Fréttablaðið - 03.10.2001, Blaðsíða 7
SlT.MriJlini II ••'í " i T
MIÐVIKUDAGUR 3. október 2001
FRETTABLAÐIÐ
Flóttamenn í Danmörku:
Stríðsglæpamenn
látnir í friði
Skólagjöld í fjárlögum:
Stúdentaráð
mótmælir
lyiENNTAMÁL Stúdentaráð Háskóla
íslands gagnrýnir harðlega þá
hækkun á innritunargjöldum við
Háskólann sem boðuð er í nýju
fjárlagafrumvarpi, og telur hana
ígildi þess að taka upp skólagjöld
við Háskóla íslands.
í frumvarpinu er stefnt að 40%
hækkun á innritunargjöldum.
Stúdentaráð minnir á að upphæð
innritunargjalda er bundin í lögum
og verður ekki hækkuð án
lagabreytinga. Með hækkun innrit-
unargjalda í 35 þúsund krónur sé í
raun verið að breyta innritunar-
gjöldum í hefðbundin skólagjöld. ■
flóttamenn Miklar umræður hafa
orðið í Danmörku síðustu daga um
stríðsglæpamenn, sem sótt hafa
um hæli sem pólitískir flóttamenn
í Danmörku. Jafnvel þótt umsókn
þeirra um hæli sé hafnað geta
dönsk stjórnvöld ekki sent þá aft-
ur til síns heimalands vegna þess
að þar eiga þeir á hættu að sæta
ofsóknum. Þeir fá því að dveljast í
landinu, en lítið sem ekkert eftir-
lit er haft með þeim og þeir hafa
ekki verið sóttir til saka í Dan-
mörku fyrir stríðsglæpi sem þeir
kunna að hafa framið annars stað-
ar.
Bent hefur verið á dæmi um
írakskan hershöfðingja, sem
sagður er hafa tekið þátt í eitur-
efnaárásum á kúrda í írak árið
1988.
Danska dagblaðið Politiken hef-
ur eftir Jörn Vestergaard, sér-
fræðingi í refsirétti, að ekkert sé
því til fyrirstöðu lagalega að menn,
sem framið hafa grófa glæpi í öðr-
um löndum, séu sóttir til saka í
Danmörku. Þvert á móti beri
POUL NYRUP RASMUSSEN
Forsætisráðherra Danmerkur sagði I gær
að sækja eigi alla stríðsglæpamenn, sem
leitað hafa hælis í Danmörku, til saka fyrir
dönskum dómstólum.
dönskum stjórnvöldum skylda til
þess að kanna hvort ástæða sé til
að hefja réttarhöld gegn þeim.
Poul Nyrup Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, hefur
nú tekið undir það. ■
SLYSASKRÁ ÍSLANDS KYNNT
‘ Þrátt fyrir að einungis lágmarksupplýsingar fari í Slysaskrá íslands er engu að síður gert
ráð fyrir því að hún verið umfangsmikil. Áætlað er að á bilinu 50-60 þúsund slys verði
hérlendis ár hvert og þvi má gera ráð fyrir að skráningar verði um 100 þúsund árlega, eða
um 300 á dag.
Slysaskrá Islands:
Eflir þekkingu
á orsökum og
afleiðingum slysa
slys Markmiðið með þessari slysa-
skrá er að efla þekkingu á orsök-
um og eðli slysa á íslandi," sagði
Sigurður Guðmundsson, land-
læknir, en frá og með 1. október
var formlega hafin tilraunatíma-
bil skráningar á slysum á íslandi.
Fjöldi skráningaraðila hefur verið
takmarkaður við fjóra, slysadeild
Landspítala-háskólasjúkrahús í
Fossvogi, Ríkislögreglustjórann,
Vinnueftirlit ríkisins og Trygg-
ingamiðstöðina hf. í framtíðinni
stendur hins vegar til að koma á
samræmdri slysaskráningu er
nær til alls landsins. Sigurður
sagði vonast eftir tvennum ávinn;
ingi með slysaskráningunni. í
fyrsta lagi að öðlast betri skiln-
ingi á vandamálinu og í öðru lagi
að mæla árangur forvarna í um-
ferðarmálum.
Verkefnið er styrkt með fjár-
framlögum frá ríkinu og er áætl-
að að það kosti um 20 milljónir á
ári hverju. Sigurður sagði að leit-
að hefði verið til Rannís og þaðan
fengist myndarlegt fjárframlag.
„Slysaskrá íslands mun hafa vís-
indalegt gildi sem ekki einungis
mun gagnast okkur á íslandi held-
ur einnig öðrum löndum en að
okkar viti hefur þetta hvergi ver-
ið gert með þessu umfangi.“
Við skráningu á slysum verða
slegnar inn lágmarksupplýsingar.
Um slysið sjálft, tilvik sem tengj-
ast slysinu t.d. fólk eða ökutæki,
og slysinu gefið ákveðið atburðar-
númer til að auðvelda alla eftir-
vinnslu. Fyllsta öryggis verður
gætt við meðferð upplýsinganna
og var haft náið samráð við Tölvu-
nefnd og síðar Persónunefnd.
Kennitala og fastatala ökutækja
verður ávalt dulkóðuð. ■
Formaður samgöngunefndar úr Reykjavík:
Þróun öndverð
við Evrópu
verð stefna við það sem er að
gerast í Evrópu. Þar eru
menn að reyna að færa flutn-
ingana af vegunum og aftur á
sjóinn." Þar segir hann koma
til að verið sé að létta álagi af
vegum og einnig að flutning-
ar með skipum menga minna
en flutningar með bílum.
Guðmundur segir sam-
göngumál vissulega hafa ráð-
ist að einhverju Ieyti af kjör-
dæmahagsmunum en telur
það vera að verða liðna tíð.
„Ég held að menn sjái að það
gengur ekki lengur annað en
að taka á þessu heildstætt og
brautar. það er það sem samgönguráðherra
Af öðrum brýnum málum nefnir hefur verið að gera með áætlana-
Guðmundur að nú séu flutningar að gerð um heildstæðar framkvæmdir
færast af sjó á vegi. „Þetta er önd- í samgöngumálum “ ■
SAiyicðNCUiyiÁL Guðmundur
Hallvarðsson er nýr formað-
ur samgöngunefndar og er
fyrsti Reykjavíkurþingmað-
urinn sem gegnir því emb-
ætti. Guðmundur segir þing-
menn Reykjavíkur hafa haft
áhyggjur af því að ekki hafi
verið horft nægilega langt
fram í tímann í samgöngu- ekki nýr f
málum. „Það er vissulega samgöngum
verið að taka í notkun tvenn Guðmundur
mikil gatnamót í Reykjavík.“ Eefursetiðí
Hann segir menn þó gjarnan hafnarstjórn
hafa viljað sjá úrlausn varð- Reykjavikur og
andi erfið gatnamót Miklu- flugráði.
brautar og Kringlumýrar-
ísland og Afganistan:
Tíu milljónir til nauðstaddra
neyðarhjálp Ríkisstjórnin sam-
þykkti á fundi sínum í gær að veita
Rauða krossi íslands og Hjálpar-
stofnun kirkjunnar tíu milljónir
króna til að aðstoða nauðstadda í
Afganistan. Þessar stofnanir, í
samvinnu við utanríkisráðuneytið,
eiga að útfæra nánar með hvaða
hætti þessari upphæð verði varið.
Utanríkisráðuneytinu barst
hjálparbeiðni frá alþjóðlegum
hjálparstofnunum í Afganistan.
Sex til sjö milljónir flóttamanna
eru á vergangi og þrjár milljón-
ir Afgana í búðum við landa-
mæri Irans og Pakistan. Neyðar-
ástand blasir við nú þegar vetur
nálgast. ■
pYRIRTÆKJASALA
ISLANDS iÍMrs^sílo
Gíssur V. Kristjánsson hdl. og
Iðgg. lasteigna- og fyrirtaekjasali
ENGJATEIGUR
LISTHÚSIÐ LAUGARDAL
Glæsílegt verslunar eða þjónustu- húsnæði á þessum skemmti-
lega stað , glæsileg sameign. Nú er húnæðið nýtt sem gallery
Sjöfn Har en húsnæðið hentar hvaða starfsemi sem er. í húsnæð-
inu er veitingastaður, kaffihús, bókaverslun, listmunaverslun, hár-
greiðslustofa, snyrtistofa og fl. Greið aðkoma er að húsinu og
bílastæði næg. Laust strax Verð 9,3 millj
Nú fer hver að verða sfðastur til að fá snióbræðslu fvrir frost!
Tökum að okkur að fræsa fyrir rafhitastrengjum
og leggja í tröppur, palla og heimkeyrslur
Kapallinn er múraður niður með „DuroLit"
múrhúðunarefni sem gerir tröppurnar sem nýjar
Áralöng reynsla tryggir fagleg vinnubrögð
Gerum tilboð þér að kostnaðarlausu:
Raf-Örninn s. 862 0566
Múrarameistarinn s. 898 4321
KULDAGALLI 7.900
MITTISJAKKI 3.900
SMÍÐAVESTI 2.600
VESTISBUXUR 2.400
VINNUBUXUR 1.200
VINNUSKÓR 2.900
VINNUFATALAGERINN
SMIÐJUVEGI4
0PIÐ MÁNUD -FÖSTUDAG KL10-18
LAUGARD 12-16
Fyrirtæki til sölu, t.d.:
• Einn þekktasti pizza staður
borgarinnar. 4 MKR mánaðar-
velta og vaxandi.
• Lítið verktakafyrirtæki fyrir smiði
eða laghenta menn. Mikil verk-
efni og góð afkoma. Verð að-
eins 1200 þús.
• Gistihús miðsvæðis í Reykjavík.
15 herbergi. 20 MKR ársvelta.
• Stór og mjög vinsæll pub í út-
hverfi. Aðeins fyrir fjársterka að-
ila.
• Öflugt og mjög þekkt verslunar-
fyrirtæki með 175 MKR árs-
veltu. Heildsala, smásala og
sterkt á stofnanamarkaði.
• Traust verktakafyrirtæki í jarð-
vinnu. 80 MKR ársvelta. Mjög
góð verkefnastaða næstu tvö
ár.
• Skyndibitastaðurinn THIS í
Lækjargötu (áður Skalli). Nýleg-
ar innréttingar og góð tæki.
• Rótgróin innflutningsverslun
með-tæki og vörur fyrir bygg-
ingariðnaðinn. Ársvelta 165
MKR. Góður hagnaður.
• Djásn og Grænir Skógar. Versl-
un við Laugaveginn, heildsala
og netverslun. Gott fyrirtæki og
mikil tækifæri.
• Gott fyrirtæki í jarðvegsvinnu,
hellulögn, steypusögun, kjarna-
borun og múrbroti. Traust hluta-
félag í eigin húsnæði.
• Rótgróið veitingahús við Bláa
Lónið. Góður og vaxandi rekst-
ur í eigin húsnæði.
• Kjörbúð í Reykjavík. 40 MKR
ársvelta. Rótgróin verslun í
gömlu hverfi.
• Oriflame á íslandi. Rótgróið
umboð fyrir þessar heims-
þekktu snyrtivörur. Lítil fjárfest-
ing.
• Falleg lítil blómabúð í Breið-
holti. Mjög einfaldur og öruggur
rekstur. Auðveld kaup.
• Verslun, bensínssala og veit-
ingarekstur í Búðardal. Eigið
húsnæði. Mjög góður rekstur.
• Höfum til sölu nokkrar heild-
verslanir í ýmsum greinum fyrir
rétta kaupendur. Ársvelta 150-
350 MKR.
• Góð videósjoppa í Breiðholti
með 4 MKR veltu á mánuði.
Auðveld kaup.
• Mjög falleg blómabúð í Grafar-
vogi. Mikil velta og góður rekst-
ur. Ein sú besta í borginni. Auð-
veld kaup.
• Framleiðslufyrirtæki í bílahlutum
með góða hagnað. Hentugt fyrir
tvo menn.
• Glæsileg videoleiga og sölu-
turn, ísbúð og grill í stórum
verslunarkjarna. 6 MKR mánað-
arvelta og góður hagnaður.
Þægilegir greiðsluskilmálar.
• Falleg sólbaðsstofa i miðbæn-
um. 5 bekkir og aðstaða fyrir
nuddara. Pláss fyrir verslun.
Starfrækt á þessum stað í 25 ár.
Besti tíminn framundan.
Fyrirtæki óskast, t.d.:
• Grillskáli eða sjoppa á lands-
byggðinni.
• Heildverslun með sportveiðivör-
ur.
• Verslun eða heildverslun með
byggingavörur.
• Dagsöluturn í atvinnuhverfi í
Reykjavík.
• Verslun eða heildverslun með
heimilistæki eða tengdar vörur.
• Litlar heildverslanir (ársvelta 20-
200 MKR) á flestum sviðum.
• Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin)
• Sími 533 4300 • Gsm 895 8248