Fréttablaðið - 16.10.2001, Side 10

Fréttablaðið - 16.10.2001, Side 10
I RI I l ABLADIi) 10 FRETTABLAÐIÐ 16. október 2001 ÞRIÐJUDACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Simbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og 1 gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINST ArAS A fSLAND Skynsemi og mannúð ráði viðbrögðum, segir bréfritari. Engar mannfórnir Einar Ólafsson skrifar:__ hryðiuverk í Fréttablaðinu 10. okt. varpar Einar Karl Haraldsson nokkrum spurningum til lesenda og má skilja að hann sé ekki síst með í huga þá sem hafa gagnrýnt árásirnar á Afganistan. Einar Karl setur upp sem dæmi að mannskætt hryðjuverk sé framið á íslandi, búast megi við frekari hryðjuverkum, og líklegt sé að hryðjuverkamennirnir eigi sér skjól í ákveðnu landi. Ég er sammmála því að rétt væri að setja almannavarnarkerfið í hæsta gír og mér þætti eðlilegt jafnskjótt og fyrsta greining á stöðunni lægi fyrir að leita eftir hverri þeirri aðstoð sem að gagni mætti koma til að bjarga manns- lífum, og þá er hvorki Nato né bandaríska herliðið hér undan- skilið. Hann spyr hvort við mundum krefjast þess að bakhjarl hryðju- verkamannanna yrði upprættur hvað sem það kostaði eða láta okk- ur nægja kröfuna um að ábyrgð- araðilar yrðu dregnir fyrir al- þjóðalega dómstóla. Svarið er ein- faldlega nei. Svarið við hinni spurningunni hlýtur líka að vera nei af því að það er um fleiri kosti að velja. Að sjálfsögðu yrði að vinna að því að uppræta hryðju- verkaöflin og bakhjarl þeirra. Þaö yrði að taka málið fyrir í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna en jafn- framt væri rétt að hefja þegar einhverjar aðgerðir sem stæð- ust innlend og alþjóðleg lög, stefn- du ekki sakiausum borgurum í hættu og gæfu einhverja von um árangur. Mér þætti líka eðlilegt að sem fyrst yrði reynt að greina ástæður hryðjuverkanna og ef um væri að ræða til dæmis múslímska hryðjuverkamenn þætti mér lík- legt að stuðningur íslensku ríkis- stjórnarinnar við utanríkisstefnu Bandaríkjanna, þar á meðal við refsiaðgerðirnar gegn írak, aðild- in að Nato og dvöl bandaríska her- liðsins hér ættu sinn þátt í að hrýðjuverkamennirnir hefðu val- ið ísland sem skotmark. Það er jafn mikilvægt að láta skynsemi og mannúð ráða við- brögðunum hvort sem ráðist er á Bandaríkin eða ísland. Ef um er að ræða að fórna mannslífum til að bjarga fleiri mannslífum stöndum við frammi fyrir sígildri siðfræðilegri spurningu. En að fórna mannslífum án þess að lík- legt sé að það bjargi nokkru er ekki siðfræðilegt álitamál, það einfaldlega gengur ekki. ■ Kirkjuþing er karlasamkoma Kirkjuþing er karlasamkoma. Undantekningin sem sannar regluna er ein kona í 21 manns hópi. Meðaldur fulltrúa er tals- vert hærri en á Alþingi. Kosið verður til kirkjuþings á vori kom- anda og ekki nema von að Karl Sigurbjörnsson biskup vilji, að þá verði jafnrétti kynjanna í heiðri haldið, og einnig að ungt fólk verði kjörið til þings. Konur eru í forystu sókna að minnsta kosti til jafns við karla og í hæsta máta óeðlilegt að það endurspeglist ekki á kirkjuþingi. Og æskan er ekki bara framtíðin heldur einnig nútíðin í kirkjunni. Vísasta leiðin til þess að trygg- ja eðlilega framþróun í takt við sjálfstæði kirkjunnar er að gera kjörið sýnilegra en verið hefur, og kynna stefnumið frambjóðenda, eins og gert hefur verið með nokkrum árangri í grannlöndum okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því á landsfundi að ganga lengra í aðskilnaði ríkis og kirkju en gert hefur verið - með nýlegum kirkjulögum og fjárhagslegu sjálfstæði kirkjunnar. Það er skynsamlegt miðað við það að kirkjuþing er enn að fóta sig á því að stjórna kirkjulegum málefnum án atbeina ríkisvaldsins. Sólveig Pétursdóttir kirkjumálaráðherra heldur fast við þá skoðun sína að engin lögfræðileg eða guðfræði- leg rök mæli á móti því að skipan presta verði færð frá ráðherra til biskups. ...........Mál manna Einar Karl Haraldsson ræðir um þörf endurnýjunar á kirkjuþingi Embættaveiting innan kirkj- unnar verður eilífur höfuðverkur, og þar hefur nú bæst við samstarf hennar við t.d. sjúkrahús og Tryggingastofnun um starfrækslu margskonar þjónustu . Þar er sjálfræðið ekki einhlítt heldur reynir einnig á diplómatíska hæfi- leika kirkjunnar þjóna. Þá hafa á annað hundrað guðfræðistúdentar skráð sig til nýrrar starfsþjálfun- ar á 3ja námsári, en eins og bisk- up rakti í setningarræðu á kirkju- þingi, þá eru veitingareglur ekki hagstæðar þeim ungu, og stöðu- gildin of fá. En áhugi á að vinna innan kirkjunnar er fyrir hendi. ■ Skortur á lýðræði skap- ar tómarúm Eini farvegur óánægju og stjórnarandstöðu í Arabalöndum hefur verið í gegnum trúarum- ræðu í moskum. Frelsi og mannréttindum hef- ur hnignað í flestum ríkjum múslima á síðustu 30 árum. Arabaríkin eiga sér ekki viðreisnar von nema með endurskoðun stjórnarhátta og hugsunarháttar. Hi l»'t m uKjf- 1 I K* '■'Z'- ..Hh&i * Múslímsk hryðjuverk og múslímskir hryðjuverka- hópar - ekkert slíkt er til. hryðjuverk Múslímsk hryðjuverk og múslímskir hryðjuverkahópar - ekkert slíkt er til. Milljarður manna telst hins vegar til áhan- genda Islam í nokkrum heimsálf- —4— um og fjölda ríkja. Meðal þeirra eru margar milljónir manna sem reiðin sýður í gagnvart Vesturlöndum og Bandaríkjastjórn sér í lagi. Það er —♦— enginn skortur á reiðum múslimum og því miður allt of margir hryðjuverkamenn sem svo vill til að eru múslímar. Hryðjuverkamenn hafa getað sáð í akur reiðinnar og fengið fé og stuðning til glæpaverka sinna. í mörgum ríkjum múslíma hef- ur skortur á lýðræði skapað tóma- rúm sem herskáir trúarleiðtogar hafa fyllt. Hin almenna óánægja hefur fundið sér farveg í moskun- um,og brotist út í samkomuhúsum múhameðstrúarmann. Þau eru eini griðastaður stjórnarandstöðu sem hefur verið þögguð niður, og þar ríkir málfrelsi í umbúðum trú- arlegrar orðræðu. Þar eru jarð- bundin álitaefni upphafin í heilagt stríð milli góðs og ills, og hlaðin sí- gildum trúartáknum um sigur og píslarvætti. Þar er alið á sjálfs- upplifun Islam sem kúgaðra trúar- bragða og hvatt til róttækni gegn kúgunarstjórnum og gegn banda- ríska stórveldinu sem styður þær. Frelsi og mannréttindum hefur hnignað í næstum öllum Arabalöndum á síðustu 30 árum. Á sjötta áratug síðustu aldar voru ríki eins oig Egyptaland, írak og Líbanon að feta sig á braut sjálf- stæðis eftir nýlendutímann. Gunn- fánar arabískrar samstöðu, sós- íalísma, nútímavæðingar og hlut- leysis á alþjóðavettvangi voru dregnir að húni. En sjálfstæðis- draumarnir, nýfenginn olíuauður og stóráformin snérust brátt í martröð sovétskipulags, innbyrðis deilna, niðurlægingar af hálfu ísraelshers 1967 og 1973, kúgunar stjórnarandstöðu og einræðis. Árásir fraks á íran og Kuwait gerðu hugmyndina um arabíska samstöðu að engu. í Egyptalandi ná stjórnarvöldin árangri á því eina sviði að halda niðri andstæðingum sínum og reira almenning í viðjar. Fjöldi íbúa hefur tvöfaldast, atvinnuleysi er 25 % og aðeins 375 bækur eru gefnar út á ári í Egyptalandi sem áður var háborg arabísks menn- ingarlífs. írak, sem var nútímalegt og af- helgað ríki, þar sem konur, lista- menn og blaðamenn nutu athafna- frelsis, hefur breyst í ömurlegan leikvöll fyrir stórmennskubrjál- æði Saddam Husseins. Líbanon, sem var París austurs- BEÐIST FYRIR íraskir múslímar við föstudagsbænir í Sheik-abdl-Kades-al-Qualiani moskunni í Bagdad ins, fjölþjóðlegt heimsborgara- samfélag, var eyðilegt af trúar- söfnuðum og nágrönnum. Reiði múslima gegn nútíma- væðingunni er skiljanleg í þessu ljósi. Nútíminn kemur til þeirra á einkennilegan hátt. Sjónvarpið, auglýsingar um munaðarvöru, tæknibúnaðurinn, ríkidæmi ol- íufursta og yfirstétta - allt þetta hafa þeir fyrir augunum, en njóta einskis af því einstaklingsfrelsi og þeirri kaupgetu sem fylgt hefur kapítalisma og neysluþjóðfélögum Vesturlanda. Hvorki krossferðir gegn trúar- ofstæki og hryðjuverkum né stefnubreyting og aðstoð frá Vest- urlöndum, geta breytt vanmætti múslímskra ríkja. Þau eiga sér ekki viðreisnar von nema að þau nái að endurskoða stjórnmálakerfi sín og hugsunarhátt. Þar liggur beinast við að snúa baki við óljósri hugmynd um múslímskt heims- veldi, og snúa sér að lýðræði, þjóð- ríki, afhelgun stjórnmála, réttar- ríki, mannréttindum og málfrelsi. Þannig gæti styrkur múslímskrar menningar fengið að njóta sín. Vegur Osama bin Ladens til nýs kalífadæmis liggur hins vegar aft- ur á bak til miðalda. einarkarl@frettabladid.is | HAZEM SAGHIYEH, DÁLKAHÖFUNDUR AL-HAYAT í LUNDÚNUM Almannavettvang vantar VANMÁTTUR Tilraunir Muhammed Abdu til siðbótar í heimi Islams fóru út um þúfur í lok 19. aldar og ruddu öfga- fyllum túlkunum á trúarbrögðunum braut. Islam hefur ekki enn fengið sinn Lúter. Tilraunir til þess að færa tungumál Araba nær nútímanum, og skrifað mál fjær klassískum textum og nær talmáli, runnu einnig út í sandinn. Almannavettvangur - svo sem frjálsir fjölmiðlar, verkalýðshreyfingar og frjáls félagasamtök - þróaðist ekki, og þess vegna vantar vettvang til þess að ræða sín á milli viðfangsefni sem snerta almannaheili. Og það sem mestu skiptir, múslímar og arabar, ieystu aldrei vanda- málið með póiitískt lögmæti. Þeim mis- tókst að þróa virk módel, og þau mistök hafa gert allar tilraunir til breytinga í stjórnmálum og á stjórnarháttum langæjar og hættulegar. Með því að okk- ur tókst ekki að stofna virkar stjórn- málaeiningar, höfum við framlengt van- mátt okkar, og gert okkur alltof erfitt að halda í við Vesturlönd. Arabískir menntamenn, sem hefðu átt að hvetja til breytinga, gátu ekki losnað úr viðjum ættflokkahugsunar- hátts, þar sem allt snérist um að verja „okkar málefni“ gegn „óvininum". Þeir hafa ekki gert það að forgangsverkefni sínu að gagnrýna þær ömurlegu aðstæð- ur sem ríkja í löndum okkar. rORÐRÉTT I Merk tíðindi á landsfundi Sjálfstœðismanna stjórnmál „Flokkurinn sló sér upp á skattamálum og sjávarútvegs- stefna hans er nú ótvíræð. Lands- fundir Sjálfstæðismanna eru flokknum alltaf lyftistöng þótt blikur í efnahagsmálum muni gera honum erfitt fyrir á næst- unni. Það er þó greinilegt að Dav- íð Oddsson ætlar að leiða flokkinn enn um langa hríð. Yfirgnæfandi stuðningur Sjálf- stæðisflokksins við veiðileyfa- gjald eru stórmerk tíðindi en flokkurinn hefur tafið framgang þess í mörg ár. Þetta er langmikil- vægasta ákvörðun landsfundarins og í vetur verða því afgreidd lög á Alþingi um að taka upp veiðileyfa- gjald. Það hillir einnig í lausn gagnvart smábátum. Það var snjallt á landsfundinum að láta málin ganga skýrt til atkvæða þannig að afdráttarlaus niður- staða fékkst. Minnihlutinn verður að sætta sig við hlutskipti sitt þótt baráttan haldi áfram en þetta er dæmi um góð lýðræðisleg vinnu- brögð. Hins vegar hefði verið miklu betra fyrir alla ef þessi nið- urstaða hefði fengist fyrir nokkrum árum....“ ...“Á fundi Sjálfstæðismanna var því miður lítið rætt um Evr- ópu. Þó þrengist staða okkar þar sífellt. EFTA ríkin fá ekki einu sinni alvöru umræðu við talsmenn ESB. Þannig varð Halldór Ás- grímsson að gera sér að góðu að ræða við belgíska aðstoðarutan- ríkisráðherrann þegar kom að reglulegum fundi EFTA og ESB um EES. Mikið lægra förum við vart í virðingarstiganum. Hall- gerður langbrók Höskuldsdóttir kvaðst engin hornkerling vilja vera og það gildir enn um Islend- inga. Það þarf því að hefja sjálf- stæðisbaráttuna að nýju. Sú bar- LANDSFUNDUR Sjávarútvegsstefna Sjálfstæðisflokksins er nú ótvíræð en betra hefði verið ef niður- staðan hefði fengist fyrir nokkrum árum, segir Ágúst Einarsson. átta er vænlegri innan ESB en utan þess.“ Ágúst Einarsson prófessor á agust.is 15. október 2001

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.