Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 1
FYLKINGARNAR TVÆR SEM SLAST UM VOLDIN í annarri fylkingunni, en í henni eru þeir sem eiga eignarhlut í Kaup- þingi, eru sparisjóðir Reykjavíkur, Siglufjarðar, Mýrarsýslu, Keflavíkur, Svarfdæla og Vestfjarða. Á lista þeirra eru Ceirmundur Krist- insson, Friðrik Friðriksson, Guð- mundur Hauksson og Gísli Kjart- ansson, Sparisjóði Mýrarsýslu. ( hinni fylkingunni, en þeir hafa flestir selt hlut sinn í Kaupþingi, eru m.a. sparisjóðir Hafnarfjarðar, Vélstjóra, Kópavogs, Hólahrepps, Þórshafnar, Ólafsvíkur, Norðlendinga, Hornafjarðar, Höfðhverfinga og Stranda, að því er Fréttablaðið kemst næst. Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Þriðjudagurinn 2. október 2001 Bullandi átök um stjóm og stefhu Sparisjóðabankans Bush Bandaríkjaforseti: Gleðst yfir árangrinum WASHINGTON. ap Embættismenn í Bandaríkjunum segja að meðal ráða sem gripið hafi verið til í baráttunni við hryðjuverk sé að styðja við bakið á hópum innan Afganistan sem berjast gegn talí- banastjórninni. George Bush, Bandaríkjaforseti, segir að bar- áttan við hryðjuverk sé háð á mörgum vígstöðvum. „Við ætlum að koma lögum yfir þessa menn,“ sagði forsetinn í heimsókn hjá Al- mannavörnum í Bandaríkjunum, en áréttaði að það gæti engu að síður tekið nokkurn tíma. Hann sagðist þó ánægður með þann ár- angur sem náðst hafi og vitnaði þar til handtöku hundruða víða um heim, alþjóðlegs samstarfs og árangurs sem náðst hafi í að frys- ta eigur Osama bin Laden og sam- taka hans. ■____________ | ÞETTA HELST | Gert er ráð fyrir 18,6 milljarða tekjuafgangi í fjárlagafrum- varpi sem fjármálaráðherra lagði fram í gær, á fyrsta starfsdegi Alþingis. bls. 8. --^-- Fjármálaráðherra segir fjár- lagafrumvarpið gera ráð fyrir 600 milljóna svigrúmi til skatta- lækkana. bls. 8. Ný þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir 0,3% samdrætti í efna- hagslífinu á næsta ári. Hagvöxt- ur verði 1,9% í ár og 2-2,5% næsta ár en hann hefur numið 4,8% að meðaltali undanfarin fimm ár. bls. 2. Tveir listar komnir fram fyrir hluthafafund á Akureyri í vikunni. Hnífjafnt er á milli fylkinga. Sparisjóður Bolungarvíkur getur ráðið úrslitum. Meirihlutinn ræðst af kosningu milli fulltrúa stærsta eigandans í bankanum og eins hins minnsta. STÓRSKEMMDIST í SPRENGINGU (búar í Grafarvogi vöknuðu við mikla sprengingu við áburðan/erksmiðjuna 1 Gufunesi snemma í gærmorgun. Engan sakaði en miklar skemmdir urðu á verksmiðjunni. Borgarstjóri fundaði með eigendum hennar í gær og þar var ákveðið að endurreisa ekki verksmiðjuna. nánar bls. 2. Áburðarverksmiðjan víkur fyrir íbúðabyggð: Hverfur úr Gufunesi FÓLK Tæmdu tankinn fyrir Sögusafnið Minnihlutinn, Jónas Reynisson, Sparisjóði Hafnarfjarðar og Hall- grímur Jónsson, Sparisjóði vél- stjóra, munu telja að ætlun meiri- hlutans sé að sameina Sparisjóða- bankann og Kaupþing og það gæti leitt til þess að litlir sparisjóðir fái minni þjónustu en áður. Meirihlut- inn mun vera þeirrar skoðunar að Sparisjóðabankinn eigi að einbeita sér að hefðbundinni þjónustu og hætta verðbéfaviðskiptum og stöðutökum í fyrirtækjum. Sam- eining við Kaupþing mun ekki vera talin koma til greina í and- stöðu við sparisjóðina á lands- byggðinni. Einn viðmælenda úr spari- sjóðafjölskyldunni sagði að nú mættust stálin stinn, og hvernig sem niðurstaðan yrði, myndi hún hafa einhverjar afleiðingar fyrir samstarfið. ■ skipulag „Það var sameiginlegt álit okkar og þeirra að það væri ekki ástæða til þess að fara í ein- hverjar fjárfestingar á staðnum með það að markmiði að endur- reisa verksmiðjuna" sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri eftir fund með stjórnend- um Áburðarverksmiðjunnar í gær. Borgarstjóri segir að mönn- um hafi þótt nær að snúa sér að því hvernig hægt væri að flýta því að Áburðarverksmiðja yrði tekin niður og svæðið skipulagt fyrir íbúa- og atvinnubyggð. Því sé ljóst að verksmiðjan sé á för- um og það fyrr en fyrirsjáanlegt hafi verið þegar drög að aðal- skipulagi voru unnin. Haraldur Haraldsson, stjórn- arformaður Áburðarverksmiðj- unnar, sagði að menn stæðu frammi fyrir tveimur möguleik- um eftir sprenginguna. Annars vegar að breyta starfsemi á svæðinu. Hins vegar að hefja uppbyggingu upp á nýtt en það væri vondur kostur. Því væru menn sammála borgaryfirvöld- um og vildu starfa með þeim þó eftir ætti að koma í ljós hvernig gengi að ná samkomulagi. ■ sparisjóðabankinn Tekist verður á um stefnu og stjórn Sparisjóða- bankans á hluthafafundi sem haldinn verður á Akureyri næst- komandi fimmtudag. Óskað hefur verið eftir hlutfallskosningu og verður tekist á um hvor listinn nær þremur af fimm mönnum í stjórnina. Segja má að kosningin snúist um það hvor nái inn í stjórnina, Guðmundur Hauksson í SPRON, sem einn stærsti hluthaf- inn í bankanum, eða Kristján Hreinsson hjá Sparisjóði Ólafs- víkur, sem er einn sá minnsti. Mjótt er á mununum og telja þeir sem sækja að núverandi meiri- hluta að þeir hafi 48,38% atkvæða að baki sér, en meirihlutinn 48.33%. Samkvæmt því gæti Sparisjóður Bolungarvíkur, með 3,3% atkvæða ráðið úrslitum, en hann hefur átt í erfiðleikum vegna SÍÐA 16 skulda „Rauða hersins" sem sér- hæfði sig í „Rússafiski". í kjölfar aðalfundar Sparisjóða- bankans í vor skipti stjórn með sér verkum á þann veg að Hallgrímur Jónsson, Sparisjóði vélstjóra, vék úr stjórnarformennsku en við tók Geirmundur Kristinsson, Spari- sjóði Keflavíkur. Ásamt Geir- mundi eru í meirihlutanum Friðrik Friðriksson,Sparisjóði Dalvíkur og Guðmundur Hauksson, SPRON. 1 ÍÞRÓTTIR Utilokar ekki að leika aftur með KR 't f ■ ».i»Aii« í’É 113. tölublað - 1. árgangur ÞRIÐJU DAGUR Davíð setur stefnuna fltÞINGI. Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, flytur Al- þingi og þjóðinni stefnuræðu sína í kvöld og síðan ræða alþingismenn efni ræðunnar í beinni sjónvarps- og útvarpsút- sendingu á rásum Ríkisútvarpsins að gömlum sið. Olíumál fyrir dómi DóMSMÁL Aðalmeðferð fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli því sem Skeljungur hefur höfðað til að fá hnekkt núverandi fyrirkomulagi flutningsjöfnunar á olíukostnaði í landinu. VG kynnir sig stjórnmál. Þingmenn Vinstri græn- na ætla í dag að kynna blaðamön- um og almenningi helstu stefnu- mál sín á komandi stjórnmála- vetri. VEÐRIÐ í DAG REYKJAVÍK Norðan T3-18 m/s, en 8-13 m/s síiðdegis. Skýjað með köflum og hiti 6 til 11 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður Q 8-13 Rigning Q 6 Akureyri 3 10-15 Rigning Egilsstaðir o 8-13 Rigning Q 6 Vestmannaeyjar o 8-13 Skýjað Q 9 Samfok fundar ársþing. Samfok heldur ársþing sitt í Borgaskóla í kvöld. Þar verða rædd ýmis mál sem snúa að sam- skiptum foreldra og skóla og eru allir velkomnir. Fjórir handboltaleikir HflNDBOm. Fjórir leikir verða í efstu deild karla í handknattleik í kvöld kl. 20. KA tekur á móti Haukum, ÍBV leikur gegn Stjörnunni, í Hafnarfirði mætast FH og HK og Grótta/KR fær Þór frá Akureyri í heimsókn. I KVÖLDID í KVÖLD í Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hveru margir á aldrinum 25 tíl 39 ára fengu dagblað heim til sín í morgun? Þeir sem sögðust fá Fréttablaðið heim til sín og áskrifendur að Morgunblaðinu samkvæmt könnun PriceWaterhouse- Coopers frá september 2001. 70.000 eintök 78% fólks les blaðið IFJÓLMIÐLAKÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VAR FRAMKVÆMT DAGANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. 34,8% 3 *Q M-- S 2 KVIKMYNDAGERÐ Byggt á minni hugmynd bls 6 BÆKUR Árni, Stella og Arnaldur á sínum stað bls 18 Einstaklings- miðað nám leysir vandann bls 22 þlNGHQLT 533-3444 FR.ETTAB

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.