Fréttablaðið - 03.10.2001, Side 2

Fréttablaðið - 03.10.2001, Side 2
KJÖRKASSINN I80/0 ÁHORF? 18% kjósenda á visi.is horfðu á sjónvarpsum- ræðurnar frá Alþingi um stefnuræðu forsætisráð- herra í gærkvöldi. Hinir notuðu tímann í annað. Ætlar þú að horfa á sjónvarps- umræður um stefnuræðu for- sætisráðherra í kvöld? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is H. 18% 82% Spurning dagsins í dag: Eiga gróðurhúsaáhrif þátt í síendurtekn- um stórrigningum Austanlands? Farðu inn á vísi.is og segðu I þína skoðun _____________CSJJ3 Uppsagnir hjá RF: Atta láta af störfum atvinnumál Alls ei' ráðgert að fækki um átta störf hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins um næstu mánaðamót, að sögn Kristjáns B. Ólafssonar, sem tók við starfi forstjóra stofnunar- innar núna um mánaðamótin. Hann segir að standi yfir við- ræður við Hjörleif Einarsson, fráfarandi forstjóra, um starfs- lok. Þá verði lagt niður starf fjármálastjóra og fjórum starfs- mönnum öðrum sagt upp. Tveir starfsmenn eru svo að hætta um mánaðamótin, annar að fara í nám og hinn að hverfa til ann- arra starfa, sagði Kristján. Hann segir fjárhagsörðug- leika orsök þessara aðgerða, en rúmlega 20 milljón króna tap hafi verið á rekstri stofnunar- innar á síðasta ári og yrði svipað á þessu ári. „Stofnunin hefur farið langt fram úr fjárlögum síðustu ára og var farin að safna upp skuldum við ríkissjóð. Þegar reksturinn er kominn fram úr fjárlögum verður eitthvað und- an að láta,“ bætti hann við og sagði sitt hlutverk vera að hag- ræða í rekstrinum. Kristján sagðist vonast til að ekki þyrfti að fækka starfsfólki frekar, en einnig verði allir kostnaðarliðir í rekstri stofnunarinnar endur- skoðaðir. Stofnunin er með starf- semi víða um land, en uppsagn- irnar núna ná aðeins til starfs- fólks í Reykjavík. ■ Landhelgisgæslan: Varðskips- menn hýru- dregnir eftir á sjómenn Mikil og megn óánægja er meðal undir- og yfirmanna á varðskipunum Tý og Ægi vegna þess að um sl. mánaðamót dró Landhelgisgæslan af þeim áður útborguð yfirvinnulaun þegar þeir sóttu varðskipin til Póllands. Þarna er um að ræða 10- 30 þús- und krónur á mann samkvæmt launaseðlum í september en skip- verjarnir eru alls um 25-30 að undanskildum skipherrum. Birg- ir Björgvinsson stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur hef- ur það eftir lögfræðingum að þetta sé ólöglegt af Gæslunni. Hins vegar rökstyður Gæslan þetta með því að samkvæmt Hæstaréttardómi sé óheimilt að greiða opinberum starfsmönnum yfirvinnu í ferðalögum. Sjómannafélagið telur aftur á móti að þessi Hæstaréttadómur komi þessi máli ekkert við vegna þess að félagsmenn þeirra á varðskipunum séu ekki með þau réttindi sem opinberir starfs- menn hafa. Birgir segir að þetta mál verði að öllum líkindum sent í innheimtu auk þess sem málið verði rætt við dómsmálaráð- herra. ■ 2 FRÉTTABLAÐIÐ , Bændasamtökin vilja dreifa áhættunni: Viðræður um sölu Hótel Sögu og Islands viðskipti Bændasamtök íslands eiga nú í viðræðum við óþekktan aðila um sölu á Hótel íslandi og flaggskipinu Hótel Sögu. „Eg get staðfest að við höfum átti í viðræðum um hugsanlega sölu. Það er með öllu óljóst hvort það gengur eftir," segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. „Það er einstaklingur sem við höfum rætt við en hann er í for- svari fyrir fleiri aðila. Það er sam- komulag um að við gefum engar upplýsingar um þennan aðila né annað um málið fyrr en það skýrist, en það gæti orðið síðar í þessum mánuði," segir Sigurgeir. Sigurgeir segir að nánast allar eignir Bændasamtakanna séu bundnar í hótelunum og rekstri þeirra. „Við höfum ákveðnar framtíðarspár um rekstrarhorfur og eignamyndun í þessum rekstri og viljum einfaldlega láta á það reyna á markaðnum hvort við fáum það verð fýrir þessar eignir að það sé vænlegri kostur til HÓTEL SAGA „Við þurfum að fá talsvert hátt verð fyrir hótelin til þess að við metum það svo að þetta borgi sig," segir Sigurgeir Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri Bændasamtak- anna. framtíðar til að dreifa áhættunni og styrkja tekjustofna okkar til framtíðar. Við þurfum að fá tals- vert hátt verð fyrir hótelin til þess að við metum það svo að þetta borgi sig,“ segir Sigurgeir. ■ GRAFARHOLTI Markaðurinn er ekki tílbúínn til að taka við háu fasteignaverði í Grafarholti. Því hafa byggingaraðilar þurft að skila inn lóðum. Byggingaraðilar skila fjölbýl- ishúsalóðum í Grafarholti Of hátt verð var greitt fyrir lóðir í Grafarholti og Bryggjuhverfi, sem hefur leitt af sér hærra íbúðaverð en fasteignakaupendur eru tilbúnir til að greiða. Tugir íbúða seljast ekki nema verðið verði lækkað. Áfall fyrir byggingariðnaðinn. BYGGINGARFRAMKVÆMDIR „Þetta er gríðarlegt högg fyrir menn,“ seg- ir Franz Jezorski fasteignasali. „Byggingaraðilar sem eiga óbyggðar lóðir í Grafarholti ætla margir að skila lóöunum inn og hætta við byggingu." Sala á eign- um í Grafarholti hefur gengið mun hægar heldur en gert var ráð fyrir í upphafi. Franz segist vita dæmi þess að tveimur fjölbýlis- húsalóðum hafi veriö skilað inn nú þegar og aö fleiri hafi hug á að gera hið sama. Ástæðuna fyrir því að illa hafi gengið að selja íbúðir í Grafar- holti, segir Franz vera þá, að eign- ir í Grafarholti hafi verið of dýr- ar. Lóðirnar hafi verið keyptar á toppi góðærisins, þegar að menn yfirbuðu hvern annan, einnig sé byggingakostnaður hár. „Fólk er einfaldlega ekki tilbúið til að greiða meira fyrir íbúðir, vegna FRANZ JEZORSKI, FASTEIGNA- SALI Borgaryfirvöld verða að koma sterk inn og heimila breytt skipulag og fjölg- un íbúða. þess hve dýrar lóðirnar voru,“ segir Franz. Hann segir að mis- munandi sé, hvernig byggingar- aðilar bregðist við. Þvert á það sem margir haldi, sé lítið svigrúm fyrir þá til að lækka verðið. Það sé hinsvegar ljóst að markaðurinn taki ekki við þeim verðum sem sett eru á íbúðirnar. „Margir fengu „góðærisveiki". Þeir keyrðu af stað gríðarleg mann- virki, og héldu að hátt lóðaverð myndi skila sér í hærra endur- söluverði. Það brást og þessir aðil- ar sitja nú uppi með tugi íbúða sem seljast ekki nema verðið á íbúðunum verði lækkað," segir Franz. „Byggingariðnaðurinn mun fara verulega illa út úr þessu, því menn munu taka þetta á sig sem tap.“ Franz segir að það sama hafi gerst í Bryggjuhverfinu. Bryggjuhverfið hafi byggst mun hægar en áætlað hafi verið í upp- hafi. Þar, eins og í Grafarholti, hafi lóðaverð verið of hátt, sem hafi leitt af sér mjög hátt endur- söluverði, sem markaðurinn sé ekki tilbúinn til að greiða. Að sögn Franz ættu borgaryfirvöld að skerast í leikinn, og heimila bygg- ingaraðilum að breyta skipulag- inu og fjölga íbúðum á lóðum. Það myndi jafna út áhrif lóðaverðsins á hverja íbúð. arndis@frettabladid.is Rafmagnslaust á Landspítalanum í Fossvogi: Vararafstöð fór ekki í gang rafmagnslaust Rafmagnslaust varð á Landspítalanum í Foss- vogi um tvöleytið í gærdag í um tuttugu mínútur. Þegar svo ber undir á vararafstöð spítalans að fara í gang en svo fór ekki. Varð því að treysta á rafhlöður í þeim tækjum sem sjúklingar eru tengdir við á gjörgæslu og víðar og eru þeim lífsnauðsynlegar. Að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra á Landspít- ala - háskólasjúkrahúsi, er ekki hægt að segja fyrir um hvað gerðist en að verið sé að athuga málið. Sagði hann þennan atburð LANDSSPÍTALINN f FOSSVOGI Lífsnauðsynleg tæki gengu á neyðarraf- hlöðum þegar rafmagn fór af og vararaf- stöð reyndist biluð er til átti að taka. mjög alvarlegan sem alls ekki mætti koma fyrir á sjúkrahús- um. Ingólfur sagði að viðræður við Orkuveituna þyrfti að eiga sér stað til að tryggja orkuvæð- ingu til spítalans betur og at- huga möguleika á tveim heim- taugum til spítalans. „Einnig þarf að yfirfara aðra þætti. Það er t.d. mikill galli að hafa ein- ungis eina vararafstöð en Land- spítalinn á Hringbraut er með tvær þannig að annarri má mis- farast án þess að setja spítalann í hættu.“ ■ 3. október 2001 MIÐVIKUDAGIJR Tony Blair: Framseljið bin Laden bbc news „Framseljið hryðjuverka- manninn eða látið af völdum, ykkar er valið“ sagði Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands í ávarpi sínu á flokksþingi breska Verkamanna- flokksins í gær. Þessi ummæli lét hann falla eftir að George Robert- son, aðalframkvæmdarstjóri NATO, staðfesti að samtökin hefðu í höndunum afdráttalausar sannanir um aðild samtaka Osama Bin Laden að hryðjuverkaárásinni á Bandarík- in. Blair sagði að senn yrði gripið til hernaðaraðgerða gegn talibana- stjórninni í Afganistan. Sagði hann einungis eina niðurstöðu hugsan- lega: „Sigur okkar - ekki þeirra." ■ BÆTTARI MIÐBORG Markmið starfshópsins var m.a. að bæta veitingahúsamenningu og draga úr ölvun á almannafæri. Skýrsla um bætta veit- ingahúsamenningu: Vilja banna „einkadans“ skýrsla Bann við „einkadansi" á nektarklúbbnum og ákveðið lág- marksrými milli nektardansmeyja og áhorfenda er meðal þrjátíu til- lagna sem koma fram í skýrslu sem starfshópur um veitingamál lagði fram í borgarráði í gær. Þá er lagt til að lagt til að veitingastöðum verðu bannað að veita áberandi ölv- uðu fólki áfengi. Ein tillagan gerir ráð fyrir að borgarstjórn fái heimild til að banna ölvun og/eða meðferð áfengis á tilteknum tímum á ákveðnum svæðum borgarinnar. Starfshópurinn var sammála um að herða beri framkvæmd laga til bættrar veitingahúsamenningu. Lagt er til að leyfisveitendur veit- inga- og áfengisveitingaleyfa fyl- gist betur með því að leyfishafar uppfylli lögbundin skilyrði til þess að fá útgefin leyfi og að skipulags- yfirvöld nýti sér oftar að kveða á um í deiliskipulagi hvaða tegundir veitingarekstrar séu þar heimilar. Þá er lagt til að borgaryfirvöld óski eftir því við ÁTVR að í vínbúðinni Austurstræti verði bjór ekki seldur í minni einingum en sex flösku/dósa pakkningum. ■ Afdrif borgarstjóra New York: Hafi umsjón með upp- byggingunni new york. ap Bandaríkjamenn velta nú mjög fyrir sér framtíð borgar- stjórans í New York, Rudolphs Giuliani, en seinna kjörtímabil hans rennur út í byrjun næsta árs. Hann hefur vaxið mjög í áliti fyrir fram- göngu sína eftir hryðjuverkin þann 11. september, og hefur sjálfur far- ið fram á að mega vera a.m.k. nokkra mánuði lengur í embættinu. Nú hefur Sheldon Silver, leiðtogi Demókrata á ríkisþingi New York, lagt til að Giuliani verði gerður að yfirmanni Hafnamálastofnunar New York borgar, en sú stofnun er eigandi World 'IVade Center. Giuli- ani gæti því haft yfirumsjón með enduruppbyggingunni á World Tra- de Center. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.