Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 16
PLATAN DR. GUNNI Tónlistarmaður og poppfræðingur Sparkar í rass „Að sjálfssögðu er það væntanleg plata XXX Rotweilerhundana. Fyrsta platan sem sparkar í rass síðan „Viltu nammi væna" með Fræbbblunum." ■ KAKTUS Æfa grískt skylmingarokk i húsnæði í hrauni í Hafnarfirði, við hlið Luna og Manhattan. Stefnumót: Ur óbyggðum Hafnarfjarðar tónleikar í kvöld kl. 21 fer fram Stefnumót Undirtóna á Gauki á Stöng. í þetta sinn eru það hljóm- sveitirnar Kaktus, Luna og Man- hattan, sem troða upp. Ástæða þess að þær spila saman er sú að þær æfa allar í sama húsnæði. „Þetta er suður í Hafnarfirði, úti í óbyggðum hraunsins," segir Gylfi Blöndal í Kaktus. „Við spilum samt saman aðallega vegna þess að við hentum vel fyrir hvort annað á tónleikum. Þetta verður góð heild.“ Hljóm- sveitin Kaktus samanstendur af tveimur gítarleikurum, bassa- og trommuleikara. Þó þeir æfi í Hafn- arfirði eru þeir allir Reykvíkingar. „Við höfum látið lítið að okkur kveða, göngum með veggjum," seg- ir Gylfi. Sveitin spilar frumsamin lög í kvöld, sem flest eru án söngs. Tónlist þeirra gæti flokkast undir síðrokk en Gylfi verst slíkum af- mörkunum. „Við spilum grískt skylmingarokk." ■ 16 FRÉTTABLAÐIÐ 2. október 2001 PRIDJUDAGUR HÁSKÓLABÍÓ N CROwD ALFABAKKA 8, SIMI 587 8900 www.sainfilm.is HAGATORGI. SIMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir BRAGGABUAR kl.6 bette midler nathan lane »n'tshe. Sýnd kl. 8 og 10 DOWNTOEARTH kl. 8 og 10 j Sýnd kl. 5.15, 8 og 10 fiuviundur RUGARTS IN PARIS kl. 6 BRIDGET JONES S DIARY FRÉTTIR AF FÓLKI |ISN T SHE GREAT kL6,8ogl0|ra iCATS & DOGS m/ íslensku tali ZZilS ISWORDFISH U.8ogl0.10|n jCATS & DOGS m/ ensku tali Ithefast&thefurious “• ,0!!“"d jSHREK m/ íslensku tali ZJS T æmdu tankinn fyrir Sögusafnið Leikkonan Kim Basinger hef- ur verið ráðin til þess að leika móður rapparans Eminem í kvikmynd sem pilturinn er að gera. í myndinni fylgjumst við með rapparanum Jimmy, leikinn af Eminem, og við- burðaríkum mán- uði í lífi hans er hann reynir að fóta sig í rappheiminum í Detroit. Pepsi hefur dregið auglýsing- ar sem sýndu söngkonuna Britney Spears dansa fáklædda til baka. Ástæð- una segja þeir vera hryðju- verkaárásina á Bandaríkin og að hún hafi ef til vill virkað móðg- andi fyrir þá sem enn eru í sorg. Lisa „Left-Eye“ Lopez, sem margir muna eftir úr R og B tríóinu TLC, er við það að snúa aftur í sviðsljós- ið. Stúlkan ætlar að sjá um kokka- þátt fyrir krak- ka. Síðan að sveitin lagði upp laupana hefur hún ítrekað neit- að tilboðum um að leika í kvik- myndum en segir að hún eigi auðveldara með að vera hún sjálf í sjónvarpi. Fyrsta sóló- plata stúlkunnar er svo væntan- leg í búðir í október. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Vit 274 Næsta sumar er áætlað að opna vaxmyndasafn með þekktum per- sónum og atburðum úr Islandssögu í hitaveitutanki á Öskjuhlíð. Sýnd kl. 8 vrr 270 safn „Þetta er fimm ára gömul hugmynd. Ég fékk hana á Matisse Tussaud vaxmyndasafninu í Kaup- mannahöfn," segir Ernst J. Back- man auglýsingateiknari. „Þá kunni ég grunntæknina til að búa til mód- el. Eg hélt áfram að þróa hugmynd- ina um safnið og gerði viðskiptaá- ætlun. Hún kom vel út og ég fékk styrk fyrir fyrstu módelunum auk vopna og fata á þau.“ Þegar kom að því að velja stað- setningu fyrir safnið voru hita- veitutankarnir undir Perlunni í Öskjuhlíð efstir á lista. Haft var samband við Orkuveitu Reykjavík- ur. Eftir prufusýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í fyrra, þar sem sýnd voru m.a. hjónin Ingólfur Amarson og Hallveig Fróðadóttir ásamt önd- vegissúlum og fleiru, samþykkti Orkuveitan að tæma tankinn en iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Nýsköpunarsjóður hafa einnig ver- ið innan handar. „Tankurinn var tæmdur fyrir mánuði síðan. Það tók rúman sólahring. Þetta er varatankur, annar af tveimur. Nú opnum við hann, búum til hurðir og fleira. Síðan verður hann innrétt- aður og þá taka leikmyndasmiðirn- ir til starfa." Ernst og eiginkona hans, Ágús- ta Hreinsdóttir, vinna því hörðum höndum ásamt aðstoðarmönnum og er heimili þeirra í Garðabæ und- irlagt af merkismönnum. Á stofu- gólfinu standa m.a. Hrafna Flóki og Snorri Sturluson. „Við höfum það fram yfir önnur vaxmyndasöfn, sem búa til kunn andlit, að geta leyft okkur að taka afsteypur af raunverulegu fólki. Alls verða 29 módel á safninu. Vinnan er gífurleg en það er hæfi- leikafólk að vinna í þessu. Dæmið virðist ganga upp, tímalega séð. Við stefnum á að opna næsta sum- ar, helst 17. júní.“ Tankurinn er 11 metra hár en verður hulinn myrkri að mestu leyti. Fólk er leitt um ýmsar að- stæður úr sögu íslands og íslend- ingasögum. T.d. stendur Hrafna Flóki frammi í knerri sínum og sleppir hrafni, Skalla Grímur hamrar járn í smiðju og þriggja ára Egill situr álengdar, Þorgeir ljósvetningagoði stígur inn í tjald á Þingvöllum með feld í hendi, Jón Arason er hálshöggvinn, Sturla Þórðarson drepinn í Örlygsstaða- bardaga og margt fleira. Utbúinn verður geisladiskur með ítarlegri sögu hvers atriðis og öðrum fróð- leik á nokkrum tungumálum fyrir safngesti. Einnig mun safnið henta börnum sérstaklega vel. MEÐ HAUSINN I HÖNDUNUM Til að búa til módelin er notað sí- líkonefni til afsteypu af andlitum og höndum lifandi persóna. Þannig næst raunveruleg mynd af viðkomandi. Hér er Ernst með vinnukonu Skalla Gríms, sem borðar fisk á meðan hún sér um rauðablástur í smiðjunni. „Margir fagna þessari nýjung í Perlunni. Þetta svæði má nota á líf- legri og skemmtilegri hátt en gert er í dag. Sögusafnið er skemmtileg viðbót í safnaflóruna. Margir út- lendingar spyrja: „Hvar eru vík- ingarnir?" Þeir hafa ekki verið til staðar fyrr en nú.“ halldor@frettabladid.is Nokkrar stúlkur hafa nú ver- ið orðaðar við hlutverkið sem leik- og söngkonan Aaliyah átti að fara með í væntanlegum framhaldsmynd- um Matrix. Þar á meðal eru R og B söngkonan Brandy og fyrr- verandi fyrirsæt- ____________ an James King sem m.a. fór með aukahlutverk í Pearl Harbour.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.