Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 2. október 2001' ÞRIÐJUDAGUR | FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ [ Ein meginforsenda tekjuáætl- una fjárlagafrumvarpsins 2002 er að botni hagsveiflunnar verði náð á þessu ári og að hag- vöxtur muni smám saman aukast á næstu árum. Hins vegar er gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði aðeins 1% á næsta ári miðað við 1,5% í ár. Skatttekjur ríkissjóðs eru áætl- aðar 222 milljarðar á næsta ári eða 5% meiri en í ár. Heildar- tekjurnar eru hins vegar 258 milljarðar króna, 2 milljörðum meiri en í ár, og útgjöldin eru áætluð 237 milljarðar, sem er 7 milljarða hækkun milli ára. HELSTU ATRIÐI FJÁRLAGAFRUMVARPSINS Áætlun 2001 Frumvarp 2002 Mismunur Tekjuáætlun ríkissjóðs 253,0 257,9 +4,9 milljarðar Áætluð gjöld rikissjóðs 232,0 239,2 +7,2 milljarðar Afgangur á greiðslugrunni 21,0 18,6 -2,4 milljarðar Hreinn lánsfjárjöfnuður -6,0 41,2 +47,2 milljarðar Skattar einstaklinga 53,76 58,98 +5,22 milljarðar Tekjuskattur 47,84 53,74 +5,9 milljarðar Sérstakur tekjuskattur 1,62 1,24 -380 milljónir Fjármagnstekjuskattur 4,30 4,00 -300 milljónir Skattar á lögaðila 8,00 6,00 -2,0 milljarðar Skattar á vörur og þjónustu 113,60 118,45 +4,85 milljarðar Virðisaukaskattur 75,40 79,22 +3,82 milljarðar Vörugjald af ökutækjum 2,90 3,30 +400 milljónir Geir Haarde fjármálaráðherra boðar skatttalækkanir: Sparnaður í vaxtagjöldum notaður til skattalækkana fjárlacafrumvarp Geir H. Haarde fjármálaráðherra boðar skatta- lækkanir en segir ekki í hverju þær verði fólgnar enda virðast stjórnarflokkarnir ekki hafa náð um þær samkomulagi. Fjármálaráðherra segir að vegna þess að ríkið hafi verið að greiða niður erlendar skuldir nemi vaxtalegur ávinningur af því nú um fimm milljörðum á ári hverju sem gefi svigrúm til skattalækkana. Ráðherrann segir að 600 millj- ónir króna séu eyrnamerktar í fjárlagafrumvarpinu til skatta- lækkana og boðar um það sérstakt frumvarp. Geir segir hugmyndir um ákveðinn „skattapakka" vera uppi meðal stjórnarliða: „Við vonumst til þess að fá nið- urstöðu mjög fljótlega innan flokkanna. Hugmyndin er sú að þetta prógramm byrji á næsta ári en það byrjar ekki að virka fyrir alvöru fyrr en árin 2003, 2004 og 2005. Ef tekjuskattur fyrirtækja yrði til dæmis lækkaður núna tæki það gildi um áramót en það myndi ekki skila sér í skattlag- ingu fyrr en 2003. Fyrirtækin vita þá hins vegar af því og geta farið að haga sér í samræmi við það,“ segir ráðherrann. ■ Jón Bjarnason um fj ár 1 agafr u m v arp i ð: Tekju- Selja eignir upp í skuldir grunnur- inn veikur Fjármálaráðherra kynnti Qárlagafrumvarpið fyrir árið 2002 á blaðamannafundi í gærmorgun en það var lagt fyrir þingið klukkan Qögur um daginn. Ráðherra sagði frumvarpið aðhaldssamt en í því er gert ráð fyrir 18,6 milljarða tekjuafgangi og lánsíjárafgangi sem nemur 41 milljarði króna. FJÁRLACAFRUMVARPIÐ „Tekju- grunnur frumvarpsins er mjög veikur," segir Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna, um f járlagafrum- varpið. Hann segir ennþá miðað að því að selja eignir til að standa undir rekstri ríkis- sjóðs. Það sé ekki tímabært eins og efna- hagsmálin stan- da auk þess sem þjóðin sé andvíg sölu ríkis- fyrirtækja eins og Landssímans. „Mér sýnist að það skorti meiri raunhæfni í frumvarpið og hugmyndir um skattalækkanir, sem þarna eru reifaðar en hver- gi útfærðar, að lækka skatta hjá hátekjufólki og fyrirtækum sem skila miklum hagnaði, eru óskynsamlegar í þeirri stöðu þegar tekjugrunnur ríkisins er jafn óviss,“ segir Jón. Byrjað sé á öfugum enda og nær væri að létta á byrðum þeirra sem hafa lægstu tekjurnar eins og elli- og örorkulífeyrisþegum. „Skattalækkanir í þeirri um- gjörð sem efnahagsmálin eru í núna ber að fara afar varlega í og ekki með slíkum gáleysistali eins og ríkisstjórnin og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur gert,“ segir Jón. ■ JÓN BJARNASON FJÁRLACAFRUMVARPIÐ í fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 2002 er gert fyrir að ríkissjóður skili rekstrarafgangi, 18,6 milljörðum, sem nemi 2,5 prósentum af áætl- aðri landsframleiðslu næsta árs. Þá er ætlað að lán verði greidd niður um 41 milljarð króna árið 2002. í ár er áætl- að að tekin verði lán upp á 6 millj- arða. Geir H. Haarde, fjármála- ráðherra, sagði að halli ársins í ár skýrðist af því að söluhagnaður af einkavæðingu rík- isstofnana væri síðar á ferðinni en ráð var fyrir gert. Fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir að sala eigna 600 milljónir hafa verið teknar til hlið- ar til að mæta mögulegum skattalækkun- um. Komi þær ekki til fram- kvæmda leg- gst upphæðin við áætlaðan tekjuafgang ríkisins. —♦— skili ríkissjóði 15,5 milljörðum króna árið 2002, en þá peninga megi rekja til sölu eignar ríkisins í Landsímanum, Landsbanka og í Búnaðarbanka. í frumvarpinu segir að afgangur verði notaður til að greiða niður skuldir eða til að styrkja stöðu ríkissjóðs með öðrum hætti, svo sem með fyrir- framgreiðslu til Lánasýslu ríkis- ins. Heildarútgjöld ríkisins eru áætluð 239 milljarðar og aukast um 7 milljarða frá þessu ári. Fram GEIR H. HAARDE Fjármálaráðherra á blaðamannafundi á Hótel Loftleiðum þar sem hann fór yfir helstu atriði nýs fjárlagafrumvarps sem lagt var fram I gaer.. kom í máli ráðherra að ríkisút- gjöld lækkuðu að raungildi, þ.e.a.s. þótt útgjöld aukist séu þau undir verðbólguþróun og dragist saman um hálft prósent frá ætl- aðri útkomu ársins 2001. Heildar- tekjur næsta árs eru áætlaðar tæpir 258 milljarðar króna, eða 5 milljörðum hærri en í ár. Fram kom að þær lækkuðu hins vegar um tæpa 8 milljarða að raungildi en það mætti einkum rekja til minni tekna eingmasölu. Gert er ráð fyrir að skatttekjur haldist nokkurn veginn óbreyttar að raungildi. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist heldur á árinu 2002 frá því sem verið hefur síðustu 12 mánuði, en núna í ágústlok var atvinnuleysi 1,4 prósent. Þá sagði fjármálaráð- herra gert ráð fyrir að drægi úr viðskiptahalla fyrir áhrif gengis- þróunar og verðbólgu. í máli ráðherra kom fram að visst svigrúm væri nú til skatta- lækkana. „En ekki er komin niður- staða í það mál, enn sem komið er, á vettvangi ríkisstjórnarinnar," sagði hann og upplýsti að teknar hafi verið til hliðar 600 milljónir til að mæta mögulegum skatta- lækkunum. Kæmu þær ekki til framkvæmda sagði hann að þær legðust við ætlaðan rekstraraf- gang, sem þá yrði 19,2 milljarðar í stað 18,6 milljarða. oli@frettabladid.is Bylting í hestalækningum Ný kynslóð röntgentækja sparar mönnum og hestum mikil óþægindi Kynning Fullkominn tækjabúnaður Dýralæknastofan við Lyngás i Garðabæ fékk nýlega góða viðbót við tækjakost sinn, færanlegt Gierth HF80 rönt- gentæki sem valdið hefur byltingu í hestalækningum. Tækið er aðeins um 12 kiló og hannað til að fara með í hest- hús eða á aðra staði þar sem þarf að skoða veika eða slas- aða hesta. Tækið er auk þess mun vistvænna en eldri gerðir röntgentækja. “Það þarf í raun ekkert annað en raítengil á staðnuin þar sem á að nota tælrið og það er hægt að skoða veikan hest í hesthús- inu og spara öllum aðilum mikinn tima og erfiði,” segir Björgvin Þórisson dýralæknir. Auðveldar alla skoðun "Þetta auðveldar alla skoðun gífurlega því það er mikið um- stang að koma höltum eða veikum hesti á dýralækna- stofu. í sumum tilfellum er alls ekki hægt að hreyfa hestinn og jafnvel þegar það er hægt er slíkt aldrei góður kostur þar sem það er bæði andlegt og líkamlegt álag á veikan hest að flytja hann í kerru á milli staða. Þetta mun auðvelda alla heilsugæslu og skoðun á hest- um mikið í framtíðinni.Það er hægt að taka spattmyndir með þessu tæki og framkvæma all- ar venjulegar skoðanir s.s. að skoða teruiur, mynda griffil- bein og liði og gera almenna heltisgreiningu. Skoðun á hóf- um verður mun fullkomnari en nokkru sinni fyir því tækið gefur möguleika á að mynda inn í hófinn á staðnum. Það hefur ekki verið hægt frani að þessu. í rauninni má segja að það verði á allan hátt mun auðveldara að greina sjúk- dóma og meiðsli i hestum með úlkomu þessa röntgentækis. Maðui' kemst beint að kjarnan- um með þvi.” “Maður kemst beint að kjarnanum með þessu röntgen- tæki,” segir Björgvin Þórisson dýralæknir Allui' tækjabúnaðui' Dýralækna- stofunnar er mjög fullkominn og er þar boðið • upp á fullkoma skurðstofu með svæfingartælg- um og mælitækjum sem tryggja velliðan dýrsins meðan það sef- ur. Þar eru einnig blóðrann- sóknartæki sem getur á 5 mínút- um sagt til um heilbrigði dýrsins og sónartæki sem gerir kleift að greina fóstiu og greina ýmsa kvilla í dýrunum Sónartækið má fara með í heimahús eða hesthus ef óskað er. “Við höfum kappkostað að því að bjóða dýraeigendum upp á stóraukna þjónustu sem hentar bæði dýrunum og þeim sjálfum betur. Við leggjum mikið upp iú heilsugæslu og vellíðan dýianna og viljum stuðla að betri með- ferð með betri tækjum. Það er t.d. ástæðulaust að þvæla veikum hesti á milh staða þar sem þess gerist ekki þörf. Þessi nýi tækjabúnaður mun spara eig- endum tima og fé og dýrunum miklai' þjáningar.” _______ _____SKRIJJINNUR. FJÁRLAGAFRUMVARPID | Fjárlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar gerir ráð fyrir að for- sætisráðherra leggi á þinginu fram frumvarp sem miði að til- færslu verkefna Þjóðhagsstofn- unar til annarra stofnana. Stofn- uninni eru ætlaðar 132,6 milljónir en forætisráðherra mun fara yfir breytingar á fjárlagafrumvarp- inu í tengslum við breytta verka- skipan þegar hann leggur fram frumvarp sitt. Vinnu að breyttri verkaskiptingu ríkisstofnana á sviði efnahagsmála á að ljúka á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að heildar- skuldir ríkissjóðs verði komnar niður í 34% af lands- framleiðslu árið 2002, úr 51% árið 1995. Hins vegar er gert ráð fyrir að nettóskuldir verði 14% af landsframleiðslunni árið 2002. —♦— Reiknað er með að tekjur ríkis- sjóðs verði 5 milljörðum lægri á þessu ári en fjárlög gerðu ráð fyrir. Innlend eftirspurn hef- ur dregist saman og meira en gert var ráð fyrir og það hefur leitt til minnkandi tekna ríkisins. Hins vegar hefur hækkun launa skilað ríkinu auknum tekjuskatti. r

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.