Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2001, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 03.10.2001, Qupperneq 22
Grétar Þorsteinsson er 50 ára rafvirki og forseti Alþýðusambands Islands ORYGGISBCERFI 18] Raflagnir íslands Sími 511 1122 FRETTABLAÐIÐ 3. október 2001 MIÐVIKUDAGUR | HRAOSOÐ^p , , GRÉTAR ÞORSTEINSSON, forseti ASÍ. Vantar aðhald HVERNIG lýst þér á fjárlagafrum- varp Geirs Haarde? Það sem vekur fyrst athygli vió nýja fjárlagafrumvarpið er að í því eru aðra meginforsendur en Þjóðhags- stofnun hefur í sinni áætlun. Þjóð- hagsstofnun gerir ráð fyrir 0,3 pró- sent hagvexti í mínus en fjármála- ráðherra gerir hins vegar ráð fyrir 1 prósent hagvexti í plús.“ HVOR útgáfan er nær því að falla að ykkar hugmyndum um þróunina á næsta ári? „Það verður að segjast alveg eins og er að þessi þjóðhagsáætlun er miklu nær okkar sýn á málið heldur en uppleggið frá fjármálaráðherra og ráðuneyti hans. Að vísu vantar okk- ur forsendurnar frá ráðuneytinu og erum að reyna að ganga eftir þeim. Það liggur fyrir að það eru mismun- andi forsendur sem skila þessum mismun og vantar forsendurnar frá fjármálaráðherra." HVAÐ sýnist þér um þá hlið fjárlaga- frumvarpsins sem snýr að útgjöldum rikisins? „Við hefðum viljað sjá sterkari að- haldsstefnu í fjárlagatillögum. Við óttumst að þessar tillögur séu ekki það innlegg sem við hefðum gjarnan viljað sjá varðandi þróunina framundan, meðal annars varðandi vaxtastigið. Án þess að við ætlum að gera Seðlabankanum upp skoðun sjá- um við ekki í fljótu bragði að bankinn sæki mjög sterk rök fyrir vaxtalækk- un í þessa fjárlagatillögu, miðað við þau viðhorf sem hafa verið þar á bæ. HVAR hefðu þið viljað að yrði skorið niður I rikisútgjöldum? „Eins og fleiri erum við á byrjunar- stigi að fara yfir þessar tillögur en munum fara í saumana á þeim á næstu dögum. Niðurskurður er ekki þægilegur en það er hins vegar hlut- verk stjórnvalda við þessar aðstæður að skera einhvers staðar niður. En ég ætla ekki að fara að hafa skoðun á því hér og nú hvað það ætti að vera.“ HELDUR þú að að verðbólgmark- mið kjarasamninga muni nást miðað við þetta fjárlagafrumvarp? „Endurskoðun á launalið samninga verður fyrst í febrúar og það er of fljótt að vera með fullyrðingar. Það er hins vegar jafn ljóst að ef menn eiga ekki að lenda í alvarlegum þrengingum þegar þar að kemur verður verðbólgan að nást verulega niður á þessum fáu mánuðum. Sonur Suhartos: Ætlar ad koma úr felum jakarta. ap Hutomo Mandala Putra, jafnan nefndur Tommy, er sonur Suhartos fyrrverandi ein- ræðisherra Indónesíu. Tommy hefur verið á flótta undan réttvís- inni í Indónesíu. Hæstiréttur Indónesíu dæmdi hann á síðasta ári í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa þegið mútur, en eftir að sami dómstóll afturkallaði nú í vikunni fyrri úrskurð sinn, þá hafa borist frá honum skilaboð um að hann ætli að gefa sig fram. Tommy hafði einnig verið ákærður fyrir aðild að morði á dómara við hæstarétt, sem framið var í júlí síðastliðnum. Einnig hef- ur hann verið kærður fyrir aðild að nokkrum sprengjuárásum. Lögfræðingur Tommys sagði hann ólman vilja sanna sakleysi sitt í þessum ákærumálum. „Hann er tilbúinn til að koma úr felum,“ sagði lögfræðingurinn í gær. „Að mínu mati verður það fyrir lok október." Dómararnir þrír, sem ógiltu fyrri dóm hæstaréttar, hafa verið sakaðir um að hafa látið múta sér til þess. Þeir harðneita þeim ásök- unum. ■ TOMMY Sonur Suhartos er eini meðlimur fjölskyld- unnar sem hlotið hefur dóm fyrir spilling- armál. Sá dómur hefur nú verið felldur úr gildi. FRÉTTIR AF FÓLKll Stefán Þór Stefánsson hefur verið ráðinn sölu- og mark- aðsstjóri Origo ehf., dótturfyrir- tækis Tölvu- Mynda hf. Starf sölu- og markaðs- stjóra felst í mót- un sölu- og mark- aðsstefnu Origo í samráði við framkvæmda- stjóra auk þess að selja hugbún- aðarlausnir og þjónustu fyrir- tækisins. Stefán gegndi starfi markaðsstjóra Concorde Axapta ísland ehf. 2000-2001, starfaði sem ráðgjafi í viðskiptalausnum hjá Hug 1999-2000 og sem fjár- málastjóri hjá Drífu ehf. (Arctic Nature) 1993-1999. Stefán er stúdent frá Verzlunarskóla fs- lands. Hann útskrifaðist með BA-gráðu í alþjóðlegum sam- skiptum frá Methodist College 1993 en lokaverkefni hans fjall- aði um stöðu íslands í samfélagi þjóðanna með tilliti til ESB og NAFTA. Iframhaldi af fréttum um hækkun á genginu á Lands- síma íslands til almennings í landinu hafði einn glöggskyggn lesandi samband við Fréttablað- ið og benti á að hækkunin sem átti sér stað nú á dögunum frá genginu 5,75 upp í 6,1 er verð- metin á markaðnum eins og andvirði tveggja Íslandssíma. Það hefur vart farið framhjá neinum að Alþingi hefur haf- ið störf. Frelsisvefurinn, vefur Heimdellinga, hefur af því til- efni sett saman lista yfir ýmis málefni sem vert er að alþingis- menn hugi að á komandi starfs- vetri. Þar er fyrst að nefna lægra skatta á fyrirtæki og einstaklinga. Næst nefna þeir minna ríkisvald og lægri útgjöld. í þriðja lagi markaðsvæðingu landbúnaðar- ins, þá sölu ríkisfyrirtækja, og jöfnun atkvæðisréttar. Loks nefna þeir sölu Ríkisútvarpsins- sjónvarps og aðskilnaðar ríkis og kirkju. Þessar ábendingar ættu vart að koma á óvart enda í takt við áherslur Heimdell- inga. Efast má þó stórlega um að flokkssystkin þeirra í þing- flokki Sjálfstæðismanna undir forystu Davíðs Oddssonar muni fara að ábendingunum enda oft óravegur að því er virðist á milli Heimdalls og þingflokks- ins. Komandi landsfundur Sjálf- stæðisflokksins verður Hreini Hreinssyni umfjöllunar- efni í nýjusta pistli hans á Kreml. Það er að segja ályktan- ir þær sem lagðar verða fyrir fundinn. Þær hefur Hreinn kannað með vísindalegum hætti og segir „drepfyndna" lesningu og „greinilegt [sé] að Sjálfstæð- isflokkurinn vill hafa skoðun á ótrúlegustu hlutum." Þetta leið- Óður til Reykjavíkur á Hótel Borg Söngskemmtunin Ó Borg mín borg verður frumflutt á Hótel Borg á föstudag. Til stendur að gera breytingar á neðstu hæð hótelsins og því fer hver að verða síðastur til að sækja tónleika á Borginni. tónleikar í áranna rás hafa tón- listarmenn og aðrir skemmti- kraftar troðið upp á Hótel Borg og skemmt landsmönnum með tónlist, söng og glensi. Nú fer hins vegar hver að verða síðast- ur að njóta tónlistar á Borginni því til stendur að breyta neðstu hæð hótelsins. Á föstudag frum- sýna Magnús Eiríksson og KK, söngskemmtunina Ó Borg mín Borg - Óður til Reykjavíkur, en alls verða 10 tónleikar með þeim félögum á Borginni í októ- ber og nóvember. „Megnið af lögunum sem við flytjum sækjum við úr Reykja- víkurumhverfinu. Við verðum með þekkt Reykjavíkurlög en það má líka segja að yfirskrift tónleikanna skírskoti til Hótel Borgar og þeirrar staðreyndar að þetta eru síðustu tónleikarn- ir sem verða haldnir þarna áður en hótelinu verður breytt. Það fer því hver að verða síðastur til að slá upp skralli á Borg- inni,“ segir Magnús Eiríksson tónlistarmaður. Þorleifur Guð- jónsson fyrrum bassaleikari úr KK bandi verður Magnúsi og KK til halds og trausts en að sögn Magnúsar mun KK einnig sjá um „slagverk" á gítarnum. Þremenningarnir munu síðan halda upp rífandi stuði fyrir matargesti og aðra fram til mið- nættis á tónleikakvöldum. Magnús og KK hafa ekki leik- ið saman á tónleikum í Reykja- vík síðan þeir léku fyrir fullu húsi í Óperunni fyrir tæpum tveimur árum og því langt síðan f SVEIFLU Þorleifur Guðjónsson, Magnús Eiríksson og KK flytja gamalt og nýtt efni í bland á tón- leikunum. Reykvíkingar hafa heyrt þá spila. „Fólk hefur verið að spyr- ja okkur hvort við ætlum ekki að fara að spila en það hefur staðið á því að okkur hefur eiginlega vantað almennilegt „lókal“ til að spila í en okkur líst mjög vel á Borgina," segir Magnús. Nokkur laganna á efnis- skránni verða flutt í breyttri mynd en önnur og sígildari verða óbreytt. „Sumum breytum við nokkuð mikið en önnur tökum við nán- ast óbreytt, sérstaklega þekkt- ari lög sem fólk vill alltaf heyra eins og Braggablús og Vegbú- ann sem verða alltaf að fljóta með,“ segir hann. Þá verða frumflutt nokkur lög úr smiðju Magnúsar og KK. kristjangeir@frettabladid.is ir til þess að nokkuð er um end- urtekningu á orðalagi „enda fá nothæf orðasambönd sem gefa kost á að gefa eitthvað í skyn án þess að lofa neinu,“ segir Hreinn og bendir á orðasam- böndin: „Stefna skal að... Áher- sla er lögð á... Að stuðla að... Kappkosta skal að... Styrkja þarf... Tryggja þarf... Hvetja þarf til... Skora á ríkisstjórnina að...Mikilvægt er að...Leitast verði við að...Lýst er yfir áhyggjum vegna...“ Hreinn heldur áfram pistlinum og segir: „Allt eru þetta orðasambönd sem nota má til að ræða um málefni án þess að segja neitt sem skiptir máli í raun. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins sendir ávallt frá sér ótrúlegt magn ályktana sem innihalda ótrúlega lítið efni. Það er enda nauðsynlegt til að við- halda þeirri hefð að landsfundur hafi eina stefnu en þingflokkur- inn aðra - og allir virðast sáttir. Ótrúlegt." ■ \jT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.