Fréttablaðið - 21.08.2001, Page 2

Fréttablaðið - 21.08.2001, Page 2
KJÖRKASSINN 2 FRÉTTABLAÐIÐ 21. ágúst 2001 PRIÐJUPAGUR SKARÐ FYRIR SKILDI Mikill meirílhluti kjós- enda á Visi.is telur það munu skaða Samfylk- inguna að Ágúst Ein- arsson lætur af starfi framkvæmdastjórnar flokksins. Er það skaði fyrir Samfylkinguna að Ágúst Einarsson hætti for- mennsku í framkvæmdastjórn? Niðurstöður gærdagsins á wvw.vísir.is 77% 23% Spurning dagsins í dag: Nýtur Flugmálastjórn trausts þins eftir Skerjafjarðarslysið? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun I ____________________ N áttúruverndarsamtök Islands: Vilja rök frá Davíð kárahnúkavirkjun Náttúruvernd- arsamtök Islands lýsa eftir rök- stuðningi Davíðs Oddsonar vegna þeirra orða hans í sjónvarpaviðtali að úrskurður Skipu- lagsstofnunar vegna Kárahnúka- virkjunar sé ekki samkvæmt lögum. „Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir af hálfu forsætis- ráðherra og gera verður þá kröfu til hans að hann rök- styðji þessa fullyrð- ingu sína og feli sig ekki á bak við væntanlega kæru Landsvirkjunar í þessu efni,“ seg- ir í yfirlýsingu frá Náttúruvernd- arsamtökunum og bæta því við að forsætisráðherra sé vandi á hönd- um: „Gangi hann þvert á niður- stöðu, sem studd er sterkum fag- Iegum rökum og taki ákvörðun, sem byggist fyrst og fremst á pólitískum sjónarmiðum, mun verða spurt til hvers lögin um mat á umhverfisáhrifum séu og hvert markmið Alþingis með setningu þeirra hafi verið.“ ■ DAVÍÐ ODDSSON Mjög alvadegar ásakanir af hálfu forsætis- ráðherra, segja Náttúruverndar- samtök (slands. COÐI Fyrirtækið heitir nú Kjötumboðið. Goði - Kjötumboðið: Lagst gegn lengri fresti greiðslustöðvun Héraðsdómur Reykjavíkur tók ekki afstöðu til óskar Kjötumboðsins, sem áður hét Goði, um framlengingu greiðslu- stöðvunar. Ástæða þess er sú að réttinum bárust mótmæli frá Jóni Hjaltasyni, hæstarréttarlögmanni. Jón andmælti fyrir hönd Þorleifs Hjaltasonar og Kristínar Eddu Gunnarsdóttur en þau eru bændur að Hólum í Hornarfirði og eiga inni fjármuni hjá Kjötumboðinu. „Goði er skrifaður fyrir slátur- húsinu á Hornarfirði, meðal ann- ars, og verið er að safna öllum slát- urhúsum á landinu saman undir einn hatt til þess að geta ráðið af- urðarverðinu," sagði Jón þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gærkvöld: „Þeir eru bara að þessu til þess að stjórna markaðin- um og geta lagt á þessar landbúnað- arafurðir það sem þeim sýnist." Sökum andmæla bændanna verður málflutningur fyrir Héraðs- dómi í dag klukkan 15:00 og mun Jón flytja mál bændanna en Brynjólfur Kjartansson mál Kjöt- umboðsins. ■ breikkun á brú Brúin yfir Gljúfurá á mótum Húnavatnssýslna verður ekki einbreið mikið lengur. Menn voru í óðaönn við að slá utan af, ganga frá handriði og Ijúka frágangi við breikkun hennar. Vegirnir gerðir öruggari: Færri ein- breiðar brýr þjóðvegir Hjá Vegagerðinni eru unnið að því að fækka einbreiðum brúrn á Þjóðvegi 1. Nú er verið ljúka breikkun brúar yfir Gljúfurá á mótum Húnavatns- sýslna. Jón Rögnvaldsson aðstoð- arvegamálastjóri segir að lokinni breikkun brúarinnar yfir Gljúfuá séu aðeins tvær brýr eftir á Þjóð- vegi 1 í Húnavatnssýslu. „í Norð- urárdal í Skagafirði eru þrjár brýr eftir og svo ein í Norðurárdal í Borgarfirði." Jón segir að unnið sé eftir plani. „Hnausakvísl í Húnavatnssýslu er á áætlun næsta sumar og einnig Norðurá í Borgarfirði." Jón segir að mismikið mál sé að breikka þessar einbreiðu brýr og þar sem brýr eru gamlar þarf að byggja nýjar. í Norðurárdal í Skagafirði þarf að færa veginn og er áætlað að hafist verði handa við það sumarið 2004. Merkingar við einbreiðar brýr haf verið auknar, enda ber að gæta varúðar þegar ekið er yfir þær. „Við vonum það að merking- arnar hafi áhrif. Við erum alla vega að reyna að vekja athygli á þeim eins og mögulegt er. ■ Bilun í flugvél Land- helgisgæslunnar: Lenti á ein- um hreyfli landhelgisgæslan Flugvél landhelg- isgæslunnar, TF-SÝN, lenti heilu og höldnu í Keflavík síðdegis í gær eft- ir að það bilaði annar hreyfill hen- nar. Hún hafði þá nýlega komið að bát að meintum ólöglegum veiðum út af Vestfjörðum. Bilunarinnar varð vart þegar vélin var stödd vestur af Látrabjargi um hádegi í gær. Var þá ákveðið að snúa heim og slökkt á hreyflinum og lenti vélin síðan í Keflavík um fjögurleytið. Þyrla landhelgisgæslunnar var síð- an send til Keflavíkur með viðgerð- arfólk og tókst fljótlega að koma hreyflinum í gangfært ástand. ■ STARFSMENN FLUGMÁLASTJÓRNAR Flugmálastjóm fær ekki stuðningsyfídýsingu frá flugráði á meðan hlutur hennar vegna Skerjafjarðarslyssins er enn til skoðunar í lögreglurannsókn. Trausti á Flugmálastjórn hrundið í klofnu flugráði Ekki reyndist einhugur í flugráði um að lýsa yfir stuðningi við Flugmálastjórn vegna Skerjafjarð- arslyssins. Tveir af fimm flugráðsmönnum töldu slíka yfirlýsingu óviðeigandi á meðan lögreglu- rannsókn stendur yfir og var tillagan dregin til baka eftir að vera ítrekað lögð fram. flugöryggi Traustsyfirlýsing á Flugmálastjórn sem ítrekað var lögð fram í flugráði var dregin til baka eftir að ljóst varð að ekki næð- ist samstaða um samþykkt hennar. Pétur K. Maack, fram- kvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn, lýsti vonbrigðum sínum með þessa niðurstöðu þegar hann sat fund flug- ráðs 21. júní sl. Bókað var í fund- Bókað var í fundargerð eftir Pétri að „hann saknaði þess" að flug- ráð skyldi ekki hafa stutt op- inberlega við bakið á Flug- málastjórn . —♦— argerð eftir Pétri að „hann sakn- aði þess“ að flugráð skyldi ekki hafa stutt opinberlega við bakið á Flugmálastjórn í umræðunni eftir að skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa koma út. Árni Johnsen, einn flugráðs- manna, tók undir orð Péturs og sagði stuðninginn við flugráð vanta vegna andstöðu tveggja flugráðsmanna, þeirra Karvels Pálmasonar og Gunnars Hilmars- sonar. Þeir Karvel og Gunnar ítrek- uðu þá það sem þeir höfðu áður sagt á fundum flugráðs að þeir teldu ekki rétt að vera með bókan- ir í flugráði um mál sem væri í op- inberri rannsókn samkvæmt beiðni flugmálayfirvalda. Þar eru Karvel og Gunnar að vísa í lög- reglurannsókn á Skerjafjarðar- slysinu sem sögð hefur verið á lokastigi nær allt þetta ár en hlut- ur Flugmálastjórnar í málinu er meðal þess sem þar er til rann- sóknar. Tillagan var fyrst lögð fram af Hilmari B. Baldurssyni, formanni flugráðs, 5. apríl sl. en afgreiðslu hennar frestað eins og þegar hún var lögð fram í eilítið breyttri mynd næsta fundi 26. apríl. Á næsta fundi þar eftir, 10. maí, er Áburðarverksmiðjan hættir frumvinnslu eftir 30 ár: Fjörutíu starfsmönnum sagt upp áburður Tveir þriðju af fimmtíu og sjö starfsmönnum Áburðar- verksmiðjunnar fá uppsagnar- bréf um næstu mánaðamót vegna þess að frumvinnslu hráefna verður hætt eftir þrjátíu ár og áhersla í þess staö lögð á full- vinnslu innflutts hráefnis. Um leið verða umtalsverðar breyt- ingar á eðli starfseminnar þar sem fyrst og fremst verður fram- leiddur fjölkornaáburður sem Áburðarverksmiðjan setti á markað árið 2000 og hlaut góðar viðtökur hjá bændum. Verk- smiðjan hefur á þessu ári um 70% markaðshlutdeild á áburðar- markaðnum. haraldur haraldsson Keppum að því að halda markaðshlutdeild með fullvinnslu innflutts hráefnis. Haraldur Haraldsson stjórnar- formaður félagsins sagði í gær að með þessu væri Áburðarverk- smiðjan að laga sig að harðvítugri verðsamkeppni við innfluttan áburð. Einnig hefði framleiðsla fjölkornaáburðar lækkað verð og dregið úr eftirspurn eftir ein- kornaáburði sem er dýrari. Hann kvað ákvörðunina á engan hátt tengjast áformum í aðalskipulagi Reykjavíkur um að taka Gufunes, þar sem verksmiðjan stendur, und- ir íbúðabyggð. Þrátt fyrir breyt- ingarnar verður einkornaáburður, sem og önnur framleiðsla fyrir- tækisins, boðinn með óbreyttum hætti á næsta ári. Á fundi með starfsmönnum í gær kynnti Har- aldur Haraldsson, breytingarnar og fækkun starfsfólks í kjölfarið. Áhersla verður lögð á að aðstoða starfsfólk við atvinnuleit. ■ bókað eftir Karvel Pálmasyni að hann muni legja fram sérbókun verði tillagan samþykkt og Gunn- ar Hilmarsson sagðist ekki telja að flugráð ætti að álykta um mál- ið. , í seinni drögum stuðningsyfir- lýsingarinnar sagði m.a.: „Það er skoðun Flugráðs að þær árásir sem Flugmálastjórn hefur orðið fyrir í kjölfar rann- sóknar umrædds flugslyss séu ómaklegar og í mörgum tilfellum ómálefnalegar og lýsir Flugráð yfir fullum stuðningi við Flug- málastjóra og starfsmenn hans.“ gar@frettabladíd.is Olíufélagið: Milljarður í gengistap viðskipti Tap Olíufélagsins hf. og dótturfélaga þess varð samtals 304 milljónir króna á fyrstu sex mán- uðum ársins 2001 samanborið við 369 milljóna króna hagnað árið áður. Gengistap Olíufélagsins hf á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1.027 milljónum króna en var 23 milljónir króna árið áður. Hagnað- ur félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 697 milljónir króna á fyrstu 6 mánuðum þessa árs samanborið við 499 milljónir árið áður sem er aukning um 198 milljónir króna eða 40%. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.