Fréttablaðið - 17.09.2001, Page 4

Fréttablaðið - 17.09.2001, Page 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 17. september 2001 IViÁNUPAGUR SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI FJÁRHAGSAÐSTOÐARMÁLA FÉLAGSÞJÓNUSTUNNAR í REYKJAVÍK Hér er samanburður á fjölda fjárhagsað- stoðarmála Félagsþjónustunnar í Reykjavík árið 2000 miðað við mismunandi fjöl- skyldugerðir. Mest er um að einhleypir karl- ar þurfi á slíkri aðstoð að halda frá borginni. HEIMILD: FÉLACS- PJÓNUSTAN 2001 ee ■o 03 s -j •o <7° o,í>° Samkvæmt skipuriti skólans er skólastjóri undirmaður framkvæmdastjóra fslensku menntasamtakanna og gegnir hlutverki líku hlutverki yfirkennara í öðrum skólum. Nýr skólastjóri Áslandsskóla: Skólastjór- inn æðsti stjórnandi áslandsskóli „Samkvæmt lögum er skólastjóri alltaf skólastjóri," segir Áslaug Brynjólfsdóttir skólastjóri Áslandsskóla. Sunita Gandhi sagðist hins vegar i sam- tali við Fréttablað- ið í vikunni vera yfirmaður skóla- stjóra og að skóla- stjóri Áslandsskóla væri á sama stjórn- unarstigi og rekstr- arstjóri og for- eldraráðgjaf i. „Sunita Gandhi er framkvæmdastjóri íslensku mennta- samtakanna og hún hefur heimild til að fylgjast með hér,“ segir Áslaug. Áslaug gegndi áður starfi for- eldraráðgjafa við skólann sem í skipuriti, og að sögn Sunitu, var jafnsett starfi skólastjóra. Sunita hélt fram í samtali við blaðið að Áslaug væri sem skólastjóri tæknilega ábyrg fyrir starfi Áslandsskóla en í raun væri starfssvið hennar óbreytt frá því sem var í for- eldraráðgjafastarfinu. Þessu hafnar Áslaug sem segist gegna öllum skyldum skólastjóra sam- kvæmt lögum. Áslaug segir liggja ljóst fyrir að Sunita sé ráðgjafi varðandi innra starf skólans, að minnsta kosti í bili. „Hún veitir leiðsögn en nun er ekKi ynr sKoiastjoran- um. Hann cr með ábyrgðina á þessu,“ segir Áslaug og leggur áherslu á aó verið sé að vinna með nýja hugmyndafræði og mikilvægt sé að geta þegið ráð þegar svo sé. ■ SKÓLASTJÓRI ÁSLANDS- SKÓLA Áslaug Biynjólfs- dóttir er nú skólastjóri í Ás- landsskóla, æðstráðandi og ábyrg fyrir skóla- starfinu þar. 1 STUTT | Bæjarráð Vestmannaeyja hefur falið bæjarstjóranum að halda áfram viðræðum við fulltrúa sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins þar sem mikill vilji sé meðal Eyjamanna fyrir því að útsendingar stöðvarinnar náist í Vestmannaeyjum. Samtök kvenna í Afganistan: Afganska þjóðin ber enga sök viðbrögðin Byltingarsamtök kvenna í Afganistan, sem eftir bestu getu hafa reynt að veita ógnarstjórn talibana andspyrnu, sendu frá sér yfirlýsingu á laug- ardaginn þar sem þær vilja minna bandarísk stjórnvöld og banda- rísku þjóðina á, að gera þurfi skýran greinarmun á afgönsku þjóðinni annars vegar og þeim hryðjuverkamönnum sem þar dvelja og harðstjórn talibana hins vegar. Þær benda einnig á að banda- rísk stjórnvöld studdu vel við bak- ið á Zia-ul Haq, einræðisherra í Pakistan, þegar hann var að koma upp þúsundum trúarskóla og mót- aði með því jarðveginn fyrir tali- banana. U KONUR OG BÖRN FLÝJA LAND Þúsundir Afgana hafa flúið til Pakistans síðustu daga af ótta við hefndaraðgerðir Bandaríkjamanna. : ' ' . ' . , - HEIMSMYNDIN HRYNUR Sjálfsmorðsárásum hefur verið beitt öldum saman, oft með ógnvekjandi afleiðingum. Ohugnaður sem tekið er eftir Sjálfsmorðsárásir þekktar frá 11. öld. Japanir beittu þeim í seinni heims- styrjöld, einnig tamílar á Sri Lanka og samtök fyrir botni Miðjarðarhafs. ÁRÁSIRNAR Á BANDARÍKIN Sjálf- morðsárásir hafa þekkst allt frá því múslimar á elleftu öld, „hass- hausarnir“ svonefndu, beittu þessari aðferð í norðuhluta Pers- íu. Japönsku sjálfsmorðsflug- mennirnir í seinni heimsstyrjöld- inni eru eitt kunnasta dæmið. Á síðustu áratugum hafa tamíl- ar á Sri Lanka beitt þessari óhugn- anlegu aðferð oftar en nokkrir aðrir, nærri tvö hundruð sinnum, þótt minna hafi farið fyrir frétt- um þaðan heldur en frá botni Mið- jarðarhafs. Eitt áhrifaríkasta sjálfsmorðshryðjuverk seinni tíma gerðist í Beirút í Líbanon þann 23. október 1983 þegar tvær gríðarmiklar sprengingar urðu í bækistöðvum bandaríska og fran- ska hersins þar með þeim afleið- ingum að 299 hermenn létu lífið. Aðgerðin markaði tímamót, því upp frá þessu urðu sjálfms- orðsárásir æ algengari fyrir botni Miðjarðarhafs. Palestínsku samtökin Hamas byrjuðu að beita sjálfsmorðsárás- um árið 1992, en í þeim heims- hluta náðu slíkar árásir ákveðnu hámarki í Hebron á Vesturbakk- anum árið 1994 þegar ísraelskur læknir, Baruch Goldstein, myrti 29 Palestínumenn sem sátu þar að bænum. Árið 1995 voru hins vegar frið- arsamningar komnir það langt á skrið að sjálfmorðsárásir voru ekki lengur á dagskrá, en árið 1996 lét Shimon Peres, þáverandi forsætisráðherra ísraels og nú- verandi utanríkisráðherra, myrða „verkfræðinginn" Yehiya Ayash, sem hafði skipulagt sjálfs- morðsárásir Hamas samtakanna. í framhaldi af því hófust sjálfs- morðsárásir Palestínumanna að nýju. ■ Hvað eru þeir að hugsa? Trúarofstæki býr „1.1.! '-.„1U „ A 1_1-! CKM ctVctllt dU UdM árásin Á BANPARÍKIN „ímyndaðu þér að þú sitjir í gufubaði. Það er mjög heitt, en þú veist að við hlið- ina er herbergi með loftræstingu, þægilegum sætum, klassískri tón- list og drykkjarföngum. Auðvitað ferðu beint þangað. Þannig myndi ég útskýra það sem er að gerast í huga píslarvotts fyrir Vestur- landabúum." Þetta sagði leiðtogi Ilisbolla skæruliðanna í Líbanon breskum blaðamanni fyrir nokkru, þegar hann var spurður um hugarástand sjálfsmorðsárásarmanns. ísraelski fræðimaðurinn Ehud Sprinzak segir það mikinn mis- skilning að sjálfsmorðsárásar- menn eigi erfitt með að hugsa skýrt og hafi engu að tapa. Þeir séu þvert á móti „kaldrifjaðir og rökfastir morðingjar sem beita ofbeldi til þess að ná fram ákveðn- um pólitískum markmiðum.“ Þá segir hann ekki rétt að trú- arofstæki ráði alltaf gerðum þeir- ra. Þeir geti alveg eins látið stjórnast af stækri föðurlandsást, gegndarlausu hatri á óvininum eða djúpstæðri tilfinningu fyrir því að vera í hópi fórnarlamba hróplegs ranglætis. ■ IlögreglufréttirI Alvarlegt umferðarslys varð á Háaleitsibraut við Austurver á föstudagsmorgun. Ekið var á tólf ára gamla stúlku á reiðhjóli og slasaðist hún mjög alvarlega. Stúlkan var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og liggur hún þar þungt haldin. Dyravörður á veitingastað í Hafnarstræti óskaði eftir að- stoð lögreglunnar í Reykjavík um fjögurleytið á laugardagsmorgun. Var sagt að slagsmál hefðu brot- ist út og að árásarmanninum væri haldió en fórnarlambið lægi meðvitundarlaust. Þegar lögregl- an kom á staðinn reyndist fórnar- lambið við góða heilsu með minniháttar skurð á vör. ÁRÁSIN Á WORLD TRADE CENTER Hvað fær menn til þess að stýra flugvél beint í dauðann? íslensk-franski drengurinn: Ætlar að hlíta dómi Hæstaréttar dómsmál „Það verður auðvitað farið að dómi Hæstaréttar, það er ekkert sem komist verður hjá,“ sagði faðir íslensk-franska drengsins aðspurður um hvort hann ætlaði að skila syni sínum til franskrar móður sinnar eins og kveðið hefur verið á um bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti. Hann áréttaði þó að verið væri að skoða vandlega hvort ekki væri hægt að fá mál þeirra feðga tekið fyrir hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. ■ NORRÆNAR HUGVITSKONUR FUNDA Uppfinningar kvenna fela ekki í sér jafn mikla tækni og uppfinningar karla", segir formaður Landssamtaka hugvitsmanna. Uppfinningakonur: Finna upp hagnýta hluti fundur Fundur norrænna upp- finningakvenna var haldinn í Gerðubergi síðastliðinn föstudag. í tenglsum við fundinn var haldin sýning á uppfinningum kvenna. Að sögn Elínóru Ingu Sigurðar- dóttur, formanns Landssamtaka hugvitsmanna er eitt af megin- markmiðum fundarins að gera uppfinningakonur sýnilegri. Sér í lagi gagnvart fjárfestum. Meðal þess sem konur hafa fundið upp og verður á sýningunni eru; þeyt- ari með liðamótum sem liggur flatur í skúffunni, „button clip“ sem er nál og þráður í sama verk- færi og veltipúði fyrir börn, sem er íslensk uppfinning. ■ Ilögreglufrettir Maður kýldi í gegnum rúðu í fyrirtæki á Lækjartorgi að- faranótt sunnudagsins. Hlaut maðurinn skurð á upphandlegg auk þess sem blæddi úr slagæð. Hann var iiuttur í sKynai a slysadeild. Þá voru framin nokkur innbrot. Farið var inn í fyrirtæki í miðborginni um eitt- leytið og nokkrum munum stolið og einnig var brotist inn í fyrirtæki í Breiðholtinu og stolið tölvubúnaði. Þá var rúða brotin í bifreið á Hverfisgöt- unni um fjögurleytið og stolið þaðan hljómflutningstækjum. Arekstur varð í austurborg- inni um eittleytið aðfaranótt laugardagsins með þeim afleið- ingum að ökumaður annarrar bifreiðarinnar ók á grindverk sem skemmdist töluvert.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.