Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 9 | FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ Fjölgun íslenskra starfsmanna í friðargæslu og uppbygging- arstarfi kallar á 45 milljón króna hækkun á framlagi til alþjóða- stofnana samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 2002. Alls hækka framlög til alþjóðastofn- ana um 182,3 milljónir og nemur friðargæsluhækkunin tæpum 25 prósentum af þeim hækkunum. Milljónirnar 45 eiga að standa straum af fjölgun starfsmanna ís- lensku friðargæslunnar um fimm. Versnandi afkoma ríkisfyrir- tækja hefur leitt til lækkandi arðs ríkissjóðs af þeim. Utanríkisráðuneytið hástökkvari útgjalda ráðuneytanna í fjárlagafrumvarpinu: Utanríkisþjónustan ekki skorin niður fjárlagafrumvarp Útgjöld utanrík- isráðuneytisins aukast mest út- gjalda allra ráðneyta samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. í fjárlögum fyrir árið í fyrra var gert ráð fyrir tæpum 4,1 milljarði króna til ráðuneytisins en á næsta ári er búist við að útgjöldin nemi rúmum 5 milljörðum. Þessa útgjaldaþenslu má fyrst og fremst rekja til óhag- stæðrar gengisþróunar krónunnar. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra segir að kostnaður utanríkis- ráðuneytisins verði ekki skorinn niður. „Það hefur verið mikil aukn- ing í utanríkisþjónustunni með opnun nýrra sendiráða og ræði- mannsskrifstofa á undanförnum árum. Þetta eru allt saman hlutir Ráðuneyti Fjárlðg 2001 Fjárlög 2002 Brevtine Forsætisráðuneyti 1058 110 4% Menntamálaráðuneyti 23850 27814 17% Utanríkisráðuneyti 4084 5012 23% Landbúnaðarráðuneyti 10526 10749 2% Sjávarútvegsráðuneyti 2581 2617 1% Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 1 1944 13629 14% Félagsmálaráðuneyti Heilbrigðis- og 15965 18035 13% tryggingamálaráðuneyti 79873 89205 12% Fjármálaráðuneyti 28193 28355 1% Samgönguráðuneyti 15301 15961 4% Iðnaðarráðuneyti 2751 2906 6% Viðskiptaráðuneyti 1338 1454 9% Hagstofa (slands 370 382 3% Umhverfisráðuneyti 3074 3170 3% sem búið er að ákveða og verður Hækkunin milli ára hjá fjár- ekki snúið aftur með,“ segir ráð- málaráðuneytinu og sjávarútvegs- herrann. ráðuneytinu er aðeins 1%. ■ | FJÁRLAGAFRUIVIVARPIÐ * Ifjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2002 er gert er ráð fyrir að framlög til Vegagerðarinnar verði tæpum 1,5 milljörðum lægri en gert var ráð fyrir í vegáætlun. Samkvæmt þingsályktun um vegá- ætlun 2000 til 2004 er gert ráð fyr- ir að heildarútgjöld til Vegagerðar- innar verði rúmir 12,85 milljarðar árið 2002. •' —♦— Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir aukningu í vegaframkvæmdum miðað við árið í ár. Hún er þó tæp- um 1,5 milljarði króna minni en hefði verið samkvæmt vegaáætlun að sögn Geirs H. Haarde fjármála- ráðherra. Lykilvitnid gegn bin Laden Súdaninn Jamal Ahmed al-Fadl hefur verið helsta vitni Bandaríkjanna gegn Osama bin Laden og hryðjuverkasamtökum hans. Megnið af sönnunum byggjast á framburði hans. new YQRK. ap Jamal Ahmed al-Fadl er fyrrverandi liðsmaður Osama bin Ladens. Hann gekk til liðs við bin Laden í New York árið 1986, barðist gegn innrás Sovétríkjanna í Afganistan, var í þjálfunarbúð- um í Súdan og þekkir býsna vel til starfsemi hryðjuverkanetsins sem lýst hefur heilögu stríði á hendur Bandaríkjunum. Fyrir nokkrum mánuðum var al-Fadl kominn aft- ur til New York, að þessu sinni sem mikilvægasta vitnið í réttar- höldum vegna sprengjuárásanna í tveimu sendiráðum Bandaríkj- anna í Afríku árið 1998. Á grund- velli framburðar hans voru tveir menn dæmdir sekir um hryðju- verkin í Keníu og Tansaníu árið 1998, sem urðu 219 manns að bana. Vitnisburður hans skipti sköp- um um þekkingu bandarískra stjórnvalda á starfsemi samtaka bin Ladens. Hann lýsti því hvernig hryðjuverkamennirnir starfa saman í litlum hópum sem tengj- ast lauslega innbyrðis, auk þess sem hann lýsti því hvernig fjár- magn og vopn eru flutt milli landa. Hann nefndi líka með nafni marga af nánustu samstarfsmönnum bin Ladens. Sumir þeirra eru á lista yfir hryðjuverkamenn sem Geor- ge W. Bush Bandaríkjaforseti sendi frá sér í síðustu viku í tengslum við tilskipun um að frys- ta innistæður þeirra í bönkum. Þær sannanir, sem bandarísk stjórnvöld segjast búa yfir um tengsl bin Ladens við hryðjuverk gegn Bandaríkjunum, byggjast að miklu leyti á framburði al-Fadls. „Framburður hans skipti sköp- um,“ segir Michael Swetnam, bandarískur sérfræðingur í að- gerðum gegn hryðjuverkum. „Þetta varpaði ljósi á gífurlega mikið magn af upplýsingum um g bin Laden sem munu koma að § gagni um langa hríð.“ g Al-Fadl komst upp á kant við| samtök bin-Ladens vegna þess að < honum mislíkaði hvernig liðs- mönnum væri mismunað. Sumir nytu forréttinda sem aðrir hefðu ekki. Svo virðist sem þessi mis- munun sé einn af fáum veikleik- um samtakanna. Al-Fadl gaf sig á endanum fram við bandaríska sendiráðið í Nígeríu eftir að hafa Ibúar í Keníu brenna myndir af Osama bin Laden, en þar í landi hafa menn ekki gleymt sprengingunni á sendiráð Bandarikjanna í Nairóbí árið 1998. reynt að leita skjóls í Sýrlandi, Sádi-Arabíu og meira að segja í ísrael. ■ Ríkisstjórnarflokkarnir og skattalækkanir: Enginn ágreiningur FjArlagafrumvarpið Hjálmar Árna- son, þingmaður Framsóknarflokks í Reykjaneskjördæmi, segir að eng- inn ágreiningur sé uppi um fyrir- hugaðar skattalækkanir meðal stjórnarflokkanna. Hann segir því fátt eiga að standa í vegi fyrir að 600 milljónirnar sem lagðar hafa verið til hliðar í fjárlögum næsta árs nýtist í þeim efnum. „Við teljum að það versta sem yfir íslenskt efnahagslíf getur komið sé stöðnun og atvinnuleysi," sagði hann og taldi að lækkaðar álögur á fyrir- tækin í landinu gæti orðið til að forða því. „Það er enda rótin að öll- um vanda velferðarkerfisins ef ekki verður verðmætasköpun og heilbrigt atvinnulíf." Þá sagði hann nauðsynlegt að jafna samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja hér við það sem þekktist í nágrannalöndun- um. ■ -—♦— Einar Már Sigurðsson um fiárlasafrumvarpið: Aðhald í lágmarki FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ „Mér sýnist ýmsir endar vera lausir og það sko- rti á það, sem ýmsir höfðu vonast eftir, að fjárlagafrumvarpið væri í þá átt að t.d. Seðlabankinn treysti sér til að lækka vexti" segir Einar Már Sigurðsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, um fjárlagafrum- varpið. Hann segir frumvarpið keyrt áfram á eins bjartsýnum nót- um og menn frekast þora. Athyglis- vert sé að hagvaxtarspá Þjóðhags- stofnunar sé ekki notuð sem grunn- ur að frumvarpinu og sé það líkleg- ast í fyrsta skipti sem það sé ekki gert. „Aðhald er í Iágmarki, miðað við þær forsendur sem eru gefnar, og mér finnst það skorta í frum- varpið. Mér finnst líka skorta út- færslur á þessum skattalækkunum sem er búið að tala verulega um. Mér sýnist þær ekki vera miklai’, eða rétt rúmlega sex hundruð millj- ónir, sem er aðeins dropi í hafi,“ segir Einar. ■ oðAl & /trAmtíðin www.odal.is SÍÐUMÚLA 8 • SÍMI 588 9999 / 525 8800 OPÍÐ HUS !l ÐAO FRA K.L., 16-2 STELKSHÓLAR Björt og fín 4ra herb. 100 fm. íbúð á 1. hæð (slétt inn) í litlu fjölbýli. Rúmgott hol, gott eldhús m/góðum borðkrók, 3 svh. m/innb. skápum og gott baðherb. m/nýrri innréttingu. Stofan björt og rúmgóð með útg. á hellulagða sérverönd og garð. Nýtt eikarparket á holi, stofu, 2 svh. og eldhúsi. Þvh. á hæðinni. Sameign í góðu ástan- di m.a. nýmáluð og teppalögð. Verð 11,9 millj. Áhv. húsbr. og Lsj. samt. 6,8 millj. Bjalla merkt Vilhelmínu. 03' 12 VIÐ ELLIÐAVATNIÐ GRUNDARHVARF Nýkomin í sölu 2 parhús á þessum eftirsótta stað rétt við Elliðavatnið. Húsin eru uþb. 170 fm. auk tvöfalds 46 fm. bílskúrs. Húsin skiptast í rúmgóða forstofu m/gestasnyrtingu, hol, ca. 30 fm stofu og borðstofu, ca. 20 fm. al- rými/sjónv.hol, ca. 18 fm. eldhús, 4 svefnher- bergi. Yfir borðstofu á 2. hæð er gert ráð fyrir amk. 25 fm. stofu með góðu útsýni. Húsunum verður skilað fullfrágengnum að utan en fok- heldum innan, lóð grófjöfnuð. Hafið samband strax og fáið teikningar. VÍKURHVERFI - GRAFARVOGI LJÓSAVÍK Nýkomin í sölu skemmtilega skipulögð rað- húsalengja á góðum stað í hverfi sem óðum er að verða fullbyggt. Húsin eru á einni hæð, ca. 187 fm. miðjuhús með einföldum bílskúrum og ca. 197 fm. endahús með tvöf. bílskúrum. Þessum húsum verður skilað vandlega fullbún- um utan sem innan að undanskildum gólfefn- um öðrum en flísal. baðherbergjum. Hér er stutt í alla skóla og þjónustu. Hafið samband strax og fáið teikningar. Kaup- endum sem ákveða sig fljótt, býðst að hafa áhrif á lita- og innréttingaval. Afh. fyrirhuguð í feb. - marz 2001. VATNSSTIGUR m/aukaíbúð Fallegt 150 fm. einbýlishús, hæð og ris ásamt sér aukaibúð í kjallara. Mikið endurnýjuð eign, m.a. eldhús, lagnir o.fl. Útg. úr eldhúsi á suður sólpall. Góður sérgarður. Góð séríbúð. Uppl. á skrifstofu. BAKKASEL m/aukaíbúð Nýkomið í sölu 242 fm. endaraðhús með frístandandi bílskúr. Húsið er neðarlega í lokuð- um botnlanga. Á hæðinni eru 2 stofur, garð- skáli, eldhús, bað og forstofuherbergi. A efri hæð 3 svh., bað og yfirbyggðar svalir útúr hjónaherberginu. í kjallara er 3ja herbergja íbúð með sérinngangi (laus strax). Verð 22,9 millj. Áhv. hagstæð lán samt. uþb. 10 millj. BAKKASTAÐIR Nýkomið í sölu 175 fm. steinsteypt hús á einni hæð með innb. 39 fm. tvöföldum bílskúr. Húsið skiptist i anddyri, 3 rúmgóð svh., góðar stofur, glæsilegt eldhús og baðherbergi með sturtu og baðkari. Þvottahús og geymslu með útg. á bak- lóð. Einstaklega glæsilegar, sérsmíðaðar kirsu- berjainnréttingar eru í öllu húsinu. Húsið er klætt með viðhaldsfrírri Steni klæðningu og er að mestu leyti fullbúið. Verð 21,9 millj. Áhv. 8,5 millj. húsbr. 40 ára. KRÓKAMÝRI - Gbæ. Nýkomið í sölu einstakt 184 fm. parhús í spænskum stíl teiknað af Vífli Magnússyni. Húsið er með 42 fm. innb. jeppatækum bílskúr, fallegri timb- urverönd með skjólvegg og heitum potti. Arinn í setustofu og útg. á svalir. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Verð 20,4 millj. Áhv. 5,3 millj. húsbr. MOSGERÐI - m/aukaíbúð Gullfalleg aðalhæð í tvíbýli. Á hæðinni er 3-4ra herb. íbúð og önnur 2-3ja herb. í kjallara. Auð- velt að opna á milli og gera að einni íbúð. Fal- leg og mikið endurnýjuð eign á eftirsóttum stað. Bílskúrsréttur fylgir ibúðinni. Sjón er sögu ríkari, þessi stoppar stutt. Verð 14,9 millj. EFSTASUND - hæð og ris Góð 150 fm. hæð og ris á þessum rómaða og eftirsótta stað. íbúðin er talsv. endurnýjuð m.a. gólfefni og innréttingar. Á hæðinni eru m.a. stórar stofur, 2-3 svh., nýlegt eldhús og baðherb. I risi eru m.a. 2 ágætlega rúm- góð svh. Auk þessa fylgir ca. 50 fm. bílskúr og geymslur. Verð 17,8 millj. Ahv. hagst. lán 10,3 millj. -ekkert greiðslumat. BREIÐHOLT - 2ja herbergja. GRAFARVOGUR - allar tegundir. SELÁS - 3ja og 4ra herbergja íbúð. 3ja herb. jarðh. helst með sérinng. - opin staðsetning. LAUGARÁS OG NÁGRENNI 250-300 fm. einbýlishús. KÓPAVOGUR - penthouse m/bílsk. nýja eða nýlega. 'tíiitii . ri«riTiíirmHRSii • iiytiiífflr.iííiiíiti ..iniií. íxiafeitxir.t- ji: titúLs&xii ACí3V:<§L£'$öt :í •Ji JvinvntiiLixn • ’.iit'íötíiiLiK Söbittitvi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.