Fréttablaðið - 31.08.2001, Qupperneq 6
SPURNING DAGSINS 6
FRÉTTABLAÐIÐ
31. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR
r
Á að úthluta kvóta líka
til sjómanna?
Það er ekki vitlausara en hvað annað
- en umfram allt á ekki að úthluta
kvóta til neins.
Grétar Már Jónsson
forseti Farmanna og fiskimannasambands íslands
Borgin:
Ýsaí
matinn
útboð „Einungis var rætt um að
leita eftir útboðstilboðum á
ýsuflökum frekar en öðrum teg-
undum fisks og byggir sú
ákvörðun á þeirri reynslu að
börn kunna betur að meta ýs-
una,“ sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgarstjóri, en
stjórn Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar hefur sam-
þykkt að leggja til við borgarráð
að gengið verði til samninga við
Fiskverslun Hafliða Baldursson-
ar ehf. um kaup á ýsuflökum
fyrir Leikskóla Reykjavíkur og
Félagsþjónustuna næstu 12 mán-
uði. Fiskverslun Hafliða átti
lægsta tilboðið af þremur sem
buðu í kaupin og eru ýsuflökin
boðin út á 645 kr. kg. ■
Borgarstjórn:
Ovíst hvort Helgi
hættir fyrir vorið
r-listinn Helgi Pétursson borgar-
fulltrúi R-listans segir að engin
ákvörðun hafi verið tekin um það
hvenær hann muni láta af störfum
sem borgarfulltrúi að öðru leyti
en því að hann mun ekki gefa kost
á sér til endurkjörs í kosningun-
um næsta vor. Hann segir að það
sé ekkert sem segir að hann eigi
að hætta í borgarstjórn þótt hann
sé tekinn til starfa fyrir nokkrum
vikum sem verkefnisstjóri ferða-
mála hjá Orkuveitunni. Hann ger-
ir þó ráð fyrir að hann muni áður
en langt um líður hætta í Inn-
kaupastofnun Reykjavíkurborgar
vegna nýja starfsins en hann er
einnig formaður samgöngunefnd-
ar og situr í stjórn Aflvaka.
Ef svo fer að hann muni hætta
í borgarstjórn í haust eða vetur er
talið að Árni Þór Sigurðsson muni
taka sæti hans sem aðalmaður í
borgarstjórn. Helgi segir að þeg-
ar slík stórbrotin valdatilfærsla
er á döfinni þá sé rétt að menn
fari sér hægt svo að borgarbúar
fyllist ekki óöryggistilfinningu. ■
HELGI PÉTURSSON BORGARFULLTRÚI
Segir að menn eigi að flýta sér hægt í
valdatilfærslum.
Skinnaiðnaður:
37 sagt
upp
atvinna Skinnaiðnaður hf. á Akur-
eyri hefur sagt upp 37 starfs-
mönnum félagsins frá og með
næstu mánaðamótum. Alls er um
34 stöðugildi að ræða og er upp-
sagnarfrestur starfsfólksins frá
einum og upp í þrjá mánuði.
Starfsmönnum Skinnaiðnaðar var
tilkynnt um uppsagnirnar á fundi
með stjórnendum í gær. Ástæður
uppsagnanna eru sagðar ákveðin
óvissa sem ríkir á helstu mörkuð-
um fyrir fullunnin skinn svo og
óvissa um hvernig gengur með
hráefnisöflun á haustdögum. ■
Stjórnlagaþing kosið á Austur-Tímor:
Friðsamleg
tímamót
DILI. austur-tíivior. ap Kosningar til
88 manna stjórnlagaþings, sem
hefur það vandasama verkefni að
semja stjórnarskrá fyrir Austur-
Tímor, fóru friðsamlega fram í
gær.
Kosningaþátttaka var góð og
fyrstu ágiskanir benda til þess að
hún hafi verið um 93%. Reiknað
er með að bráðabirgðatölur úr
kosningunum verði tilkynntar í
næstu viku.
Ýmsir höfðu óttast að til átaka
kæmi milli stuðningsmanna ein-
hverra hinna sextán stjórnmála-
flokka sem í framboði voru, en
engar fréttir höfðu borist af slíku
í gær.
Nokkur smærri vandamál
komu þó upp í tengslum við kosn-
ingarnar, til dæmis þar sem kjör-
staðir fylltust, tæki virkuðu ekki
og lyklar týndust.
Kosningarnar í gær eru mikil-
vægur áfangi á leið eyjarhelm-
ingsins til fulls sjálfstæðis, sem
stefnt er að á næsta ári. Fyrir
tveimur árurn höfnuðu fjórir
fimmtu íbúa Austur-Tímors
áframhaldandi - sambandi við
Indónesíu, sem tók landið með
valdi árið 1975. Bráðabirgða-
stjórn Sameinuðu þjóðanna hefur
farið með helstu völd þar síðan. ■
GUSMAO MUNDAR MYNDAVELINA
Sjálfstæðishetjan Xanana Gusmao gaf sér
fíma til þess að taka myndir á kosninga-
deginum.
HJ Electrolux
Frystiskápur 160 cm
Verð áður 82.490 kr.
11 ■
.
Electrolux
Uppþvottavél
Verð áður: 84.345 kr.
Electrolux
Kæliskápur 148 cm
Verð áður: 54.720 kr.
_______36.850 kr.