Fréttablaðið - 29.10.2001, Síða 9

Fréttablaðið - 29.10.2001, Síða 9
29. október tii 4. nóvember 2001 9 Heimilisblaðið Kakan hennar Pavlovu Anna Pavlova fæddist í Rúss- landi 1881. Hún var átta ára göm- ul þegar hún fór fyrst með móðir sinni á balletsýningu og heillaðist gjörsamlega. Eftir sýninguna var hún ákveðin að dansinum ætlaði hún að helga líf sitt. Hún kom fyrst fram sem sólódansari skömmu eftir aldamót og 1907 dansaði hún í fyrsta sinn utan Rússlands. Hvar sem hún kom fram heillaði hún áhorfendur og sagt var að list hennar næði langt umfram dansinn sjálfan svo vel túlkaði hún hlutverk sín. Anna Pavlova lést í Haag í Hollandi árið 1930. Hún var þar Kakan á sér sögu sem kennd er við Onnu Pavlova. stödd í jólafríi og skammt frá heimili hennar varð lestarslys. Anna gekk út í nóttina, aðeins klædd þunnum silkináttfötum innan undir kápu. Daginn eftir fékk hún svæsna lungnabólgu. Rétt áður en hún lést bað hún um að búningur hennar sem hún hafði dansað svaninn í yrði færður til hennar. Aðeins dauð- inn gat aðskilið hana frá dansin- um. Uppskriftin af Pavlova kök- unni sem hér fer á eftir á sér skemmtilega sögu. Anna Pavlova mun hafa komið til Ástarlíu til að dansa og meðal þess sem boðið var uppá í veislu eftir dansinn var þessi kaka. En sagan segir að mar- ensin hafi fallið og og menn fórn- að höndum. Einhverjum datt það ráð í hug til að bjarga málum að fylla hana að ofan með miklu af suðrænum ávöxtum svo ekki sæ- ist hve djúp hún var í miðjunni. Hún þótti afbrgaðs góð og síðan ber hún nafn Önnu Pavlova. ■ 11/4 bolli sykur 3 tsk. kartöflumjöl 3-4 eggjahvítur 1/2 tsk. vanilludropar 3 msk. kalt vatn 1 /4 tsk. cream of tartar 1 msk edik smá salt. Hitið ofn í 150°. Leggið bökun- arpappír á bökunarplötu. Þeytið eggjahvítur þangað til þær verða stífar. Bætið vatninu í og þeytið aftur. Bætið smám sam- an sykri í, og þeytið vel eftir hvern skammt. Bætið í ediki, kartöflumjöli, vaniiiudropum, salti og cream of tartar. Þeytið í 5 mínútur með rafmagnsþeyt- ara og formið síðan á bökun- arplötuna. Bakið í 1 klst. - og ekki opna ofninn. Kælið í lokuð um ofninum. Takið kökuna af bökunarpappírnum, þekið með þeyttum rjóma og ávöxtum, t.d. bláberjum, jarðaberjum, kiwi o.þ.h. ■ l'll íl IC tfícil I við skápinn góða sem hann fékk að gjöf ungur maður. Nú geymir hann helsta stáss fjöskyldunnar ■■■KralföÉ dó árið 1926. Það væri gaman að fá sérfræðing til að segja manni eitthvað um stílinn og aldurinn.“ Júlíus segist hafa frætt börn sín um uppruna skápsins og að hann vilji gjarnan að þau haldi honum í búi sínu þegar fram líði stundir og vonandi finnist þeim jafn mikið til um sögu hans og sér. ■ MYNDARAMMAR Fjölskyldan samankomin. Rammar frá Egilsstöðum Húsmóðirin í þessari fjölskyldu rakst á þessa litlu sætu ramma í verslun á Egilsstöðum fyrir mörg- um árum. Hver þeirra er ekki hær- rri en nokkrir cm á hæð og þeir kostuðu ekki mikið.Hún keypti einn af hverri tegund og þegar heim kom stakk hún myndum af þeim öllum í rammana. Sjá má hve langt er síðan hún keypti þá að á fremstu myndinni er ungur piltur sem nú er orðin fjögurra barna faðir og minnst tuttugu árum eldri. ■ Vetrai Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Komdu og gerðu frábær kaup! Heildarlausnir fyrir eldhúsið Verð miðast við staðgreiðslu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.