Fréttablaðið - 31.10.2001, Síða 2
KJÖRKASSINN
2
FRETTABLAÐIÐ
31. október 2001 MIÐVIKUDACUR
JAFNTEFLI
Kjósendur á vísi.is
skiptast i nokkuð jafna
hópa í afstöðunni til
þess hvort leyfa eigi
aukinn innflutning
landbúnaðarafurða.
Myndi hagur almennings batna
ef innflutningur landbúnaðar-
afurða væri gefinn frjáls?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Spurning dagsins í dag:
Er óeðlileg samþjöppun í matvöru-
verslun á Islandi?
BRYNDlS ÓSK ÓSKAR
REYNISDÓTTIR SIGURÐSSON
Kollafjörður:
Létust í
bílslysi
banaslys Unga fólkið sem lést í
bílslysinu í Kollafirði á mánu-
dagsmorgun hétu Bryndís Ósk
Reynisdóttir, fædd 29. apríl árið
1983, til heimilis að Hólabergi 28
og Óskar Sigurðsson, fæddur 12.
febrúar árið 1981 til heimilis að
Þingási 6. Þau voru á leið til vinnu
sinnar á Akranesi þegar slysið
varð. Enn er ekki vitað hvað olli
slysinu en lögreglunni hafa borist
ýmsar ábendingar frá fólki sem
skýrt hefur frá því að hjólbarðar á
bifreiðum þeirra hafi sprungið á
þeim slóðum sem slysið varð.
Rannsókn málsins heldur áfram. ■
BLAIR ÁVARPAR ÞINGIÐ í WALES
Tony Blair hvatti landa sína til þess að láta
ekki hinn skelfilega raunveruleika stríðsins
draga úr samstöðunni.
Tony Blair svarar gagn-
rýni og efasemdum:
„Við erum
ekkert að
hætta“
LONDON. ap Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, ávarpaði í gær
þingið í Wales, fyrstur breskra for-
sætisráðherra. Hann notaði tæki-
færið til að svara gagnrýni og efa-
semdum sem komið hafa fram á
loftárásirnar á Afganistan síðustu
daga. Hann viðurkenndi að áhyggj-
ur fólks af dauða óbreyttra borg-
ara, erfiðum aðstæðum almennings
þegar vetur nálgast og framtíð
landsins eftir að stríðinu líkur, séu
fullkomlega réttmætar. Hins vegar
mætti ekki gleyma ástæðum þess
að farið var út í hernaðaraðgerðir
og minnti á að hryðjuverkasamtök-
in A1 Kaída hefðu sagst ætla að
fremja fleiri hryðjuverk. Sönnun-
argögnin gegn Osama bin Laden óg
A1 Qaeda væru orðin að „flóði sem
staðfestir sekt þeirra," og eina nið-
urstaðan af þeim sé að stöðva verði
starfsemi þeirra. „Við ætlum ekki
að hætta fyrr en verki okkar er lok-
ið,“ sagði Blair. „Við höfum réttlæt-
ið og réttinn okkar megin, og hern-
aðaráætlun til að fara eftir.“
Næstu daga verða breskir ráða-
menn á ferð og flugi um heiminn til
þess að sannfæra ráðamenn ann-
arra ríkja um að halda áfram stuðn-
ingi við hernaðinn í Afganistan. ■
■ Dick Cheney fluttur í felur:
Varað við yfirvofandi
hryðjuverkum
bandaríkin John Ashcroft, dóms-
málaráðherra Bandaríkjanna, ít-
rekaði í gær aðvaranir banda-
rísku alríkislögreglunnar FBI frá
því á mánudag um að hryðju-
verkamenn gætu látið til skarar
skríða að nýju á næstu dögum.
Hann sagði bandarískum
stjórnvöldum hafa borist upplýs-
ingar um yfirvofandi hryðjuverk,
sem þeir telja trúverðugar. „Þess
vegna hefur verið send út viðvör-
un um hryðjuverk til 18.000 lög-
reglustöðva um landið allt,“ sagði
Ashcroft.
Hins vegar sé hvorki vitað
hverskonar hryðjuverk séu í undir-
búningi né heldur hvar borið verði
niður.
Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna,var fluttur á öruggan stað
á mánudaginn eftir að FBI hafði
varað við yfirvofandi hættu. Ekki
var vitað hvar hann hélt sig í gær,
en þetta var varúðarráðstöfun til
þess að varaforsetinn yrði til staðar
ef eitthvað kæmi fyrir George W.
Bush forseta.
Fleiri miltisbrandsgró fundust í
Bandaríkjunum í gær, meðal ann-
SVONA FÖRUM VIÐ AÐ
Bandarískir sérfræðingar sýna fréttamönn-
um tæknina sem notuð er við að hreinsa
burt miltisbrand. Bandariska þinghúsið í
Washington í baksýn.
ars á pósthúsi í Washington. Grun-
ur leikur á að einn maður, hugsan-
lega bandarískur ríkisborgari með
kunnáttu í efnafræði, beri ábyrgð á
miltisbrandsbréfunum, sem dreift
hefur verið í Bandaríkjunum und-
anfarnar vikur. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
Fólksbíll keyrði út af veginum
við brúna yfir Dýrafjörð síð-
degis í gær og hafnaði út í sjó.
Tvennt var í bílnum og voru bæði
flutt á sjúkrahúsið á ísafirði. Fólk-
ið marðist aðeins lítillega og fékk
að fara eftir stutta aðhlynningu.
Varðstjórinn á ísafirði sagði til-
drögin ekki að fullu kunn, en að
nokkur hálka hafi verið á veginum.
Bíllinn skemmdist nokkuð en lög-
regla gat dregið hann á fast land.
—♦—
Gangi fyrirmyndarfanga á Litla-
Hrauni verður lokað 15. nóv-
ember. Þar hafa gilt rýmri reglur
og fangarnir notið aukinna rétt-
inda. Fangar eru óánægðir með
breytingarnar. Sjónvarpið greindi
frá.
Ekki allt með felldu
Gísli S. Einarsson gagnrýnir bókhald vegna flugvélar flugmálastjórnar.
Vill vita hverjir hafa ferðast með vélinni og hefur grun um óeðlilega
notkun. Fjárlaganefnd sendir erindi til Ríkisendurskoðunar.
stjórnsýsla Fjárlaganefnd hefur
hafnað erindi Gísla S. Einarsson-
ar, alþingismanns Samfylkingar-
innar, um að nefndin óski eftir
afriti af loggbók flugvélar flug-
málastjórnar. Meirihluti nefnd-
arinnar segir rökstuðning vanta
með beiðninni og hefur framsent
hana til Ríkisendurskoðunar.
Gísli vill að að Ríkisendur-
skoðun geri úttekt á því hvei'jir
hafa notað vélina og til hvers á
síðastliðnum tveimur til þremur
árum. Einnig fylgi með reglur
um notkun vélarinnar ef til eru.
Gísli segist hafa fengið
ábendingar um notkun flugvél-
arinnar 22. maí
og 25. maí í vor.
Þessa daga var
vélinni annars
vegar flogið til
Vestmannaeyja
og hins vegar á
Stykkishólm.
„Það eru dag-
setningar sem
voru nefndar við
mig af aðila sem
ég hef fyllstu
ástæðu til að
treysta. Hann
segir að þarna
hafi vélin verið í
óeðlilegri notk-
un,“ segir hann.
Gísli er bjart-
sýnn á að Ríkisendurskoðun
kanni málið. „Mér finnst það
með ólíkindum að menn skuli
svara þannig til að þeir hendi
GfSLI S.
EINARSSON
„Ef það er eitt-
hvað sem Ríkis-
endurskoðun á
að gera athuga-
semdir við er það
ef bókhaldsreglur
eru ekki í heiðri
hafðar," segir al-
þingismaðurinn.
UMDEILD FLUGVÉL
Gisli S. Einarsson segir að sér hafi borist ýmsar ábendingar um að æðsta stjórn rikisins
sniðgangi einkaaðila en noti vél Flugmálastjórnar til ýmissa ferða þess í stað.
farþegalistunum eftir hverja
ferð. Það ber ekki vott um að allt
sé í með felldu og ég trúi því
ekki að þetta sé nálægt vitræn-
um bókhaldsvenjum. Ef það er
eitthvað sem Ríkisendurskoðun
á að gera athugasemdir við er
það ef bókhaldsreglur eru ekki í
heiðri hafðar," segir hann.
Gísli segir að einnig hafi sér
verið bent á að flugrekstraraðil-
ar í einkarekstri væru snið-
gengnir með sambærilega þjón-
ustu sem þeir gætu veitt.
„Einkaaðilar 1 á flugvellinum
sögðu við mig að það væri grát-
legt að þurfa standa og horfa á
vélina kallaða úr vinnu í slík
verkefni á meðan þeir sitja eftir
með sárt ennið,“ segir hann. ■
Tæknifrjóvgunardeild opnuð aftur, segir heilbrigðisráðherra:
HugScinlegt að gerður verði
þjónustusamningur
TÆKNIFRJÓVGANIR Ákveðið hefu
verið að opna tæknifrjóvgunar
deild Landspítalans að nýju, ei
deildin hefur verið lokuð un
nokkurt skeið vegna skorts á fjár
magni til lyfjakaupa. Aðspurðu
hvað ráðuneytið
hyggðist gera til
þess að koma í veg
fyrir samskonar
lokun á næsta ári,
sagði Jón Krist-
jánsson heilbrigð-
is-og trygginga-
málaráðherra, að
áveðið hafi verið
að meta hvort
ástæða sé til að
gera þjónustu-
samning við
lækna og starfs-
fólk tæknifrjóvg-
unardeildar. „Um
JÓN KRIST-
JÁNSSON
Heilbrigðis-og
tryggingamála-
ráðuneytið leggi
áherslu á það a<
starfsemi á tækn
frjóvgunardeild s
fyrir hendi.
væri að ræða samning um ákvei
pakka af aðgerðum og
ínn
fylgir að farið yrði yfir forsendt
deildarinnar og lagt mat á hvers
margar aðgerðir ætti að greic
LANDSPÍTALI
Ákveðið hefur verið að meta hvort ástæða sé til að gera þjónustusamning við lækna og
starfsfólk tæknifrjóvgunardeildar.
fyrir,“ segir Jón, en fram að þessu
hafi fjölda aðgerða ekki verið sett
mörk. Ekki sé ljóst hvað slíkur
samningur myndi nákvæmlega
fela í sér, en um væri að ræða
heildarsamning þar sem aðgerðir
og kostnaður færi saman. „Við
leggjum á það áherslu að starf-
semi á tæknifrjóvgunardeild sé
fyrir hendi og mun hún hefjast
þar að nýju á allra næstu dögurn,"
segir Jón. ■
Bandaríkin og ísland:
V æntingar
hríðfalla
efnahagur Nýjustu gildi vísitalna
sem mæla væntingar almennings
um efnahagshorfur voru kunn-
gerð í gær bæði á íslandi og í
Bandaríkjunum. Báðar sýna vísi-
tölurnar merki aukinnar svart-
sýni; í Bandaríkjunum hefur gild-
ið ekki verið lægra síðan 1994 og
hin íslenska tók aðra stærstu dýfu
niður á við síðan Gallup hóf mæl-
ingar í mars.
Lítil reynsla er komin á notkun
vísitölu af þessu tagi hérlendis, en
hún er í Bandaríkjunum talin með
nákvæmari mælitækjum á fram-
tíðarhagvöxt eða samdrátt. Vísitöl-
unni eru jafnan gerð góð skil á
fréttamiðlum Wall Street og var al-
mennt fall bandarískra hlutabréfa
í gær m.a. rakið til hennar. ■
TVÍÞEKJA
Jóhann segir að flugmálaáætlun ráðuneyt-
isins geri ráð fyrir 120 milljónum í nýjan
snertilendingavöll, en það sé um helming-
urinn af áætluðum heildarkostnaði við ein-
faldan völl þar sem öll aðstaða væri ann-
ars staðar.
Nýr staður fyrir snerti-
lendingar:
Fimm staðir
í skoðun
flugsamgöngur Fimm staðir eru í
skoðun að hálfu samgönguráðu-
neytis sem vænlegir staðir fyrir
snertilendingarvelli þar sem fram
mætti fara æfinga- og kennslu-
flug. Jóhann Guðmundsson, skrif-
stofustjóri á skrifstofu flutninga
og samgönguáætlana í ráðuneyt-
inu, segir að tveir þeirra séu á
Reykjanesi, einn á Mosfellsheiði,
einn á Melanesi í Melasveit og svo
á Selfossi. Selfoss segir hann að sé
sá eini þessara staða sem er með
flugvöll fyrir. „Það er verið að
skoða alla þessa kosti og safna
gögnum. Það tekur sinn tíma,“
sagði hann og gat ekki sagt til um
hvenær ákvarðana væri að vænta.
Jóhann taldi þó víst að minni
kostnaður myndi hljótast af því að
nýta flugvöll sem væri til heldur
en að byggja nýjan frá grunni, en
að mörgu væri að hyggja. Framtíð
Reykjavíkurflugvallar hefði áhrif
sem og staðsetning og umhverfi
þess nýja. „Við höfum látið fram-
kvæma grunnrannsóknir á flug-
vellinum á Selfossi og umhverfi
hans,“ sagði Jóhann og tiltók að
þar þyrfti að hluta til að skipta um
jarðveg o.fl., en áætlað væri að
um 70 milljónir kostaði að gera á
honum lágmarksbreytingar sem
nægðu til að hann mætti nýta sem
snertilendingarvöll. ■