Fréttablaðið - 17.09.2001, Side 14

Fréttablaðið - 17.09.2001, Side 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 17. september 2001 MÁNUDACUR Bandaríkjamenn uggandi: Ryder Cup frestað Evrópukeppni félagsliða: Haukar áfram handbolti íslandsmeistarar Hauka áttu í litlum vandræðum með sigur á Van der Voort Quintus frá Hollandi á Ásvöllum á laugardag. Haukar sigruðu með 30 mörkum gegn 25. Þetta var síðari leikur lið- anna í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik. Haukar sigruðu ein- nig í fyrri leik liðanna í Hollandi, þá með þremur mörkum, og eru þeir því komnir áfram keppninni. Halldór Ingólfsson var atkvæða- mestur í liði Hauka, skoraði 11 mörk. Einar Örn Jónsson skoraði fjögur. Þá stóð Magnús Sigmunds- son eins og klettur í markinu, enda á heimavelli, varði 15 skot. ■ colf Ryder Cup mótinu í golfi, sem átti að fara fram á Englandi þann 28. til 30. september, var í gær frestað vegna hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum. Á mótinu etja jafnan bestu kylfingar Evr- ópu og Bandaríkjanna kappi sam- an. Forráðamenn Golfsambands Bandaríkjanna vonuðust til að keppnin gæti farið fram á tilsett- um tíma, en endanleg ákvörðun var í höndum bandarísku leik- mannanna. „Ég held að þið getið gleymt Ryder Cup í nokkra mánuði," sagði Mark Calcavecchia, með- limur bandaríska liðsins. „Þetta var gífurlega mikið áfall enda margir drepnir og ég held því að við séum ekki á leiðinni til Eng- lands í bráð. Við áttum að hitta forsetann í Hvíta húsinu áður en við færum, en það verður að sjálf- sögðu ekkert úr því.“ Stewart Cink, tók undir orð félaga síns og sagði að mótið væri í raun tilvalið skotmark fyrir þá sem vildu Bandaríkjunum, frelsi eða kapí- talisma eitthvað illt. „Sú tilhugsun að þurfa að stíga upp í flugvél og fara til Englands er ekkert sérstaklega góð núna eftir allt sem á undan hefur geng- ið,“ sagði Cink. „Ég á konu og tvö börn og ég vil ekki að hún verði ekkja og börn mín föðurlaus bara af því að ég vil leika á Ryder Cup.“ Padraig Harrington sagði að hann og aðrir í evrópska liðinu styddu heilshugar ákvörðun Bandaríkjamanna. Skotinn Colin Montgomery er þó ekki á sama máli og Harrington og vill að keppnin verði notuð á jákvæðan hátt. Hann vill að keppendur sýni sameiningartákn með þátttöku í keppninni. „Við skulum vona að við getum notað keppnina á jákvæðan hátt, því ef hætt verður við Ryder keppnina eða henni seinkað stan- da hryðjuverkamennirnir upp sem sigurvegarar," sagði Harr- ington fyrir helgi. ■ MARK CALCAVECCHIA „Ég held að þið getið gleymt Ryder Cup í nokkra mánuði," sagði Calcavecchia eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum. íþróttir aSyn MiiFiia. r < mán Lelcester - Middlesbrouqh Enskl boltinn kl. 18.50 þri Juventus - Celtic Melstarakeppnin kl. 18.35 Rosenborg - Porto Meistarakeppnln kl. 20.40 mið ÍA - Fylkir Coca-cola bikarinn kl. 16.45 Dortmund - Liverpool Meistarakeppnin kl. 18.50 Lazio - Nantes Meistarakeppnin kl. 20.40 lim HMiralli kl. 21.00 +21.-23. og 27. sept. |au Símadeildln kl. 13.30 auu ítalski boltinn kl. 12.45 West Ham - Newcastle Enski boltinn kl. 14.55 KR eygir von Enn er óljóst hvaða lið fellur niður í fyrstu deild með Breiðablik. Allt bendir til að leikur IA og IBV um næstu helgi verði hreinn úrslita- leikur um Islandsmeistaratitilinn. ENNÞÁ INNI KR-ingar fagna því þegar Arnar Jón Sigurgeirsson jafnar metin á móti Fram í Frostaskjóli í gær. Arnar Jón var aftur á ferðinni kortéri seinna, tryggði KR sigurinn eftir að Einar Þór Daníelsson lagði markið glæsilega upp. knattspyrna 17. og næstsíðasta umferð Símadeildar karla í knattspyrnu fór fram í hellidem- bu í gær. Ofsaveðrið var það mikið á Akranesi að flauta þurfti leik ÍA og Fylkis af eftir 20 mín- útur en þá hafði Kári Steinn Reynisson skorað eitt mark fyr- ir ÍA. Leikurinn fer fram kl. 17.30 í dag. Augu margra beindust að leik KR og Fram í Frostaskjóli. Fyrir leikinn voru KR-ingar í níunda sæti deildarinnar með 16 stig og Fram í því áttunda með 17. ís- landsmeistararnir þurftu því nauðsynlega á sigri að halda, ef þeir hefðu tapað og Valur sigrað hefðu þeir fallið niður í fyrstu deild. Þrátt fyrir mikla siglingu Fram að undanförnu náði KR að vinna leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Arnar Jón Sigurgeirsson var hetja Vestur- bæinga, sem voru með sterkara liðið í leiknum, skoraði bæði mörkin í seinni hálfleik. Fram náði forystu í fyrri hálfleik með þrumuskoti Ásmundar Arnar- sonar í mark á 29. mínútu. Arnar Jón skoraði á 49. og 65. mínútu, í bæði skiptin eftir fyrirgjöf frá Einari Þór Daníelssyni. Valur tapaði fyrir ÍBV á Hlíð- arenda með einu marki gegn tveimur. Valur náði forystu þeg- ar Sigurbjörn Hreiðarsson skor- aði úr víti á 40. mínútu en Bjarn- ólfur Lárusson jafnaði fyrir ÍBV tveimur mínútum seinna. Bjarn- ólfur var síðan aftur á ferðinni á 64. mínútu og skoraði úr víti. Þetta eru ekki góð úrslit fyrir Val, sem er enn að berjast fyrir sæti í deildinni. ÍBV er hinsveg- ar á toppnum. Keflavík þurfti einnig á sigri að halda á móti Breiðablik í gær til að tryggja sér sæti í Síma- deildinni á næsta ári. Þetta var baráttuleikur, markalaus í fyrri hálfleik en endaði með 2-1 sigri Keflavíkur. Á 57. mínútu náði Þórarinn Kristjánsson að skora fyrir Keflavík eftir mistök Atla Knútssonar, markvarðar Breiða- bliks. Haukur Ingi Guðnason skoraði aftur fyrir Keflavík á 60. mínútu en Kristján Brooks minnkaði muninn á 77. mínútu. Fyrir gærdaginn átti FH enn möguleika á því að blanda sér í baráttuna um titilinn. Þær vonir voru kæfðar af Grindavík, sem sigraði með tveimur mörkum gegn engu. Scott Ramsey skor- aði fyrra mark Grindavíkur og Sinisa Kekic það seinna. Símadeildin er því enn æsispennandi þegar lokaum- ferðin nk. laugardag nálgast. Ef ÍA tapar ekki stórt í dag vei’ður leikur þess og ÍBV í Eyjum hreinn úrslitaleikur um íslands- meistaratitilinn. Enn er óljóst hvaða lið fellur niður um deild með Breiðablik. Grindavík fær KR í heimsókn á laugardag, Fylkir FH, Fram Keflavík og Breiðablik Val. ■ SÍMANDEILPIN L U J T Mörk Stig ÍBV 17 11 2 4 21:13 35 ÍA 16 10 2 4 24:14 32 FH 17 8 5 4 21:16 29 Grindavík 17 9 0 8 27:27 27 Fylkir 16 7 4 5 26:18 25 Keflavík 17 6 5 6 24:25 23 Valur 17 5 4 8 18:24 19 KR 17 5 4 8 14:20 19 Fram 17 5 2 10 23:25 17 Breiðablik 17 3 2 12 15:31 11 Andlegi skólinn Innritun hafin í síma 553 6537 Kennsla hefst 24. sept. Atvinnumenn erlendis: Góð helgi hjá íslendingum knattspyrna Stoke City sigraði Rea- ding 2-0 í ensku 2. deildinni á laugar- dag. Bjarni Guðjónsson skoraði fyrra mark liðsins og Andy Cooke það seinna. Brynjar Björn Gunnars- son, sem spilaði allan leikinn ásamt Bjarna, og Stefán Þórðarson, sem kom inn á á 75. mínútu, voru einnig nærri því að skora. Þetta eru góð úr- LAGERUTSALA ^Sizuid ume Ro íþróttavörur, skór, úlpur, bakpokar o.fl. á frábæru verði, dæmi: Bakpokar 1.290,- Öndunarbuxur 2.500,- Úlpur kr. 1.990,- Flíspeysur 2.990,- Gallar kr. 1.990,- Tökum VISA/EURO kreditkort. Opið 9-18 KJ. KJARTANSSON HF. SKIPHOLTI 35 - SÍMI 581 1212 slit fyrir Stoke og er óánægja stuðn- ingsmanna vegna sölu á Peter Thorne til Cardiff minni fyrir vikið. Guðjón Þórðarson var að vonum hæstánægður. Stoke er nú í níunda sæti með 10 stig. í 1. deild í Belgíu skoraði Arnar Grétarsson fyrir Lokeren úr víta- spyrnu í 3-4 sigri á Lommelse. Hann, Arnari Þór Viðarsson og Auðunn Helgason voru í byrjunarliði Lokeren, sem er í 12. sæti deildar- innar með fjögur stig. í Noregi er Rosenborg enn á toppi úrvalsdeildarinnar eftir að Árni Gautur Arason hélt hreinu í 0-1 sigri á Odd Granland. Marel Baldvinsson skoraði fyrir Stabæk í 2-1 sigri liðs- ina á Brann. Hann, ásamt Tryggva Guðmundssyni og Pétri Marteins- syni voru í byrjunarliðinu. Þá skor- aði Andri Sigþórsson annað mark sitt í öðrum leik með Molde og lagði hitt upp í 0-2 sigri á Lyn. Hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en Jóhann Guðmundsson og Helgi Sigurðsson voru í byrjunarliði Lyn. Á Spáni spilaði Jóhannes Karl Guðjónsson ekki með nýju liði sínu, Real Betis, þegar það kom hressi- lega á óvart með því að leggja risann Real Madrid 3-1. Zinedin Zidane skoraði fyrsta mark sitt með Madrid í leiknum. ■ VALUR BIKARMEISTARI Valsstúlkur hömpuðu bikarnum í áttunda sinn eftir 2-0 sigur á Breiðablik á Laugardalsvelli á laugardag. Liðin hafa mæst sex sinnum í bikarúrslitaleik og Valur sigrað tvisvar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.