Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTABi-AÐlÐ SVONA ERUM VIÐ .2voHtábf[ 2001 ÞjUPIUPACVB VERÐMÆTI ÚTFLUTTRA SJÁVARAFURÐA Verðmæti útflutnings sjávarafurða fyrir árið 2000 nam 96 milljörðum króna og dróst saman um 3,3 milljarða frá árinu á undan. Hlutdeild sjávarafurða í heildarverðmæti vöruútflutningi landsmanna var rúm 63°/o. Lína. net: Vilhjálmur vill fá öll gögn á borðið borcin Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og stjórnarmaður í OrkuveituReykjavíkur hefur ósk- að eftir því við Gunnar Eydal skrifstofustjóra borgarstjórnar að hann fái sem fyrst öll gögn um Línu. net. Hann segir að þetta sé m.a. gert vegna ummæla forstjóra fyrir- tækisins sem hef- ur opinberlega vænt borgarfull- trúa sjálfstæðis- manna um skiln- ingsleysi á málefnum þess. Hann telur einnig mikilvægt að kjörnir fulltrúar hafi sem gleggstar upp- lýsingar um rekstur fyrirtækisins sem er 70% í eigu Orkuveitunnar sem lagt hefur rúman milljarð í fyrirtækið. Borgarfulltrúinn fer m.a. fram á það að fá allar skráðar upplýs- ingar um fjárhagsleg samskipti veitunnar og Línu.nets, öll gögn og þar á meðal allar fundargerðir stjórnar Línu. nets sem lúta að samskiptum við veituna, einnig öll minnisblöð um fundi stjórn- enda fyrirtækisins, veitunnar og Reykjavíkurborgar er varða mál- efni Línu.nets, rekstraráætlanir, milliuppgjör 2001 og sundurliðun skulda. ■ VILHJÁLMUR P. VILHJÁLMSSON Wlikilvægt að fá allar upplýsingar þar sem verið sé að ráðstafa al- mannafé Ríkisstjóm Bretlands: Eignir tali- bana frystar london.ap Bretar hafa ákveðið að frysta eignir sem nema um 9 milljörðum króna sem eru taldar vera í eigu talibanastjórnarinnar í Afganistan. Það var Gordon Brown, fjármálaráðherra Bret- lands, sem tilkynnti þetta á árs- þingi Verkamannaflokksins í gær. Stóran hluta eignanna var að finna í evrópskum banka sem staðsettur er í Lundúnum. Ríkis- stjórn Bretlands ætlar einnig að herða eftirlit með peningaþvætti með því að fylgjast nánara en áður með grunsamlegum banka- reikningum. ■ 1norecur] I^gær hófust formlegar stjórnar- myndunarviðræður þriggja flokka í Noregi, en leiðtogar flokkanna, þeir Jan Petersen, Kjell Magne Bondevik og Lars Sponheim, hafa undanfarið átt í óformlegum könnunarviðræðum um hugsanlega stjórnarmyndun. Flokkarnir þrír, Hægriflokkur- inn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstriflokkurinn eru ekki með meirihluta á þingi, þannig að þeir þurfa á stuðningi a.m.k. eins annars flokks til að stjórnin verði starfhæf. Flokkana þrjá hefur greint mjög á um ýmis mál, ekki síst í umhverfis- og landbúnaðar- málum. Sveitarfélög: Ekki benda á mig seðlabanki Sveitarstjórnarmenn undrast þá gagnrýni sem fram hefur komið frá Birgi ísleifi Gunnarssyni seðlabankastjóra þess efnis að sveitarfélögin spili nánast frítt í sinni efna- hagsstjórn á meðan aðrir séu að reyna að beita að- haldi í sínum rekstri eins og t.d. ríkið. Gunnar I. Birgisson formaður bæjar- ráðs Kópavógsbæjar segir að þeir taki þessa gagnrýni ekki til sín, enda séu þeir ekki að slá lán fyrir sínum framkvæmdum. Hann tel- ur einnig að það fari að draga úr framkvæmdum bæjarins á næstunni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stjórnarformaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga bendir á að helstu framkvæmdir sveitarfé- laga séu vegna laga frá al- þingi eins og t.d. einsetning grunnskóla og umhverfis- mál. Þá bendir hann á að í kjarasamingum hafi sveit- arfélögin einatt verið í samfloti við ríkið. Hann vekur einnig athygli á því að stjórnendur bankans hafa hvorki lagt fram nein gögn máli sínu til stuðnings né rætt það við stjórn sam- bandsins. ■ CUNNAR I. BIRGISSON Segir að Seðla- bankinn eigi að líta sér nær og lækka vexti Konu bjargað við mjög erfið- ar aðstæður Tveir úr átján manna ferðahóp slasast þegar bjarghrun verður við Glym. Björgunarsveitar- menn sýndu með miklum sóma hvers þeir voru megnugir. björcun „Hópurinn sem ég til- heyrði var kominn alveg inn að Glym þegar ég lít til baka og sé hvar hrynur úr bjarginu um 100 metrum neðar. Stór stykki hafði losnað og splundraðist á leiðinni niður,“ sagði Garðar K. Vilhjálms- son, framkvæmdastjóri íslenskra ævintýraferða. Starfsmenn fyrir- tækisins ásamt mökum voru á ferð við fossinn Glym á laugardag þegar tveir úr hópnum, karl og kona, slösuðust er grjóthrun lenti á þeim um fimmleytið. Garðar sagði menn hafa verið búna að skipta sér í þrjá hópa og hina slös- uðu verið í miðhópnum. Sagði hann allan hópinn hafa staðið á sama stað 15 mínútum áður. Garðar sagði konuna hafa slasast ívið meira en manninn og ljóst að flytja þyrfti hana á bör- um. Hafi nokkrir úr hópnum farið á undan til að ná í hjálp og lýsa staðháttum og annan hóp fylgt á eftir með slasaða manninn. Þegar niður kom, um klukkan sjö, voru björgunarsveitarmenn frá Akra- ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Aðstæður fyrir björgun voru mjög erfiðar. Breytingar í nefndum Alþingis: • • Ossur í efnahags- og viðskiptanefnd alþingi Össur Skarphéðinsscm_nefnd á komandi þingi. „Þarna hættir í fjárlaganefnd og WMf verður fjallað um þau mál tekur sæti í efnahags- og I sem snúa að einkavæðingu viðskiptanefnd. Össur segir B jr ogfleiri málsemég vilhafa að línurnar í efnahagsmál- pp ^ jm áhrif á.“ Össur er ekki um verði lagðar í nefndinni. f ókunnur nefndinni og segist „Ég hef látið efnahagsmálin hafa setið fundi hennar þeg- til mín taka og vildi því vera ——I ar einkavæðing bankanna þar sem línurnar eru lagð- línurnar var undirbúin. „Það mun ar.“ Margrét Frímannsdóttir „ LAfkÐA u ð_ mikið mæða á nefndinni og tekur sæti Össurar í fjár- jnsson vHUera Þarna munu fara í gegn mál laganefnd. Össur segir Ijóst þar sem þungj eins og skattalækkanir sem að efnahags- og viðskipta- efnahagsumræð- eru umdeild mál og ég hef nefndin verði mikil átaka- unnar er. látið mig varða.“ ■ FERÐAHÓPURINN VIÐ GLYM Eins og sjá má er landslagið hriklalegt við fossinn Glym. Myndin var tekin af einum úr ferðahópnum áður en ósköpin skullu yfir. nesi komnir á staðinn og innan þess hóps voru nokkrir björgun- arsveitarmenn sem sérþjálfaðir voru í óbyggðarbjörgun. Ekki var hægt að notast við þyrlu Land- helgisgæslunnar vegna óhag- stæðra staðhátta en gilið er um 200 metrar. Garðar sagðist hafa drifið sig aftur upp ásamt björg- unarsveitarmönnunum til að ná í konuna og hafi þeir verið komnir á slysstað um áttaleytið. Sagði hann það hafa tekið þrjá tíma að komast með konuna niður við mjög erfiðar aðstæður. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akra- nesi og reyndist ristar- og ökkla- brotinn. Konan var hins vegar flutt með sjúkrabifreið á Land- spítalann í Fossvogi þar sem hún liggur á bæklunardeild töluvert slösuð. Fjöldi manns kom að björguninni bæði frá Akranesi og höfuðborgarsvæðinu. Garðar sagði þessa menn hafa sannarlega sýnt hvers þeir væru megnugir. „Aðstæður voru eins erfiðar og hægt var að hugsa sér og fyrst þeir gátu athafnað sig með jafn miklum sóma og raun varð á, þá eru þeim allir vegir færir." kolbrun@frettabladid.is Björgunaraðgerðir við Glym: Grípa þurfti til sund- taka í jökulkaldri ánni björgun „Það var mikið á menn lagt í þessari björgunaraðgerð og á einum stað í gilinu þurfti að grípa til sundtaka í jökulkaldri ánni til að styðja við börurnar,11 sagði Ásgeir Kristinsson, stjórn- andi björgunaraðgerðanna við Glym, þegar hann lýsti niður- göngu björgunarmanna með kon- una sem slasaðist. Ásgeir, sem er úr björgunarsveitinni á Akranesi, sagði aðstæður hafa verið mjög erfiðar og menn hafi þurft að klifra upp foss og vaða ána upp í axlir. „Þessi aðgerð sýndi sig að við eigum að skipa góðum mann- skap sem er tilbúinn til að leggja mikið á sig til bjargar öðrum og má líkja þeim við hverja aðra auð- lind.“ Ásgeir sagði ferðahópinn frá Ævintýraferðum hafa brugð- ist sérstaklega vel við. Sagði hann allt skipulag hafa verið til fyrir- myndar og greinilegt að menn hafi verið tilbúnir til að bregðast við ýmsum aðstæðum. ■ GRIPU TIL SUNDTAKA Björgunarsveitarmenn þurfu að grípa til sund- taka til að koma hinni slösuðu til byggða. Varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli: Afram hátt viðbúnaðarstig stríðsástand „Það er ennþá hátt viðbúnaðarstig," sagði Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli, en tók fram að honum væri ekki heimilt að gefa nákvæmari upp- lýsingar, eðli máls samkvæmt yrði leynd að hvíla yfir aðgerðum Varnarliðsins vegna yfirvofandi átaka í kjölfar hryðjuverka- árásanna í Bandaríkjunum. „Það er miklu meiri viðbúnaður hjá okkur en að öllu jöfnu og ekki að ástæðulausu, en ekkert nánara hægt að gefa út um það.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.