Fréttablaðið - 31.08.2001, Page 13

Fréttablaðið - 31.08.2001, Page 13
FÖSTUPAGUR 31. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Ási SH-314 strandar: Tveir menn björgudust stranp Tyeir menn björguðust af bátnum Ása SH-314 eftir að hann sigldi á brimbrjótinn við Suðureyri í gærmorgun. Tilkynnt var um strandið um fimmleytið og fóru björgunarsveit þegar af stað. Þegar Fréttablaðið hafði samband við lög- regluna á ísafirði voru björgunar- sveitarmenn frá Suðureyri og ísa- firði búnir að dæla sjó upp úr bátn- um, en gat kom á hann við strandið, og voru að vinna við að flytja aflann sem um borð var í land. Þá sagði lögreglan að beðið væri eftir há- flóði til að koma bátnum aftur á flot en báturinn var nánast á þurru um 10 metra frá landi. ■ Seðlabanki Evrópusambandsins: Evran afhjúpuð FRANKFURT. ÞÝSKALANPI. AP Seðla- banki Evrópusambandsins kynnti íbúum aðildarríkja sambandsins í gær nýju evruseðlana sem fara í umferð á næsta ári og taka við af gömlu gjaldmiðlunum. Wim Duisenberg, seðlabankastjóri, segir að seðlarnir séu fullkomnari að allri gerð en þekkist nokkurs staðar annars staðar í heiminum, búnir fjölmörgum öryggisatriðum til þess að gera peningafölsurum sem erfiðast fyrir. Seðlarnir eru með áritun Duisenbergs og skammstöf- un bankans, en ólíkt evrumyntinni eru þeir ekki auðkenndir hverju ríki fyrir sig. ■ SVONA LÍTUR HÚN ÚT Vanir fjallamenn voru fengnir til þess að afhjúpa þessar stóru eftirlikingar af evruseðlun- um utan á húsi Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi í gær. LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglan í Reykjavík hand- tók tvo menn þar sem þeir voru að brjótast inn í fyrirtæki í austurborginni um hálf sex- leytið í gærmorgun. ...... Naut réðst aftan að manni í gærmorgun með þeim af- leiðingum að hann fór úr axlar- lið. Farið var með manninn í sjúkrabifreið á Fjórðungs- sjúkrahúsið á ísafirði. Slysið gerðist við bæinn Botn í Súg- andafirði en verið var að mýla naut til að fara með í sláturhús þegar eitt þeirra réðist að manninum. ■ 2001 Aðeins fjórar sýningar! 6. sept. kl. 20:30 7. sept. kl. 20:30 8. sept. kl. 20:30 9. sept. kl. 17:00 Stórkostleg SÝNING ÞAR SEM FREMSTU KNAPAR OG LISTAMENN LANDSINS LEIÐA SAMAN HESTA SÍNA Sýningarstjóri: Sigurbjörn Bárðarson Tónlist: Gunnar Þórðarson Lýsing: Sveinn Benediktsson, Exton Eldstjórn: Eggert Ketilsson og Haukur Karlsson Búningar: Þórunn Sveinsdóttir Handrit: Kjartan Ragnarsson og Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Miðasala: Ferðaskrifstofa íslands, sími 585 4375 Töltheimar sími 577 7000 Miðasala sýningardaga í Laugardalshöll og Skautahöll Miðaverð kr. 2500 í sæti kr. 1500 í stæði Draugar Djákninn frá Myrká Miklabæjar- SÓLVEIG ISLANDICA 2001 Sigurbjörn Bárðarson Benedikt Erlingsson Heigt Bjðmsson jóhartn Sfóufðs 'rnaf Þórð:>r>Oö Létt & laggott er viðbit með iitlu fituinnihaldi og tilvalið á brauðið í skólann. Nú á 20% afslætti í næstu verslun.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.