Fréttablaðið - 06.09.2001, Page 8

Fréttablaðið - 06.09.2001, Page 8
8 FRETTABLAÐIÐ 1 Ilögreclufrhttir Brotist var inn í bílageymslu í Álakvísl í gærmorgun og unnar skemmdir á þremur bílum. Einnig voru skemmdarverk til- kynnt til lögreglu á tveimur bif- reiðum við Iðnskólann í Reykja- vik. Engu var stolið úr bifreiðun- um. Slökkviliðið á höfuðborgar- svæðinu fékk tilkynningu um eld í rafmagnstöflu á Hótel Loft- leiðum um ellefu leytið í gær- morgun. Taflan var staðsett í úti- húsi og tilheyrir þvottahúsi hót- elsins. Þar höfðu brunnið níu ör- yggi af hundrað og sextíu. Raf- magnseftirlitið var kallað til og kannar nú hvað olli eldinum. Umsátrið á Tómasarahaga: Hótaði aldrei íjölskyldu sinni LÖGREGLUflÐGERÐiR Engar hagla- byssur voru í fórum mannsins sem fluttur var af lögreglunni af heim- ili sínu á Tómasarhaga síðastliðið mánudagskvöld samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu en þær voru sagðar vera hluti af vopnaeign mannsins. Að sögn lögreglu liggur ekki enn fyrir endanleg niðurstaóa af því hvort þær byssur sem mað- urinn afhenti lögreglu umrætt kvöld væru löglega skráðar. Maðurinn, sem var laus úr haldi síðdegis á þriðjudag, hafði samband við Fréttablaðið og vildi koma því á framfæri að hann hafi á engan hátt haft í hótunum við fjölskyldu sína. Jafnframt vildi hann koma því á framfæri að þær byssur sem hann hafi haft í fór- um sínum væru allar löglega skráðar og hann hefði af fúsum og frjálsum vilja afhent lögregl- unni þær. ■ RÆÐA SAMAIV Juergen Trittin, umhverfisráðherra Pýska- lands (til hægri) tekur í hönd Walter Mueller, fjármálaráðherra Þýskalands, við upphaf rikisstjórnarfundar um framtíð kjarnorkuvera í landinu. Þýska ríkisstjórnin: Lokun kjarn- orkuvera sam- þykkt berlín.ap Þýska ríkisstjórnin sam- þykkti í gær frumvarp um lokun kjarnorkuvera í landinu. Verði frumvarpið einnig samþykkt af neðri deild þýska þingsins má bú- ast við að fyrsta kjarnorkuverinu, af þeim 19 sem starfandi eru í landinu, verði lokað árið 2003. Þá má reikna með því að síðasta ver- inu verði lokað árið 2021. Líklegt er talið að frumvarpið verði sam- þykkt þar sem Sósíal Demókratar eru í meirihluta í neðri deildinni, en leiðtogi þeirra og kanslari Þýskalands, Gerard Schroeder, gerði í júlí sl. samkomulag við stærstu orkufyrirtæki landsins um að loka skyldi kjarnorkuverunum. Kjarnorkuver í Þýskalandi sjá íbúum þess fyrir um þriðjungi rafmagns í landinu. Þýskaland er stærsta iðnríkið í heiminum sem hefur lýst sig tilbúið til að hætta að nota kjarnorku, en þegar hafa þjóðir eins og Ítalía og Austurríki hætt því. Umhverfisverndarsinn- ar hafa gagnrýnt frumvarpið og segja að allt of langur tími sé tek- inn í að loka verunum. Auk þess halda íhaldsmenn í Þýskalandi því fram að mistök séu að hætta að nota kjarnorku í landinu. ■ Vaxandi ríkisút- gjöld vandinn Innbyggð kerfislæg útgjaldaþörf, segir Guð- mundur Árni. Sætta sig við minni eða engan tekjuafgang af ríkissjóði, segir Steingrímur. ríkisfjármál „Þessi sjálfvirkni í ríkisútgjöldum hefur verið algjör og síðustu fjárlög ríkisstjórnar- innar hafa verið útgjaldafjárlög. Það hefur öllu verið hleypt lausu og nú er einfaldlega komið að skuldadögum. Og því miður hef ég miklar áhyggjur af því að þessi kerfislæga útgjaldaþörf hafi byggt sig mjög ákveðið inn í ríkis- kerfið og það er þrautin þyngri að vinda ofan af því,“ segir Guð- mundur Árni Stefánsson, þing- maður Samfylkingarinnar, um af- komu ríkissjóðs í fyrra. Ríkisreikningur fyrir árið 2000 var birtur í fyrradag og kom fram að útgjöld ríkissjóðs jukust um 30 milljarða frá fyrra ári. „Þetta er út- gjaldavandi fyrst og síðast og hefur verið að safnast upp hægt og bít- andi á þessum góðæristíma. Þaó er voðalega létt og auðvelt að stýra fjármálum ríkis- sjóðs þegar pen- ingar renna inn úr öllum lækjum og ám. Við höfum bent á að á þeim menn að stíga á segir Guðmundur. flatar skattalækkanir frekar en að hækka persónuafsláttinn, sem hefði nýst þeim tekjulægstu best. Þetta var efnahagslega óskyn- samlegt vegna þess að þetta var gert í þenslunni og núna kemur hinn bakreikning- urinn sem er að tekjugrundvöllur ríkissjóðs er veik- ari þegar hag- sveiflan snýst við.“ Steingrímur segir það á hreinu að ríkissjóður hef- ur ekki efni á að skerða tekjur sín- STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON „RfkissjóðUr og samneyslan hefur ekki efni á því að skerða tekjur sín- ar frekar" GUÐMUNDUR ÁRNI „Fróðlegt að fylgj- ast með hvort þessi ríkisstjórn verði í stakk búin til að takast á við vandann. tímum verða bremsurnar,' ,Ég hef varað við því í umræð- um um tvenn síðustu fjárlög, að menn yróu að vera vió því búnir, að þegar hagsveiflan snýst við þá halda útgjöldin áfram að aukast en tekjurnar dragast saman. í uppsveiflunni er þetta öfugt og þá er voðalega gaman að lifa og vera fjármálaráðherra. En sá sælutími er nú á enda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna. „Tekjugrundvöllur ríkissjóðs hefur verið veiktur, meðal annars með skattaívilnunum til aðila sem alls ekki þurftu á þeim að halda og ar frekar og fjarstæðukennt að tala um skattalækkanir nú. Ríkis- sjóður á að sætta sig við minni eða jafnvel engan rekstrarafgang og það eigi að beita honum sem sveiflujöfnunartæki að einhverju marki. „Það sýnir sig að núverandi ríkisstjórn hefur misst vald á fjármálum og peningamálum. Það lýsir sér í þessu og þó enn skýrar í gengishrapinu. Þeir voru margað- varaðir, að tæki þeirra til að draga úr þenslu væru fjárlög. Þeir héldu áfram að spenna þau upp von úr viti af því að það mátti ekki líta svo út að það væri annað en fullkom- ið góðæri. For- sætisráðherra heimtaði það og SVERRIR HER- MANNSSON „Hér varð allt að vera á fullu og stöðugar blekk- ingar hafðar fram- mi um öll megin- atriði" fékk því ráðið. Ekkert mátti vera að og í engu mátti taka í tau- manasegir Sverrir Hermanns- son, formaður Frjálslynda flokks- ins. bjorgvin@frettabladid.is Ráðstefna gegn kynþáttafordómum: Alnæmi nærist á fordómum durban. s-afríku. ap Meðan fulltrú- ar Belgíu og Suður-Afríku sátu með sveitt ennið við að reyna að berja saman málamiðlun um orða- lagið á gagnrýninni á ísrael í loka- yfirlýsingu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordóm- um og kynþáttamisrétti, þá tók til máls á ráðstefnunni dr. Peter Piot, yfirmaður þeirrar stofnunar S.Þ. sem sér um að skipuleggja barátt- una gegn alnæmi, og hvatti full- trúa ríkjanna á ráðstefnunni til þess að setja í lög bann við mis- munun gegn HlV-smituðu fólki. Hann sagði að fordómar í garð hinna smituðu eigi stóran þátt í út- breiðslu smitsins um heim allan. „Hvers vegna ætti maður að koma út úr skápnum ef hann gæti glataö húsi sínu, glatað vinnu sinnu, að eiginmaður eða eiginkona varpi honum á dyr eða hann verði grýtt- ur til bana?“ spurði Piot. Þeir sem vilja ekki láta ganga úr skugga um smit eða viðurkenna að þeir séu með sjúkdóminn, þeir geta hvorki fengið aðstoð né ráðgjöf og halda að öllum líkindum áfram að breiða út sjúkdóminn. ■ MÓTMÆLAAÐGERÐIR I DURBAN Misrétti tekur á sig ýmsar myndir. Baráttu- fólk fyrir réttindum samkynhneigðra var mætt á ráðstefnu gegn kynþáttamisrétti í Suður-Afríku í gær og vildi fá baráttumál sín viðurkennd á ráðstefnunni. 2 PlayStation IVJAXTOB ofubtilboð HARÐUR DISKUR 5400RPM (snuningar a sek.) Sóknarhraði 9.5 ms 2048 K8 flýtiminni ATA100 (styður ATA33/66) HRAÐVIRKIR diskar 14.999 19.999 7200 RPM (snúningar á sek.) sóknarhraði 8.5 ms 2048 KB flýtiminni ATA100 (styður ATA33/66) PlayStation d

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.