Fréttablaðið - 03.10.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.10.2001, Blaðsíða 11
RAÐAUGLÝSINGAR Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Lækjarskóli Skólaliða (stuðningsfulltrúa) vantar í 50% starf e.h. til að sinna fötluðum nemanda í lengdri skóladagvist. Allar upplýsingar gefur skólastjóri Reynir Guðnason í síma 555 0585. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31 en einnig er hægt að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is Umsóknarfrestur er til 10. október. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði Matreidslunemi/Adstodarfólk Veitingahúsið Brasserie Askur og Skídaskálinn í Hveradölum óska eftir ad ráða áhugasama matreiðslunema til starfa. Vaktavinna. Einnig vantar okkur duglegt aðstodarfólk f eldhús. Áhugasamir hafi samband f sfma 553 9700 eða 567 2020 Skíðaskáíitrn í Hveradötum SPROTAFJARMOGWUN Sprotafjármögnun þekkingarfyrirtækja Rannsóknarráð íslands (RANNÍS) og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) bjóða sprotafjármögnun til að efla rannsóknar- og þróunarstarf í íslensku atvinnulífi. Forsenda styrkveitingar er að markvisst sé stefnt að öflun hagnýtrar þekkingar er lagt geti grunn að nýrri framleiðslu og aukinni samkeppnishæfni í íslensku atvinnulífi. Með samstarfi RANNÍS og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA) er mögulegt að ráðast i framsækin og fjárfrek rannsókna- og þróunarverkefni. Rannsóknaráð metur umsóknir og úthlutar styrkjum til verkefna samkvæmt reglum sínum. NSA metur hugsanlegt viðskiptalegt gildi þekkingarverðmæta sem stefnt er að. Viðskiptaáætlun þarf þó ekki að liggja fyrir. Aðild NSA að verkefnum getur verið með þrennum hætti: A) áhættulán B) áhættulán með breytirétti í hlutafé C) hlutafé. Á árinu 2002 mun RANNÍS verja allt að 30 milljónum króna til þessara verkefna og NSA 60 milljónum króna að því gefnu að verkefni uppfylli kröfur sjóðsins. Umsóknareyðublöð er að finna á heimsíðu RANNÍS (http://www.rannis.is) Upplýsingar veita starfsmenn Tæknisjóðs RANNÍS: Erlendur Jónsson, beinn sími 515 5808 / Netfang : elli@rannis.is Snæbjörn Kristjánsson, beinn sími 515 5807 / Netfang : skr@rannis.is Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2001. Rannsóknarráð Islands, Laugavegi 13,101 Reykjavík, sími 515 5800, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is ;'^RAMMÍS NÝSKÖPUNARSJÓÐUR HÚSAFRIÐUNARSJÓÐUR Húsafriðunamefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í 47. gr. þjóðminjalaga þar sem segir: „Hlutverk Húsafriðunarsjóðs er að veita styrki til viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirk- um. Heimilt er að veita styrki til viðhalds annarra húsa en friðaðra, sem að dómi Húsafriðunarnefndar hafa menn- ingarsögulegt eða listrænt gildi“. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. Undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. Framkvæmda tii viðhaids og endurbóta. 3. Byggingarsöguiegra rannsókna og útgáfu þeirra. 4. Húsakannanna. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. desember 2001 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Lyngási 7, 210 Garðabæ, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á heimasíðu Húsafriðunarnefndar, www.husafridun.is. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260 milli kl. 10:30 og 12:00 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins n NÁMSMATSSTOFNUN Suðurgötu 39 • 101 Reykjavík • Sími 551 0560 • fax 551 0590 netfang: namsmat@namsmat.is • veffang: http//:nmsmat.is Kennarar Fastar stöður Námsmatsstofnun óskar eftir að ráða kennara til starfa sem fyrst. Um er að ræða tvö 50% stöðugildi. Skilyrði er að umsækjendur hafi kennsluréttindi og víðtæk kennslureynsla í nokkrum aldurshópum er æskileg. Starfið felur í sér samningu og undirbúning prófgagna, margvísleg handtök við framkvæmd og forprófanir samræmdra prófa, þáttöku í skýrslu- gerð og rannsóknarverkefnum. Áhugavert og fjölbreytt starf. Um- sækjendur þyrftu að geta hafið störf sem fyrst. Kjör samkvæmt kjarasamningum kennara. Yfirferð samræmdra prófa Kennarar óskast til yfirferðar á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk 2001. Skilyrði eru að viðkomandi hafi kennsluréttindi og reynslu af kennslu nemenda á grunnskólastigi í starðfræði og/eða íslensku. Umsóknir berist fyrir 9. október. Upplýsingar gefa Sigurgrímur eða Finnbogi í síma 551-0560 milli klukkan 13:00 og 16:00 Umsóknareyðublöð má nálgast hjá Námsmatsstofnun eða á vef- síðu stofnunarinnar. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi NÝJAR ÁSKORANIR í STARFI! EITTHVAÐ FYRIR ÞIG? Fólk með fötlun vantar starfsfólk sér til aðstoðar í at- höfnum daglegs lífs og til þátttöku í samfélaginu. Um er að ræða 50-100% stöður fyrir þroskaþjálfa og al- mennt starfsfólk af báðum kynjum. Störf í Hafnarfirði: Á nýtt sambýli sem verður opnað fljótlega í Smára- hvammi, þá vantar á sambýlum við Berjahlíð, Klettahraun og Einiberg. Störf í Garðabæ: Á sambýlum við Sigurhæð og Ægisgrund. Störf í Kópavogi: Á sambýlum við Kópavogsbraut 5, Marbakka- braut, Hrauntungu, Borgarholtsbraut og heimili fyrir einhverfa við Dimmuhvarf. Störf í Mosfellsdal: Á Tjaldanesheimilið í Mosfellsdal. Boðið er upp á öflugan faglegan stuðning, þjálfun og námskeið fyrir nýtt starfsfólk. Nýtt starfsfólk tekur þátt í framsæknu þróunarstarfi við mótun þjónust- unnar. Við bjóðum laun samkvæmt gildandi kjarasamning- um Þ.í. og S.F.R. sem meðal annars tryggja rétt til sumarorlofs og veikinda. Athugið launahækkun í nýj- um samningum. Kaffitímar eru greiddir í yfirvinnu, frítt fæði og fleira. Reyklausir vinnustaðir. Upplýsingar um ofangreind störf eru veittar í síma 525-0900 á skrifstofutíma. Umsóknarfrestur er til og með 17. okt. nk. Ráðning getur hafist strax eða eftir samkomulagi. Umsóknareyðubiöð eru á skrifstofunni að Digranesvegi 5 í Kópavogi og á vef Svæðisskrif- stofu á NetinuÝ http://www.smfr.isl Mosfellsbær Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Hlíðarás 2, í Mosfellsbæ. Á fundi bæjarstjórnar þann 26. september 2001 var samþykkt kynning á tillögu að þreytingu á deiliskiþulagi lóðarinnar Hlíðarás 2 í Mosfellsbæ í samræmi við 1. mgr. 26.gr. skipulags- og bygg- ingalaga nr 73/1997, með síðari breytingum. Breyting fellst í því að einbýlishúsalóð, sem er 2.197 m2, er skipt í tvær lóðir, annars vegar lóð sem er u.þ.b.1550 m2 og hins vegar 650 m2, heimilað er að hafa eitt einbýlishús á hvorri lóð. Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 03. okt- obertil 16. nóvember n.k. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu hafa borist skiþulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 16. nóvember n.k. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tilögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.