Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Hefur þú áhyggjur af verkfalli sjúkraliða? „Ég hef ekki hugsað út í það. Sennilega vegna þess að ég er svo heilsuhraustur sjáifur" Þorsteinn Eggertsson textahöfundur Bílsprengja í Kasmír: 15 létu lífið sprinagar.indlandi.ap Að minnsta kosti 15 manns létust þegar bíl- sprengja sprakk í Kasmír á Ind- landi í gær. Maður, grunaður um að vera islamskur uppreisnar- maður, ók bíl að þinghúsi borgar- innar og sprengdi hann síðan upp skömmu eftir að flestir þing- mennirnir höfðu lokið fundi sem þar var haldinn. Á sl. 12 árum hafa islamskar uppreisnarsveitir barist fyrir sjálfstæði frá Ind- landi, eða fyrir samruna við ná- grannaríkið Pakistan. Þúsundir manna hafa fallið í valinnn í þeir- ri baráttu. ■ —«— Kjamorkurannsóknir: Bein barna notuð í heim- ildarleysi london. ap Bein voru fjarlægð úr líkum um 3.400 þúsund breskra barna á árunum frá 1954 til 1970 og þau notuð til að kanna áhrif kjarnorkusprenginga á mannslík- amann án þess að óskað væri eftir samþykki foreldra barnanna. Beth Taylor, talsmaður bresku Kjarnorkustofnunarinnar stað- festi þetta í gær og sagði að rann- sóknirnar hefðu verið gerðar til að kanna áhrif sprenginga í and- rúmsloftinu á mannslíkamann. Hún sagði að á þessum tíma hefði almennt ekki þótt ástæða til að spyrja aðstandendur hvort taka mætti líkamshluti úr látnum ein- staklingum. ■ —♦— T ónlistarkennarar: Garðabær beiti áhrifum sínum VERKALÝÐ5MÁL Stjórn kennarafé- lags Tónlistarskóla Garðabæjar skorar á bæjarfulltrúa og bæjar- yfirvöld í Garðabæ að beita áhrif- um sínum af fullum þunga til lausnar kjaradeilu tónlistarkenn- ara við sveitarfélögin svo ekki þurfi að koma til verkfalls tónlist- arkennara. Stjórnin lýsir yfir miklum vonbrigðum með að við- ræður við samninganefnd sveitar- félaga skuli ekki hafa þokast í samingaátt. Stjórnin minnir á að kjarasamningar tónlistarkennara hafa verið lausir frá 1. desember sl.| [LÖGREGLUFRÉTTIRl Mjög ölvaður ökumaður í Hafnarfirði ók bifreið sinni út af veginum við Reykjanes- braut á móts við veitingastaðinn Ak-inn um klukkan hálf tólf á sunnudagskvöld. Hann slapp ómeiddur en fékk að gista fanga- geymslur lögreglunnar. Bifreiðin var dregin í burtu með dráttarbíl en var þó ekki mikið skemmd. 6 FRÉTTABLAÐIÐ 2. október 2001 ÞRIÐIUDAGUR Suðurkjördæmi: Kristján stefnir á toppinn FRAiyiBOÐSMÁL Kristján Pálsson þingmaður sjálfstæðismanna á Reykjanesi segist stefna ótrauð- ur að því að skipa efsta sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi við næstu þingkosningar. Hann segir að vangaveltur ein- hverra um að sækja frambjóð- endur úr öðrum kjördæmum til að veita listanum forstöðu brey- ta engu um sína ákvörðun. Hann vefengir einnig að einhverjir forystumenn flokksins í héraði hafi rætt þennan möguleika við Þorgerði Gunnarsdóttir, öndvert við það sem hún hefur sjálf stað- DRÍFA HJARTAR- DÓTTIR ÞING- MAÐUR Segist hafa orðið vör við mikinn stuðning við sig KRISTJÁN PÁLS- SON ÞINGMAÐ- UR Lætur ekki vanga- veltur um aðra frambjóðendur raska sinni stefnu fest við Fréttablaðið. í það minnsta segir hann að enginn úr kjördæmaráði flokksins vilji kannast við að hafa lagt að Þor- gerði að fara fram í Suðurkjör- dæmi. Drífa Hjartardóttir fyrsti þingmaður flokksins í Suður- kjördæmi segir að nægur tími sé til stefnu til að ákveða hvort hún muni vilja leiða listann við næstu þingkosningar. Hún segist hins vegar hafa fengið mikinn stuðn- ing við sig í kjördæminu í fram- haldi af fréttum um að lagt sé að Þorgerði að gefa kost á sér. ■ ^ Vestfjarðargöngin: Ok utan í mann og stakk af LÖGREGLUMÁL Ekið var utan í mann sem var á gangi í Vestfjarðar- göngunum áleiðis til Flateyrar um sexleytið á sunnudagsmorgun. Ökumaður bifreiðarinnar nam ekki staðar þrátt fyrir að hafa ekið utan í manninn. Að sögn lögreglunnar á ísafirði stendur yfir leit að bifreiðinni og þeim sem henni ók en samkvæmt lýs- ingum mannsins er um dökka skutbifreið að ræða. Maðurinn leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsinu á ísafirði og til- kynnti þaðan atvikið til Iögregl- unnar. ítomst maðurinn á sjúkra- húsið með aðstoð ökumanns bif- reiðar sem átti leið um. ■ Eigandi tafði sjálfur fyrir Arnarneslandi Bæjarstjóri Garðarbæjar segir uppbyggingu Arnarneslands hafa tafist vegna viðræðna landeiganda við aðra aðila. Fulltrúi landeigandans segir að gatnagerð hafa verið rædda við jarðvinnuverktaka en að líklegast sjái bærinn þó um gatnagerðina. Lóðir verða seldar hæstbjóðanda. HELDUR A GASGRlMU Ray Vasquez heldur á gasgrlmu og síu sem hann keypti í búð bandaríska sjóhers- ins I Chicago. Búðin, sem setur vanalega um eina grlmu á mánuði, hefur nú selt meira en 6000 grlmur slðan hryðjuverka- árásin átti sér stað I slðasta mánuði. Hver grlma kostar um 4000 krónur. sveitarstjórnir Ásdís Halla Braga- dóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, seg- ir viðræður eiganda Arnarnesland við þriðja aðila, verktakafyrir- tæki, hafi tafið fyrir samningavið- ræðum bæjaryfir- valda og landeig- andans um upp- byggingu landsins. Viðræðurnar eru nú hafnar að nýju. Ásdís Halla segir þær m.a. snú- ast um hver eigi að sjá um gatnagerð, um opin svæði, lóð undir leikskóla og í hvaða röð deiliskipulagið heimilar að landið verði byggt upp. „Ef landeigandi fær verktaka til að leggja göturnar fær Garða- bær hluta af gatnagerðargjöldun- um til að byggja aðliggjandi götur og við höfum verið að ræða hversu stórt það hlutfall á þá að vera. Þá er rætt um hversu stór opnu svæð- in eigi að vera og hvort Garðabær eigi að greiða fyrir þau eða fá þau endurgjaldslaust. Lög kveða á um að það sem samsvarar einum þrið- ja af byggingarlóðum skuli fara í opin svæði, göngustíga, leikvelli og svo framvegis. Það er ekki hægt að segja að það sé ágreining- ur um þessi atriði en þetta hefur dregist, aðallega vegna þess að landeigandinn hefur verið í við- ræðum við þriðja aðila,“ segir Ás- dís Halla. Hilmar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Byggingarfélagsins Arnarness ehf. sem er í eigu Jóns Ólafssonar, segir tafirnar á við- ræðunum við Garðabæ hafa stafað af því að verið var að kanna hvern- ig hagkvæmast væri að standa að gatnagerðinni. M.a. hafi verið rætt —4— „Áhugasamir geti siðan boðið I lóðirn- ar enda eru sumar lóðirn- ar meira spennandi en aðrar." — JÓN ÓLAFSSON OG HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON LANDSBANKASTJÓRI Landsbankinn fjármagnaði kaup Jóns Ólafssonar á Arnarneslandinu árið 1998. Nú hillir undir að fyrstu lóðirnar verði seldar hæstbjóðendum. „Þetta hefur dregist vegna þess að landeigandinn hefur verið I viðræðum við þriðja aðila," segir bæjarstjóri Garðabæjar. Bandarískur almenningur óttasleginn: Gasgrímur oe sýklalyf rjúka út chicago.ap Bandaríkjamenn eru afar varir um sig um þessar mundir eftir hryðjuverkaárásina þann 11. september síðastliðinn. Gasgrímur, sýklalyf og handbæk- ur sem fjalla um hvernig eigi að komast af, hafa selst í gífurlegu magni í þarlendum búðum. Mikil eftirspurn hefur einnig verið eftir samskonar vörum í hinum ýmsu netverslunum. í versluninni Amazon.com er t.a.m. bók um sýklahernað í öðru sæti á lista yfir mest seldu bækurnar. ■ Umferðarslys á Irlandi: 299 hafa látist á arinu við ýmsa jarðverktaka en að nú stefni í að málið verði leyst með hefðbundnum hætti, þe. að Garða- bær sjái um gatnagerðina. Ólilct því sem Ásdís Halla segir telur Hilmar að náðst hafi sam- komulag um opnu svæðin. Hann segir ennfremur að ákveðnar hug- myndir liggi fyrir um fram- kvæmdaröðina. Arnarneslandinu sé skipt í þrjú svæði og annað hvort verði byrjað á miðsvæðinu eða austasta svæðinu. „Það er mjög góður andi í viðræðunum og við vonumst til að geta lokað þessu fljótlega og að fyrstu lóðirnar verði byggingarhæfar næsta sum- ar,“ segir hann. Hilmar segir að lóðir verði lík- legast seldar þannig að gefið verð- ur upp lágmarksverð. „Áhugasam- ir geti síðan boðið í lóðirnar enda eru sumar lóðirnar meira spenn- andi en aðrar, sérstaklega einbýlis- húsalóðirnar." gar@frettanbladid.is dubli.írlandi.ap Ellefu manns lét- ust í umferðarslysum um síðast- liðna helgi á írlandi. Er þetta mesti fjöldi fólks sem lætur lífið í umferðinni á einni helgi frá því í júlí á þessu ári þegar 12 létust. Alls hafa því 299 manns látist í umferðinni í landinu það sem af er þessu ári. Yfirvöld á írlandi höfðu stefnt að því lækka fjölda látinna í umferðinni á árinu niður fyrir 300, en svo virðist sem þær áætlanir muni ekki standast. ■ Kvikmyndagerðarmaður um nýjan spjallþátt á PoppTíví: Byggt á minni hugmynd kvikmyndagerð Steingrímur Dúi Másson kvikmyndagerðarmaður segir að hugmynd hans að þátta- röð sem Stöð 2 hafnaði að taka til sýninga fyrir tveimur árum gangi nú að hluta til aftur í nýjum spjall- þætti á sjónvarpsstöðinni Popp- Tíví. PoppTíví er, eins og Stöð 2, í eigu Norðurljósa hf. Að sögn Steingríms Dúa tók hann upp fyrir tveimur árum kvikmynd sem fjallar um tvö vit- granna vini sem ferðast um á am- erískum húsbíl og fara á rúntinn í tíu bæjum víða um land. „Vinirnir eru að rannsaka rúnt- inn á þessum stöðum og bjóða fólki í glatað partý aftur í bílnum. Ég bauð Stöð 2 að gera tíu þátta seríu úr efninu en þeir vildu það ekki. Nú er hins vegar kominn spjallþáttur á PoppTíví þar sem stuðst er við nákvæmlega sömu grunnhugmynd að uppsetningu sem þeir halda fram að sé þeirra eigin. Menn eiga ekki að stíga fram og segja að þeir séu að koma með sínar eigin frumlegu hug- STEINGRfMUR dúi másson Steingrlmur Dúi, er hér við sambærilegan bíl þeim sem leikur stórt hlutverk I vegamynd- inni sem hann er nú að klippa. myndir þegar þeir eru í raun að fá þær annars staðar frá. En fyrst og fremst vil ég benda íslenskum sjónvarpsstöðvum á að vera hug- rakkari gagnvart góðum íslensk- um hugmyndum í stað þess að apa alltaf hlutina eftir öðrum,“ segir Steingrímur Dúi. Steingrímur Dúi segist hafa mætt skilningi hjá dagskrárstjóra PoppTívís sem hafi lofað að spjallþátturinn á Popptíví myndi ekki skaða bíómyndina. „Ég vil að fólk átti sig á því að þarna er ver- ið að taka hugmynd frá mér en ekki öfugt,“ segir hann. ■ AP/MYND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.