Fréttablaðið - 03.10.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.10.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 3. október 2001 MIÐVIKUDAGUR Landbúnaðarráðherra Svíþjóðar: Villbanna loðdýrarækt svíþjóð Margareta Winberg, land- búnaðarráðherra Svía, vill banna loðdýrarækt. Dýraverndarsamtök eru himinlifandi, en loðdýrabænd- ur eru ævareiðir. „Ég tel það ekki siðferðilega verjandi að leyfa loð- dýrarækt," sagið Winberg í viðtali við Dagens Nyheter. Talsmenn dýraverndunarsamtaka segja að svo fáir klæðist pelsum að það réttlæti ekki meðferðina á dýr- unum. Formaður samtaka loðdýra- bænda, Gösta Larsson er á öðru máli. „Það er lýðræðislegur réttur hvers og eins að ákveða hverju hann klæðist." ■ Verkfall sjúkralida: Beiðnir um undanþágur aldrei fleiri VERKAiÝÐSMÁL Kristín Á. Guð- mundsdóttir formaður Sjúkraliða- félags íslands segir að menn hafi það á tilfinningunni að undanþágu- beiðnir á fyrstu tveimur dögum í þriggja daga verkfalli sjúkraliða séu fleiri en var í átta vikna verk- falli þeirra árið 1994. Hún segir þetta til marks um það mikla neyð- arástand sem skapast hefur á sjúkrahúsunum landsins. Vegna þessa ástands þótti stjórnendum Landspítala- háskólasjúkrahús ástæða til að boða hana til fundar við sig í gær til að ræða endurskoð- un á neyðarlistum. Engir sáttar- fundir hafa verið boðaðir í deilunni. Þá hefur verkfallið orsakað tölu- verð vandræði hjá dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Valgerður Bald- ursdóttir hjúkrunarforstjóri segir að ættingjar aldraðra vistamanna sem búa í nágrenninu hafi m.a. komið á kvöldin til að hátta þá og aðstoða vegna verkfallsins. Engir neyðarlistar eru vegna sjúkraliða á Ási og því er enginn þeirra í vinnu á meðan verkfallið varir. ■ i STUTT I Heilsugæslustöðin í Mjódd hefur sagt upp 1.200 sjúk- lingum sem ekki eiga lögheimili í Reykjavík. Meirihlutinn, eða 900, eru úr Kópavogi. Ástæða upp- sagnanna er mannekla á heilsu- gæslustöðinni og að launakerfi heilsugæslulækna gengur út frá að læknar fái laun samkvæmt fjölda þeirra sem búa á svæði hverrar heilsugæslustöðvar. Morgunblaðið sagði frá. OPIÐ HUS HJA SJUKRALIÐUM Markaðsvísitölur síðustu þrjá mánuði: Sjávarútvegurinn staðið hlutabréf Síðastliðna þrjá mánuði, eða frá því hálfsársuppgjör hófu að birtast, hefur sjávarútvegsvísitala Verðbréfaþings íslands hækkað um 13%, á sama tíma og aðrar mark- aðsvísitölur, að lyfavísitölunni und- anskilinni, hafa lækkað umtalsvert. Upplýsingatæknivísitalan er áfram sú vísitala sem mest fellur, eða um 37% síðan í júlí og 71% það sem af er árinu. Á ársgrundvelli eru lyfj- vísitalan og sjávarútvegsvísitalan einnig í tveimur efstu sætunum; sú fyrrnefnda hefur hækkað um 7,5% og sú síðarnefnda lækkað um rúm 6%. „Ég held að al- mennt séu sjávar- útvegsfyrirtækin ennþá undirmetin, þrátt fyrir að þau hafi mörg hver hækkað undan- farna mánuði,“ segir Esther Finn- bogadóttir hjá greiningardeild Kaupþings, en kauptækifæri í þessum geira voru nokkuð í umræðunni sl. vor. Á með- al skýringa hækkunar hlutabéfa í MARKAÐSVÍSITÖLUR SÍÐUSTU 3 MÁNUÐI Sjávarútvegur +11% Lyf +5% Iðnaður og framleiðsla -2% Fjármál og tryggingar -3% Olíudreifing -4% Samgöngur Verslun og þjónusta -10% -12% Hlutabréfasjóðir -lio/o Byggingastarfsemi -12% Upplýsingatækni -37% sjávarútvegi nefnir Esther bætta framlegð í greininni í kjölfar geng- isfellingar og jákvæðar afkomutöl- ur í milliuppgjörum fyrir afskriftir ESTHER FINN- BOGADÓTTIR Flest sjávarutvegs- fyrirtækin ennþá undirmetín. Sannanir gegn bin Laden sagðar fullnægjandi Bandaríkin kynntu NATO sannanir gegn bin Laden. Fimmta grein stofnsamnings NATO þar með orðin virk. Upplýsingarnar samt áfram trúnaðarmál. KYNNINGARFUNDUR Francis Taylor, fulltrúi utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna (t.v.) og Nicholas Burns, sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO á fundi með ráðamönnum NATOÍ Brussel í gær. brussel. ap Aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins gera ekki lengur þann fyrirvara við samþykkt sína frá í síðasta mánuði, um að þau líti á hryðjuverkin í Bandaríkjunum sem árás á öll bandalagsríkin, að fyrst þurfi Bandaríkin að sýna með ótví- ræðum hætti fram á að árásin hafi komið utan frá. Robertson lávarður, fram- kvæmdastjóri NATO, sagðist í gær hafa séð sönnunargögn Bandaríkj- anna um aðild Osama bin Ladens að hryðjuverkunum, og þau séu ótví- ræð. Enginn vafi Ieiki lengur á því að Osama bin Laden standi á bak við hryðjuverkin og fimmta grein stofnsáttmála NATO væri því orðin virk. Hann sagði þó ekkert liggja fyrir um það með hvaða hætti við- brögð NATO yrðu. Engan veginn væri víst að um hernaðaraðgerðir yrði að ræða. „Bandaríkin verða að ákveða hvers konar aðstoð þau telja sig þurfa á að halda,“ sagði hann. Fulltrúar bandarískra stjórn- valda áttu í gær fund með æðstu ráðamönnum Atlantshafsbanda- lagsins og kynntu fyrir þeim þau sönnunargögnin. Sams konar kynn- ingarfundir voru jafnframt haldnir með stjórnvöldum allra aðildar- ríkja NATO í höfuðborg hvers þeir- ra um sig. Robertson vildi ekkert segja um innihald sönnunargagn- anna, annað en að ljóst væri að „ein- staklingarnir sem framkvæmdu þessi hryðjuverk væru aðilar að al- þjóðlegu hryðjuverkaneti al-Qaida, sem er undir forystu Osama bin Ladens og helstu liðsforingja hans og undir verndarvæng talibana." Frekari upplýsingar væru trúnað- armál. Bandaríkin hafa verið að kynna stjórnvöldum víða um heim þessi sönnunargögn í þremur umferðum. Á mánudag og þriðjudag fengu stjórnvöld í enskumælandi löndum slíka kynningu, þar á meðal Bret- land, Kanada og Ástralía. Síðan kom röðin að Natóríkjunum og öðr- um nánum bandamönnum Banda- ríkjanna, svo sem Japan, Suður- Kóreu og Singapor, en samkvæmt CNN fréttastofunni fá þau ekki jafn ítarlegar upplýsingar eins og þau ríki sem fengu kynningu í fyrstu umferð. I þriðju og síðustu umfei'ð eru svo „allir hinir“, og þau ríki fá aftur ekki jafn ítarlegar upplýsing- ar og hin ríkin. ■ Nýtt kaffihús í hjarta borgarinnar: Ödruvísi kaffihús midborgin Ömmu kaffi er nýtt kaffihús í miðborgarinnar sem opnað var í gær. „Ég hef kallað þetta fjölnota kaffihús," segir séra Jóna Hrönn Bolladóttir, mið- borgarprestur." Yfirbi'agð hússins er bjart og fallegt að sögn séra Jónu Hrannar. Opið verður alla virka daga frá 10 til 18 fyrir gesti og gangandi á öll- um aldri og boðið upp á góðar vreit- ingar. „Þarna verður staður fyrir bænum. Þá verður leikin lifandi gospel tónlist og uppbvggjandi andrúmslofti sem unga fólki skap- ar sjálft verður ríkjandi. Áðfai'anótt laugardags og sunnudags verður Ömmu kaffi opið milli kl. 12 og 3 í tengslum við Ljósin í bænum, leitarstarf KFUM og K í samstarfi við Sam- hjálp/Maríta. Á efri hæðinni hefur miðborgarprestur, prestur nýbúa, fangaprestur og framkvæmda- stjóri ÆSKR aðsetur. Þar eru ein- nig AA-fundir, 12 spora starf og bænastundir. „Þannig að húsið iðar af lífi,“ segir séra Jóna Ilrönn. ■ sig best STÆRSTU FÉLÖG í SJÁVARÚTVEGSVISITÖLUNNI Félag Vægi í vísitölu Samherji 21,1% Grandi 9,8% ÚA 8,4% SH 7.6% SÍF 7,2% Haraldur B. 6,1 % Þorbjörn Fiskanes 5,3% Síldarvinnslan 5,20/o Þormóður Rammi 5,0% Vinnslustöðin 4,9% og fjármagnsliði. Þá hafi verð upp- sjávarafurða hækkað. matti@frettabladid.is Frávik frá þjóðhagsspá: Ekkert óeðlilegt fjárlÖG Geir H. Haarde segir ekk- ert óeðlilegt við að fjármálaráðu- neytið víki frá þjóðhagsáætlun Þjóðhagsstofnunar þrátt fyrir að lög um fjárreiður ríkisins geri ráð fyrir að við fjárlög skuli samin með hliðsjón af henni og áætlanir um tekjur og gjöld skuli gerði á sömu meginforsendum og Þjóðhagsáætl- un. Fjármálaráð- herra segir að ráðuneytið hafi farið yfir útlitið í efnahagsmálum og komist að annarri niðurstöðu en Þjóðhagsstofnun. „Við erum einfaldlega ekki sömu skoðunar og þeir og setjum aðrar forsendur. Það birtist með því að þeirra hagvaxtarspá fyrir 2001 er hærri en okkai'. Svo snýst það við á næsta ári. Ég tel að þetta sé bita munur en ekki fjár. Við teljum að að niðursveiflan sé fyrr á ferðinni og að menn fari upp úr henni fyrr.“ Eitt þess sem fjármálaráðherra segir valda ólíkri niðurstöðu er að ráðuneytið byggir á sömu verð- bólguspá og Seðlabankinn sem spái minni verðbólgu en Þjóðhagsstofn- un. Það leiði svo til aukinnar einka- neyslu. ■ GEIR H. HAARDE Gefur lítið fyrir spá Þjóðhags- stofnunar og hef- ur enga trú á að hér verði sam- dráttur á næsta ári. Frávik frá þjóðhagsspá: Ekki verið gert áður fjárlög „Það hefur ekki áður verið vikið frá þeim forsendum sem fram koma í þjóðhagsspá með þessum hætti. Lítils háttar frávik hafa ver- ið hvað varðar verðbólguspá en ekki að því er varðar meginþjóð- hagslegu forsendurnar um hagvöxt og þjóðarútgjöld", segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, um það að fjármálaráðu- neyti styðst við eigin forsendur við gerð fjárlaga fremur en meginfor- sendur þjóðhagsspár eins og kveðið er á um lögum. Hann segir stofnun- ina þó enga skoðun hafa á lögmæti ákvörðunarinnar. Þórður segir að í raun sé e.t.v ekki svo mikill munur á spám Þjóð- hagsstofnunar og fjármálaráðu- neytisins en að þær breytingar sem ráðuneytið hefur gert frá spá stofn- I unarinnar séu allar í þá átt að gang- ur efnahagslífsins verði rýmri á ráð fyrir. Þórður telur að. ininna sé I fyrir að það verði veitt nieira en samsvarar aflaheimildum." Að auki sé hætt við að lækkað vei'ð eigna og þá sérstaklega hlutabréfa komi I fram í minni neyslu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.