Fréttablaðið - 03.10.2001, Page 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
3. október 2001 MIÐVIKUDAGUR
Aðildarríki S:Þ. ræða skilgreiningu hryðjuverka á Allsherjarþinginu í NewYork:
„Hættum þessu þrasi“
Frumvarp um eignarrétt:
Bætir rétt
útlendinga
alþinci Frumvarp sem dómsmála-
ráðherra, hyggst leggja fyrir Al-
þingi gerir ráð fyrir að útlendingar
frá löndum utan EES-svæðisins
geti eignast fasteignir á íslandi, svo
fremi sem þeir hafa hérlent lög-
heimili. Hingað til hafa þeir sem
fylla þennan hóp þurft að hafa fasta
búsetu hér á landi í fimm ár til að
öðlast þennan rétt. Tugir beiðna
hafa borist ráðuneytinu árlega um
undanþágu frá reglunni. „í reynd
hefur framkæmdin verið þannig að
beiðnum um undanþágu frá þessari
reglu hefur ekki verið hafnað," seg-
ir Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar-
maður dómsmálaráðherra. ■
sameinuðu þjóðirnar. ap Aðildarríki
Sameinuðu þjóðanna hafa árum
saman ekki getað komið sér saman
um skilgreiningu á hryðjuverka-
mönnum. Þessar deilur hafa tafið
fyrir því að alþjóðasamningur gegn
hryðjuverkum líti dagsins ljós, en
hann myndi gera ríkjum heims
kleift að beita markvissari aðferð-
um gegn hryðjuverkum. Um þessi
mál er rætt á Allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna, sem nú stendur
yfir í New York.
Ástæða þess, að um þetta hefur
ekki náðst samkomulag, er auðvit-
að sú að þeir sem í augum eins rík-
is eru ótíndir hryðjuverkamenn
geta í augum annars ríkis verið
frjálsræðishetjur hinar mestu.
Vandinn er sá, að greina á milli
hryðjuverka og réttarins til þess að
berjast gegn harðstjórum og er-
lendu hernámi.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, og fulltrúar
margra ríkja á Allsherjarþinginu,
hvöttu aðildarríkin til þess að láta
nú af deilum um orðalag og koma
sér saman um alþjóðasamning gegn
hryðjuverkum. Allir voru þeir, sem
tóku til máls, sammála um að árás-
irnar á Bandaríkin 11. september
hefðu verið hryðjuverk. „Ég skil
þörfina fyrir lagalega nákvæmni,"
sagði Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri S.Þ., í ávarpi sínu á Allsherj-
arþinginu á mánudag. Hins vegar
sagði hann jafn nauðsynlegt að hafa
siðferðilegu hliðina á hreinu. „Jafn-
vel þegar um hernaðarátök er að
ræða, þá er ólöglegt að beina spjót-
um sínum að saklausum borgurum,
auk þess sem það er siðferðilega
rangt.“ Jeremy Greenstock, sendi-
herra Bretlands hjá S.Þ. sagði hins
vegar aldrei myndi nást samkomu-
lag um aðgerðir í stríði og vopnuð-
um átökum. f mörgum tilvikum sé
nefnilega fullkomlega eðlilegt að
ágreiningur ríki um það hvort um
hryðjuverk að ræða. Hann hvatti
„LYKTIN AF HRYÐJUVERKUM"
Jeremy Greenstock, sendiherra Breta hjá
Sameinuðu þjóðunum, sagði ekkert fara á
milli mála þegar um hryðjuverk sé að
ræða.
því til þess að alþjóðlegum mannúð-
arlögum, sem nú þegar eru í gildi,
verði beitt gegn hryðjuverkum.
„Það sem lítur út, lyktar og drepur
eins og hryðjuverk er hryðjuverk,"
sagði hann á Allsherjarþinginu á
mánudag. ■
Alþjóðasamningur
staðfestur:
Island gegn
hryðju-
verkum
alþjóðasamningar Á mánudag
skrifaði Þorsteinn Ingólfsson,
sendiherra og fastafulltrúi ís-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum í
New York, undir alþjóðasamning
um aðgerðir til að stemma stigu
við fjármögnun hryðjuverka. Þor-
steinn skrifaði undir fyrir hönd ís-
lenska ríkisins og segir í tilkynn-
ingu utanríkisráðuneytis að und-
irritunin sé í samræmi við stefnu
stjórnvalda um virka þátttöku
landsins í alþjóðlegum aðgerðum
gegn hryðjuverkum. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
Lögreglan á ísafirði handtók
mann í fyrrakvöld vegna ölv-
unar og skemmdarverka. Hafði
manninum verið vísað út af
skemmtistað vegna óláta. Var
hann greinilega ekki sáttur við þá
meðhöndlun og gekk þá um og
braut rúður og sparkaði í bifreið-
ar. Maðurinn fékk að gista fanga-
geymslur lögreglunnar og var
honum sleppt síðdegis í gær.
---^---
yrla Landhelgisgæslunnar
sótti í fyrrinótt hjartveikan
mann um borð í norskan togara
suður af Ingólfshöfða. Þyrla lagði
af stað frá Reykjavík klukkan
sex og lenti með manninn við
Landspítalann í Fossvogi um níu-
leytið. Vel gekk að hífa manninn
um borð í þyrluna en gott skyg-
gni var og ekki mikill vindur.
í"AFSLÁTTAR.HI&AR. j
TILBOÐ
! Framköllun á 795,- kr. !
! á 24 mynda filmum J
gegn framvísun miðans
■ Gildir vikuna 3. tii 9. október I
! BH Framköllun !
1 Laugavegi 168 (Brautarholtsmegin) - sími 562 0373 J
r — — — — — — — — — — — — — — i
J Þú kaupir J
! 2 kg. af fiskfarsi en !
i ° i
! borgar bara fyrir 1 kg. !
| Aðeins gegn framvísun miðans meðan birgðir endast. jj
J cildlr aðeins Fiskbúð|n vör .
i t dBg Höfðabakka 1 i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
1
1
I
a.
16" pizza
m/2 óieggsteg.
á abeins 1.099,- (sótt)
Gegn framvísun
mibans færð
þú braubstangir
og sósu meb
í kaupbæti.
Sími: 520 3500
Gnobarvogi 44
**
l
i
i
i
l
l
l
t
l
i
a
i
«
I
«
HAUSTMÁLIN KYNNT
Vinstri-grænir kynntu tíu fyrstu mál sín í gær.
Vinstri-grænir:
Byggða- og
umhverfismál
í brennidepli
þingmál Vinstrihreyfingin - grænt
framboð kynnti í gær fyrstu tíu
þingmálin sem flokkurinn hyggst
leggja fram á þingi. Byggða- og
umhverfismál eru fyrirferðar-
mest á haustdögum. Þar ber hæst
þingsályktunartillögu flokksins
um sérstakt átak til að treysta
byggð og efla atvinnulíf á lands-
byggðinni. Lagt er til að átakið
hefjist á Austurlandi á næsta ári
og 400 milljónum króna verði ár-
lega varið til uppbyggingar þró-
unar-, byggða-, viðskipta-, og
menningarmála um sex ára skeið.
Þá er endurflutt tilllaga um að Al-
þingi komi saman í janúar næst
komandi til sérstaks byggðaþings
þar sem fjallað verði um framtíð-
arþróun byggðar í landinu. Þá
verður flutt frumvarp um fjár-
aukalög til að leysa fjárhagsvanda
sveitarfélaga vegna félagslegra
íbúða.
í umhverfismálum er lögð til
stækkun friðlandsins í Þjórsárver-
um og endurskoðun Vatnalaga fi'á
1923. Þá verða fluttar þingsálykt-
unartillögur um umbætur í vel-
ferðarmálum, möguleika á laga-
setningu til að sporna við uppsögn-
um vegna aldurs og að unnin verði
rammáætlun til að efla félagslegt
forvarnarstarf. Að auki verður
endurflutt frumvarp um breytta
refsiábyrgð vegna vændis. ■
ÖBI-minnismiði
stjórnvalda:
Deilt um
aðgang
fyrir rétti
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Mái-
flutningur fór fi'am í máli Ör-
yrkjabandalags Reykjavíkur á
hendur stjórnvöldum vegna neit-
unar þeirra síðarnefndu á að af-
henda ÖBÍ minnisskjal sem sér-
fræðinganefnd sem vann tillögur
um hvernig skyldi bregðast við
dómi Hæstaréttar í málefni Ör-
yrkjabandalagsins fékk í hendur.
Ragnar Aðalsteinsson, lög-
maður ÖBÍ, hélt því fram fyrir
dómi að hömlur á aðgengi al-
mennings að skjölum í vörslu
hins opinbera eins og kveðið er á
um í undanþáguákvæði upplýs-
ingalaga standist hvorki stjórnar-
skrá né mannréttindasáttmála
Evrópu og því lægi fyrir dómnum
að úrskurða að ákvæðið stæðist
lög. Að auki væri það svo að ef
ákvæðið stæðist lög ætti það ekki
við í þessu tilfelli þar sem ein-
ungis væri kveðið á skjöl sem
væru lögð fyrir á ríkisstjórnar-
fundum og næðu ekki lengra,
minnismiðinn hafi hins vegar far-
ið í hendur nefndar sem ekki
heyrir undir stjórnsýsluna og
faili því ekki undir undanþáguá-
kvæðið.
Skarphéðinn Þórisson ríkislög-
maður sagði hins vegar ljóst að
ákvæðið vei’ndaði stjói'nvöld fyi'-
ir að birta viðkvæm skjöl um mál
sem væru til umræðu innan ríkis-
stjórnar. Þá væri ekki hægt að
líta svo á að eðli skjalsins breytt-
ist við það að fara í hendur ráð-
gjafa ríkisstjórnar enda eðlilegt
að stjórnvöld hafi svigrúm til að
bei'a mál undir ráðgjafa sína. ■
Samhjálp leitar eftir auknu fjármagni:
Vilja bæta þjónustu
vid skjólstæðinga
HEIÐAR GUÐNASON
Tímaritið Samhjálp er gefið út þrisvar sirmum á ári. Þar er fjallað um starfsemina og efni
tengdu vímuefnaneyslu o.fl.
samhjálp „Hjálpaðu okkur að hjál-
pa öðrum,“ er yfirskrift átaks sem
Samhjálp hrindir af stað í dag með
því að dreifa tímariti sínu ókeypis
inn á öll heimili á höfuðborgai'-
svæðinu. Að sögn Heiðars Guðna-
sonar, forstöðumanns Samhjálpar,
er ætlunin með átakinu að kynna
starfsemi Samhjálpar auk þess að
afla fjár með nýjum áskrifendum
að blaðinu. „Það liggur mikið á að
geta sinnt ýmsu viðhaldi sem setið
hefur á hakanum en okkur hefur
verið naumt skammtað fé frá opin-
berum aðilum . Að auki langar okk-
ur að bæta þjónustuna við skjól-
stæðinga okkar, sem margir eiga
um sárt að binda. Þá sjáum við fyr-
ir okkur fleiri verkefni sem við
gætum sinnt ef við hefðum meira
fjármagn."
Samhjálp rekur meðferðarheim-
ilið Hlaðgerðarkot og áfangaheimili
og félagsmiðstöð þeirra sem þurfa
á eftirmeðferð að halda. Þá er í'ekin
kaffistofa fyrir utangai’ðsfólk og
aðra aðstöðulausa að Hverfisgötu
og foi’varna- og hjálparstarfið
Marita á íslandi þar sem markhóp-
urinn er ungt fólk. „Með því að ger-
ast áskrifendur að tímaritinu okkar
er fólk að hjálpa okkur að hjálpa
öllu þessu fólki sem kemur að starf-
semi Samhjálpai’," sagði Heiðar. ■