Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2001, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.09.2001, Qupperneq 18
HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? FRÉTTABLAÐIÐ 17. september 2001 MÁNUDACUR Samningur undirritaður um óperustarfsemi: Tvöfalt hærri fram 1 •• r r\ ♦ ♦ z' X ♦ log ur rikissjoói HELCA VALA HELGADÓTTIR kynningarfulltrúi og leikari. Ég mæli með ástinni og heitum pottum. ■ óPERfl Stjórn íslensku óperunnar undirritaöi á föstudag samning við ríkisstjórnina sem tryggir Óp- erunni um tvöfalt hærri framlög en áður úr ríkissjóði. Samningur- inn var undirritaður af Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Jóni Ásbergssyni og gildir til ársloka 2005. Samkvæmt samn- ingnum skuldbindur íslenska óperan sig til að frumsýna eigi færri en átta nýjar óperuupp- færslur á samningstímabilinu auk a.m.k. þriggja barnaópera eða endurfluttra verka. Framlög rík- isins til samningsins verða 65,1 m.kr árið 2001, 95 m.kr árið 2002 og 130 m.kr á hverju ári samn- ingstímans eftir það með fyrir- vara um samþykki Alþingis. Á blaðamannafundi kom m.a. fram að Óperan hyggst fastráða fleiri söngvara að þessu tilefni á næstu misserum og gætu þeir orðið allt að tíu manns. Einnig kom fram að Óperan er þessa dagana í samn- ingaviðræðum við þau fyrirtæki Listasal Man: MÁNUDAGURINN 17. SEPTEMBER atvinnulífsins sem hafa gefið samningurinn undirritaður frarnlög síðastliðin ár Og að líklegt Fastráðnum söngvurum í Óperunni gæti sé að þau tvöfaldi einnig framlög fjolgað i allt að tíu á næstu misserum. sín. ■ Mjaðmarlaus hægri fótur mvndlist I Listasal Man, Skóla- vörðustíg 14, opnaði ný sýning sl. laugardag. Það er Guðrún Öya- hals sem er listamaðurinn á bak við sýninguna sem ber heitið „Mjaðmarlaus hægri fótur - Axl- arlaus vinstri mjöðm.“ Sýningin stendur til 30. september og er opin alla virka daga frá klukkan 10 til 18, laugardaga frá klukkan lltil 18 og sunnudaga frá kl. 14 til 18. ■ Aukakílóin burt! • Ertu að leita að mér? • Vantar þig vörur? • Otrulegur árangur! • Eg missti 11 kg á 9 vikum! Alma Hafsteinsdóttir Sjálfst. Herbalife dreif. S: 694-9595 www.heilsulif.iswww.heilsulif.is FUNDIR_____________________________ 13.00: Spjallstund í lesstofu Bókasafns Kópavogs mánudaginn 17. sept- ember á vegum Hana-nú. Haldið verður áfram með verkefnið „Safn- að til sögunnaF'. f tengslum við það viðfangsefni flytur Ásdís Skúla- dóttir stutt erindi um líf eldra fólks í íslensku samfélagi á öldum áður. Allir velkomnir ungir sem aldnir. KVIKMYN DAHÁTÍÐ____________________ 20.00 og 22.30 Filmundur sýnir stutt- myndirnar Hvítu klukkurnar eftir Ivar Kraulitis, Tiu mínútum eldri eftir Hercs Franks, Kóngana eftir Ivo Kalpenieks og Brúðkaupið eftir Viesturs Kairiss. á lettnekskri kvikmyndahátíð í Háskólabíóí. SÝNINGAR___________________________ I anddyri Þjóðarbókhlöðu stendur sýn- ingin Stefnumót við íslenska sagnahefð. Sýningunni lýkur 22. september. Forn tré í Eistlandi er yfirskrift sýningar á Ijósmyndum sem eistneski Ijósmyndarinn Hendrik Relve hefur tekið. I Norræna húsinu eru 18 Ijósmyndir til sýnis í and- dyri hússins. Sýningin er sett upp í tengsl- um við Menningarhátíð Eystrasaltsríkj- anna á Norðurlöndum sem stendur yfir frá 1. september til 1. nóvember 2001. Sýningin er opin daglega kl. 9 til 17, nema sunnudaga kl. 12 til 17. Sýningin stendur til 23. september. I Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi og hins vegar sýningu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur vík- inga sem féllu í bardögum. Sýningarnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. W0%@GrfS3Cr“ Bílaverkstæðið Öxull, Funahöfða 3 Allar almennar bílaviðgeröir, einnig smur- og hjólbarðaþjónusta. Get- um farið með bílinn í skoðun. Sækjum bíla. Pantið tíma í síma: 567 4545 eða 893 3475 v_______________________________J MYNDLIST______________________________ Kristján Guðmundsson opnaði einkasýn- ingu í Listasafni Reykjavikur, Kjarvals- stöðum s.l. laugardag. Sýningin er opin 10 - 17 alla daga nema miðvikudaga 10 - 19. Arngunnur Ýr sýnir nú verk sín í Galleríi Sævars Karls. Sýningin nefnist Allt og ekkert og eru verkin á sýningunni öil unn- in á þessu ári. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur i listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýn- ingin er opin alla daga kl. 10 til 17 en til kl. 19 á miðvikudögum. Hún stendur til 7. október. Hefur þú mætt eld- húshnífi á hraðferð? Dansverkið Fimm fermetrar eftir Olöfu Ingólfsdóttur var frumsýnt í gærkvöldi í Tjarnarbíói. Tvær sýningar til viðbótar eru fyrirhugaðar í þessari viku. I verkinu er Qallað um samskipti fólks. DflNS „Verkið fjallar um umgengni fólks hvert við annað í daglega lífinu. Dansararnir fjórir í verk- inu eru ýmist að ferðast saman, rekast á eða hleypa hver öðrum framhjá,“ segir Olöf Ingólfsdótt- ir danshöfundur. Þrír af fjórum dönsurum í verkinu, Andri Örn Jónsson, Valgerður Rúnarsdóttir og Tinna Grétarsdóttir, eru ungir dansarar sem hafa lokið námi á síðustu misserum. Fjórði dansar- inn, Jóhann Freyr Björgvinsson, hefur hins vegar um árabil dans- að með íslenska dansflokknum auk þess sem hann hefur starfað sem danshöfundur. Að sögn Ólafar er dansað í af- mörkuðu rými í verkinu og tekið á samskiptum fólks við slíkar að- stæður. Olöf likir þessu við þegar of margir reyna elda saman í einu í eldhúsinu. Hún nefnir sem dæmi að hún hafi upplifað slíka ringulreið þegar tvær manneskj- ur sneru sér við á sama augna- bliki og önnur var með eldhús- hníf í hendinni. „Umferðin verður svolítið flókin þegar fólk reynir að vinna saman í litlu rými. Fólk er kanns- ki að vinna og skipuleggur sig um leið og það færir sig. Þessi áhrif er að finna í sýningunni og að j hluta til erurn við í svona þröngu rými,“ segir hún. Ilún segir að j hægt sé að túlka samskiptin bæði S bókstaflega og huglægt, t.a.m. í i gegnum orðaskipti fólks. Sýning- | in einkennist af ólíkum aðstæð- um og spannar skaiann allt frá því að vera fyndin og yfir í að vera hádramatísk, að sögn Óla- far. Hún segi frekju og yfirgang eitt samskiptaformið sem tekið sé fyrir auk þess sem tillitssamt fólk og fólk sem sé sammála um alla hluti gegni þar hlutverki. „Ef fólk er sammála urn alla hluti eru engir árekstrar. Þá er j eins og tvær samhliða línur 1 snertist aldrei," segir hún. Þess j má geta að sýningarnar verða á ! fimmtudag og föstudag í Tjarn- i arbíói. kristjangeir@frettabladid.is } Palazzi gjafavörur og Ijósakrónur 10-40% afsláttur Palazzi Faxafeni 9 • S: 562 4040 Hurð til sölu Hurö með dyra- staf til sölu. Upplýsingar í síma 581 2978 Með fulla vasa af grjóti og Syngjandi í rigningunni: Sýningar hafnar að nýju leiklist írska gamanleikritið Með fulia vasa af grjóti með Hilmi Snæ Guðnasyni og Stefáni Karli Stef- ánssyni er komið á fjalir Þjóðleik- hússins að nýju. Verkið fjallar um tvo íra sem taka að sér að leika í alþjóðlegri stórmynd. Fjórtán persónur verksins eru allar leikn- ar af tveimur leikurum. Sýning- arnar fara fram á stóra sviðinu. Þá hefur verið tekinn til sýninga að nýju á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins söngleikurinn Syngjandi í rign- ingunni. Feykigóð aðsókn var á söngleikinn í vor. Með aðalhlutverk fara Rúnar Freyr Gíslason, Þórunn Lárusdóttir, Stefán Karl Stefáns- son og Selma Björnsdóttir. ■ BÆKUR Tvœr hliðar á málinu Ed McBain er höfundarnafn sem margi þekkja enda ligg- ja eftir hann ókjör af glæpasög- um. Þeir eru kannski ekki jafn margir sem kannast við Evan Hunter en hann hefur fengist við margs konar ritsmíðar og skrif- aði m.a. handritið að Fuglunum sem Hitchcock leikstýrði. Candyland skiptist í tvo hluta. í fyrri hluta Candyland sem Hunt- er er skrifaður fyrir segir frá nokkrum klukkustundum í lífi arkitektsins, Ben Thorpe, þar sem hann dvelur í New York. Ben er að öllum líkindum kynlífsfíkill eða a.m.k. karlmaður sem kann vart fótum sínum forráð þegar konur eru annars vegar. Þessi hluti bókarinnar er afar vel skrif- aður og mun sumum eflaust finn- ast nóg um lýsingar á hugrenn- ingum og kynferðislegu háttalagi ED MCBAIN OC E. HUNTER: CANDYLAND, ORION, 2001 (262 bls.j. mannsins. í seinni hluta bókar- innar fylgjumst við með lög- reglukonunni Emmu Boyle sem vinnur að nauðgunar- og morð- rannsókn sem fljótlega fer að tengjast athöfnum Bens. Þessir tveir hlutar sem lýsa velólíkum viðhorfum ná að tengjast bæri- lega og halda vel forvitni lesand- ans. Aðferðin við bókarskrifin er óvenjuleg, hálfgert prívatflipp, en þess ber að geta fyrir þá sem ekki vita að Ed McBain og Evan Hunter eru einn og sami maður- inn. Ingvi Þór Kormáksson

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.