Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2001, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 02.10.2001, Qupperneq 22
FRETTABLAÐIÐ HRAÐsfoíÍÐ ■ 2.roktáber -2001. ÞRItHUPA-GUR ELVAR ÁSTRÁÐSSON, herstöðvaandstæðingur . Útgáfuteiti í Villingaholtshreppi í Flóa: Oddný í Ferjunesi með ljóðabók ljóðskáld Hátt á þriðja hundrað manns mættu á sunnudag í sam- sæti sem haldið var í Þjórsár- veri til heiðurs skáldkonunni Oddnýju Kristjánsdóttur frá Ferjunesi, til að fagna útkomu nýrrar ljóðabókar eftir hana. Bókin heitir, Best eru kvöldin, og er gefin út í tilefni af níræðis- afmæli Oddnýjar, 3. september sl. Áður kom út, árið 1989, fyrri ljóðabók Oddnýjar, Bar eg orð saman, sem vakti verðskuldaða athygli á höfundi, en eftir Odd- nýju hafði þá um árabil birst öðru hvoru ljóð og laust mál í ýmsum blöðum og tímaritum. Á samkomunni var lesið úr ljóðum Oddnýjar og flutt sönglög við þau, en um flutning- inn sáu Sigurður Bragason, söngvari, og Björgvin Valdi- marsson, tónskáld, sem jafn- framt var höfundur nokkurra laga sem þarna voru flutt. Einnig voru flutt lög við ljóð Mynd og Málstaður Oddnýjar eftir Selmu Kaldalóns og fleiri. Þá lék Unnur Þorgeirs- dóttir á fiðlu, við undirleik Ágústar Ólafssonar, og nokkrir viðstaddra ávörpuðu skáldkon- una. í þeim hópi var m.a. Drífa Hjartardóttir, alþingismaður og Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra. Sagðist Guðni minnast þess að barnungur hafi hann heyrt Oddnýjar fyrst getið er gesti hafði borið að garði á Brúnastöðum, sem ræddu um hana sín á milli og sögðu: „Hún er ekki hagyrðingur, hún Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi, hún er skáldkona." ■ ODDNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR Að útgáfu nýju bókarinnar stóðu vinir og ættingjar skáldkonunnar, en útgefendur eru skráðir, Eirikur Ágúst Guðjónsson og Valdimar Tómasson. HEFUR myndlíst verið rikur þáttur i sögu friðarbaráttu hérlendis? Ekki í fyrstu. Ég held að íslendingar hafi eiginlega verið ólæsir á mynd- mál framan af öldinni. Ef þeim lá eitthvað á hjarta þá skrifuðu þeir það niður. Það var ekki fyrr en á sjö- unda áratugnum að íslenskir friðar- sinnar byrjuðu að beita myndlist sem baráttuaðferð eins og erlendir friðarsinnar höfðu lengi gert. HEFUR framsetningin á myndmálinu tekið breytingum á þessu 30 ára timabili? Það má segja að það myndmál sem sést fyrir tíma 68 kynslóðarinnar sé tiltölulega settlegt og fágað en þegar erlend áhrif fara að segja meira til sín komast í tísku hrá einföld verk sem þjóna augnablikinu. FRÉTTIR AF FÓLKI j Ranghermt var í Fréttablað- inu í gær áð öllum miðlurum Sparisjóðs Hafnafjarðar hefði verið sagt upp. Ruglingurinn kemur til vegna þess að sölu- svið þar á bæ var lagt niður og er beðist velvirðingar á því. Þeir miðla sem aldrei fyrr. Einnig hefði mátt skilja skrifin sem svo að starfsfólk SPH hafi komið fram í sjónvarpi og látið kastljós sitt skína í verðbréfa- keppni vikulega. Ekki var það svo heldur starfsfólk annarra verðbréfafyrirtækja sem tók þátt í þeim gáfulega leik. HVER er merkasti hluturinn á sýning- unni? Að mínu mati er erfitt að ákveða hvað sé merkilegt og hvað ekki, í rauninni er það út í hött. Þessi verk segja sögu og lýsa tíðarandanum. Ef ég ætti að nefna eitthvað myndi ég nefna myndina með „Fylgd“, ljóði Guðmundar Böðvarssonar og lagi Sigursveins D. Kristinssonar. ERU einhverjir „frægir" listamenn sem eiga þarna verk? Úr Tímariti Máls og Menningar frá 1950 kemur eitt frægasta friðartákn- ið, en það er frumgerð friðardúfu Picassos. Á sýningunni er einnig að finna verk eftir Þorvald Skúlason, Sigurð Örn Brynjólfsson, Sigrúnu Eldjárn, TVyggva Ólafsson, Sigurð M. Sólmundsson, Tolla og marga fleiri góða listamenn. HVERS vegna er myndlist svo stór þáttur í friðarbaráttunni hérlendis en al- mennt ekki í pólitík? Ætli það sé ekki vegna þess að ís- lenskir friðarsinnar hafa ætíð verið í miklu erlendu samstarfi og nýtt sér það sem gerist annarstaðar í heimin- um. Listamenn hafa einnig verið mjög virkir í hreyfingunni og lagt fram ómælda krafta og listfengi." Nú hafa íslenskir almanna- tenglar stofnað með sér fé- lag og kosið sér stjórn. Á stofn- fundi sl. fimmtudag voru sam- þykkt lög félagsins, auk þess sem kosið var í stjórn og siða- nefnd. Stjórnina skipa Aslaug Pálsdóttir, upplýsinga- og mark- aðsstjóri TölvuMynda, Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, upplýs- inga- og markaðsstjóri Á. Karls- son, Helga Guðrún Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Umsjónar, Hrannar Pétursson, uppiýsinga- fulltrúi ISAL og Þórir Guð- mundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. f siðanefnd voru kosin þau Adda Steina Björnsdóttir, almannatengill hjá Inntaki, Gunnar Salvarsson, kynningarstjóri Tæknivals, Heiðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður upplýsinga- og kynning- armála Símans og Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM. Félagið á að vera vett- vangur fyrir skoðanaskipti og faglega umræðu meðal þeirra sem starfa á sviði almanna- tengsla á íslandi. Markmið þess er að kynna og efla almanna- tengsl sem starfsgrein. HEFUR sýningin verið sett upp áður? Sýningin varð til á Menningardögum herstöðvaandstæðinga í mars 1999 en þeir voru haldnir í MÍR salnum á Vatnsstígnum. Sýningin var svo sett upp í Deiglunni á Akureyri í mars sl. og í Ráðhúsinu verður hún fram til 7. október. Etvar Astráðsson er einn af skipuleggj- endum sýningar herstöðvarandstæðinga i Ráðhúsinu og fróður um sögu friðarbar- áttunnar á fslandi. Kremlverjar hafa sett saman Iista yfir þingmenn sem þeir telja brýnt að skipta út í næstu kosning- um. „1. Arnbjörg Sveinsdóttir. Leiðinlegur kjör- dæmapotari af gamla skólanum. 2. Árni Steinar Jóhannsson. Lof- aði góðu, en virð- ist algjörlega heillum horfinn. 3. Ásta R. Jóhannesdóttir. Ein- hæft aumingjavælið er orðið þreytandi. 4. Guðjón Guðmunds- son. Hver er það eiginlega? 5. ísólfur Gylfi Pálmason. Ein- hver snautlegasti (og greinilega gerspilltasti) þingmaður sem sögur fara af. 6. Karl V. Matthí- asson. Ágætis kall, en er eigin- lega betri sem varaþingmaður. 7. Magnús Stefánsson. Varafor- maður Guðjóns Guðmundssonar í þingflokki huldumanna. 8. Ólafur Örn Haraldsson. Til- komulítill tækifærissinni, sem ætti að snúa sér alfarið að fjall- göngum. 9. Sigríður Jóhannesdóttir. Fékk að fljóta með í góðri trú, en hef- ur reynst vera afar lítill bógur. 10. Sverrir Hermannsson. Spillt- asti stjórnmálamaöur landsins. 11. Þuríður Backman. Er á móti Einstaklingsmiðað nám myndi leysa mörg vandamál Einstaklingsmiðað nám, mataræði grunnskólabarna og tískupressa í skólum eru á meðal þess sem tekið verður til umfjöllunar á ársþingi Samfoks sem haldið verður í kvöld. ÓSKAR fSFELD Ársþing Samfoks verður haldið í Borgaskóla, Vættaborgum 9, í kvöld á milli klukkan 18 og 22. Þingið er öllum opið. CRUNNSKÓLANEIVIENDUR „Það hefur lengi staðið í grunnskólalögum að nám eigi að vera einstaklings- miðað og hver nemandi eigi rétt á námi við hæfi. Það fer hins vegar minna fyrir útfærslunni," segir Óskar ísfeld formaður Samfoks, Sambands foreldrafélaga og for- eldraráða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi. Ársþing Sam- foks verður haldið í kvöld og er þema þess einstaklingsmiðað nám. „Kristín Jónsdóttir, kennari, mun flytja fyrirlestur sem ber heitið „Einstaklingsmiðað nám - veruleiki eða tálsýn?“ og við munum velta fyrir okkur hvort að það sé í raun ætlunin að ná þessu markmiði. Það myndi að sjáifsögðu mörg vandamál leys- ast ef farið væri ef þessu mark- miði. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skóiastjóri Ingunnarskóla, mun einnig segja okkur frá sínum hugmyndum en skólanum er ætl- að að starfa í þessum anda.“ Óskar segir hugmyndina um einstaklingsmiðað nám sé vissu- lega í ákveðinni þversögn við fjölgun samræmdra prófa. Einnig sé breiddin í bekkjum meiri en í gamla daga og því spurning við hverja kennslan miðist. „Það er vitaskuld líklegt að kennslan miðist við miðjuna," segir Óskar og bætir við að ein- staklingsmiðað nám sé í raun mannréttindamál. „Allir foreldr- ar myndu gjarnan vilja sjá að börn fengju nám við hæfi.“ Óskar segir að auk þess verði á ársþinginu kynntar niðurstöður óformlegrar könnunar Samfoks á matarmálum í grunnskólum Reykjavíkur. „Foreldrar eru mjög uppteknir af þessu máli núna og við sáum ástæðu til að kanna það. Annað mál sem tekið verður fyrir og hefur verið mikið í umræðunni eru skólabúningai’. Við könnumst öll við tískupressu í skólum. Margir hafa hallast að því að skólabúningar myndu leysa þann vanda en spurningin er hvort við séum kannski bara að hlaupa frá vandanum. Við ætt- um kannski að komast að rótum hins raunverulega vanda og kenna börnunum okkar að meta fjölbreytileikann." sigridur@frettabladid.is öllu og telur sig geta haft vit fyrir landanum. Það er mis- skilningur.“ Svo mörg voru þau orð. eir hafa deilt um það Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, og Árni Mathiesen, sjá- varútvegsráðher- ra, hvor þeirra hafi rofið friðinn í kvótamálinu sem heldur áfram að valda deilum manna á meðal. Hagyrð- ingurinn Elíssen, sem hefur skoðanir á ýmsu er fréttnæmt þykir hafði þetta að segja um málið. Árni Matt með friðinn fór fjandans til sem vænta mátti. Greifinn sá hann gerðist stór og gaf burt það sem þjóðin átti „Ég get næstum árum í viðbót ef lakkrískúr Gulla iví lofað þér 80 )ú heldur þig við æknis."

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.