Fréttablaðið - 29.10.2001, Side 10

Fréttablaðið - 29.10.2001, Side 10
10 Heimilisblaðið 29. október til 4. nóvember 2001 íbúar hússíns Klapparstígur 42 Þetta fallega hús er númer 42 og stendur ofarlega við Klappar- stíg. Talið er að upphaflega hafi það verið byggt við Tjarnargötu 11 en flutt árið 1906 á svokölluðu Litla- holtslóð við Skólavörðustíg. Lengi tilheyrði það þeirri götu og var númer 15b. Eigandi þess var Run- ólfur Stefánsson en hann seldi það ári síðar þeim Magnúsi Árnasyni, Jónasi Jónsyni og Olafi Jónsyni. I kringum 1910 eru skráðir tólf íbúar í húsinu á fimm heimilum. Árið 1916 keyptu Christian Berndsen og Jónas Jónsson húsið og í kringum 1925 eignaðist Christían það einn og mun það lengst af hafa verið í hans eigu. í maí 1939 varð sú breyting að húsið taldist til Klapparstígs og hef- ur það tilheyrt Klapparstígnum síð- an. Kristján Þorvaldsson heildsali ólst upp hjá afa sínum og ömmu þeim Christian og Guðríði Þor- valdsdóttur. Hann segir afa sinn hafa búið í húsinu allt þar til hann lést 1979 en amma hans féll frá 1930. „Það fór mjög vel um mig á Klapparstígnum og ég átti góða æsku í þessu húsi. Auk okkar ömmu og afa bjuggu þar uppeldissystkini mín þau Þorvaldur, Ingibjörg og Hansína en þau voru jafnframt systkini föður míns. Við bjuggum á neðri hæðinni en afi leigði risið framan af. Hann kvæntist aftur danskri konu sem hét Elíza og bjó hann í húsinu til dauðadags 1979 en Elíza flutti í litla íbúð á Norðurbrún 1, þegar húsið var selt.“ Af dánarbúinu keyptu húsið þær Maríanna Friðjónsdóttir og Þórdís Bachmann. „Það hafði staðið autt í nokkurn tíma þegar við fengum augastað á því. Við vorum ungar og barnlausar og í stað þess að vera á leigumarkaðinum keyptum við þetta hús saman. Ég bjó á efri hæð- inni en Þórdís vinkona mín á þeirri neðri.“ segir Maríanna. Hún segir húsið hafa verið í slæmu ásigkomu- lagi en þær hafi komið því í það horf að hægt var að búa í því. „Ég á minningar frá þessum tíma þar sem ég sat kvöld eftir kvöld og skrapaði panelinn. Þá var ég búin að rífa nokkur lög af dagblöðum og betreki. Mig minnir að ég hafi rifið niður fjögur vörubílshlöss úr ris- inu. Mér leið líka vel þegar allt ris- ið var orðið einn geymur og ekkert inni nema eitt baðkar sem stóð þá á miðju gólfi. Yndislegast af öllu var að liggja í baðkerinu, lesa dagblöð frá fyrri hluta aldarinnar og horfa upp í stjörnubjartann himininn. Maríanna segir góðan anda hafa verið í húsinu og alltaf hafi henni liðið vel þar. „Við seldum húsið tveimur árum síðar þeim Þráni Bertelssyni og Sólveigu Eggerts- dóttur." ■ Óskuðu mér velfar Elsa Finnsdóttir : irna óttir og Örn . aðar í húsinu Arnar husið á Klapparstígnum af Guðrúnu og Zsimon Kuran og hafa búið þar frá 1989. Húsið hafði að mestu verið endurbyggt þegar þau tóku við því en því sem ólokið var sáu þau um. „Við byrjuðum á að taka kjallarann í gegn en fyrir hann hafði ekkert verið gert. Við lögðum m.a. í gólf- in, kæddum loft og hluta veggja og útbjuggum þvottahús. Síðan sner- um við okkur að því sem vantaði utandyra og létum smíða handrið á svalirnar og upp tröppurnar auk þess sem við girtum lóðina. Heil- mikil vinna var að líka að koma garðinum í það horf sem við vild- um enda er hann óvenju stór.“ Elsa segist strax hafa fundið fyrir góðum anda í húsinu og liðið þar vel. Það er skemmtilegt að segja frá því að nokkrum vikum eftir að ég flutti í húsið dreymdi mig furðulegan draum. Hann var á þá leið að mér fannst ég vera sof- andi í svefnherberginu á efri hæð- inni þegar þrjár manneskjur komu gangandi upp stigann. Um var að ræða eldri hjón og yngri konu sem öll voru klædd að hætti þeirra sem uppi voru fyrri hluta aldarinnar. Eldri konan var með fléttur vafðar um höfuðið en sú yngri hafði lyft upp hárinu með kömbum. Mér fannst ég rísa upp og spyrja hvað þau vildu og þau svörðu því til að þau vildu aðeins óska mér góðs gengis í húsinu. Ég spurði þau þá hvort þau væru dáin og þau játtu því. Ég vildi þá fá að koma við þau og var það í lagi. Mér fannst í draumnum að þau væru al- veg eðlileg viðkomu og bað þau að bíða augnablik því ég vildi skrifa niður nöfnin þeirra. Ég opnaði náttborðskúffuna mína og fann þar miða og náði að skrifa niður nafn ungu konunar sem var Krist- ín áður en þau fóru. Ég horfði á eft- ir þeim niður og sá að þau gengu út úr húsinu á bak við þar sem snýr að Skólavörðustígnum. Draumur- inn var svo skýr að ég opnaði nátt- borðskúffuna til að athuga miðann þegar ég vaknaði en vitaskuld var enginn miði þar.“ Elsa segir að eftir þennan draum hafi hún aldrei orðið smeyk við að vera ein heima á næturnar. Tvennum sögum fór að því hvort inngangur í húsið hefur verið út að Skólavörðustígnum en Elsa fékk staðfest nokkru síðar að svo hafi verið. í brunavirðingu frá því árinu 1906 segir orðrétt: „Við vesturhlið hússins er inngöngu- skúr byggður eins og húsið.“ Það ÖRN ARNAR INCÓLFSSON Núverandi eigandi fyrir framan hús sitt. Elsa Finnsdóttir kona hans var ekki viðlátin þegar myndin var tekin. Hurfu mér síðan sjónum út úr húsinu vestan megin. er því ekki lengur um að villast að gengið var inn í húsið frá Skóla- vörðustígnum í upphafi. Þetta bís- lag hefur síðan verið rifið ein- hverra hluta vegna því Kristján Þorvaldsson sem aldist upp í hús- inu fram til 1940 mínnist þess ekki að þarna hafi verið gengið inn. Draumur Elsu er því skemmtilegri fyrir vikið og aldrei að vita nema þarna hafi fyrrum íbúar verið að leggja blessun sína yfir nýja eigendur. Elsa og Órn eru því sammála að gott sé að búa við Klapparstíg- inn og Örn segir staðsetninguna hafa vegið nokkuð þungt. „Við Elsa erum bæði alin upp úti á landi. Elsa á ísafirði þar sem hún bjó í miðbænum og ég úr miðbæn- um á Akureyri. Við vorum því bæði fegin að komast í miðbæ- inn.“ Á þessum 12 árum sem þau hafa búið í húsinu hefur garður- inn tekið miklum stakkaskiptum auk þess sem þau máluðu húsið utan. „Að innan opnuðum við stof- urnar niðri og uppi gerðum við eitt herbergi úr tveimur. Húsið er eins og sniðið fyrir okkur tvö og við höfum allar götur frá því við fluttum fundið fyrir góðu and- rúmslofti þar,“ segir Örn. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.