Fréttablaðið - 16.10.2001, Page 16

Fréttablaðið - 16.10.2001, Page 16
16 FRETTABLAÐIÐ 16. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR smfíRfi UJ. Do4b 64 0000 - www smarabto ts HAGATORCI, SIMI 530 1919 Þar sem ailír saiir eru storir parís. ap Höfuðborg tískunnar, París, henti óttanum við hryðju- verk út í hafsauga í tískuvik- unni sem lauk um helgina Flestar sýningar voru haldnar samkvæmt áætl- un. Hægt er að lýsa sum- artískunni næsta árs með orðunum ástríða og róm- antík af tískusýningun- um að dæma. Fötin voru vita- skuld langflest hönnuð áður en hryðjuverka- árásirnar á Bandaríkin áttu sér stað en þau voru líka ágætis mót- vægi við áhyggjurnar sem plagað hafa marga íbúa Vestur- landa, Frakklands þar á meðal, um að frekari hryðjuverk séu á næsta leiti. Margir Banda- ríkjamenn sóttu tískusýningarnar en nokkuð var um að þeir kvörtuðu yfir slakri öryggisgæslu. Mikil áhersla var á kvenleg föt í tískuvik- unni sem almennt LITRÍKT Fyrirsæta í fötum hönnuðum af franska tískuhönnuðinum Jean-Paul Caultier. SUMARLEGT Marc Jacob hannaði þennan kjól undir merki Louis Vuitton. þótti takast mjög vel til. Pils eiga, líkt og í vetur, að vera í styttri kantinum. Buxur eru hins vegar af öllu tagi, stuttar, síðar, þröngar og víðar. Rómantíkin birt- ist meðal annars í efnum en mikið var um blúndur og létt efni hjá mörgum hönnuðum. Blóma- mynstur sáust til dæmis hjá Valentino. Erfitt er að segja til um hvaða litir voru mest áberandi en ljósir litir virðast njóta þó nokkurrar hylli. Meðal þeirra sem völdu pastelliti var Marc Jacob og Ungaro. Hins vegar sáust sterkari litir einnig og hægt að segja að allt sé leyfilegt í 1 i t a v a 1 i næsta sum- ar. ■ EINFALT Föt Karls Lagerfelds eru einföld og kvenleg. Hér er fyrirsæta í svört- um toppi og gegnsæj- um buxum við. [3000 MILES TO- 5.30, 8 og 10.30 |B3 [SHREK m/Éttali _____________kl. 3.45 m ÍTHEINCROWD kL8ogl0.10 ilVIT; ÍFAST&THEFURIOUS_____kL6 ]0 jSWORDFISH kLSog 10.10 | [RTi NÝISIÍLL KEISARANS m/ isL tali kL4jgHl kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 vir J69 [RUGART5 IN PARIS m/ ísL taliTTgTj HÁSKÓLABÍÓ kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.10 VIT178 [CATS & DOGS m/ isL taU kL4og6|p!l Sýnd kt. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6, 8 og 10 IBRIDGET JONES'S DIARY kl. 8 og 10 jTIL SAMMANS PÉTUR OG KÖTTURINN- kl.4og6j Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 |iAY & SILENT BOB kl. 5.30,8 og 10.30 [ [WHATS THE WORST- kl.8ogl0.10j BÍÓ í BANDARÍKJUNUM FRÉTTIR AF FÓLKI O TRAINING DAY ► O bandits O CORKY ROMANO p O SERENDIPITY ▼ O DON’T SAY A WORD ▼ O IRON MONKEY Cll OZOOLANDER ▼ Ojqy ride ▼ O MAX KEEBLE'S BIG MOVE ▼ O hearts in atlantis ▼ Bíó í Bandaríkjunum: Lögreglan í miklum metum kvikiviyndir Kvikmyndin Training Day með þeim Denzel Was- hington og Ethan Hawke er enn- þá vinsælasta myndin í kvik- myndahúsum Bandaríkjanna, aðra vikuna í röð. Þessar vin- sældir gætu tengst því að mynd- in fjallar um lögreglumenn, sem eru mjög vel liðnir þessa dagana. Fast á hæla þeirra koma Bruce Willis, Billy Bob Thornton og Cate Blanchett í gamanmynd- inni Bandits. Hún fjallar um bankaræningja og er leikstýrt af Barry Levinson, sem gerði m.a. Wag the Dog. Ollu óhefðbundnari er gaman- vitleysan Corky Romano. Hún fjallar um hálf vonlausan son mafíuforingja, sem neyðist til að vinna með alríkislögreglunni við það að upplýsa glæp. Aðalhlut- verkið leikur Saturday Night Live grínistinn Chris Kattan en Peter Falk, Columbo sjálfur, leik- ur faðir Corky, mafíuforingjann Pops Romano. Önnur ný mynd á listanum er Iron Monkey. Þetta er mynd frá Hong Kong með kung fu slags- málum á heimsmælikvarða og söguþræði í anda Hróa hattar. Hún var gerð árið 1993 en það sem laðaði áhorfendur að er það að slagsmálahöfundur hennar er sá sami og í The Matrix og Chrouching Tiger, Hidden Dragon. ■ SU$AN IYKGR CREATURES Þjóðhetjan Bruce Springsteen, sem er líklegast amer- ískari en kúreka- hatturinn, hefur tilkynnt að hann hafi samið lag um hryðjuverkaárás- irnar. Hann segist vei’a búinn að bæta því inn í tónleikadagskrá sína og líklegt þykir að hann láti aðdá- endur sína ekki bíða of lengi með það að gera lagið fáanlegt í plötu- búðum. Hann er víst ekki enn dauður rokkarinn Mick Jagger, ekki í neinum skilningi, enda aðeins 58 ára gamall. Nýlega sást til kappans á veitingarhúsi „hugga“ leikkon- unni Minnie Dri- ver en hún sleit nýlega trúlofun. Vel fór með vinun- um og eftir matinn hurfu þau saman inn í nóttina. Tískuvikan í París: Astríða og rómantík á erfiðleikatímum Tilveran brosir sínu breiðasta framan í ástralska nágrann- ann Kylie Minouge þessa dag- ana. Öllum til mikillar undrun- ar hélt hún topp- sæti breska smá- skífulistans, með lagi sínu „Can’t get you out of my head“, þrátt fyrir endurkomu popp- kóngsins Michael Jackson sem varð að láta sér nægja annað sætið fyrstu viku sína á listanum. Anæstu misserum má búast við mörgum ofurhetjum myndasagnanna upp á hvíta tjaldið. Ang Lee leikstjóri Crouching Tiger, Hidden Dragon er þessa dagana að vinna að kvik- mynd um græna risann Hulk. Nú hefur verið ráð- inn maður í aðal- hlutverkið og öllum að óvörum er það nánast óþekkt andlit, a.m.k. í Bandaríkjunum því mað- urinn sem hreppti hnossið er ástralskur grínisti að nafni Eric Bana. Hann mun fara með hlut- verk Dr. Bruce Banners sem breytist í græna risann ef hann er reittur til reiðis. Gítarleikari Limp Bizkit, Wes Borlan, tilkynnti á heimasíð- u sveitarinnar um helgina að hann væri hætt- ur. Fred Durst söngvari og höf- uðpaur sveitar- I innar hefur lofað „að þræða hnött- inn“ í léit að stað- gengli. Hann seg- ist lofa þvi að þetta verði upp- hafið af nýrri og betri hljóm- sveit. í tilkynningunni segir að samstarfsslitin hafi verið sam- eiginleg ákvörðun allra meðlima og að Wes ætli að snúa sér að eigin tónlistarferli. Borlan hefur þegar gefið út eina sólóbreið- skífu út undir nafninu Big Dumb Face og taiið er að hann og Durst hafi orðið ósammála um tónlistai’þróun hljómsveitarinn- ar. 03 03 > 03 ö) cn c fB Hátúni 6a S 552 4420 Stálslegin ... a ASKO Þvottavél og þurrkari /FOniX

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.