Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Stoke Gity: Ungur strákur í reynslu KNATTSPYRNA Guðjón Þórðarson hefur ákveðið að prófa miðvallar- leikmanninn Marc Richards í varaliðsleik Stoke City á móti York. Richards, sem er 19 ára, er samningsbundinn við enska úr- valsdeildarliðið Blackburn. Guð- jón vill prófa hann áður en hann ákveður að skrifa undir samning um lán á Richards við Blackburn. Richards fór í lán til 1. deildar- liðsins Crewe í ágúst og skoraði eitt mark í fimm leikjum. Þjálfari liðsins, Dario Gradi, fannst hann MARC RICHARDS Var í láni hjá Crewe. Hefur aldrei spilað með aðalliði Blackburn. ekki vera reiðubúinn fyrir knatt- spyrnu í fyrstu deild. „Þetta er fínn strákur með marga góða kosti. Það er hinsvegar aðeins of snemmt fyrir hann að spila í 1. deild,“ sagði Gradi. ■ HM U17 íTrinidad ogTobagó: Frakkar heims- meistarar knattspyrna Frakkar eru ekki ein- ungis með öflugt A-landslið því á sunnudaginn varð U17 ára lands- lið þeirra heimsmeistari í knatt- spyrnu þegar það sigraði Nígeríu 3-0 í úrslitaleik í Trinidad og Tobagó. Úrslitin komu nokkuð á óvart því Nígería sigraði Frakk- land 2-1 í riðlakeppninni fyrir um tveimur vikum. Florent Sinama Pongolle, markahæsti leikmaður úrslita- keppninnar með 9 mörk, skoraði fyrsta markið á 34. mínútu eftir stungusendingu frá Anthony Le Tallec. Báðir þessir leikmenn leika með Le Havre og eru búnir að semja við enska knatt- spyrnustórveldið Liverpool. Nígeríumennirnir sóttu stíft eftir þetta en franska vörnin með fyrirliðann Jacques Faty, leik- mann Rennes, í broddi fylkingar stóðst öll áhlaup þeirra. Frakkarn- ir fengu einnig tækifæri til að auka forystuna en Akpan Bassey, markvörður Nígeríu, varði vel. Staðan í hálfleik var 1-0. Á 52. mínútu bættu Frakkarnir öðru marki við og að þessu sinni var það Le Tallec sem skoraði með góðu hægri fótar skoti eftir sendingu frá Hassan Yebda, leik- manni Auxerre. Varamaðurinn Samuel Pietre, leikmaður PSG, gerði síðan út um leikinn 9 mínút- um fyrir leikslok með skoti af stuttu færi eftir mikinn atgang fyrir framan nígeríska markið. Burkina Faso, um 12 milljón OLD TRAFFORD Völlurinn var nýlega stækkaður og skilar það sér í mikilli tekjuaukningu hjá félaginu. atr' Manchester United: Stækkun vallar eykur gróða fjármál Eitt ríkasta knattspyrnu- félag heims, Manchester United, skýrði frá afkomu félagsins sl. ár í gær og undirstrikaði í leiðinni sterka stöðu sína í knattspyrnu- heiminum. Ársveltan nam tæpum 130 milljónum punda og er það met hjá félaginu. Þar skipaði stór- an þátt 12 prósenta aukning í miðasölu á Old Trafford. Félagið stækkaði völlinn fyrir skömmu og komast nú 67.100 manns fyrir. Þetta gerði það að verkum að veltan jókst úr 36,6 milljónum punda í 42,2. Hagnaður fyrir skat- ta jókst um 5 milljónir, í 21,8, vegna stærri auglýsingasamn- inga. „Þessar frábæru tölur um veltu og hagnað skilja Manchest- er United frá öðrum knattspyrnu- félögum í Bretlandi og Evrópu,“ sagði stjórnarformaðurinn Rol- and Smith ánægður. „Síðastliðinn áratug höfum við verið útsjónar- samir í því að fjármagna meira en aukinn kostnað vegna leikmanna- kaupa. Við ætlum að halda því áfrarn." Félagið stefnir á að hala inn meiri tekjur frá áhangendum utan Bretlands, sem þeir segja vera 80 prósent stuðningsmanna liðsins, sem í heildina eru um 40 til 50 milljónir. Einnig var kynnt samkomulag félagsins og Bank of Scotland og Zurich Financial Services um að hleypa af stokk- unum fjármálaþjónustuverum. ■ Leicester City: Taylor rekinn knattspyrna Forráðamenn Leicester hafa rekið Peter Taylor, framkvæmdastjóra liðsins, en hann tók við liðinu í júlí í fyrra þegar Martin O’Neil fór til Glas- gow Celtic. Breskir fjölmiðlar telja að Harry Redknapp, fyrr- verandi framkvæmdastjóri West Ham og núverandi framkvæmda- stjóri Pourtsmouth, sé líklegur arftaki Taylor. Taylor sagði að mikil meiðsli leikmanna hefðu sett strik í reikninginn hjá liðinu. „Ég er ekki reiður, ég er von- svikinn," sagði Taylor. „Eg veit ég hefði getað náð liðinu á réttan kjöl. Þegar allir leikmennirnir eru heilir heilsu er þetta lið nægi- lega gott til að vera um miðja deild. En vegna tíðra meiðsla leikmanna þurfti ég að treysta á unga og óreynda leikmenn og þeir voru kannski ekki alveg til- búnir.“ Redknapp sagði að forráða- menn Leicester væru ekki búnir að hafa samband við hann, en bætti því við að hann hefði mikl- ar mætur á félaginu og að það yrði mikil áskorun að fá að rífa það upp úr þeim öldudal sem það hefði verið í. ■ VONSVIKINN Peter Taylor, fyrrverandi framkvæmdastjóri Leicester, sagðist ekki vera reiður heldur vonsvikinn. HEIMSMEISTARAR Fyrirliðinn Jacques Faty, sem leikur með Rennes í frönsku deildinni, hampar titlinum. manna þjóð í Vestur-Afríku, varð í þriðja sæti mótsins eftir góðan 2- 0 sigur á Argentínu. Paul Gorogo og Henoch Conombo, skoruðu mörkin. ■ allt innrömmun Öll almenn innrömmunar þjónusta Speglar - Gjafavara - Vönduð vinna Persónuleg þjónusta. Hermann Beck Lóuhólum 2-6 Sími 567 5300 Aðalfundur Leigjandasamfakanna verður haldin laugardaginn 6. okt. kl:14 í húsnæði samtakanna að Brautarholti 6 Rvk. Daskrá: Venjuleg aðaðfundastörf. Stjórnin VERSLUNIN HÆTTIR Nýjar haustvörur - Mörg þúsund pör 20-50% afsláttur Margar gerðir Verð frá kr. 1 .OOO - 2.000 Allt á að seljast Kringlan sími 568 6062 -meira fyrír peningana

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.