Fréttablaðið - 03.10.2001, Page 6
6
FRÉTTABLAÐIÐ
3. október 2001 MIÐVIKUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Ertu smeyk við millilandaflug
eftir hryðjuverkin í Banda-
ríkjunum?
„Nei, ég held ekki. Ég óttast
það ekkert." |
Ragna Cuðmundsdóttir, ráðskona á Eskifirði
HELENA HILMARSDÓTTIR
„Höfum unnið hratt á undanförnum árum
og erum, m.a. með aðild að NOREX-regl-
unum, að komast jafnfætis kauphöllum (
Skandinavíu," segir forstöðumaður við-
skipta- og skráningarsviðs VÞl.
Verðbréfaþing í NOREX:
Bætir sam-
keppnis-
stöðuna til
lengri tíma
verðbréf „Það má líta á þetta sem
skref í þá átt að auka tiltrú er-
lendra fjárfesta á íslenskum verð-
þréfamarkaði,“ segir Helena
Hilmarsdóttir, forstöðumaður við-
skipta- og skráningarsviðs VÞÍ,
en þingið hefur gerst aðili að svo-
nefndum NOREX reglupakka sem
nær einnig yfir kauphallirnar í
Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Á
næsta ári er svo gert ráð fyrir að-
ild Norðmanna. „Þetta eru miklu
ítarlegri reglur heldur en við höf-
um áður haft og stórt skref í átt
algerrar samræmingar kauphall-
arreglna á Norðurlöndum.“ Hel-
ena tekur undir að til lengri tíma
litið muni þetta bæta samkeppnis-
stöðu Verðbréfaþingsins og auka
líkur á fjárstreymi hingað til
lands.
Með reglunum munu þingaðil-
ar hér á landi eiga mun auðveld-
ara með að gerast aðilar að kaup-
höllum erlendis og öfugt. íslands-
banki er þegar þingaðili í kaup-
höllunum í Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi. Finnur Reyr Stefáns-
son, yfirmaður markaðsviðskipta
íslandsbanka, segir það jákvætt
fyrir ísland að styrkja tenginu
sína við kauphallir á Norðurlönd-
um. „Þetta gerir erlendum aðilum
auðveldara að fjárfesta hér á
landi,“ segir Finnur, en tekur jafn-
framt fram að stóri þröskuldurinn
milli íslands og erlends fjár-
magns sé eftir sem áður íslenska
krónan. ■
[ LÖGREGLUFRÉTTIR [ ~
Brotist var inn í tvær bifreið-
ar í gærmorgun. Farið var
inn í aðra bifreiðina í Efstasundi
og þaðan stolið hljómtækjum. Þá
var farið í hina bifreiðina á
Langholtsvegi og einnig stolið
hljómtækjum. Að sögn lögregl-
unnar í Reykjavík er um tölu-
vert fjármagnstjón að ræða og
ekki ólíklegt að um sama inn-
brotsþjófinn sé að ræða.
' Verðkönnun:
Kjúklingur þrefalt dýrari
á Islandi en í Danmörku
neytendamál Af 84 matvöruteg-
undum eru 81 prósent dýrari á ís-
landi heldur en í Danmörku, sam-
kvæmt könnun sem ASÍ hefur
framkvæmt í matvöruverslunum
á Netinu. Könnunin fór fram 14.
september og voru borin saman
verð á sömu stærðarpakkningum
í netverslun Hagkaups á íslandi
og í netverslun ISO í Danmörku.
Kjúklingur er ein af þeim mat-
vörutegundum sem er mun dýrari
hér á landi og munar á bilinu 104
til 343 prósent. Mestur munur er á
frosnum heilum kjúklingi, en
hann er 343 prósent dýrari á ís-
landi. Að sögn Bjarna Dags Jóns-
sonar, markaðsstjóra Reykja-
garðs er munurinn almennt ekki
svo mikill. Sem dæmi hafi kíló af
frosnum kjúklingi kostað 389
krónur á tilboði í Bónus í gær.
Engu að síður er tilboðskjúkling-
urinn 66 prósent dýrari heldur en
kjúklingurinn sem kannaður var í
netverslun ISO. Bjarni Dagur seg-
ir að þessi munur skýrist helst af
því að kjúklingafóður fyrir ís-
lenska kjúklinga er innflutt og því
mun dýrara heldur en í Dan-
mörku. Einnig séu framleiðsluein-
ingarnar minni og því óhagkvæm-
ari hér á landi. ■
KJÚKLINGAR
Fjölskylda sem hefur tvo kjúklinga í
matinn greiðir 1.290 krónur á Islandi en
292 krónur ( Danmörku, samkvæmt verð-
könnun ASÍ.
Megintilgangurinn er að
njóta tónlistarinnar
Við Hátún í Reykjavík er rekinn tónlistarskólinn Tónstofa Valgerðar. í skólanum hafa fatlaðir
nemendur forgang um nám. Þar fer bæði fram hefðbundið hljóðfæra- og söngnám og músík-
þerapía. Bjöllukór ungmenna starfar einnig við skólann. 1$
tónlistarkennsla Bjöllukórsfé-
lagar í Tónstofu Valgerðar voru
glaðir í bragði þar sem þeir léku
lag sem Jón Asgeirsson hefur
samið fyrir Þroskahjálp. Þau ætla
að flytja lagið á
landsþingi samtak-
Bornsem anna. >Ef til vill
hafa sérþarfir fiytjum við líka
eða fötlun baráttusöng eftir
faraígrein- ólaf Hauk Símon-
ingu þar sem arson,“ segir Val-
færni þeirra gerður Jónsdóttir
og þekking er músíkþerapisti
metin í stöðl- sem rekur Tón-
uðum prófum stofu Valgerðar og
af ýmsu tagi. sinnir þar allri
Tónnæmið og kennslu. Bjöllukór-
tónlistarfærnin inn fæst við fjöl-
er hins vegar breytt verkefni,
aldrei metin. sálmalög, dægur-
..4 lög, söngleikjatón-
list og íslensk þjóð-
lög svo eitthvað sé nefnt. „Já,“
segja allir einum rórni þegar
spurt er hvort ekki sé gaman í
bjöllukór.
í Tónstofunni eru 39 nemend-
ur á öllum aldri. Þeir stunda bæði
hefðbundið hljóðfæranám en ein-
nig fer þar fram músíkþerapía.
Sérstaða Tónstofu Valgerðar er
að vera eini tónlistarskóli lands-
ins þar sem fatlaðir nemendur
njóta forgangs. Kennslan fer að-
allega fram í einkatímum en nem-
endurnir sækja einnig hóptíma.
Valgerður bendir á að börn
sem hafa sérþarfir eða fötlun fari
í greiningu þar sem færni þeirra
og þekking er metin í stöðluðum
prófum af ýmsu tagi. „Tónnæmið
og tónlistarfærnin er hins vegar
aldrei metin og þegar börnin fá
svo tækifæri til að stunda tónlist-
arnám þá koma hæfileikar þeirra
oft á óvart.“ Valgerður leggur
GLAÐLEGUR BJÖLLUKÓR
i bjöllukór Tónstofu Valgerðar eru 12 ungmenni. Krakkarnir eru á því að það væri ekki gaman ef engin tónlist væri til en einn úr hópn-
um, Aðalsteinn, deyr greinilega ekki ráðalaus. „Þá búum við til tónlist," segir hann.
áherslu á að ástundun tónlistar
bæti líðan og auki lífshamingju
þessara nemenda, eins og ann-
arra sem stunda tónlist.
í músíkþerapíunni er tekið á
vandamálum eða þjálfuð færni
sem gagnast einstaklingnum al-
mennt í lífinu og getur einnig
gagnast nemendunum seinna
meir, hefji þeir hljóðfæranám.
„Músíkþerapía og tónlistarsér-
kennsla eru greinar á sama
meiði. í tónlistarkennslunni getur
falist þerapía og í þerapíunni
kennsla." Músíkþerapían er þó,
að sögn Valgerðar, alls ekki for-
senda þess að kenna fötluðum
tónlist. Valgerður segir að mark-
miðið með náminu sé að einstak-
lingurinn fái notið tónlistar en
ekki að hann verði einleikari. „Al-
veg eins og okkur er öllum kennt
að skrifa. Sumir leggja fyrir sig
að skrifa bækur, aðrir skrifa
sendibréf og sumir bara nafnið
sitt.“
steinunn@frettabladid.is
Réttarhöld yíir Estrada hafin:
Mætti í inniskóm
og án lögfræðinga
MANILA.FIUPPSEYJUMAP Réttarhöld í
spillingarmáli Joseph Estrada,
fyrrverandi forseta Filippseyja,
hófust í fyrradag. Mætti Estrada
klukkutíma eftir að réttarhöldin
áttu að hefjast í réttarsalinn með
enga lögfræðinga sér við hlið auk
þess sem hann var í inniskóm.
Estrada, sem hafði heitið því að
mæta ekki til réttarhaldanna, sagð-
ist hafa verið þvingaður til að mæta
og taldi hann engar líkur á því að
hann fengi sanngjarna dómsmeð-
ferð. Skömmu áður en réttarhöldin
hófust hafnaði hæstiréttur Filipps-
eyja beiðni lögfræðinga Estrada
um að fresta réttarhöldunum vegna
þess hve lögin um fjárdrátt í land-
inu eru óljós.
Þetta eru fyrstu glæparéttar-
höldin sem haldin eru yfir fil-
ippseyskum forseta. Estrada er
sakaður um að hafa dregið til sín
um 8 milljarða króna á meðan á 31
mánaðar valdatíma hans stóð. Hann
er m.a. grunaður um að hafa þegið
mútur frá stjórnendum ólöglegra
spilavíta auk þess að hafa dregið til
sín hluta af tóbakssköttum í landinu
og fjárfest ólöglega í nafni ríkisins.
f RÉTTARSALNUM
Estrada, I miðjunni, ásamt syni sínum (til hægri) og ráðgjafa sfnum við réttarhöldin I fyrra-
dag sem fóru fram Quezon-borg. Neitaði forsetinn fyrrverandi öllum ásökunum harðlega.
Á Filippseyjum er hægt að
dæma menn til dauða fyrir fjár-
drátt. Það er hins vegar talin ólík-
leg niðurstaða í máli Estrada, en
árið 1998 var hann kosinn til sex
ára sem forseti landsins eftir að
hafa unnið kosningarnar með mikl-
um meirihluta atkvæða. ■