Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN 31. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR Forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans: Vextir eru ekki að sliga atvinnulífið Marta Leósdóttir og dóttir hennar Sanna eru húsnæðislausar. Marta finnur ekki þolanlega íbúð sem hún hefur efni á að leigja. Kemur að lokuðum dyrum hjá Félagsþjónustunni. Endar ná ekki saman þrátt fyrir tíu tíma vinnudag. neyð „Ég hef verið að leita að leigu- íbúð en það gengur ekkert að finna neitt á viðráðanlegu verði. Ég og dóttir mín erum því á götunni frá og með morgundeginum [í dag],“ segir Marta Leósdóttir. Mörtu var sagt upp leiguíbúð í júlí. Hún grei- ddi rúmlega 50.000 á mánuði fyrir íbúðina sem hún leigði, en þokka- legar íbúðir sem hún hefur skoðað eru allar leigðar á hærra verði, og það ræður hún ekki við. „Ég fæ um 110.000 útborgaðar fyrir meira en tíu tíma vinnudag. Þrátt fyrir mikla sparsemi tekst okkur varla að láta enda ná sam- an,“ segir Marta sem vinnur sem leiðbeinandi á leikskólanum Nóa- borg. Að venjulegum vinnudegi loknum skúrar hún leikskólann sem tekur um tvo til þrjá tíma á dag. Þessi langi vinnudagur bitnar að mati Mörtu á velferð dótturinn- ar og ætlar hún að hætta skúring- unum eftir mánuð, þrátt fyrir tekjutap. „Ég treysti mér ekki til að vinna tvöfalda vinnu áfram. Ég vil hafa tima til að sinna dóttur rninni." Marta hefur verið á biðlista eft- ir leiguíbúðum hjá Félagsþjónust- unni síðan í árslok 1999. Hún leitaði aftur þangað í sumar eftir að ljóst varð að hún væri að missa íbúðina. „Þar var mér sagt að það væru margir í sömu sporum og ég. Ég þyrfti að bíða í nokkra mánuði til viðbótar, hvað sem það þýðir,“ seg- ir Marta, sem bætir við að henni þyki hrikalegt ef rétt sé að margir séu í hennar sporum. „Ég myndi vilja sjá hvaða stefna hefur verið mörkuð hjá Félagsþjónustunni. Það vantar greinilega úrræði." Marta segir sporin til Félags- þjónustunnar ekki hafa verið létt og erfitt að upplifa höfnunina þar. „Eg þurfti að sigrast á eigin for- dómum, maður trúir því nefnilega varla sjálfur að það sé ekki hægt að lifa á laununum." Marta hefur skorið allt niður sem hægt er, hún er ekki með síma, drekkur hvorki né reykir, og notar peninga ein- N EYÐ ARÁSTAN D Marta og Sanna, sem er níu ára, í garðinum á leikskólanum Nóaborg þar sem Marta vinnur. Sanna kemur til hennar eftir að heilsdags- skóla lýkur. göngu í algerar nauðsynjar. „Dóttir mín hefur talað um að hún vilji stunda einhverjar tómstundir en ég hef ekki efni á því.“ Húsnæði telst til grunnþarfa og segir Marta það skipta miklu máli fyrir þær mæðgur að húsnæðis- vandinn leysist. „Ég gæti svosem látið bjóða mér ýmislegt en býð dóttur minni ekki hvað sem er. Margar íbúðir á leigumarkaðnum eru alger hreysi. Ég vil búa dóttur minni gott heimili, það skiptir mjög miklu máli.“ sigridur@frettabladid.ís efnahagsmál Tryggvi Þór Her- bertsson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla íslands, segir lækkun stýrivaxta Seðla- bankans óráðlega að svo stöddu. Ef næstu verðbólgutölur, sem birtar verða 10. september, sýni að verðbólgan fari lækkandi megi hins vegar huga að vaxtalækkun. „Atvinnulífið segir að vextir sé að sliga þá en það eru engin merki í hagtölum um það. Það væri erfitt fyrir Seðlabankann að stjórna peningamálaaðgerðum eftir sögu- sögnum og yfirlýsingum aðila sem hafa kannski ekki nákvæm- lega sömu hagsmuni og verð- bólgumarkmið Seðlabankans segja til um,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór segir Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, hafa sagt í sjónvarps- viðtali að ekki skipti miklu máli þó verðbólgan færi af stað, aðalatrið- ið væri velgengni fyrirtækja og áframhaldandi hagvöxtur. „Þessu sjónarmiði er ég algerlega ósam- mála. Verðbólga er eins og fita: Það er mjög auðvelt að fitna en afar erfitt að megra sig aftur. ís- lendingar voru í áratugi að berjast við að losna við verbólguna og eiga að gera allt til að fá hana ekki aftur,“ segir Tryggvi Þór. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Ekki hægt að stjór- na peningamála- aðgerðum eftir sögusögnum og yfirlýsingum aðila sem hafa aðra hagsmuni en verð- bólgumarkmið Seðlabankans segja til um, segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir háa raunvexti til lengri tíma geta verið skaðlega fyrir efnahagslíf- ið og því sé mjög mikilvægt að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta sem fyrst. En Þórður telur að bíða eigi með ákvörðun um vaxtalækkun þar til fjárlaga- frumvarpið hefur verið lagt fram í byrjun október. „Það er samhengi milli pen- ingastefnunar og ríkisfjármál- anna að því er varðar aðhald að efnahagslífinu. Því er erfitt að taka ákvörðun um lækkun vaxta fyrr en fyrir liggur í aðalatriðum hvaða stefnu verður fylgt í ríkis- fjármálunum á næsta ári,“ segir Þórður. ■ OFBELDI f GRUNNSKÓLUM Býsna hátt hlutfall, eða nærri fjörutíu prósent þeirra sem greiddu at- kvæði segjast óttast of- beldi i grunnskólum hér á landi, en rúm sextíu pró- sent telja sig ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. Óttast þú ofbeldi í grunn- skólum hér á landi? Niðurstöður gærdagsins á wvwv.vísir.is 39% Spurning dagsins í dag: Á fiskeldi eftir að verða stór atvinnugrein á íslandi? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun Vopnasöfnun NATO í Makedóníu: Þriðjungi safnað SKOPJE.MAKEDÓNÍU.AP Meira en þriðjungi vopna hefur verið safnað saman af hersveitum NATO frá albönskum uppreisn- armönnum í Makedóníu að sögn Gunnars Lange, hershöfðingja NATO. Sagðist hann hafa afhent Boris Trajkovski, forseta Makedóníu, bréf þar sem þetta fyrsta stig vopnasöfnunarinnar er staðfest. Vonast er til að sú staðreynd verði til þess að þing landsins hefji viðræður um setn- ingu laga sem veita eiga Albön- um aukin réttindi í Makedóníu. Búist er við að viðræðurnar hefj- ist í dag, en engin lög verða sam- þykkt vegna málsins fyrr en vopnasöfnuninni lýkur. Þrátt fyrir að vopnasöfnunin hafi gengið vel er töluverð spenna enn til staðar í Makedón- íu. Sprengja sprakk í gær á svæði Albana í Skopje og er þetta fjórða sprengjan sem springur í borginni á jafnmörg- um dögum. Engan sakaði. ■ Grunur um lestur tölvupósts: Málsaðilar yfírheyrðir rannsókn Búið er að kalla hlut- aðeigandi aðila til yfirheyrslu í rannsókn lögreglunnar á meint- um lestri starfsmanns Símans á tölvupósti viðskiptavinar fyrir- tækisins. Ekki er reiknað með niðurstöðu í málið strax þar sem rannsóknir af þessu tagi taka nokkurn tíma. Rannsókn lögreglunnar er tvíþætt. Annars vegar hvort fjarskiptalögin hafi verið brotin með því að brjótast inn í sam- skipti með þessu hætti og hins vegar hvort starfsmaður Símans hafi verið borinn röngum sökum. ■ Mæðgur á götunni Morðinginn í Sacramento: Fannst í bakgarði móður sinnar CITRUS HEIGHTS. KALIFORNÍU. AP Nikolay Soltys, sem lögreglan í Kaliforníu hefur leitað í tíu daga fyrir morð á sex ættingjum hans í Sacramento, fannst í gær þar sem hann faldi sig í bakgarðin- um heima hjá móður sinni. Hann var berfættur, óhreinn og ósnyrtilega klæddur, að sögn Lou Blanas, lögreglustjóra í Sacramento. Hann faldi sig und- ir borði og sýndi enga mót- spyrnu þegar hann var hand- tekinn. Spltys er 27 ára innflytjandi frá Úkraínu. Hann er talinn hafa myrt barnshafandi eiginkonu sína, þriggja ára son þeirra og fjóra aðra ættingja og var kom- inn á lista bandarísku alríkislög- reglunnar FBI yfir þá tíu glæpa- menn sem lögreglan vildi helst koma höndum yfir. Á annan tug ættingja Soltys hefur verið undir vernd lögregl- unnar undanfarna viku þar sem óttast var að hann léti aftur til skarar skríða. ■ HANDTEKINN Nikolay Soltys var á flótta undan réttvísinni í tíu daga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.