Fréttablaðið - 31.08.2001, Page 8

Fréttablaðið - 31.08.2001, Page 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 31. ágúst 2001 FdSTUDACUB Vétrardvöl í Eyjum: Afram í Klettsvík Endurskoðun fiskveiðistj ómar: Ætti að fresta stiórn fiskveiða „Það hefði átt að fresta störfum endurskoðunar- nefndar til áramóta ,“ segir Krist- inn Pétursson, framkvæmdastjóri Gunnólfs á Bakkafirði. „Það er verið að endurskoða aðferðafræði Hafrannsóknastofnunar sam- kvæmt ákvörðun ráðherra eftir að í ljós kom að stofnunin hafði týnt 600.000 tonnum af þorski á tveim- ur árum. Ef endurskoðunarnefnd um stjórn fiskveiða ætlar að ljúka störfum án þess að taka tillit til endurskoðunarinnar á aðferða- færði Hafró segir það mér bara að það sé búið að taka ákvörðun um að taka ekkert mark á niðurstöðum þeirrar endurskoðunar." ■ keikó Nú er orðið ljóst að Keikó mun dvelja í kví sinni í Klettsvík í Vestmannaeyjum í vetur. Þrátt fyrir umfangsmiklar tilraunir síðustu þrjá mánuði til að sleppa Keikó út í villta náttúru hefur Keikó ekki samlagast háhyrn- ingahópum þó hann hafi verið langdvölum í hafi. Að sögn Halls Hallssonar telja þjálfarar Keikó að mikill árangur hafi náðst, Keikó hafi oft átt samskipti við háhyrninga, hann hafi synt að hópum og há- hyrningar nálgast hann. í ágúst hafi Keikó að eigin frumkvæði yfirgefið þjálfara sína, verið langdvölum í hafi og nálgast há- hyrninga. Eftir stendur þó að Keikó hefur hvorki samlagast háhyrningum né aflað sér fæðu sjálfur. Háhyrningar eru ekki lengur við Vestmannaeyjar og haust- veður skammt undan. Því er Keikó á ný í Klettsvík og á næstu vikum verður tekin ákvörðun um framhaldið. ■ AFTUR Í KVÍNA Víðtækar rannsókir hafa verið gerðar á háhyrning- um samhliða tilraunum við að sleppa Keikó. Kjaramál: Samið við BHM samningar Samninganefnd ríkis- ins undirritaði á miðvikudag kjarasamning við Stéttarfélag sál- fræðinga á íslandi og er þar með lokið samningum við öll 24 aðild- arfélög BHM. Á mánudag var undirritaður samningur við Ljósmæðrafélag íslands en félagsmenn höfðu í sumar fellt áður gerðan kjara- samning. Samninganefnd ríkisins á enn eftir að ljúka samningum við fjög- ur félög, þar á meðal við Sjúkra- liðafélag íslands en Ríkissátta- semjari hefur boðað fund í þeirri kjaradeilu í næstu viku. ■ INNLENT Eldur kom upp í bifreið á Klettshálsi laust fyrir klukkan sex í fyrradag. Tveir voru í bíln- um og sakaði þá ekki. Ökumaður varð var við reyk sem steig upp úr vélarrúminu og við nánari skoðun reyndist eldur hafa kvikn- að. Að sögn lögreglunnar á Pat- reksfirði náðist að slökkva eldinn með hjálp björgunarsveitarinnar á Reykhólum. Bíllinn er mikið skemmdur. Þriggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi um hálf eitt- leytið í gærdag. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi rákust tveir bílar saman úr gagnstæðri átt og rakst annar þeirra á flutningabifreið með tengivagn. Einn ökumann- anna slasaðist og var hann fluttur með sjúkrabifreið á háskóla- sjúkrahúsið í Fossvogi. Einn bíl- anna er mikið skemmdur. Tveir bátar skemmdust þegar eldur kom upp í öðrum þeirra, Otri GK 212, í Arnarstapahöfn á Snæfellsnesi í fyrrakvöld. Enginn var um borð þegar eldurinn kom upp. Það var heimamaður sem kom að bátnum í ljósum logum um ellefuleytið. Kallaði hann á að- stoð og var bátnum ýtt út og dælt á hann vatni. Skömmu síðar kom Slökkvilið Ólafsvíkur og slökkti í síðustu logunum. Báturinn er mjög illa farinn. ■ Látnir átta sig á alvarleika brotsins Drengirnir tveir sem stóðu að skotárás á skólasystkin sín fá tækifæri til að bæta fyrir mistökin. 5KQTÁRÁS „Það verður unnið að því að fá drengina til að átta sig á hversu alvarlegt brot þeirra er,“ sagði Páll Ólafsson, starfsmaður í Miðgarði. Þar er unnið eftir sér- stakri hugmyndafræði, í samstarfi við lögregluna, um hvernig er tekið á málum unglinga 15 ára og yngri í Grafarvogi. Áhersla hefur verið lögð á þjófnaði og skemmdarverk. Fréttablaðið skýrði frá því í gær að tveir drengir væru ábyrgir fyrir því að annar þeirra skaut á skóla- systkin sín í Engjaskóla með loft- byssu. Páll sagði atvikið í Engja- skóla of alvarlegt til að hægt sé taka það í samskonar vinnslu en að unnið yrði eftir sömu hugmynda- fræði. „Við vinnum út frá því að barnið fái tækifæri til að bæta fyr- ir mistökin sem það gerir og lítum svo á að barnið sé alltaf að læra og viljum að það komi sterkara inn í þjóðfélagið í kjölfarið." Páll sagði að fundur yrði haldinn með skólayf- irvöldum þegar drengirnir kæmu aftur í skóla - en þeim yrði að öllum PÁLL ÓLAFSSON Hugmyndafræðin sem unnið er eftir hefur verið notuð bæði I Bandaríkjunum sem og Norðurlöndunum og hefur gefið góða raun. líkindum vísað frá í ákveðinn tíma hvert framhaldið yrði. vegna alvarleika brotsins. Sagði Páll var spurður hvort ábyrgð Páll að á fundi þessum yrði ákveðið foreldra væri ekki mikil gagnvart því að leyfa börnum að eiga vopn í líkingu við það sem notað var í Engjaskóla í fyrradag. Sagði hann foreldra vissulega hljóta að bera ábyrgð á börnum sínum en hins vegar væri ekkert vitað hvort þeir vissu yfir höfuð hvort barnið hefði undir höndum slíkt vopn. „Við vinnum með fjölskyldur og nánasta umhverfi barnsins og vilj- um á þann hátt gera það að sterkari einstaklingi. í þeirri vinnu gefst foreldrum tækifæri til að segja frá hvaða áhrif atburðurinn hafði á þau. Það er líka brot gegn foreldri þegar barn gerir eitthvað af sér.“ Páll sagði tilraunaverkefnia sem byggir á þessari hugmyndafræði standa yfir í eitt ár og að því loknu yrði það skoðað hvort hugmynda- fræðin hentaði íslensku samfélagi. Sagði hann niðurstöður verkefnis- ins hingað til góðar en að of snemmt væri að gefa út einhverjar yfirlýsingar þar sem reynsla væri enn takmörkuð. kolbrun@frettabladid.is ^aHtwsdtut ..., jttg íY\ itfe 'B'i iíi trnKÖiaiHíKtU(Í8i'igj'iiMHuiufa8}|intKim «rnœa sjiBwtm m aiitttuiiáaiiouiBuni Israelskar hersveitir eru nú á leið í burtu frá Beit Jalla. Innrás Israela inn í Beit Jalla er sú lengsta sem staðið hefur yfir á palestínsku umráðasvæði síðan átök hófust að nýju fyrir tæpu ári. Israelskar hersveitir: Drógu sig til baka frá Beit Jalla BHT tALLA-VESTLJR8AKKANUIfiLAP ísra- elskar hersveitir drógu sig í gær til baka frá palestínska bænum Beit Jalla, tveimur dögum eftir að hafa ráðist þar inn til að stöðva byssumenn Palestínumanna sem skotið höfðu að byggð gyðinga í Gilo, sem staðsett er skammt frá. Drógu hersveitirnar sig til baka eftir að komist var að samkomu- lagi um vopnahlé á svæðinu fimm klukkustundum áður. Náðist það eftir fund ísraelskra ráðamanna, auk þess sem Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna tók þátt í viðræðunum. Lagði Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, til á fundinum að um leið og ró kæmist á í Beit Jalla og Gilo, gætu viðræður hafist við Yasser Ara- fat, leiðtoga Palestínumanna, um vopnahlé á milli landanna. Bandaríkjamenn gagnrýndu harðlega innrás ísraela í Beit Jalla í fyrradag og sögðu hana hugsanlega vera brot á alþjóðleg- um samþykktum. Þrátt fyrir að hafa dregið sig til baka munu her- sveitir ísraela, að sögn útvarps- fregna þar í landi, halda sig áfram nærri Beit Jaila til að tryggja það að byssumenn haldi ekki áfram skotárásum sínum á byggð gyð- inga í Gilo. Átök héldu áfram á Vestur- bakkanum í gær þegar ísraelskur maður var myrtur af palestínsk- um skæruliða þegar hann sat á veitingastað í palestínsku þorpi. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.