Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2001, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 03.10.2001, Qupperneq 16
FRÉTTABLAÐIÐ í BÍÓ VILHELM ANTON JÓNSSON söngvari 200 þúsund Nagibíta og umsjónamaður sjónvarpsþáttarins At. Væmin apapláneta „Ég sá Apaplánetuna síðast í bíó, mér fannst hún mjög væmin. Hún var flott en ég hafði engan húmor fyrir endinum og það að hann kyssti apann fannst mér siðferðislega rangt." | 16 3. október 2001 MIÐVIKUDAGUR HÁSKÓLABÍÓ .A~ HAGATORGI. SIMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 6, 8 og 10 iÉ 0^: . lAí i Al DOWN TO EARTH kl.8oglo| Svnd kl. 5.15, 8 oa 10 [rugarts in raris kl. 61 [ BRIDGET JONES S DIARY kl. 8 [ ALFABAKKA 8, SIMI 587 8900 www.samfilm.is Lokað í dag Opnum aftur á morgun eftir stórtækar breytingar Líka hinn glæsilega VIP lúxussal Ghubby Ghecker: Krefst viður- kenningar tónust Söngvarinn Chubby Checker, maðurinn sem færði okkur Twistið með lögunum „The Twist“ og „Let’s Twist Again“, keypti á dögunum heilsíðu auglýs- ingu í Bill- board þar sem hann fór fram á að fólk við- urkenndi hann sem __ einn af _ ^ frömuðum rokksins. Hann vill að „Frægðar- höll Rokksins”, rokksafn sem ár- lega innlimar þekkt andlit úr rokksögunni við hátíðlega athöfn, taki sig inn á þessu ári þar sem hann vill fá að upplifa atburðinn en ekki vera innlimaður eftir dauða sinn. Ef hann fær ekki inn- göngu í ár, hyggst hann að hafna henni seinna. Aftur á móti hafa Sex Pistols verið orðaðir við inn- göngu í ár. ■ Hún er þægileg ... NILFISK BACKUUM .... . ■..■■ FRÉTTIR AF FÓLKI Besti vinur George Clooney heldur því nú fram að leikar- inn sé að slá sér upp með Bridget Jones stjörnunni Réne Zellweger. Þau eiga að hafa eytt miklum tíma saman síðustu vikur og sagðist vinurinn vona að samband þeirra nái að blómstra. Hljómsveitin Weezer hefur af- lýst fyrirhugaðri tónleikaför sinni til Evrópu. Ástæðan er tal- in vera flughræðsla liðsmanna í kjölfar hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum. Sveitin hefur staðið í ströngu síðustu mánuði, skipt um bassaleikara og er við það að taka upþ nýja breiðskífu sem á að koma, út á næsta ári. Igærkvöldi fóru fram minning- artónleikar um Bítilinn John Lennon í New York. Tónleikarnir áttu upprunalega áð fara fram þann 20. septem- ber en var .frestað í kjölfar hryðjuverkanna. Allur ágóði átti upprunalega að fara til samtaka sem berjast á móti ofbeldi, en eftir voðaverkin var ákveðið að hluti hans færi til Rauða Kross Bandaríkjana, lög- reglu og slökkviliðs New York borgar. Á tónleikunum komu margir þekktir tónlistarmenn fram, t.d. Sean Lennon, Alanis Morissette, Craig David, Moby og Lou Reed. Tónleikarnir fóru fram í Radio City. Rapparinn Dr. Dre hefur tapp- að af reiði sinni í garð Osama bin Ladens í nýju lagi um þau ódæðisverk sem hann er grunaöur um. Rapparinn hefur þegai’ géfið 1 milljón dollara til styrktar þeirra sem eiga um sárt að bindá eftir árásirnar. Búist er við því að smáskífa með lag- inu verði gefin út innan skamms. ítölsk kvikmynda- hátíð í Reykjavík A næstu dögum mun ítölsk menning ráða ríkjum í Þjóðarbókhlöð- unni. Kvikmyndahátíð hefst í kvöld með tónleikum. Verðlauna- myndir sýndar fram á laugardag. Á föstudag verður Islendingum afhentar ítalskar samtímaskáldsögur. KVIKMYNDAHÁTÍD I kVÖld hefst ítöl- sk kvikmýndahátíð í Reykjavík sem stendur fram á laugardag. Það er félagið Italiazzurra sem stendur fyrir henni í samvinnu við ítölsku menningarstofnunina í Osló. Italiazzurra er félag sem að mestu er skipað ítölum sem búa á íslandi. „Félagið var stofn- að fyrir fimm árum og okkur fannst tilvalið að halda upp á þau tímamót,” segir Luigi Bartolozzi, formaður Italiazzurra. „Hátíðin hefst með tónleikum á miðvikudagskvöld [í kvöld] klukkan átta. Þar verður leikin hefðbundin tónlist frá Napólí og það er tríóið Delizie Italiane sem leikur fyrir gesti. Sýning kvik- myndanna hefst svo á fimmtu- dag klukkan sex. Allir viðburðir hátíðarinnar munu fara fram í fyrirlestrarsal Landsbókasafns íslands, Þjóðarbókhlöðunni. Það er ókeypis aðgangur og allir vel- komnir. Ég bendi á að allar kvik- myndirnar eru með enskum texta þannig að þær eru aðgengi- legar þeim sem ekki kunna ítöl- sku.“ DAGSSKRA KVIKMYNDAHÁTÍDARINNAR FIMMTUDAGURINN 4.10. Kl. 18:00 Nuovo Cinema Paradiso eftir Cíuseppi Tornatore (1988) Kl. 20:00 Noi Tre eftir Pupi Avati (1984) FÖSTUDAGURINN 5.10 Kl. 17:00 Deserto Rosso eftir Michaelangelo Antonioni (1964) LAUGARDAGURINN 6.10 Kl. 13:30 La Notte di San Lorenzo eftir Fratelli Taviani (1982) Kl. 15:20 Bidoni eftir Felice Farina (1995) PARADÍSARBfÓIÐ Nuovo Cinema Paradiso hlaut óskarsverðlaunin árið 1990 sem besta erlenda kvik- myndin. Hún verður sýnd á ítalskri kvikmyndahátíð Kvikmyndirnar eru ekki af verri endanum. Fyrst verður sýnd Nuovo Cinema Paradiso sem margir íslendingar þekkja. í henni er sagt frá ítölskum kvik- myndaleikstjóra sem snýr aftur á æskuslóðirnar og rifjar upp bernsku sína, tímann þegar ást hans á kvikmyndum kviknaði. Myndin Noi Tre segir frá ung- lingsárum tónskáldsins Mozarts, sem kynnist ástinni í fyrsta skip- ti þegar hann dvelur á Ítalíu. Deserto Rosso var fyrsta lit- mynd ítalska verðlaunaleikstjór- ans Antonioni. í henni segir frá ungri konu sem eftir taugaáfall og misheppnaða tilraun til sjálfs- vígs hefur ástarsamband. Notk- un Antonionis á litum í myndinni, og hvernig þeir endurspegla hug- arástand persónanna, þykir ein- stök. La Notte di San Lorenzo er margverðlaunuð mynd sem ger- ist á nótt heilags Lorenzo, en samkvæmt ítalskri þjóðtrú ræt- ast draumar þá nótt. Myndin ger- ist árið 1944 og segir frá hópi ítala sem flýr heimili sitt þegar þeir frétta að nasistar hafi í hyg- gju að myrða þorpsbúa. í gaman- myndinni Bidone segir frá skrautlegu lífi blaðamannsins Giuseppi. í tengslum við kvikmyndahá- tíðina verður Landsbókasafninu afhentar yfir 100 ítalskar sam- tímaskáldsögur. „Það er ítalski konsúllinn sem hefur haft miili- göngu um afhendingu bókanna," segir Luigi sem vonast til að sem flestir sjái sér fært aó mæta á kvikmyndahátíöina. sigridurnfrettabladid.is NABBI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.