Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Hefurðu komið í Smáralind? Já. Mér finnst hún bara fín, en samt of stór fyrir minn smekk. ■ Erla Sigurþórsdóttir nemi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. RÆDDU SAMAN Tony Blair og Yasser Arafat fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum í gær. Ara- fat ræddi við Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, eftir viðræðurnar við Blair og ætlaði síðan að fara til [rlands til viðræðna við Bertie Ahern, forsætisráðherra landsins. Yasser Arfat hitti Blair: Vill blása nýju lífi í fridarvið- ræðurnar HEBRON.VESTURBAKKANUM.AP YaSSer Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hitti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær í Bretlandi. Sagði hann að þrátt fyrir ólguna sem nú á sér stað í heiminum vegna hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum og árásunum á Afganistan, væri engin ástæða til að fresta friðarviðræðum við ísraela. „Þvert á móti þá er kom- inn tími til að blása nýju lífi í frið- arviðræðurnar,11 sagði Arafat. Meðlimur Hamas-hreyfingar- innar var myrtur í gær í bænum Nablus á Vesturbakkanum. Var maðurinn á leið í vinnu sína þeg- ar bíll sprakk sem lagt hafði ver- ið við bygginguna. Segja Palest- ínumenn að ísraelar hafi staðið á bak við árásina. Hersveitir ísra- ela drógu sig í gær til baka frá bænum Hebron á Vesturbakkan- um. Var brottflutningurinn gerð- ur vegna friðarviðræna sem haldnar voru á sunnudaginn. Eft- ir viðræðurnar lofuðu ísraelar fækka þeim hindrunum sem þeir hafa haft uppi á Vesturbakkan- um. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Bifreið var stolið fyrir utan fyrirtæki í Höfða í gærmorg- un. Hafði þjófurinn byrjað á því að fara inn í fyrirtækið þar sem lyklarnir voru geymdir. Var bif- reiðin staðsett fyrir framan fyr- irtækið og ók þjófurinn á brott. Þá var farið í annað fyrirtæki í vesturbænum. Þjófurinn komst inn með því að brjóta rúðu og stal hann ýmsu lauslegu frá starfs- mönnum. Tilkynnt var um innbrot í þrjár bifreiðar í gærmorgun. Voru tvær þeirra staðsettar í austur- bænum. Ekki er vitað hve miklu var stolið úr annari en út- varptæki var tekið úr hinni. Þá var farið inn í bifreið í Vestur- bænum og gerð tilraun til að stela geislaspilara. Tækið stór- skemmdist við þessa árangurs- lausu tilraun. FRETTABLAÐIÐ 16. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR Búsetuskilyrði í smærri byggðarlögum: Óánægja í 200 - 1000 íbúa plássum landsbyggð íbúar þéttbýlisstaða með 200 - 1000 íbúa hafa þá sér- stöðu meðal annarra íbúa lands- ins fyrir það hvað þeir eru óá- nægðir með sín búsetuskilyrði og þá sérstaklega fiskverkafólk og sjómenn. Hins vegar eru íbúar þéttbýlis með minna en 200 fbúa og íbúar sveitanna ánægðari með búsetuskilyrðin í byggðarlögum sínum en þeir sem búa í þorpum og kaupstöðum með 200 - 1000 íbúa. Almennt er ánægja íbúa á þessum stöðum minnst með hús- hitunarkostnað, verðlag á vöi’u og þjónustu, framhaldsskólamál, af- þreyingaraðstöðu og atvinnutæki- færi. Þessi óánægja kom m.a. fram í niðurstöðum búsetukönnunar Stefáns Ólafssonar prófessors og vitnað er til í greinargerð for- stöðumanns þi’óunarsviðs Byggðastofnunar í skýrslu nefnd- ar um framtíðarskipan fiskvinnsl- unnai'. Helstu orsakir fyrir þeirri röskun sem eru að verða á byggðamynstrinu eru sagðar vera breytingar í landbúnaði og fisk- veiðum, aukin hluti þekkingar í framleiðslu og breytt gildismat fólks. ■ BOLUNGARVÍK íbúar í þorpum og minni kaupstöðum landsins eru lítt hrifnir af sínum búsetuskil- yrðum og vilja að þau séu bætt til muna Uppgjör í erlendri mynt opna nýja möguleika Fyrirtækjum verður gert kleift að skila ársreikningum í erlendri mynt. Forsvarsmenn segja þetta framfaraskref og opna nýja möguleika. Fjárfestingarumhverfið orðið áhugavert fyrir erlenda að- ila. Líkur á að launasamningar verði gerðir í sömu mynt og fyrirtækin gera upp í. viðskipti Gunnar Svavarsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, segir breytingarnar sem heimila fyrirtækjum að gera upp í erlendri mynt, gagnast meðal ann- ars fjárfestum erlendis frá. Með breytingunum geti þeir komið inn í um- hverfi sem þeir þekki og það geri f járfestingakosti hér áhugaverðari en ella. Áhætta vegna óstöðugleika krón- unnar sé því farin. í framhaldi af því, að fyrirtækin geri upp í erlendri mynt, verði hugsanlegt að skrásetja hlutabréf á markaði einnig í erlendum gjald- miðli. Með þessum breytingum verður auðveldara að leita eftir erlendu fjármagni. „Ef bréfin verða skráð í erlendri mynt þá verður líka auð- veldara fyrir fjárfesta að fylgjast með og fá betri tryggingu. Verð- gildið haldi sér betur en ella,“ seg- ir Gunnar. Kristján Þorsteinsson, fjár- málastjóri Marels, segist vera mjög ánægður með að fyrirtækj- um skuli heimilt að gera upp í er- lendri mynt. „Milli 95 til 99% af tekjum Marel samsteypunnar eru í öðrum gjaldmiðlum en íslenskri krónu,“ segir Kristján og eftir að gengi íslensku krónunnar fór að síga þá hafi starfsskilyrði gjör- breyst á íslandi í samanburði við samkeppnislöndin. Finnbogi Jónsson, stjórnarfor- maður Samherja, tók í sama streng GUNNAR ÖRN KRIST- JÁNSSON Munu greiða starfsmönnum sínum í sömu mynt í stað þess að skipta yfir í krónur. MEIRIHLUTI TEKNA ERLENDIS FRÁ Fyrirtæki sem fá mikið af tekjum í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum fagna því að geta gert upp í sömu mynt og þau versla með. Ef þau eru einnig skráð á markað í erlendri mynt þá opnast möguleikar fyrir erlenda fjárfesta, sem vilja fjárfesta í umhverfi sem þeir þekkja á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva fyrir nokkrum dögum. Sagði hann heimild til að færa bókhald fyrirtækja í er- lendri mynt vera mikið framfaraskref og opnaði nýja möguleika. Þetta gæti verið grundvöllur þess að fá erlenda fjárfesta inn í fyrir- tækin. Það þyrfti einnig að heimila skráningu hluta- bréfa í sömu mynt. Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP-verð- bréfa, sagði við sama tækifæri að launasamningar myndu líklega GUNNAR SVAVARSSON Opnar tækifæri fyrir erlenda fjárfesta. tngs og geta fylgst með. þróast þannig að þeir yrðu gerðir í þeim myntum sem fyrirtækin gera upp í. Gunnar Orn Kristjánsson, forstjóri SÍF, taldi að þegar sjávarútvegs- og útflutn- ingsfyrirtæki færu að gera upp í erlendri mynt þá yrðu launasamningar einnig gerð- ir upp í sömu mynt. í viðtali við Fréttablaðið sagði hann að ef gengissveiflur undan- farna mánuði héldu áfram þá grafi þær undan tiltrú viðskiptalífsins og almenn- á íslensku krónunni sem gjaldmiðli. „Þeir aðilar sem fá greitt fyrir sínar afurðir í erlendri mynt eins og framleiðendur, aðilar í ferða- þjónusta, útflutnings fyrirtæki og fleiri munu fyrir rest nota þá fjár- muni í að greiða sinn kostnað, laun og annað í erlendri mynt í staðinn fyrir það að skipta yfir í íslenskar krónur,“ ségir Gunnar Gunnar Svavarsson, hjá SH, segist ekki búast við að laun verði greidd í erlendum gjaldmiðli þrátt fyrir að fyrirtækið sé gei’t þannig upp. „Við erum í íslensku um- hverfi og munum halda því áfram að vera í því að öðru leyti.“ bjorgvin@frettabladid.is Nýr tákngervingur illsku í Bandaríkjunum: Myndir af bin Laden á skotskífum PORTLAND.OREGON.AP Bin Laden hefur verið gerður að tákngerv- ingi illsku víðsvegar um Banda- ríkin í kjölfar hryðjuverkaárás- arinnar á landið. Myndir af hon- um hafa undanfarið sést á um- búðum fyrir klósettpappír, skot- færabúðir selja myndir af andliti hans til að nota á skotskífur, text- um við fræg lög er breytt honum til háðungs og tölvuleikir þar sem hægt er að skjóta bin Laden eru komnir á markað. Brandarar í tölvupósti þar sem gert er grín að bin Laden eru auk þess tíðir á Netinu. Hitler og Saddam Hussein hafa áður verið gerðir að athlægi út um allan heim og svo virðist sem mikil þörf sé fyrir að gera lítið úr illmennum opinberlega. „Hryðjuverk eru án andlita. En af og til þurfum við að setja á þau myndir," sagði Edward fúrzanski, stjórnmálafræðingur í Fíladelfíu í Bandaríkjum. Sumir menntamenn segja hins vegar að með því að gera bin Laden að tákngervingi illsku þá sé verið að einfalda til muna þær deilur sem átt hafa sér stað í Mið- Austurlöndum í fjölmarga ára- EFTIRLYSTUR Indónesísk kona gengur fráhjá stuttermabol með mynd af Osama bin Laden í verslunar- miðstöð í Jakarta, þar sem stendur að hann sé eftirlýstur. Margir reyna um þessar mundir að græða á umræðunni um bin Laden. tugi. „Hann er nýjasta forsíðu- myndin okkar, en hvað ef það breytist, hvað ef honum yrði náð eða ef hann yrði myrtur?,“ sagði Clark McCauley, prófessor í fé- lagssálfræði í Pennsylvaniu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.