Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 2
KIÖRKASSINN HANDBOLTAÞJÓÐ Þótt mikið sé rætt um dvínandi áhuga á handbolta ætlar líðlega helmingur kjósenda á visi.is að fylgjast með baráttunni í deildinni í vetur. Ætlarðu að fylgjast með handboltanum í vetur? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Ætlar þú að horfa á sjónvarpsumræður á Aiþingi um stefnuræðu forsætisráð- herra í kvöld? Farðu inn á vísi.is og segðu I þína skoðun J ____________ Þjóðhagsáætlun: Samdráttur á næsta ári EFNAHACSMÁL Drjúgur hagvöxtur undanfarinna ára víkur fyrir sam- drætti á næsta ári að því er fram kemur í þjóðhagsáætlun forsætis- ráðherra sem var lögð fram í gær. Gert er ráð fyrir að 0,3% sam- drætti í efnahagslífinu á næsta ári. í áætluninni kemur fram að gert er ráð fyrir 1,9% hagvexti í ár en hagvöxtur undanfarin fimm ár hefur numið 4,8% að meðaltali. Að næsta ári liðnu er búist við að hagvöxtur verði tvö til tvö og hálft prósent á ári og geti orðið meiri ef ráðist verður í stóriðju fyrir austan. í þjóðhagsáætlun segir að nið- ursveiflan stafi einkum af því að þjóðarútgjöld hafi aukist mun hraðar en þjóðartekjur á undan- förnum árum og fyrir vikið mynd- ast mikill viðskiptahalli. Slíkur halli fái ekki staðist til lengdar og því sé óhjákvæmilegt að laga þjóðarútgjöldin að þjóðartekjum og stuðla þannig að betra jafn- vægi í viðskiptum við útlönd. ■ Prófkjör á Seltjamamesi: T ólf fram- boð bárust prófkjör Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Sel- tjarnarnesi rann út klukkan átta í gærkvöldi. Pétur Kjartansson, for- maður kjörnefndar, sagði að tólf framboð hefðu borist. Tveir gefa kost á sér í fyrsta sæti listans, þau Jónmundur Guðmarsson forseti bæjarstjórnar og Ásgerður Hall- dórsdóttir, sem á sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Prófkjörið fer fram 3. nóvember n.k. og verður að öllum líkindum rafræn kosning. Það yrði í fyrsta skipti sem kosið vrði með þeim hætti í prófkjöri á íslandi. Þessi framboð bárust: Jónmund- ur Guðmarsson, Ásgerður Halldórs- dóttir, Inga Hersteinsdóttir, Ingi- mar Sigurðsson, Bjarni Álfþórsson Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Jónsson, Magnús Örn Guðmunds- son, Árni Halldórsson, Lárus B Lár- usson, Þórhildur Álbertsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Guðmundur Helgi Þorsteinsson ■ | ERLENT Bílsprengja sprakk í Jerúsalem í gærmorgun. Enginn slasað- ist alvarlega, en þónokkrir bílar í nági-enninu urðu alelda. Palest- ínska skæruliðahreyfingin „Isla- mic Jihad,“ lýsti ábyrgð á verkn- aðinum á hendur sér, en Palest- ínumenn hafa staðið á bak við fjölmargar sprengingar í ísrael frá því að átökin hófust að nýju fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir ári síðan. Sprengingin kom á við- kvæmum tíma því um þessar mundir eru vopnahlésviðræður á milli ísraela og Palestínumanna að fara af stað. ■ 2 FRETTABLAÐIÐ Verkfall sjtákraliða: Lokun barnadeildar mik- ið álag á foreldra og börn verkfall Annarri af tveimur deildum barnaspítala Hringsins hefur verið lokað, vegna verk- falls sjúkraliða. Því hefur þurft að færa þau börn sem lágu á barnaskurðdeild yfir á lyfjadeild. „Flutningarnir eru mikið álag, bæði fyrir foreldrana og börnin," segir Herdís Gunnarsdóttir deildarstjóri. „Nú eru minna veik börn innan um þau sem eru al- varlega veik og eykur það álagið enn frekar." Að sögn Herdísar eru starfskraftar deildanna samnýttir á meðan á verkfallinu stendur. Mikla útsjónarsemi þurfi til þess að allt gangi upp og til þess að gera veru barnanna á deildinni sem þægilegasta og ör- uggasta, þótt þröng sé á þingi. Herdís segir að mikil óvissa ríki um það hvort hægt verði að taka á móti á börnum sem bíða eftir aðgerðum. Ekki sé hægt að gefa foreldrum þeirra skýr svör þar að lútandi, að svo stöddu. Þeir gætu því þurft að bíða í óvissu, um það hvort börn þeirra komist í áætlaðar aðgerðir, í allt að tvær vikur. ■ TÓM RÚM Á BARNADEILD Annarri barnadeild Landsspitalans hefur verið lokað vegna verkfalls sjúkraliða. Veggir tættust af í öflugri sprengingu Veggir tættust af horni húsnædis Aburðarverksmiðjunnar í Gufunesi í gærmorgun í öflugri sprengingu. Allt tiltækt slökkvilið og lögreglulið var kallað á vettvang og svæðið lokað af. Nokkurs ammóníaksleka varð vart en aldrei var veruleg hætta á ferðum. miklar skemmdir Eins og sjá má voru skemmdirnar á húsnæði Áburðarverksmiðjunnar mjög miklar og tættust veggir í horni hússins einfaldlega í sundur. Atburðurinn minnir marga á fyrri óhöpp en fyrir nokkrum árum lak ammóníak úr verksmiðjunni og 1990 skapaðist hættuá- stand þegar mikill leki kom að ammóníakskúlu sem hefur síðan verið rifin og öruggari kælitankur reistur. áburðarverksmiðjan Miklar skemmdir urðu á húsnæði Áburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi í öflugri sprengingu snemma í gærmorgun. Horn í austurenda húsnæðisins tættist hreinlega í sundur og þeyttust steypubútar nokkra vegalengd frá húsinu. Mikill hvellur varð af sprenging- unni og hrukku íbúar í nærliggj- andi húsum við og vissu ekki al- mennilega hverju þeir áttu von á. Fimm starfsmenn voru við vinnu þegar sprengingin varð en enginn þeirra varð fyrir meiðslum. Allt tiltækt lið slökkviliðsins og lögreglunnar var kallað á vett- vang. Lögregla lokaði Gufunes- vegi og hluta Strandvegs fyrir umferð um klukkutíma skeið. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum elds sem upp kom við sprenging- una og fullvissuðu sig síðan um að ekki væri um eiturefnaleka að ræða en á svæðinu er geymt nokk- urt magn ammóníaks og vetnis. Jón Viðar Matthíasson, hjá slökkviliðinu sagði að ekki hefði verið um verulega hættu að ræða. „Eins og að málum var staðið var aldrei nein hætta á ammon- íaksleka eða vetnissprengingu. Öryggiskerfi verksmiðjunnar lok- aði strax þeim lokum sem átti að loka og þeir starfsmenn sem voru á vakt lokuðu þeim lokum sem þeir áttu að loka. Það lágmarkaði hættuna all verulega." Ammóníak er geymt í litlu magni skammt frá húsinu sem sprakk en meira magn efnisins er geymt fjær húsinu í kæligeymi. Nokkurs ammón- íakleka varð vart næst bygging- unni en ekki var talið að hætta stafaði af honum. Sprengingin í gær varð í þeim enda hússins þar sem spennurofi er hýstur en í húsinu fer fram köfnunarefnisfram- leiðsla. Dregið hefur úr þeirri starfsemi verksmiðjunnar sem lýtur að notkun ammóníaks og vetnis og til stóð að hætta efna- framleiðslu tímabundið á næst- unni. Því eru minni birgðir af þeim efnum við verksmiðjuna en var á árum áður og hætta minni en áður var. binni@frettabladid.is Flugmálastjórn segir félög án skírteinis í sjálfskaparvíti: Vængstýfðu sig sjálf samgöngur Flugmálastjórn segir að ekki hafi tekist að endurnýja flugrekendaskírteini fjögurra flugfélaga áður en nýjar reglur um flugreksturinn tóku gildi í gær þar sem félögin voru of sein að skila Flugmálastjórn upplýsingum. Flugmálastjórn segir að fyrir stærri flugvélar hafi reglurnar, sem kallast JAR-OPS 1, verið í gildi frá árinu 1998. Hætt hafi ver- ið við að taka þær í gildi fyrir smærri flugrekendur árið 1999, en 28. mars á þessu ári hafi verið til- kynnt fyrsti hluti þeirra tæki gildi 1. október. 22. ágúst hefði Flugmálastjórn minnt stjói’nendur flugfélaganna fjögurra á gildistökuna og tekið fram að ef tiltekin gögn bærust LITLU FLUGFÉLÖGIN OF SVIFASEIN Fjórir litlir flugrekendur eru nú í lausu lofti með reksturinn þar sem þeir hafa ekki gild flugrekstrarskírteini ( samræmi við nýjar og hertar öryggisreglur. stofnuninni ekki fyrir 1. septem- ber annars vegar og 10. septem- ber hins vegar, væri ekki tryggt að hægt yrði að afgreiða ný flug- rekendaskírteini tímanlega. Flugmálastjórn segir að gögn frá félögunum hafi borist misseint, jafnvel ekki fyrr en um síðustu helgi, og á að þeim væru ýmsir annmarkar. Mikilvægt sé að öllum nauðsynlegum skilyrðum fyrir út- gáfu flugrekendaskírteina sé full- nægt áður en þau verði endurnýj- uð. „Það má segja að þetta sé byggt á misskilningi af okkar hálfu, við áttum alls ekki von á að svona færi,“ sagði Sigurður B. Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs. Einar Örn Einarsson, rekstrar- stjóri Jórvíkur, tók í sama streng og kvaðst vongóður um að flug fé- lagins til Vestmannaeyja sem átti að hefjast í gær gæti hafist í dag. ■ - • -2.-október 2001- ÞRIÐJUDAG’JR Óveður víða um land: Vörubíll fauk við Eyjaijöll óveður Ökumaður flutningabíls slapp ómeiddur þegar bíl hans fauk út af veginum undir Eyja- fjöllum klukkan hálfníu í gær- kvöldi. Lögregla gat hvorki sagt til um tjón á bílnum né farmi hans í gærkvöldi en þegar rætt var við hana hafði bílinn enn ekki náðst á réttan kjöl. Lögreglan á Seyðisfirði lokaði leiðum út úr bænum beggja vegna fjarðarins vegna mikilla vatna- vaxta og skriðuhættu þeim fylgj- andi. Spáð var úrhellisrigningu fram eftir nóttu en lögregla taldi í gærkvöldi að lækir og ár hefðu þegar tífaldast að vatnsmagni. ■ GENGIÐ ÚR KIRKJU Forseti leiddi þingmenn úr Dómkirkjunni í Alþingishúsið að guðsþjónustu lokinni. Halldór Blöndal var endurkjörinn forseti Al- þingis með 42 atkvæðum. 19 þingmenn sátu hjá og tveir voru fjarstaddir. Alþingi sett í gær: Guðmundur í stað Arna ALÞINGI Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti Alþingi í gær þegar það kom saman til 127. löggjafarþings síns. í þingsetningarræðu lagði for- seti út af hryðjuverkunum í Banda- ríkjunum í síðasta mánuði og sagði Alþingi koma saman við aðstæður sem breytt hefðu heimsmyndinni meira en nokkurn gæti órað fyrir. Framundan væri tími óvissu og erf- iðra ákvarðana og þó enginn gæti á þessari stundu skilið til hlítar eðli þeirra tímamóta sem hryðjuverkin mörkuðu væri víst að veröldin verði aldrei söm og áður. Gengið var frá nefndarsetum á þingfundi að loknum fundum þing- flokka. Guðmundur Hallvarðsson tekur við fprmennsku í samgöngu- nefnd af Árna Johnsen og Drífa Hjartardóttir tekur við formennsku landbúnaðarnefndar af séra Hjálm- ari Jónssyni. ■ Fiskiski|Daflotinn: Kjör sjó- manna rýrna um 1,3% skiptaverð Kjör sjóntanna á fiski- skiptflotanum rýrna um 1,3% í mánuðinum vegna þátttöku þeirra í olíukostnaði útgerða. Þessi lækk- un kemur til vegna hækkunar á viðmiðun olíuverðs sem hefur áhrif á skiptaverð. Athygli vekur að samkvæmt samningum sjó- manna og útvegsmanna fer við- miðun gasolíuverðs eftir skrán- ingu verðsins á heimsmarkaði í Rotterdam en ekki eftir þeirri verðlagningu sem innlendu olíu- félögin hafa hverju sinni. Tæp tíu ár eru síðan samið var fyrst um það. Hólmgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bands íslands segir að áhrifin af heimsmarkaðsverði olíu geta ým- ist verið til lækkunar eða hækk- unar á’skiptaverði. Hann vonast til að skiptaverð geti jafnvel hækkað á næsta tímabili vegna þess að heimsmarkað á olíu hefur vei’ið að lækka. Hann bendir á að kjararýrnunin um þessar mundir sé tilkominn vegna viðmiðunar- verðsins á tímabilinu 21. ágúst til 20 .september sl. en það er reikn- að mánaðarlega. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.