Fréttablaðið - 29.10.2001, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.10.2001, Qupperneq 6
6 29. október til 4. nóvember 2001 Heimilgsblaðið Eldum góðan mat °g leggjum fínt á borð Jóhann Sófusson sjóntækjafræð- ingur og kona hans Valgerður Jakobsdóttir búa í rúmgóðri íbúð við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. íbúðina keyptu þau fyrir tæpum tiu árum eftir að hafa búið tæp tuttugu ár í Mosfellsbæ. „Við vor- um orðin þreytt á að búa svo fjarri vinnustað auk þess sem við vorum ein eftir í húsinu. Þegar við fluttum í Mosfelssbæinn fyrir þrjátíu árum var ekki vandamál að komast þangað. Það breyttist þegar tók að líða á níunda áratug- inn, einkum með tilkomu byggðar á Kjalarnesi og í Grafarvogi auk þess sem mjög hafði fjölgað í bænum. En við kunnum ákaflega vel við okkur í Mosfellsbæ og þar var gott að ala upp börn,“ segir Valgerður. Þau hjón hófu búskap 1964 en þá flutti Valgerður í íbúð Jóhanns við Garðastrætið í Reykjavík. Fljótlega varð piparsveinaíbúð Jóhanns of lítil fyrir þau og uppúr 1970 létu þau byggja fyrir sig hús- ið í Mosfellsbænum. „Ég var heimavinnandi með þrjár telpur í tæp tuttugu ár og kunni því vel,“ segir Valgerður og bætir við að hún hafi lagt mikla áherslu á að hafa reglu á öllum hlutum. „Ég vann á daginn og kom síðan heim í kvöldmatinn og kunni ekki síður vel við að hafa konuna heima,“ bætir Jóhann við og bros- ir. Valgerður segir að þegar hún hafi verið með stelpurnar litlar heima hafi hún dundað sér við að baka og sauma á meðan þær voru í skólanum. „Stundum bakaði ég vöfflur eða pönnukökur fyrir þær og hafði þær rauðar og grænar JÓHANN LÆTUR FARA VEL UM SIC. Hann kunni vel við að hafa konuna heima. w White-Westinghouse -amerísk gæða heiinilistæki- RAFVÖRUR ÁRMÚLA5 SÍMI 568 6411 rafvorurtg) rafvorur.is „Það fellur ekki eitt laugardagskvöld úr ef við á annað borð erum á landinu.“ HJÓNIN HEIMA Á EIÐISTORGI. Ég var lengi heimavinnandi og kunni því vel. Þá dundaði ég við að baka og sauma á meðan stelpurnar voru í skólanum. Mér rann til rifja að vita af börnunum i næstu húsum sem voru ein heima allan daginn." Nú eru þau hjónin saman heima og segj- ast alltaf hafa nóg fyrir stafni." með matarlit. Það var afar vin- sælt og ég fann oft til með börn- um nágrannanna sem enga áttu mömmuna heimavið. Þau voru ekki ófá börnin sem sátu við eld- húsborðið hjá mér í þá tíð,“ segir Valgerður og Jóhann bætir við að það hafi lítið breyst því þau sæki í Valgerði, börnin á Eiðistorginu, og komi oft til að fá plástur ef þau meiði sig. „Hún laðar að sér bæði stóra og smáa,“ segir hann og að- dáun hans á frúnni leynir sér ekki. Þau segja heimilislífið hafa verið ósköp venjulegt. Þau lögðu alltaf áherslu á að borða saman og Valgerður segist ekki minnast þess að máltíð hafi fallið úr í þeir- ra búskapartíð. „Valgerður eldar heitan mat á hverju kvöldi og við setjumst alltaf til borðs og gefum okkur góðan tíma. Á laugardags- kvöldum þá legg ég á fínt á borð og kveiki á kertum. Ilún eldar góð- an mat og við förum í betri fötin," segir Jóhann og Valgerður bætir við að Jóhann blandi þeim í drykk fyrir matinn. „Við sitjum síðan lengi og drekkum rauðvín í róleg- heitum, spjöllum saman og höfum það notalegt. Þennan sið höldum við fast í og reynum jafnan að koma því þannig fyrir að vera ekki upptekin þessi kvöld. Við förum frekar út önnur kvöld vikunnar." Þau eru sammála um að skemmti- legt sé að halda í svona hefðir, þær skapi ákveðna festu. Jóhann er mörgum kunnur því í áratugi rak hann gleraugna- verslun við Kirkjutorg en síðari árin sérhæfði hann sig í að selja augnlinsur. Valgerður starfaði með honum eftir að dæturnar uxu úr grasi en þau lokuðu verslun sinni fyrir rúmum tveimur árum og eru nú sest í helgan stein. „Mér hefur ekki leiðst svo mikið sem einn dag og við höfum nóg að gera. Ég vakna eldsnemma og bíð eftir blöðunum. Við gefum okkur góðan tíma í lesturinn og áður en maður veit af er komið há- degi,“ segir Jóhann og Val- gerður bætir við að þau skrep- pi oft í heimsóknir og í bæinn á daginn. „Við lesum líka talsvert og horfum á sjónvarp en aldrei fyrr en á kvöldin.“ Heimili þeirra er vel búið hús- gögnum og það sem vekur athygli er mikið safn listaverka sem njóta sín vel í rúmgóðri stofunni. „Við höfum bæði haft ánægju af mynd- list og þaö hefur bætst í safnið í gegnum tíðina," segja þau. Fallegt útsýni er yfir sjóinn til norðurs og Jóhann segist hafa gaman af að fylgjast með skipaferðum í höfn. „Heimilið hefur verið okkur báðum afar mikilvægt. Það er ekki síður Jóhann en ég sem hefur haft áhrif á útlit þess. Hann er ELDHÚSIÐ. Valgerður við eldhúsborðið á Eiðistorginu. Þessa skemmtilegu mynd fyrir ofan eld- húsborðið keypti hún í Brasílíu. Jóhann spurði hvort ég ætlaði virkilega að dröslast með hana heim í rammanum og það sagðist ég sannarlega gera með ánægju og hér er hún. mikill smekkmaður og talsvert nýtískulegur í sér. Ég er hins veg- ar meira fyrir smáhluti og nota- legheit ef svo má að orði komast. Við höfum lagt aðaláherslu á að okkur liði vel heima og við finnum það vel eftir ferðalög hve dásam- legt er að vera komin heim aftur," segir Valgerður. ■ VALGERÐUR LEGGUR Á BORÐ. „Það þýðir ekkert að bjóða okkur út á laugardagskvöldum því við getum ekki hugsað okkur að missa af þessari vikulegu upplyftingu. Við skiptum um föt, fáum okkur drykk fyrir matinn og sitjum lengi yfir borðum. Þessi siður myndar ákveðna festu í heimilislífinu og skapar öryggi."

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.