Fréttablaðið - 03.10.2001, Blaðsíða 18
1
HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA
Jón Ólafsson,
tónlistarmaður
„Tómas Jónsson, metsölubók eftir Cuðberg
Bergsson, Þetta er fyndnasta bók sem ég hef á
ævi minni lesið."
MAGNÚS OG PÁLMI
Mörg lög Magnúsar Eiríkssonar sem hljóm-
sveitin Mannakom söng eru löngu orðin
ódauðleg í íslenskri tónlistasögu.
25 ára afmælistónleikar í
Salnum:
Mannakorn
med auka-
tónleika
tónleikar Hljómsveitin Mannakorn
mun endurflytja 25 ára afmælis-
tónleika sína í Salnum í Kópavogi
í kvöld kl.21:00. Uppselt varð á
skömmum tíma á tvenna tónleika
fyrir viku síðan. Félagarnir
Magnús Eiríksson og Pálmi Gunn-
arsson ásamt Ellen Kristjánsdótt-
ur munu flytja allar ástsælustu
perlur Magnúsar með dyggri að-
stoð tveggja ungra hljóðfæraleik-
ara, þeirra Davíðs Þórs Jónssonar
píanóleikara og Benedikts Bryn-
leifssonar trommuleikara. ■
VATN LIFSINS
FRUMSÝNING 5. OKT
► Stóra sviöiö kl 20.00
K MEÐ FULjLA VASA AF GRJÓTI
Fim. 4/10 - 90. sýning, örfá sæti laus, mið.
10/10 nokkur sæti laus, lau. 13/10 uppselt,
mið. 17/10, sun. 21/10 örfá sæti laus -
síðasta sýning að sinni.
m VATN LÍFSINS
Frumsýning fös. 5/10 uppselt, 2.sýn.sun. 7/10
örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 11/10 örfá sæti
laus, 4. sýn. sun 14/10 örfá sæti laus.
S SYNGJANDI í RIGNINGUNNI
Lau. 6/10 uppselt, fös. 12/10 örfá sæti laus,
fös. 19/10 örfá sæti laus, lau. 20/10 uppselt,
fös. 26/10, lau. 27/10.
m BLÁI HNÖTTURINN
Sun. 14/10, sun. 21/10, sun. 28/10.
Sýningarnar hefjast kl. 14:00
^ Litla sviðið ki 20.00
M HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF7
Fös. 5/10 örfá sæti laus, sun. 7/10 nokkur
sæti laus, fim. 11/10, lau. 13/10.
Þ- Smíðaverkstæðið kl 20.00
m VIUI EMMU
Fös. 5/10 nokkursæti laus,
lau. 13/10, lau. 20/10.
hlÓÐLKIKIUISID Miðasölusími: 551 1200 Veffang: www.leikhusid.is Tryggðu þér sæti!
MIÐVIKUDAGURINN
3. OKTÓBER
FRÉTTABLAÐIÐ
3. október 2001 MIÐVIKUDAGUR
Smásagnasafn:
Verðlaunasaga í bók
bækur Fjórða smásagnasafn
Ágústs Borgþórs Sverrissonar,
Sumarið 1970, er væntanlegt hjá
bókaútgáfunni Ormstungu. Ágúst
hlaut fyrstu verðlaun í smásagna-
samkeppni hjá vefgáttinni Strik.is
fyrir söguna Hverfa út í heiminn
síðastliðið vor. Sú verðlaunasaga
er ein af níu verkum þessarar
nýju bókar en flestar sögurnar
eru óbirtar og skrifaðar á þessu
ári og því síðasta. Um helmingur
bókarinnar eru uppvaxtarsögur
frá áttunda áratugnum en aðrar
sögur hennar eru látnar gerast á
síðustu árum og lýsa þá gjarnan
fólki sem ólst upp á fyrrgreindu
ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON
Smásagnasafn hans er fjölbreytt en hefur
heildarsvip.
tímabili.
Flestar sagnanna fjalla á einn
eða annan hátt um fjölskyldu-
bönd: t.d. er sagt frá ungri konu
sem endurtekur lífsmynstur móð-
ur sinnar án þess að gera sér
grein fyrir því, önnur saga fjallar
um ungan mann sem reynir
óvenjulega aðferð til að jafna sig
eftir sambúðarslit, fjölskyldu-
maður á framabraut hefur efa-
semdir um tryggð eiginkonu sinn-
ar, unglingspiltur lifir í skugga
látins bróður síns og ungum dreng
þykir faðir sinn heldur misheppn-
aður í samanburði við skáksnill-
inginn Bobby Fischer. ■
FYRIRLESTRAR
12.00 Þröstur Björgvinsson, Ph.D., for-
stöðumaður meðferðarmiðstöðv-
ar fyrir áráttu og þráhyggju í
Menninger Clinic, flytur erindið:
Stutt spjall um hagnýtingu, nýj-
ar hugmyndir og rannsóknir í
hugrænni atferlismeðferð við
kvíðasjúkdómum. Málstofa sál-
fræðiskorar fer fram í Odda, stofu
201 og er öllum opin.
16.00 World Trade Center - Saga,
bygging og hrun. Dr. Júlíus Sól-
nes prófessor flytur erindi um
byggingarsögu turnanna í World
Trade Center, tæknilega gerð þeir-
ra og hrun af völdum brunans í
kjölfar flugvélaárásanna. Einnig
verður fjallað almennt um öryggi
háhýsa gagnvart umhverfisálagi
svo sem stormviðri og jarðskjálft-
um. Málstofan er haldin í stofu
158 í VR-II við Hjarðarhaga 2-6.
16.00 Jón Þór Sturluson flytur erindi á
vegum Hagfræðistofnunar H.f.
og Stockholm School of
Economics er nefnist: Why don¥t
they switch? On the relative
importance of search and
switching costs in the Swedish
residential power market Mál-
stofan er haldin að Aragötu 14
og er öllum opin.
16.15 Valdís Jónsdóttir talmeinafræð-
ingur heldur fræðsluerindi á veg-
um Rannsóknarstofnunar KHÍ um
magnarakerfi I kennslustofum
sem hjálp fyrir kennara og nem-
endur. Erindið verður haldið í sal
Sjómannaskóla fslands við Há-
teigsveg. Allir eru velkomnir.
17.00 Thjodlegtis. Auður Ólafsdóttir,
umsjónarmaður Listasafns Há-
skóla (slands, flytur opinn fyrirlest-
Dr. Júlíus Sólnes flytur erindi um World Trade Genter:
Saga, bygging og hrun
fyrirlestur Júlíus Sólnes prófess-
or flytur í dag, miðvikudag, fyr-
irlestur við Háskóla íslands er
nefnist World Trade Center -
Saga, bygging og hrun. World
Trade Center turnarnir, sem
voru byggðir á árunum 1966-
1973, vöktu á sínum tíma mikla
athygli og þóttu byggingar-
tæknilegt afrek. Menn dáðust að
glæsilegri hönnun arkitektsins
Minoru Yamasaki og djörfum
tæknilegum lausnum verkfræð-
inganna Skilling, Helle, Christi-
ansen og Robertson.
Til minningar um það tækni-
lega afrek, sem bygging turn-
anna var, og um þá fjölmörgu,
sem létu lífið í árásinni, mun Júl-
íus Sólnes, prófessor, flytja er-
indi um byggingarsögu turn-
anna, tæknilega gerð þeirra og
hrun af völdum brunans í kjölfar
flugvélaárásanna. Einnig verður
fjallað almennt um öryggi há-
hýsa gagnvart umhverfisálagi
svo sem stormviðri og jarð-
skjálftum. Málstofan hefst kl.
16.00 í stofu 158 í VR-II við
Hjarðarhaga 2-6 og lýkur stund-
víslega kl. 17.15. ■
TVfBURATURNARNIR I NEW YORK
World Trade Center, skömmu eftir árás hryðjuverkamanna 11. september síðastliðinn.
Turnarnir þóttu mikið byggingasögulegt afrek á sínum tíma. Margir íbúar New York, þar
á meðal borgarstjórinn Guiliani, vilja láta endurreisa byggingarnar á sama stað.
ur i Hátíðarsal Aðalbyggingu um
fmynd fslands i íslenskri mynd-
list á 20. öld, breytingar og þró-
TÓNLEIKAR
Samfylkingin í Reykjavík - fundur um borgarmál
Reykiavíkurlistinn
2002
Arsal
Hótel Sögu
fimmtudag
4. október
kl. 20
Mætum vel
og tökum þátt
f endurnýjun
Reykjavíkur-
listans
Aðildarfélög Samfylkingarinnar í Reykjavík boða til fundar um
þátttöku Samfylkingarinnar í Reykjavíkurlistanum 2002-2006.
Fundurinn verður haldinn í Ársal Hótel Sögu (norðurálmu)
fimmtudagskvöldið 4. október 2001, og hefst kl. 20.00 stundvíslega.
Dagskrá:
Viðræður um málefnaáherslur
f kosningunum 2002
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
borgarfulltrúi gerir
grein fyrir niður-
stöðum málefna-
viðræðna við væntan-
lega samstarfsmenn.
Framhald viðræðna, kjör
nýrrar viðræðunefndar,
áherslur Samfylkingarinnar
í framboðsmálum
Stefán Jóhann Stefánsson,
formaður Samfylkingar-
félagsins I Reykjavík hefur
umræður.
Fundarstjóri Mörður Árnason
Samfylkingarfélögin I Reykjavfk
Samfylkingin
www.samfylking.is
20:30 Afmælistónleikar í Hátíðarsal {Að-
albyggingu Kammersveit Reykja-
víkur undir stióm Bemharðs Wilk-
inson leikur. A efnisskrá tónleik-
anna eru eingöngu íslensk verk.
21:00 Mannakorn endurflytja 25 ára
afmælistónleika sína í Salnum í
Kópavogi. Fram koma Magnús Ei-
ríksson og Pálmi Gunnarsson,
Ellen Kristjánsdóttir, Davíð Þór
Jónsson og Benedikt Brynleifsson.
SAMKOMUR___________________________
20.00 Fundur í bókmenntaklúbbi Hana-
nú á Lesstofu Bókasafns Kópa-
vogs. Allir velkomnir.
SÝNINGAR___________________________
Marisa Navarro Arason Ijósmyndari er
með sýningu í Listamiðstöðinni
Straumi. Sýningin ber heitið Árstíðir og
helgast af þeim tíma árs sem myndirnar
eru teknar. Sýningin er opin laugardaga
og sunnudaga milli kl. 14:00 og 18:00
og stendur til 14. október.
Olga Bergmann hefur opnað sýningu i
gallerí@hlemmur.is. Sýningin ber heitið
„Prufur Doktors B." og er sjálfstætt
framhald á safni verka sem heyra undir
Rannsóknarstofu Doktor Bergmann.
Sýningin stendur yfir til 7. október og er
opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl:
14 00 - 18 00.
MYNPLIST___________________________
Kristin Reynisdóttir opnar sýningu á
verkum sfnum i Þjóðarbókhlöðunni í
dag kl. 13. Þetta er fjórða sýningin í sýn-
ingaröðinni Fellingar sem er samstarfs-
verkefni Kvennasögusafnsins, Landsbóka-
safns Islands - Háskólabókasafns og 13
starfandi myndlistarkvenna. Opnunartími
Kvennasögusafnsins er milli klukkan 9 og
17 virka daga og eru allir velkomnir.
Finnskættaða myndlistarkonan Sari
Maarit Cedergren, hefur opnað myndlist-
arsýninguna "Weðrabrigði" í Gryfju Lista-
safns ASÍ. Sari sýnir lágmyndir úr gifsi
sem endurspegla samspil íslensks lands-
lags og ýmissa veðrabrigða. Sýningin er
opin frá 14 - 18 alla daga nema mánu-
daga og stendurtil 14. október.
Harpa Ámadóttir hefur opnað sýningu í
Ásmundarsal Listasafns ASÍ á málverk-
um sem unnin eru sem teikningar. Sýn-
ingin er opin frá 14 - 18 alla daga nema
mánudaga og stendur til 14. október.
Sýningín Mynd og málstaður stendur yfir
í Tjamarsal Ráðhússins. Sýningín stiklar á
stóru í sögu herstöðvaandstöðu frá
stríðslokum með áherslu á pólittskar
teikningar. Sýningin er opin alla daga og
stendur til 7. október. Aðgangur er ókeypis.
Jón Valgard Jörgensen opnaði á laugar-
dag slna fimmtu myndlistarsýningu í Fé-
lagsstarfi Gerðubergs. Sýndar eru lands-
lagsmyndir, fantasíur, portrait teikningar
og dýramyndir. Sýningin stendur til 9.
nóvember. Opnunartímar sýningarinnar:
mán. - fös. kl. 10-17 og um helgar kl. 13-
16.
Linda Oddsdóttir hefur opnað sína fyrstu
einkasýningu á Cafe Presto Hlíðasmára
15. Á sýningunni eru eingöngu olíumál-
verk sem eru unnin á þessu ári. Myndefn-
ið er aðallega sótt ( náttúru landsins. Opn-
unartímar virka daga frá 10 til 23 og um
helgarfrá 12 til 18. Sýningin stendurtil 19
október.
Kristjáns Davíðsson hefur opnað sýn-
ingu á verkum sínum í gallerí i8. Sýningin
stendur til 27. október. Opið þriðjudaga til
laugardaga frá kl. 13-17.
Friðrika Geirsdóttir sýnir grafíkverk og lit-
Ijósmyndir í sýningarsal félagsins íslensk
grafík í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (
inngangur hafnarmegin). Sýningin er opin
fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14.00 til
18.00. Aðgangur er ókeypis.
Sýning á verkum Gísla Sigurðssonar
stendur yfir í Listasafni Kópavogs. Yfir-
skrift sýningarinnar er RÆTUR. Sýníngin er
opin daglega nema mánudaga milli 11-
17.
Sýning á verkum Hjörleifs Sigurðssonar
listmálara stendur yfir i Listasafni Kópa-
vogs. Sýndar eru vatnslitamyndir sem
hvfía að mestu leyti á sérkennum japön-
sku papplrsarkanna. Sýningin er opin dag-
lega nema mánudaga milli 11-17.
Kristján Guðmundsson hefur opnað
einkasýningu í Listasafni Reykjavíkur,
Kjarvalsstöðum. Sýningin er opin 10-17
alla daga nema miðvikudaga 10 - 19.