Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 2. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR „Rúnar er ennþá besti miðjumaður Islands. Hann er mjög skapandi leikmaður með góðar langar sendingar og getur lika tekið menn á. Hann er góður alhliða sóknarlega. Menn vilja samt oft gleyma þvi að hann er einnig mjög góður varnarmaður. Góður tæklari og góður loftinu miðað við ekki hærri mann." Heimir Guðjónsson lék með Rúnari Kristinsson í yngri flokkum KR sem og í meistaraflokki. Hann lék með FH í sumar. HEILL Blomqvist hefur verið meiddur í rúm 2 ár. Man. Utd.: Blomqvist loks til í slaginn knattspyrna Sænski knattspyrnu- maðurinn Jesper Blomqvist, sem gekk til liðs við Man. Utd. frá Parma árið 1998, mun loks klæð- ast rauðu treyjunni á morgun í varaliðsleik gegn Man. City, en hann hefur ekki leikið með Man. Utd. í rúm tvö ár vegna meiðsla. Blomqvist, sem leikur á vin- stri kantinum, hefur átt við alvar- leg hnémeiðsli að stríða og í vor rann samningur hans við Man. Utd. út. Þrátt fyrir það hefur hann fengið að æfa með liðinu í von um að honum verði boðinn nýr samningur, en að hans sögn segja læknar að útlitið sé gott. Blomqvist, lék með Tavelsjö, Umeá og IFK Gautaborg áður en hann var seldur til AC Milan, þar fékk hann fá tækifæri og var seldur til Parma og síðan Man. Utd. ■ f'-s KM 1 ralli kl. 21.00 tðs Hm 1 ralli kl. 20.40 lau England - Grikkland Ðndankeppr.i HM kl. 13.40 Danmörk - fsland Undankeppni HM kl. 17.45 HM í ralli ki. 20.15 sun. Ameríski fótboltinn Jtl. 17.00 Paragvæ - Argentína Undankeppni HM kl. 21.05 HM í ralli Bíaðamannafundur með Jordan: „Eg verð að vera þolinmóður“ körfuknattleikur Michael Jordan, sem tilkynnti í síðustu viku að hann hygðist taka fram skóna á ný og leika með Washington Wiz- ards næstu tvö ár, sagði á blaða- mannafundi í gær að þráin til að leika væri of sterk til þess að hann gæti hunsað hana. Fundur- inn í gær var sá fyrsti sem Jordan hefur haldið með blaðamönnum síðan hann tók ákvörðun um að skella sér úti í baráttuna á ný. „Ég verð að vera þolinmóður og get ekki búist við að skora 40 til 50 stig í fyrsta leiknum," sagði Jordan. „Ég ætla bara reyna að leika körfubolta og ef ég get það þá er það frábært. Ef ég get það ekki þá er það líka frábært. Það verður aldrei hægt að taka titlana sex af mér né heldur það sem ég hef gert áður.“ Jordan sagði að stefnan væri að bæta árangur Wizards, en í fyrra sigraði liðið 19 leiki en tap- aði 63. Hann sagði menn mættu hins vegar ekki gera sér of miklar vonir og að það myndi koma hon- um verulega á óvart ef liðið myndi sigra 50 leiki. ■ MICHAEL JORDAN „Ég ætla bara reyna að leika körfubolta." XJtilokar ekki að leika með KR Rúnar Kristinsson landsliðmadur í knattspyrnu er kominn af stað á ný eftir meiðsli. Hann er í landsliðshópnum sem mætir Dönum. Hann spilar með þremur íslendingum með Lokeren í belgísku deildinni. EFNILEGUR Rúnar Kristinsson (t.h.) var valinn efnilegasti leikmaður Islandsmótsins árið 1987 en Pétur Ormslev (t.v.) sá besti. Rúnar lék það ár sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KR og sinn fyrsta A-landsliðsleik. knattspyrna Rúnar Kristinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu hef- ur verið búsettur í Belgíu í tæpt ár þar sem hann spilar með Lokeren í efstu deild. Hann fór í uppskurð á ökkla í sumar en er óðum að ná sér og verður með landsliðshópnum sem mætir Dön- um í Parken um næstu helgi. „Þetta er búið að vera ágætt eins og er. Það er samt búið að vera rólegt hjá mér þar sem ég er búinn að vera meiddur. Ég hef æft mikið einn og sér, en er að ná mér á strik,“ sagði Rúnar þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Hann hefur jafnað sig af meiðsl- unum og sat meðal annars á bekkn- um hjá aðalliðinu á sunnudag. „Ef það hefði ekki gengið svona vel hjá iiðinu í gær hefði ég kannski fengið að koma aðeins inná. En ég er klár að spila hvenær sem er og reikna með að fara í landsleikinn og vonast til að fá að spila.“ „Það er gaman að koma aftur inní landsliðshópinn og vera með strákunum, hvort sem maður fær að spila eða ekki. Maður tekur þátt í þessu og hefur gaman af því eins og alltaf.“ Rúnari finnst landsliðið hafa staðið sig vel undir stjórn Atla og segir stíganda hafi verið í leik liðsins. „Við höfum bætt okkar leik mikið og erum farnir að halda boltanum betur innan liðsins. Þrátt fyrir að spila sterka og mikla vörn þá förum við fram með fleiri leikmenn en áður þegar við höfum boltann. Ég held við séum líka að skapa okkur fleiri færi en áður. Það er líka mjög góður andi í hópnum sem hefur skapast kringum Atla.“ Auk Rúnars spila þrír íslend- ingar með Lokeren, þeir Auðun Helgason, Arnar Viðarsson og Arnar Grétarsson. Rúnar segir það ágætt að vera með landa sína í sama liði. „Við getum veitt hvor öðrum stuðning þegar á þarf að halda og getum hjálpað hvor öðrum. Þetta er mjög jákvætt bæði innan vallar sem utan.“ „Við hittumst á hverjum degi á æfingu en fyrir utan það hitt- umst við kannski ekkert rosalega mikið enda höfum við ekki tíma til að gera mikið annað. Við æfum mikið, erum á miklu ferða- lagi þannig að það er ágætt að koma heim til fjölskyldunnar eft- ir vinnu og vera með henni þann litla tíma sem við höfum. Við reynum samt að skella okkur í golf saman og hittumst stundum um helgar o.þ.h. Það fer bara eft- ir aðstæðum og tíma hverju sinni. Rúnar er 32 ára og uppalinn KR-ingur. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningnum við Lokeren og segir nóg vera eftir af ferlin- um en veit ekki hvort hann muni enda ferilinn í Vesturbænum. „Maður hefur alltaf ætlað sér að gera það. En ég ætla ekki að lofa neinu. Það getur vel verið að maður klári ferilinn sinn hérna úti og mæti svo bara sem áhorf- andi á KR-völlinn. En maður á víst aldrei að segja aldrei." kristjan@frettabladid.is Maðurinn og ferillinn NAFN: Rúnar Kristinsson j FÆÐINGADAGUR: 05.09 1969 LIÐ: KR frá 1987-1995 -Örgryte frá 1995-1997 -Lilleström frá 1997-2000 1 -Lokeren frá 2000- FYRSTI LANDSLEIKUR: I október 1987 | gegn Sovétrlkjunum FJÖLDI LANDSLEIKJA: 93 TITLAR: Bikarmeistari með KR 1994 j MAKI: Erna María Jónsdóttir BÖRN: Rúnar Alex 6 ára og Thelma Rut : 11 mánaða ÁHUGAMÁL: Fjöl- skyldan, knatt- spyrna, golf, veiði UPPÁHALDS MATUR: íslenska lambalærið kemur sterkt inn UPPÁHALDS HUÓMSVEIT: Rolling Stones UPPÁHALDS BIÓMYND: Pulp Fiction BESTI KNATTSPYRNUMAÐURIN: Figo eða Zidane ERFIÐASTI MÓTHERJINN: Spái minnst í það Tyson kominn til Kaupmannahafnar: Berst næst við Rah- man eða Lewis HNEFALEIKAR Hnefaleikakappinn Mike Týson kom til Kaupmanna- hafnar í fyrradag en hann mætir heimamanninum Brian Nielsen í hringnum þann 13. október. „Ef hann vinnur mun hann mæta sigurvegaranum úr viður- eign Hasim Rahman og Lennox Lewis - það er öruggt," sagði Shelly Fink, umboðsmaður Týsons. Bardagi Rahmans og Lews hefur verið settur þann 17. nóvember. Bardaginn gegn Nielsen verður fyrsti bardagi Tysons í heilt ár en hann barðist síðast við Andrew Golota þann 20. október í fyrra. Tyson vann þann bardaga er Golota gafst upp í annarri lotu. Upphaflega átti slagur Tyson og Nielsen að fara fram 8. sept- ember en honum var frestað þar sem Tyson varð fyrir bakmeiðsl- um. Fink segir heimsmeistarann fyrrverandi vera í góðu formi um þessar mundir en hann kom til Kaupmannahafnar þremur dög- um fyrr en áætlað var. Talið er að hann sé að flýja vandamálin heima fyrir en hann var sakaður um nauðgun fyrir stuttu, í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Hann hefur ekki verið kærður en í síðustu viku gerði lögreglan hús- leit hjá honum. Mogens Palle, umboðsmaður, Nielsen, sagðist vera glaður með að Týson væri kominn til Kaup- mannahafnar en það hefur tekið hann fjögur ár að undirbúa bar- dagann. Bardaginn fer fram á hin- um sögulega leikvangi Parken, viku eftir að íslendingar mæta Dönum í undankeppni HM í knatt- spyrnu. Tyson varð yngsti heimsmeist- ari sögunnar þegar hann vann tit- ilinn í þungavigt árið 1986, þá tví- tugur. Hann hefur 48 sinnum far- ið í hringinn og í 42 skipti hefur hann rotað andstæðinginn. Hann HÉRNA ÚTI í KÖBENHAVN.... Mike Tyson sýnir vegabréf sitt við komuna á Kastrup flugvöllinn í Kaupmannahöfn. Hann mætir Brian Nielsen þann 13. október. var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Indinana fyrir að nauðga fegurð- ardrottingu á hótelherbergi árið 1991. Árið 1997 var hann sektaður um 3 milljónir dollara fyrir að bíta stykki úr eyra Evander Holyfields í bardaga um heims- meistaratitilinn í Las Vegas. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.