það sé ekki betra og öruggara fyrir sjúklinga að þeim sinnt af fólki sem hefur menntað sig til þess. Svo er ekki. En hvers vegna? Hvað er það sem gerir að sjúkraliðar flýja starfið sitt í auknum mæli? Það eru fyrst og fremst lág laun og bág kjör. Ekki hef ég trú á að þeir sem öllu ráða beri kala til sjúkraliða - þannig að best get ég trúað því að opna verði augu þessa fólks. Það vinnst enginn sparnaður með því að trassa samningsgerð, það hagnast enginn á að sjúkraliðar leiti í önnur störf. En hvers vegna er ekki samið við sjúkraliða? Hvers vegna er ekki komið í veg fyrir að þeir leiti í önnur störf? Ríkið virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að semja. En er þá ábyrgð öll þess? Ég er ekki viss. Sjúkraliðafélagið hefur stjórn og launað fólk til að vinna í þessum málum. Árangur þess fólks er ekki mikill, allavega er hann ekki sýnilegur. Ábyrgðin er ekki einungis óbilgjarns ríkis- valds, hún er einnig sjúkraliða sjálfra. ■ Flugslysið Skerjafirði. Söfnunarsímar Ef hringt er í eftirtalin númer gjaldfærist af reikningi símans, sem hringt er úr, sem hér segir: Sími 907 2007 -1.000,- kr Sími 907 2008 - 2.000,- kr Sími 907 2009 - 5.000,- kr Bankar. er no. 1175-05-409940 Greiðendum hátekju- skatts fjölgar um helming Hvorki skattleysismörk né hátekjumörk hafa fylgt launaþróun. Jaðarskattaáhrif mikil hjá skul- dugu barnafólki. ASI segir þá lægstu bera of miklar byrðar. Tekjuskattur til ríkissjóðs vaxið um tæpa 20 milljarða. skattar Skatttekjur ríkissjóðs vegna hátekjuskatts hafa aukist um rúman milljarð á síðustu fimm árum. Árið 1997 voru tekjur ríkis- sjóðs af þessum skattstofni 459 milljónir en hafa vaxið í tæplega 1,6 milljarða. Á sama tíma hefur þeim sem greiða þennan skatt fjölgað úr 7.200 manns 1997 í 15.144 á síðasta skattaári. Fari mánaðarlaun einstaklings yfir 280 þúsund á mánuði er greiddur aukalega skattur upp á 7%. Um hjón gildir að tvöföld upphæð veldur því að menn greiða há- tekjuskatt. Tekjur umfram þessi mörk bera því rúmlega 45% skatt. Við þetta bætist að vaxtabætur og barnabætur eru tekjutengdar, auk endurgreiðslu á námslánum. Frá vaxtagjöldum dragast 6% af heildartekjum og barnabætur byrja að skerðast hjá hjónum um 5% af tekjum yfir 1.290 þúsund á ári. Við þetta bætist svo að seinni endurgreiðsla námsláns nemur 4,75% af útsvarsstofni. Jaðar- skattaáhrifin af ríflegum milli- tekjum eru því mikil og ráðstöf- unartekjurnar aukast lítið í takt við tekjuaukninguna. Ástæða þess að þeim sem greiða þennan skatt hefur fjölgað um helming er sú að mörk há- tekjuskattsins hafa ekki fylgt verðlagsþróun. Miðað við óbreytt ástand og hækkun launavísitölu mun fjölga enn meir á næsta ári. Rannveig Sigurðardóttir hag- fræðingur ASÍ hefur ekki sérstak- ar áhyggjur af hátekjuhópnum. Hún bendir á að árið 1997 þegar skattaprósentan hafi verið lækk- uð hafi ríkissjóður gert gott betur en það að borga þá skattalækkun með því að láta ekki persónufrá- dráttinn fylgja launaþróun. „Sam- kvæmt útreikningum Þjóðhags- stofnunar eykst skattbyrðin mest hjá tekjulægstu hópunum.“ Hún segir að hér sé dreifing skattbyrði nokkuð flöt þannig að þeir sem eru í lægsta hópnum beri hlut- fallslega minnst úr býtum. Rann- veig segir að áhrif skerðingar barna- og vaxtabótakerfisins þýði að skuldugt barnafólk beri þyngstar byrðar. Þá hafi á sama- tíma fjölgað verulega í þeim hópi sem fer yfir skattleysismörk, en þeir voru 112 þúsund árið 1997 en eru rúm 135 þúsund í ár. Árið 1997 var tekjuskattur til ríkissjóðs rúmir 33 milljarðar en hefur hækkað í rúma 50 milljarða á þessu ári. haflidi@frettabladid.is ORDRÉTT Björn er ekki sœrt dádýr ágreiningur Guðmundur Andri Thorsson skrifar í pistli á Strik.is svar til Björn Bjarnasonar sem hafði deilt á rithöfundinn á heimasíðu sinni. Hér á eftir eru valdir kaflar úr greinar Guðmundar: „Björn Bjarnason víkur að mér í pistli sínum þessa vikuna. Þar líkir ráðherrann sér við næstveikasta dýr- ið í hjörð í dýralífsmynd frá Afríku sem hrægammurinn (ég) sé farinn að hnita hringa yfir nú þegar Árni John- sen n veikasta dýrið í hjörðinni n sé fallinn. Þetta er afar sérkennilegt myndmál sem ég á dálítið erfitt með að lifa mig inn í. Ekki bara að vesal- ingur minn sé hrægammur sem með sínum máttuga og ógni helstu valda- mönnum landsins heldur á ég alveg sérstaklega erfitt með að sjá fyrir mér þingflokk Sjálfstæðisflokksins sem hóp af felmtruðum dádýrum. Allt er þetta tal til vitnis um að Björn og félagar telja enn að fall Árna Johnsens eigi rætur að rekja til umfjöllunarinnar um verk hans en ekki til sjálfra verka hans, að harm- leikurinn felist í því að upp komst um svik hans fremur en svikunum sjálf- um. Björn kveinkar sér undan því að ég sagði að það væri til vitnis um dómgreindarskort hans að hafa skip- að Árna til starfa á vegum ráðuneyt- is síns. Svar hans er klassískt: Það var ekki bara ég! Hann bendir m.ö.o. á að Svavar Gestsson hafi upphaf- lega skipað Árna til formennsku í bygginganefnd Þjóðleikhússins og Ólafur G. Einarsson framlengt þau störf. Svavar Gestsson sýndi vissu- lega dómgreindarskort en stórkost- leg framúrkeyrsla nefndarinnar á sínum tíma við endurbætur á Þjóð- leikhúsinu sýnir þó að enn meira dómgreindarleysi var að endurráða Árna til óljósra viðhaldsverkefna. Árni hefur vissulega haft orð á sér fyrir dugnað og framkvæmdasemi, en það framtak hefur ævinlega verið á kostnað skattborgara, kostnaðarvit- und hans þegar almannafé er annars vegar var þá þegar orðin kunn flest- um landsmönnum sem á annað borð fylgdust með fréttum, þótt ekki hefði komist enn upp um að hann sjálfur drægi sér fé.“ Og áfram: Ég kann því illa að vera dreginn inn í einhverja dýralífsmynd sem geisar í höfði Björns Bjarnasonar fyrir það eitt að hafa orð á því að hann sem ráðherra beri ábyrgð á störfum þeirra manna sem hann hef- ur skipað til verka. Sem ráðherra verður hann að una því að vikið sé að störfum hans með gagnrýnum hætti án þess að hann fari að upplifa sig sem hundeltan bamba fyrir vikið. Þá er óviðunnanlegt að sjá hann kenna menn sem dirfast að gagnrýna hann við ógeðfelldustu kvikindi dýraríkis- ins. Við erum ekki dýr. Við erum ekki í Afríku og Richard Attenborough er ekki að lýsa okkur. Björn Bjarnason er ekki sært dádýr heldur einn valda- mesti maður landsins. Árni Johnsen er ekki fallinn hjörtur heldur valda- maður sem komst upp að hefði dreg- ið sér fé og bíður dóms en sást síðast til í góðum hópi í Eyjum þar sem hann var ákaft hylltur fyrir söng sinn og umvafinn hlýjum eins og vera ber.“ ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.