Fréttablaðið - 17.09.2001, Page 10

Fréttablaðið - 17.09.2001, Page 10
10 FRETTABLAÐIÐ 17. september 2001 MÁNUPAGUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Pverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Sfmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins 1 stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjaíds. | BRÉF TIL BLAÐSINS STUÐNINGSÞJÓNSTA GEÐHJÁLPAR Ég þekki ferilinn, segir bréfritari. Réttu máli hallað Katrín Sesselja Karlsdóttir skrifar: geðhjálp Svar vegna greinar varðandi stuðningsþjónustu Geðhjálpar, sem birt var 10. september síðastliðinn: Sveinn Magnússon fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, segir son minn mjög geðsjúkan og í fíkniefnum. I fyrsta lagi þekkir hann ekki langan veikindaferil sonar míns, ég aftur á móti þekki þann feril. Það er því ósatt er hann segir son minn mjög slæman núna, ég hef sjaldan séð hann betri. Eg vil líka neita að hann sé háður fíkniefnum. Vaktkonur voru sendar út af örkinni að taka þvagsýni af syni mínum og vinum hans sem eiga líka við geðræn vandamál að stríða. Ég mun kalla eftir grein- ingunni, hún hlýtur að vera skráð. Ég átti tal við vaktkonur um að sonur minn væri ekki í neyslu, hann hefði ekki efni á slíkri neyslu. En svarið kom frá konunum: „Það er nefnilega svo- leiðis að hann fær þau frítt, en selur fyrir þá í staðinn.“ Ég var orðlaus. Átti líka að klína á hann fíkniefnasölu? Mannleg samskipti hjá Sveini eru ekki hátt skrifuð í mínum huga. Sveinn segir satt, maður dó í herbergi sonar míns og dó sannarlega ekki á réttum stað. Sonur minn sagði mér frá þessu og hann brást rétt við og sótti lögreglu. Ég þekki þjónustulund sonar míns, hann vill öllum gott gera. Er hann vissi að maðurinn átti engan samastað, bauð hann honum inn í hlýjuna og er ég stolt af honum fyrir það. ■ HEIMAGÆSLA ifs 24 tíma mm* á soíarhrinq Simi 530 2400 : Orð eru dýr á ögurstund Nú er tími orða og undirbúnings athafna gegn hryðjuverka- mönnum um allan heim. Orðin mega sín mikils á þessari ögur- stund því að þau túlka voðaverkið —4— og skilgreina and- „Við munum svarið. George W. svæla þá út úr Bush Bandaríkja- grenjum sín- forseti átti í erfið- um" leikum með að ...4,.’.. finna rétt orð og segja þau á réttum stað og réttum tíma í byrjun, en nú um helgina hefur hann sótt í sig veðrið: „Við erum í stríði. Við mun- um finna þá sem gerðu þetta. Við munum svæla þá út úr grenjum sínum, við munum stökkva þeim á flótta og við munun draga þá fyrir rétt..“ I stríði sem er svona af- markað verður víðtæk alþjóðleg samstaða. Fjölmargir forystumenn ríkja óttast á hinn bóginn stríð þar sem Bandaríkjamenn fara á takk- ana og tólin og hella sprengjum yfir almenna borgara jafnt sem hernaðarskotmörk. „Hefndin veitir ekkert skjól“, sagði forsetinn okkar minnilega. Biskupnum okkar tókst að gera sjónvarpsáhorfendum ljósan skils- mun á því að refsa til þess að við- halda siðuðu samfélagi, og á því að rækta með sér hefndarhug. Fyrst hélt þjóðin að utanríkisráðherrann okkar stefndi út í stríðið skilmála- laust, en það kom raunar frá upp- hafi fram hjá honum að það er sjálf- stæð ákvörðun íslendinga í hverju aðstoð við Bandaríkin verður fólgin. MáJ....Dianna Einar Karl Haraldsson fjallar um orðræðu forystumanna Á mikilvægum stundum þarf að velja orðin vel. „Sumir virðast halda að sé kastað nógu mörgum kjötbitum í óargadýrin, að þá breytist þau í grænmetisætur," sagði forsætisráðherrann okkar við unga Sjálfstæðismenn. Þetta kaldhæðnislega snjallyrði úr öðru samhengi rataði því miður út fyrir vettvanginn, og er erfitt að finna því stað i harmleiknum á veraldar- sviðinu. Það er öllum ljóst að Bandaríkjamenn munu beita her- afla sínum ef með þarf, en þeir virðast líka gera sér grein fyrir því að stríð gegn andlits- og ríkisfangs- lausum óvinum verður fyrst og fremst háð með öðrum aðferðum en hervaldi. Og að það mun ekki vinnast með leifturárás heldur með hægðinni á löngum tíma. ■ Utiloka ekki breyting- ar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokka ræða hvort núver- andi skuldbindingar þjóðarinnar á alþjóðavett- vangi kalli á breytingu á stjórnarskrá Islands. Þeir sammælast um að þörf sé á að skoða málin vandlega, en stjórnarskráin takmarkar mjög framsal valds. Rýmri heimildir fyrr eða síðar Halldór Ás- grímsson, for- maður Fram- sóknarflokks- ins, hefur ljáð máls á að evr- ópusamstarf þjóðarinnar kunni að kalla á stjórnarskrár- breytingu. „Á sínum tíma féllst ég á það álit lögfræðinga að EES-samningurinn hafi staðist stjórnarskrá. Hins vegar hefur komið fram að við erum þar kom- in inn á eitthvað sem kalla mætti grátt svæði. Stjórnarskráin tak- markar mjög framsal valds og við erum að ganga inn í sífellt meiri alþjóðavæðingu. Almennt álit þeirra sem best þekkja til í þjóð- arrétti er að fyrr eða síðar muni þróunin kalla á breytingar á stjórnarskrá og rýmri heimildir þar,“ sagði hann og vildi benda á að frammi fyrir því komi menn til með að standa. „Þeir sem halda því fram, að eingöngu aðild að Evrópusambandinu kalli á stjórn- arskrárbreytingar, hafa að mínu mati ekki rétt fyrir sér. Hinn kost- inn, að byggja áfram á EES-samn- ingnum, tel ég að kunni jafnframt að kalla á slíka breytingu." Hall- dór segir að huga beri að þessu þegar fjallað er um hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá sem þó sé okkur heilög og ekki hægt að taka til endurskoðunar nema að brýna nauðsyn beri til. Kann að vera nauðsynlegt Össur Skarp- héðinsson, for- maður Sam- fylkingarinnar, segir ýmislegt benda til að fullveldisafsal þjóðarinnar sé meira en geng- ið var út frá með aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu á sínum tíma. Af þeim sökum, segir hann, að kunni að vera nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni. „Það er hins vegar alveg ljóst að áhrif okkar innan Evrópska efnahagssvæðis- ins eru sífellt að minnka. Upp- runalega var gert ráð fyrir að tvær gildar stoðir yrðu undir samningnum, Evrópusambandið og svo EFTA ríkin. Nú hafa ríki horfið úr EFTA inn í Evrópusam- bandið auk þess sem orðið hafa breytingar á innra skipulagi Evr- ópusambandsins. Þar eru mun meiri völd komin til Evrópu- þingsins og Ráðherraráðsins en áður.“ Þessar breytingar segir Össur valda því að ESB ráði för- inni í mun meiri mæli en lagt var upp með. Hann segir nauðsynlegt að skoða þetta mögulega valdaaf- sal mun betur áður en hægt sé að kveða upp úr með það. „Ég tel nauðsynlegt að það sé gert. Af því þetta er oft í tengslum við Evrópusambandið þá dreg ég það í efa að innganga í það muni leiða til aukins fullveldisafsals. Það mætti heldur færa rök að því að drægi úr því,“ sagði hann. Stjórnarskráin ekki í hœttu Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, segist ekki vilja ljá máls á breyt- ingum sem slökuðu á kröf- um stjórnar- skrárinnar. „Á sínum tíma voru heitar deilur um hvort EES-samningur- inn samrýmdist stjórnarskránni og leidd fram lögfræðiálit í því. Síðan hafa menn gert hluti sem ekki síður vöktu spurningar eins og að troða okkur inn í Schengen. Ég hafði nú ástæðu til að ætla að það væri enn hæpnara gagnvart stjórnarskránni vegna þess að þar var verið að binda okkur sjálfu stofnanavirki Evrópusambands- ins,“ sagði Steingrímur, en árétt- aði að hann hafi talið stöðuna í grundvallaratriðum óbreytta frá gerð EES-samningsins. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað ætti að vera breytt í stöðunni sem gerði að stjórnarskráin væri í meiri hættu nú en við gerð sjálfs samn- ingsins. Með því er ég samt ekki að segja að þetta hafi ekki verið á gráu svæði allan tímann. Ég var þeirrar skoðunar að einn af göll- um samningsins væri að hann reyndi töluvert á þanþol stjórnar- skrárinnar því í honum er falið ákveðið framsal og spurning hvort synjunarvald okkar er í raun ekki bara táknrænt," sagði hann. Ekki þörf á breytingu Sverrir Her- mannsson, for- maður Frjáls- lynda flokks- ins, sér ekki að þörf sé á stjórnarskrár- breytingum. „EES er aldeil- is ekki nýtt fyr- ir okkur og samstarfið hef- ur staðið nokkuð lengi. Það er al- veg nýtt fyrir mér ef skuldbind- ingar okkar kalla á stjórnarskrár- breytingar. Hins vegar geri ég ráð fyrir því að ætli menn að fara að stíga stærri skref og fara inn í Evrópubandalagið og versla með sjálfstæði íslands þá getum við al- veg eins lagt stjórnarskrána af,“ sagði Sverrir og taldi sig ekki geta dæmt um hvort núverandi skuld- bindingar kölluðu á breytingar og taldi líklegra að menn vildu brey- ta stjórnarskrá vegna áhuga á inn- göngu í Evrópusambandið. Hann útilokar þó ekki með öllu að hann myndi sætta sig við að breyta stjórnarskránni. „Ef það eru skuldbindingar út á við, sem ég get fellt mig við, og við íslending- ar viljum gangast undir, þá erum við náttúrulega tilbúnir til að breyta stjórnarskránni til að full- nægja þeim skilyrðum. En öðru vísi ansa ég þessu ekki og sé ekk- ert í stöðunni sem kallar á breyt- ingar,“ sagði hann. STJÓRNARSKRÁIN Ekki náðist í Davíð Oddsson. formann Sjálfstæ ðis- þriðjudegi og fram á föstudag í síðustu viku. Þá náðist ekki heldur í frá Geir H. Haarde, varaformann flokksins, fyrir helgi. flokksins, til að tjá sig um málið, þrátt fyrir ítrekaðar tiíraunir ORÐRÉTT Stríðið er löngu hafið árásin A ameríku „Það er eitt til viðbótar sem verður að koma fram og Bush forseti ætti að segja það. Bandaríkin voru ekki, eins og hann heldur fram, „skotmark árásar vegna þess að við erum skærasta leiðarljós frelsis og tækifæra í heiminum," heldur vegna þess að þau [Bandaríkin] hafa aftur og aftur hlutast til um málefni Mið-Austurlanda Hvort sem orsökin er olía, ísr- ael, eða það grundvallaratriði að verjast hernaðarofbeldi (viðbrögð okkar þegar írakar réðust inn í Kúveit) þá höfum við drepið mús- lima, og sumir þeirra vilja ekki fyrirgefa okkur. Bandamaður okkar, ísrael, ræður yfir helgum stöðum múslima í Jerúsalem. Við erum með herlið í Sádi Arabíu, of nálægt að því er virðist, hinni heilögu Mekka. Við höfum sett viðskiptabann á írak, og því erum við sökuð - ranglega, en hvað um það- um að drepa börn. Og hvar sem við förum um Mið-Austur- lönd, og jafnvel fyrir utan þau, þá fylgir okkur hinn siðspillandi nú- tími - tónlistin, klæðnaðurinn, fyr- irlitning á hefð og valdi. Við erum hættulegt fólk. Þannig að þetta „stríð“ sem Bush tönnlast á hófst ekki í þess- ari viku og því mun ekki ljúka á næstunni. Það hófst áður en 241 bandarískir sjóliðar voru drepnir í Líbanon árið 1983 og því mun ekki Ijúka þegar sjálfur Osama bin Laden verður stöðvaður. Þetta er stöðugt stríð við hugarfar, menningu. Þetta stríð mun kosta okkur mannslíf. Rétt eins og við munum þurfa að krefja starfsfólk leyni- þjónustunnar um að dusta rykið af fólskubrögðum [sem horfið hefur verið frá] þá verðum við að hverfa frá kröfu okkar um að hernaðaraðgerðum sé eingöngu stýrt úr lofti. Nú er yfir 200 slökkviliðsmanna frá New York saknað eða þeir taldir af. Þeir heyrðu flestir til úrvalssveitar og þeir vissu hvaða áhættu þeir voru að taka þegar þeir buðu sig fram til þess starfa. Við getum ekki farið fram á að slökkviliðs- menn hætti lífi sínu en tryggt einhvern vegin að engir hermenn geri það.“ Úr pistli Richards Cohens, pistlahöf- undar The Washington Post, frá 15. sept- ember. W

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.