Fréttablaðið - 17.09.2001, Síða 11

Fréttablaðið - 17.09.2001, Síða 11
FRÉTTABLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. september 2001 Ríkisstjórnin: Mikill stuðningur við yfirlýsingu NATO RÍKISSTiÓRNflRFUNDUR HalldÓr Ás- grímsson, utanríkisráðherra lagði fram á fundi ríkisstjórnar á föstu- dag upplýsingar um atburði vikunn- ar í Bandarikjunum. Þetta gerði hann með sértöku tilliti til yfirlýs- ingar Atlantshafsbandalagsins varðandi 5. grein stofnsáttmála bandalagsins um að árás á eitt ríki jafngilti árás á þau öll. „Það kom fram mikill og eindreginn stuðning- ur í ríkisstjórninni við yfirlýsing- una. Síðan var utanríkisráðuneytinu falið, í samstarfi við önnur viðkom- andi ráðuneyti, að undirbúa hugsan- lega þátttöku okkar í framhaldinu," sagði hann og áréttaði að með yfir- lýsingu Atlantshafsbandalagsins væri ljóst að Bandaríkin hafi ákveð- ið að vinna að málinu í samráði við bandalagið. „Á þessu stigi er ekki hægt að segja til um hvernig það verður gert. Jafnframt átti ég fund með utanríkismálanefnd og þar var mikill stuðningur við málið.“ Hall- dór sagði að næstu skref væru að standa vaktina og halda áfram að fara yfir málin. „Við verðum í nánu sambandi við aðalstöðvar okkar í Brussel, við fulltrúa varnarliðsins hér á landi, sem og lögregluna og yf- irvöld í flugstöðinni,“ sagði hann. ■ RÍKISSTJÓRNIN EINHUGA Eindreginn stuðningur ríkisstjórnar íslands við ákvörðun NATO um að árásin á Ameríku sé árás á öll riki bandalagsins. Landsvirkjun leggur fram tillögu að matsáætlun: Norðlingaölduveita í umhverfismat umhverfismat Skipulagsstofnun hef- ur borist tillaga Landsvirkjunar að matsáætlun vegna mats á umhverf- isáhrifum Norðlingaölduveitu sunn- an Hofsjökuls. í tillögunni er meðal annars framkvæmdalýsing, greint er frá kostum í útfærslu veitunnar og lýsing á framkvæmdasvæðinu. Tillagan er 19 síður að lengd. Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar Ferðamálaráðs íslands, Hafrannsóknastofnunar, Heil- brigðiseftirlits Suðurlands, iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytis, Land- græðslu ríkisins, Náttúruverndar ríkisins, Orkustofnunar, Samvinnu- nefndar miðhálendis, veiðimála- stofnunar, Þjóðhagsstofnunar og Þjóðminjasafns. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að nálgast hana hjá Skipulagsstofn- un á Laugavegi 166 og á heimasíðu Landsvirkjunar www.nordlinga- alda.is. Athugasemdir eiga að vera skriflegar og eiga að berast Skipu- lagsstofnun í síðasta lagi 28. sept- ember næstkomandi. Þar fást ein- nig nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. ■ LOEWE "Lýtalaus tækni og hrífandi lögun" Sjáðu hvað hátæknin getur verið glæsileg, heillandi útlit, óviðjafnanleg myndgæði og auðvelt í allri umgengni. Planus 29" • Planus 29" 100 hz Super Black line skjár • Mynd í mynd • 2x25W magnari • 3 skiptir hátalarar • 2 x scart, super VHS tengi • RCA tengi BRÆÐURNIR ORMSSON SJÓNVÖRP Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Skoda Octavia Jjy j . Hinn nýi Skoda Octavia er framleiddur (einni fullkomnustu bflaverksmiðju Evrópu og er hlaðinn staðalbúnaði, sem nú hefur enn verið aukið við í þína þágu. Bíllinn kemur upphækkaður frá verksmiðjunni með stálhlifðarpönnu undir vél, sem eykur verulega á styrk fyrir Islenskar aðstæður. Nýr Skoda Octavia er nú með fimm stillanlegum höfuðpúðum, þremur þriggja punkta beltum f aftursæti auk fjögurra öryggispúða, styrktarbita f hurðum, sem veita þér og þfnum nauðsynlegt öryggi. Fjarstýrðar samlæsingar, hurðahandföng samlit yfirbyggingu og farangursnet eru einnig á meðal nýjunga, sem auka enn á gæði Skoda Octavia. Njóttu þess að reyna einstakan bfl, sem býr yfir afli, styrk, öryggi, rými, þægindum og frábærum aksturseiginleikum. Nýr Skoda Octavia - þín er ánægjan. Skoda Octavia 2.0 Ambiente 116 hö, handskiptur, kr.l.610.000,- Skoda Octavia Combi Ambiente 2.0 116 hö, handskiptur, kr. 1.680.000,- Skoda Octavia Combi Ambiente 2.0 116 hö, 4x4 handskiptur, kr. 1.880.000,- HEKLA^ - íforystu á nýrri öld! Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is -þín er ánægjan

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.