Fréttablaðið - 03.10.2001, Síða 14

Fréttablaðið - 03.10.2001, Síða 14
FRÉTTABLAÐIÐ 3. október 2001 MIÐVIKUDACUR i-| HEIMSLISTINN j COLFI TIGER WOODS Golfari Land 1. Tiger Woods Bandaríkin 2. Phil Mickelson Bandaríkin 3. David Duval Bandaríkin 4. Ernie Els S-Afríku 5. Vijah Singh Fiji 6. Davis Love III Bandaríkin 7. Sergio Garcia Spánn 8. Darren Clarke N-Irlandi 9. David Toms Bandarlkin 10. Jim Furyk Bandarlkin 14 ' Undankeppni HM: Þrjár breytingar hjá Dönum knattspyrna Þrjár breytingar verða gerðar á byrjunarliði Dana sem mætir íslendingum á Parken í Kaupmannahöfn á laugardaginn klukkan 18. Danska dagblaðið Politiken stillti í gær upp líklegu byrjunarliði og samkvæmt því hyggjast Danir spila leikkerfið 4-3- 3, þar sem megináherslan er lögð á sóknarleik. Á miðjunni kemur Thomas Gra- vesen inn í liðið fyrir Peter Nielsen, í sókninni tekur Martin Jprgensen sæti Jesper Grönkjær, sem er PARKEN Uppselt er á Parken og munu um 42.000 manns fylgjast með leik Danmerkur og ís- lands. meiddur á hné, en talið er að hann verði frá keppni í 4 mánuði. Þá kemur markvörðurinn Thomas LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ PANA Markvörður Thomas Sorensen Sunderland Varnarmenn Jan Heintze PSV Eindhoven Thomas Helveg Rene Henriksen AC Milan Panathinaikos Martin Laursen AC Milan Miðjumenn Thomas Gravesen Everton Stig Tofting Jon Dahl Tomasson Hamburger SV Feyenoord Sóknarmenn Dennis Rommedahl PSV Eindhoven Ebbe Sand Schalke 04 Martin Jorgensen Udinese Sprensen, hjá Sunderland, aftur inn í liðið fyrir Peter Kjær. Með sigri tryggja Danir sér ör- uggt sæti í lokakeppni Heimsmeist- arakeppninnar í Japan og S-Kóreu og því er leikurinn gríðarlega mik- ilvægur fyrir þá enda er þegar orð- ið uppselt á leikinn. ■ Nissandeildin: Haukar unnu á Akureyri HANDKNATTLEIKUR GrÓtta KR Og Haukar komust í efsta sæti Nissandeildarinnar í gærkvöldi. Grótta KR sigraði Þór 23-21 og Haukar sigruðu KA. Bæði liðin hafa 6 stig eftir þrjá leiki, en Vals- menn geta náð þeim að stigum í kvöld ef þeir sigra Selfoss. ■ ÚRSLIT FH - HK 29-27 Grótta KR - Þór 23-21 KA - Haukar 25-27 KVÖLD KLUKKAN 20 ÍBV - Stjarnan Valur - Selfoss Vfkingur - ÍR Fram - UMFA einstaklega mikið af flottum yfirhöfnum C/J GuSt! Reykjavik design SABIANA Hitablásarar „Aðeins í Ameríku“ Don King ólst upp í fátækrahverfi í Cleveland í Bandaríkjunum. Hann sat fjögur ár í fangelsi fyrir manndráp áður en hann kynntist Muhammad Ali. Talið er að hann hafi haft tengsl við mafíósann John Gotti. Stoke City: Cadamarteri og Coimbra í sigtinu KNATTSPYRNA Danny Cadamarteri, 21 árs framherji Everton, er í sigtinu hjá Stoke, en í fyrrakvöld fylgdist John Rudge, aðstoðar- maður Guðjóns Þórðarsonar hjá Stoke, með varaliðsleik Everton og Newcastle þar sem Cadamart- eri var í framlínunni. Cadamarteri hefur átt við per- sónuleg vandamál að stríða og ætlar Walter Smith, fram- kvæmdastjóri Everton, því ekki að endurnýja samninginn, en hann rennur út í vor. Því má búast við því að Stoke, sem seldi Peter Thorne sinn helsta markaskorara, til Cardiff fyrir skömmu, geti fengið leikmanninn unga fyrir lít- inn sem engan pening. Forráða- menn Stoke hafa neitað tjá sig um málið. Stoke er einnig að skoða annan framherja, sá er bólivískur og heitir Milton Coimbra og leikur með Oriente Petrolero í heima- landi sínu. Coimbra er 26 ára gam- DANNY CADAMARTERI Everton ætlar ekki að endurnýja samning- inn við Cadamarteri. all og hefur leikið 36 landsleiki fyrir Bólivíu. Hann hefur viður- nefnið „Vísundurinn" þar sem hann þykir mjög líkamlega sterk- ur og öflugur skallamaður. ■ Hagstætt verð VATNSVtmONN ehf. Ármúla 21, Sími: 533-2020 HNEFALEIKAR Hvernig verður dæmdur morðingi að einum vir- tasta skipuleggjenda íþróttavið- burða? Með því að hafa óbilandi trú á sjálfum sér, lesa verk helstu hugsuða heimsins og framkvæma hugmyndir sínar. Svo er ekki verra að vera mátulega samvisku- laus og heita Don King. Sumir vilja kalla hann konung hnefaleik- anna þó hann hafi aldrei barist sjálfur. Hann er umdeildur, mjög umdeildur, en eitt er víst að hvort sem menn kunna að meta hann eða ekki þá hefur enginn komist með tærnar þar sem hann hefur hælana í hnefaleikaheiminum. Don King er fæddur þann 20. ágúst árið 1931 í Cleveland í Bandaríkjunum. Hann ólst upp í fátækrahverfi í borginni og leidd- ist snemma út í glæpi. í kringum 1950 eignaðist hann og stjórnaði þremur ólöglegum spilavítum í Cleveland. I desember árið 1954 skaut hann mann, sem reynt hafði að ræna eitt af spílavítunum, en dómurinn taldi að um sjálfsvörn hefði verið að ræða og því var hann sýknaður. Tólf árum seinna barði hann mann, sem skuldaði honum peninga, til dauða. í fyrstu var King dæmdur fyrir morð að yfirlögðu ráði en af einhverjum ástæðum, sem ekki eru að fullu kunnar, var dómnum breytt í manndráp af óyfirlögðu ráði og sat hann því einungis í fangelsi í tæplega fjögur ár. King hafði aldrei áhuga að vera einhver meðalmaður og þegar hann hafði lokið við fjögurra ára fangelsisdóm ákvað hann að bæta ráð sitt og hóf að mennta sjálfan sig. Þrátt fyrir vafasamt orðspor virðist King hafa haft mikinn áhuga á mannúðarmálum og árið 1972 tók líf hans nýja stefnu. For- hnefaleikamenn heims á mála hjá sér. Á þeim tæplega 30 árum sem liðin eru síðan Ali og Foreman mættust hefur hann skipulagt meira en 500 bardaga um heims- meistaratitla. Á meðal þeirra frægustu er þriðji bardagi Ali og Joe Frazier sem gengur undir nafninu “Thrilla in Manilla“ sem og bardagar Mike Tyson og Evander Holyfield, en í öðrum þeirra beit Týson hluta af eyra Holyfield. Tæplega 100 hnefa- leikamenn hafa þénað meira en eina milljón dollara í bardögum sem skipulagðir hafa verið af King. King er enn afar umdeildur og á ferli sínum sem skipuleggjandi hnefaleikabardaga hefur honum oft verið stefnt fyrir ýmiss konar fjárglæfrastarfsemi. Nokkrir hnefaleikamenn hafa stefnt hon- um fyrir svik, m.a. Tyson, en sá eini sem hefur unnið mál gegn honum er Tim Witherspoon, en hann fékk um 100 milljónir í skaðabætur. Árið 1984 var King kærður fyrir skattsvik. Sjálfur var hann sýknaður en forseti fyr- irtækis hans var dæmdur. í kjöl- farið bauð King öllum í kviðdómn- um á bardaga Frank Bruno og Tim Witherspoon í London. Árið 1992 var hann kallaður fyrir þing- ið vegna hugsanlegra tengsla hans við mafíósana John Gotti og Michael Franzese, en hann bar fyrir sig fimmtu grein bandarísku stjórnarskrárinnar, þar sem segir m.a. að engum beri skylda til að bera vitni gegn sjálfum sér. Árið 1997 var King innvígður í Frægðarhöll hnefaleikanna (Box- ing Hall of Fame) og þá var hann á lista bandaríska íþróttablaðsins “Sports Illustrated“ yfir 40 áhrifa- mestu menn íþróttasögunnar. King á því ótrúlegan feril að baki og ef hann ætti að lýsa honum myndi hann eflaust gera það með sinni margfrægu setningu: „Að- eins í Ameríku" eða “Only in America." traustiTfrettabladid.is KÓNGURINN Don King stjórnaði átti og stjórnaði þrem- ur ólöglegum spilavltum í Cleveland. Árið 1959 skaut hann mann sem hafði reynt að ræna eitt af spilavítunum en var sýknaður. est City spítalinn í Cleveland, sem hafði þjónað fátæku verkafólki, var um það bil að loka vegna fjár- skorts þegar King tók til sinna ráða. Hann hafði samband við hnefaleikamanninn Muhammad Ali og fékk hann til að vera tals- mann fjáröflunar fyrir spítalann. Eftir fyrsta fund Ali og King var ekki aftur snúið. Árið 1974 skipulagði King einn frægasta bardaga sögunnar, sem gengur undir nafninu “Rumble in the Jungle,“ en þá mættust Ali og George Foreman í Saír í Afríku. King hafði lofað bæði Ali og For- eman 5 milljónum dollara fyrir bardagann, en eftir að fjárfestar í D/EMDUR Árið 1966 var King dæmdur I tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir manndráp. Bandaríkjunum guggnuðu, færði King bardagann til Saír, þar sem einræðisherrann Mobutu var vilj- ugur til að greiða upphæðina. í dag er King með alla helstu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.