Fréttablaðið - 06.09.2001, Side 14

Fréttablaðið - 06.09.2001, Side 14
FRÉTTABLAÐIÐ 14 Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari: Þurfum að geta staðið undir jákvæðri pressu Þriðji riðill í undan- keppni HM ua L U J T Mörk Stig Danmörk 9 5 4 0 16:6 19 Búlgarla 9 5 2 2 14:9 17 Tékkland 9 5 2 2 14:8 17 fsland 8 4 1 3 14:11 13 N-lrland 8 1 2 5 7:12 5 Malta 9 0 1 8 4:23 1 ÚRSLIT CÆRDACSINNS Tékkland - Malta 3-2 Búlgaría - Danmörk 2-0 N-frland - fsland 3-0 I OKAI.FIKIW Danmörk-fsland 6. okt. Tékkland-Búlgaría 6. okt. Malta-N-frland 6. okt. knattspyrna Hvað fannst þér helst fara úrskeiðis hjá íslenska liðinu í leiknum? Við vorum að spila ágætlega í fyrri hálfleik og virtumst hafa fulla stjórn á leiknum en síðan kemur þetta áfall á um 10 mín- útna kafla í síðari hálfleik þegar þeir skora nánast úr fyrsta færi sínu í leiknum og bæta síðan tveimur við strax á eftir. Það gerði nánast út um leikinn og menn virtust vera í hálfgerðu sjokki eftir það og tók það menn langan tíma að jafna sig. Við hefðum getað skorað þegar líða fór á leikinn og við fengum mjög góð færi til þess en vorum óheppnir upp við markið í þetta sinn. Var liðið ekki komið niður á jörðina efti{: leikinn við Tékk- land? Jú, það held ég, en við verðum að taka með í reikninginn að í liðið vantaði reynda burðarása sem slæmt er að missa eins og Rúnar Kristinsson og Brynjar Gunnarsson sem geta haldið leiknum niðri undir erfiðum kringumstæðum og töluverðri pressu. Liðið þarf að geta staðið undir bæði jákvæðri pressu, þar sem í fjölmiðlum var m.a. velt vöngum yfir möguleikum liðsins í leiknum gegn Dönum ef allt gengi að óskum í þessum leik, og neikvæðri pressu eins og t.d. gerðist fyrir síðasta leik. ■ 6. september 2001 FIIWMTUPACUR ATLI EÐVALDSSON Var ánægður með leik liðsins í fyrri hálfieik en áfallið sem liðið varð fyrir i byrjun þess síðari virtist gera út um vonir liðsins. Hvernig var leikurinn? Átti ekki að þurfa að gerast Einbeitingarleysi í Belfast LfFIÐ ER ÖLDUDALUR „Lifið er öldudalur. Einn daginn ertu á toppinum á öldunni en svo óhjákvæmilega þarf maður að skríða niður til að komast upp á þá næstu," sagði Bubbi Wlorthens, tónlistarmaður um leikinn í gær. „Mér varð hugsað um hnefaleikana því þetta er eins og boxari sem er sleginn niður I fyrstu lotu. Oftar en ekki jafnar hann sig ekki á því og þó hann standi 12 lotur þá tapar hann. Þetta fyrsta mark setti okkur rækilega úr jafnvægi, síðan voru menn bara ennþá I sjokki þegar annað markið kemur. Að mínu mati átti þetta ekki að þurfa að gerast. Það er erfitt að fara með stórsigur eins og á móti Tékkum á bak- inu. Þetta voru mikil vonbrigði en ég bjóst við að leikurinn færi 0-0 eða 1-1." ísland tapaði 3-0 fyrir N-írum á Windsor Park í Belfast í gærkvöldi. Pétur Ormslev sagði að ósig- urinn hefði verið óþarflega stór. Islendingarnir hefðu verið of ákafir eftir að hafa lent 1-0 undir og þeim hefði verið refsað fyrir það. AUÐVELDARA AÐ SECJA EN GERA „Það hefur kannski sannast best á þessu leik hvað andlega hliðin skiptir miklu máli," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálf- ari en hún fylgdist með leiknum í föð- urhúsum. „Þeir voru sjálfir búnir að segja alla réttu hlutina fyrir þennan leik, að Tékka sigurinn myndi minnka ef þeir myndu tapa þessum leik o.s.frv. Allt þetta voru þeir búnir að segja en það er bara auð- veldara að segja hlutina en að gera þá." Grunnskóla- nemendur Námsaðstoð í íslensku, dönsku og ensku á unglingastigi. Reyndur kennari. Sanngjarnt verð. Sími 557-1161 T ÚR LEIK Andri Sigþórsson fór illa með dauðafæri i slðar hálfleik þegar hann skaut á markið af markteig en Maik Taylor, markvörður N-lrlands, sló boltann í slána. Island tapaði 3-0 og er úr leik I baráttunni um sæti I úrslitum HM. högg. Það er erfitt að segja hvað gerðist en líklega var þetta eitt- hvað einbeitingarleysi." Pétur sagði að þegar liðið hefði verið komið 3-0 undir hefði leikur- inn í raun verið búinn og lítið hægt að gera. Hann sagðist ekki getað bent á einhverja eina orsök fyrir tapinu. Hann sagði að vissu- lega hefðu verið miklar vænting- ar fyrir leikinn en að leikmenn ís- lenska liðsins væru flestir mjög reyndir og hefðu ekki átt að láta þær hafa áhrif á sig. Þessir strák- ar væru ekkert að gera þetta í fyrsta skiptið. Að sögn Péturs hafa N-írar á að skipa ágætis liði og væru sterk- ir á heimavelli, t.d. hefðu Tékkar, Búlgarar og Danir allir lent í vandræðum í Belfast. Mikil hefð væri fyrir knattspyrnu í landinu og að flestir leikmannanna væru að leika með góðum liðum á Englandi. Pétur sagði að N-írarnir hefðu greinilega lagt megináhersluna á að sækja upp hægri kantinn á móti íslendingum og að það hefði gengið ágætlega hjá þeim. „Annars var ég ekkert óánægð- ur með íslenska liðið. Ég er sér- staklega ánægður með þann stíg- anda sem hefur verið í liðinu und- anfarið, en það er greinilega á mikilli uppleið. Atli er að gera góða hluti og þessir strákar eiga án efa framtíðina fyrir sér. Næsta skref hjá okkur er hins vegar að læra að halda boltanum og refsa öðrum liðum þegar við erum með boltann.“ ■ knattspyrna íslenska landsliðið tapaði illa fyrir N-írum á Windsor Park í Belfast í gærkvöld. Leikn- um lauk með 3-0 sigri N-írlands og voru öll mörkin skoruð á 12 mínútna kafla í byrjun síðari hálf- leiks. Eftir tapið á ísland ekki lengur möguleika á því að ná 2. sæti í 3. riðlinum í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar. Fréttablaðið fékk Pétur Ormslev til að segja sitt álit á leiknum og sagði hann að þetta hefði bara ein- faldlega ekki verið dagur íslenska liðsins. „Þetta var óþarflega stór ósig- ur,“ sagði Pétur. „En auðvitað var það alltaf í spilinum að geta tapað þessu.“ Pétur sagðist hafa verið mjög ánægður með fyrri hálfleikinn og hvernig hann hefði þróast. „Við vorum að spila ágætlega og það var svona jafnræði í þessu og ég var tiltölulega ánægður með stöðuna í hálfleik. Seinni hálfleik- urinn fer hins vegar mjög illa af stað fyrir okkur. Við fengum mark á okkur fljótlega og það var eitthvað sem gat alltaf gerst. En eftir markið þá bara hrynur liðið og það var eins og menn hefðu tapað áttum.“ Að sögn Péturs var eins og ís- lensku leikmennirnir hefðu gerst of ákafir eftir að hafa fengið á sig markið og ætlað að jafna leikinn strax í stað þess að sýna smá þol- inmæði. „Vinnslan á miðjunni breyttist eitthvað og við fengum á okkur annað mark sem var hálfgert rot- NORDUR-lRLAND - ÍSLAND________ Staður: Windsor Park Belfast Dómari: Hanacsek frá Ungverjalandi Úrslit: N-írland - ísland 3-0 Mörk: David Healy 47. mínúta. Michael Hughes 58. mínúta. George McCartney 60. mín. Gult spjald: enginn Rautt spjald: enginn Lyftarar ehf Hryðjarhöfða 9 símí 585 2500 Hvernig var leikurinn? Oraunsæið sveif yfir HEFÐI VILJAÐ SJÁ fSLAND-ÞÝSKA- LAND „Maður er alveg sáttur. Litlu Islendingamir eru þó komnir þetta langt og við eigum bara ógeðslega góða knatt- Skólaliðar Skólaliöa vantar til ýmiss konar starfa. Heil og hálf störf. Borgaskóli sími 577-2900 spyrnumenn, það hefur sýnt sig. Það er bara ekki alltaf hægt að vinnasagði Stef- án Karl Stefánsson, leikari og fyrrverandi knattspyrnudómari. „En miðað við þennan árangur megum við bara vel við una þótt ég sé svekktur með tapið. Ég hefði viljað sjá (sland-Þýskaland í lokakeppninni." ÓRAUNSÆI SVÍF- ANDI YFIR VÖTNUM „Það var bara eins og þeir misstu stjórn á leiknum og kæmust aldrei inní hann aftur. Maður kann svo sem engar skýringar á því," sagði Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður sem horfði á leik- inn heima í stofu. „Menn ættu að varast að halda að það séu auðsótt stig hjá Norður- Irum þvl þeir eru knattspyrnuþjóð og eiga marga góða knattspyrnumenn uppá meg- inlandinu. Það er kannski svolítið óraunsæi svífandi yfir vötnum eftir sigufinn á Tékk- um, að þetta yrði eitthvað auðveld ferð til Belfast en það kom annað á daginn." Byrjunarlið íslands og N-írlands BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS Árni Gautur Arason Rosenborg Auðun Helgason Lokeren Arnar Þór Viðarsson Lokeren Eyjólfur Sverrisson Hertho Berlin Hermann Hreiðarsson Ipswich Town Arnar Grétarsson Lokeren Jóhannes K. Guðjónsson Pétur H. Marteinsson RKC Waalwijk Stabæk Helgi Sigurðsson Eiður Smári Guðjohnsen Lyn Chelsea Andri Sigþórsson Molde Varamenn Birkir Kristinsson IBV Jóhann B. Guðmundss. Lyn Tryggvi Guðmundsson Stabæk Marel Baldvinsson Stabæk Ólafur ö. Bjarnason Grindavik Heiðar Helguson Watford Lárus Orri Sigurðsson WBA Þjálfari Atli Eðvaldsson BYRJUNARLIÐ N-ÍRA Maik Taylor Fulham Aaron Hughes Newcastle Peter Kennedy Wigan George McCartney Sunderland Danny Griffin Dundee Utd. Jim Magilton Ipswich Kevin Horlock Man. City Keith Gillespie Blackburn Michael Hughes Wimbledon Philip Mulryne Norwich David Healy Preston Varamenn Roy Carroll Man Utd. Damien Johnson Blackburn Paul McVeigh Norwich Stuart Elliott Motherwell Andrew Kirk Heart Glenn Ferguson Linfield lames Quinn WBA Þjálfari: Samuel Baxter Mdlroy

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.