Fréttablaðið - 31.10.2001, Side 6

Fréttablaðið - 31.10.2001, Side 6
6 FRETTABLAÐIÐ 31. október 2001 MIÐVIKUDAGllR SPURNING DAGSINS Ertu vinur bílsins? Já, ég er með bílnum. Þó að hann mengi svolítið finnst mér hann nauðsynlegur. Indriði Thoroddsen nemi Nes-listinn: Prófkjörslisti að fæðast framboðsmál Gert er ráð fyrir að það skýrist n.k. fimmtudag hverj- ir gefa kost á sér í prófkjöri Nes - listans sem ætlunin er að halda 17. nóvember n.k. Upphaflega var stefnt að því að prófkjörlistinn yrði tilbúinn í sl. viku en því var svo frestað um viku að sögn Þor- valdar Árnasonar formanns Bæj- armálafélags Seltjarnarness. Hann segir að engin sérstök ástæða hefði verið fyrir þessari frestun og neitar því að það hafi verið vegna erfiðleika við að fá fólk til gefa kost á sér. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þau Sunneva Hafsteinsdóttir bæj- arfulltrúi og Guðrún Brynleifs- dóttir lögfræðingur berjast um efsta sætið í prófkjörinu. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Tveir menn voru handteknir í fyrrinótt grunaðir um innbrot í söluturn við Háaleitisbraut. Komst upp um mennina þegar lögreglan stöðvaði bifreið þeirra um fjögurleytið eða fimmtán mínútum eftir að innbrotið var framið. Þar fannst mikið magn af sælgæti sem að öllum líkindum tilheyrir söluturninum. Einnig kom í ljós að bifreiðin reyndist stolin. Lögreglan á Selfossi stöðvaði um helgina bifreið á Suður- landsvegi vegna gruns um að þar leyndust fíkniefni. Fjórir karl- menn og tveggja ára gamalt barn voru í bifreiðinni. Kókaín fannst á einum farþeganna og leifar af kanabisefni. Við yfirheyrslu bar maðurinn við að hann ætti sjálfur fíkniefnin og hinir ættu enga hlutdeild í málinu. Mennirnir voru allir yfirheyrði og sleppt að því loknu. Um var að ræða sam- starfsverkefni lögreglumanna sem starfa að fíkniefnamálum hjá lögreglunni í Kópavogi og Selfossi. 'Hækkuð afnotagjöld með samdrætti: Helmingsmunur á RÚ V og Stöð 2 fjölmidlar Nái sparnaðartillögur útvarpsstjóra fram að ganga stefnir í að helmingsmunur verði á verði hverrar útsendingarstund- ar Sjónvarpsins og Stöðvar 2. Samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins sendir Sjónvarpið út u.þ.b. 250 stundir af dagskrá á mánuði en þær eru um 550 hjá samkeppnisaðilanum, Stöð 2. Nái tillögur útvarpsstjóra fram að ganga fækkar dagskrárstundum Sjónvarpsins í 140 á mánuði.B VERÐ Á HVERRRI ÚTSENDINGA- STUND SJÓNVARPSSTÖDVANNA 9 kr. I 16 kr. 9 8 kr. i klst. K á klst. 1 á klst. RÚV RÚV m/v Stöð 2 Skjár 1 tillögur útv.stjóra Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels: Vill hersveitir frá Gaza jerúsalem.ap Shimon Peres, utan- ríkisráðherra ísraels, er að undir- búa áætlun sem m.a. kveður á um að hersveitir landsins verði tekn- ar burt frá öllu Gaza-svæðinu og að hernámi þar ljúki, að því er kom fram í ísraelska dagblaðinu Maariv í gær. Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísraels, hefur áður lýst sig mótfallinn slíkum hug- myndum. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, óskaði í gær eft- ir því við Sharon að þeir hef ji aft- ur friðarviðræður. „Reynum að bjarga friðarferlinu með engum skilmálum, engum hei’naðarleg- um þrýstingi,“ sagði Arafat, sem staddur var í opinberri heimsókn í Róm á ítalíu. ■ 925 LÍKKISTUR ísraelsmaður, með ísraelska fánann bund- inn um höfuðið, gengur á milli 925 líkkista sem komið hefur vetið upp af ísraelskri friðarhreyfingu á Rabin torginu í Tel Aviv. Hvítu líkkisturnar merkja þá (sraelsmenn, og svörtu kisturnar þá Palestínumenn, sem látist hafa frá því átök brutust út að nýju fyrir botni IVIiðjarðarhafs fyrir 13 mánuðum síðan. Á mánudag voru 6 ár liðin frá því ísraelskir öfgamenn myrtu Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels. Aðstaða í bænum og hluta starfsfólks ekið á Skagann Landmælingar Islands eru með aðstöðu í bænum þrátt fyrir að aðalstöðvar þess séu á Akranesi. Hluti starfsfólks enn keyrður á milli en nokkrir yfirmenn fengu bíl á vegum stofnunarinnar við flutninginn. Flutningarnir hafa orðið til að styrkja stofnunina segir forstjórinn. 5TJÓRN5ÝSLA Landmælingar ís- lands eru með skrifstofuaðstöðu í Reykjavík eftir að stofnunin flutti á Akranes í byrjun árs 1999. Á skrifstofunni er aðstaða fyrir LÍSA-samtökin, sem eru samtök um landupplýsingar, auk þess sem skrifstofan er í ein- hvei’jum mæli notuð fyrir starf- semi Landmælinga. „Við erum með smá aðstöðu í Síðumúlanum þar sem við getum farið inn með fundi og komist í síma, fax og tölvu þegar við erum í bænum“, segir Magnús Guð- mundsson, forstjóri Landmæl- inga íslands. „Við nýtum þá að- stöðu líka fyrir samtök notenda landfræðilegra upplýsinga á ís- landi sem nefnast LISA og reyn- um að nýta þá aðstöðu sem allra best.“ Magnús segir að aðstaðan í Reykjavík sé annars ekki mikið notuð en að gott sé að hafa hana þegar á þurfi að halda. „Ég held að það sé nauðsynlegt að eiga ein- hvers staðar innskot, hvernig sem það er gert, þegar menn eru þó þetta langt í burtu. Það er mis- jafnt hvernig menn hafa gert þetta en fleiri hafa komið sér upp aðstöðu í bænum. Sjálfsagt eru sumir með innskot hjá öðrum stofnunum. Ég tel að það hafi reynst okkur mjög vel að hafa þessa aðstöðu þegar eitthvað hef- ur komið upp á.“ Magnús segir reynsluna af flutningunum upp á Akranes vei'a góða þrátt fyrir að nokkur styr hafi risið um þá þegar flutn- ingur stofnunarinnar var ákveð- inn. „Flutningurinn hefur orðið AÐSTAÐA í SlÐUMÚLANUIVI í Síðumúlanum hafa Landmælingar aðstöðu fyrir LÍSA-samtökin og innskot fyrir starfsmenn stofnunarinnar á ferð í bænum. til að styrkja stofnunina frekar en hitt. Það hefur gengið vel að ráða starfsmenn i stað þeirra sem hættu og starfsemi stofnun- innar gengið vel frá því við flutt- um.“ Um það bil þriðjungur 35 starfsmanna Landmælinga býr á höfuðborgarsvæðinu og ferðast daglega á milli í rútu á vegum stofnunarinnar. Að auki var gei'ður samningur við nokkra yf- irmenn stofnunarinnar í tengsl- um við flutninginn upp á Akra- nes þess efnis að þeir fengju bíl til afnota á vegum stofnunarinn- ar. binni@frettabladid.is George Bush: Þakkar vinar- hug Islendinga samstaða í bréfi sínu til Ólafs Ragnars Gi'ímssonar, foi'seta ís- lands, þakkar George Bush, Bandaríkjaforseti, samúðarkveðjur íslendinga vegna hryðjuverkaára- sanna þann 11. september sl. Hann þakkar Ólafi Ragnari einnig persónulega fyrir auðsýnda samúð. „Hið sameigin- lega gildismat þjóða okkar og staöfesta eru ómissandi í bar- áttu okkar gegn um allan heim. GEORGE Bl Hefur sent for- seta (slands þakkarbréf vegna auðsýndrar samúðar í kjölfar hryðjuverka- árásanna 11. september sl. hryðjuverkum Baráttan kann að taka langan tíma en samstaða yðar og stuðningur er okkur mikill styrkur.“ ■ Afkoma Islandsbanka: Hagnaðurinn nokkru minni uppgjÖr „Við töldum ekki ástæðu til þess að gefa út afkomaviðvör- un vegna lækkaðrar áætlunar um hagnað á ái'- inu,“ segir Valur Valsson, bankastjóri íslands- banka, en hagnaður bank- ans á þriðja ársfjórðungi var 430 milljónir króna og 2.100 milljónir fyrstu níu mánuði ársins. Sam- eiginlegur rekstur ís- landsbanka og Fjárfest- ingabanka atvinnulífsins hófst ekki fyrr en um mitt árið 2000 og því hef- ur samanburður við fyi’ra ár takmarkað gildi. í hálfsársuppgjöri bankans ýar áfram gert ráð fyrir 3.500 mjllj- VALUR VALSSON Arðsemi eigin fjár (s- landsbanka var 23,6%. Hagnaður nokkuð undir væntingum. óna hagnaði fyrir árið í heild, en nú hefur sú tala verið færð niður um hálfan milljarð vegna breyttra forsenda í millitíðinni. Meðal ann- ars hefur þróun útlána staðnað, tap orðið á hlutabréfaeign og vægi afskriftarreiknings auk- ist. „Við erum aðeins að benda á að síðustu þrjá mánuði var afkoman ívið lakari heldur á fyrstu tveimur ársfjórðungun- um. Miðað við að ekki verði umtalsverðar breytingar á rekstrar- umhverfi teljum við skynsamlegt að lækka spána um afkomu ái’sins í heild." ■ > Afkoma Skeljúngs: Minna ekið eftir hryðjuverkin uppgjör „Það hefur verið mjög merkjanlega minni sala á bíla- eldsneyti frá hryðju- verkunum í september. Á þessu er ekki önnur skynsamleg skýring en að fólk hafi í auknum mæli haldið sig heima fyrir,“ segir Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs. Jafnframt hefur sala á flugvéla- bensíni dregist veru- lega saman. Hann seg- ir að áhrifa vegna þessa gæti ekki miklu leyti í níu mán- aða uppgjöri félagsins KRISTINN BJÖRNSSON að Sala á bensíni, bæði fyrir flug- vélar og bíla, hefur dregist saman eftir hryðjuverkin. en verði að líkindum stærri þáttur í næsta uppgjöri. Skeljungur hagnaðist um 402 milljónir króna á fyrstu níu mán- uðum ársins og er það mikill viðsnún- ingur frá 40 milljóna tapi á fyrstu sex mánuðunum. Krist- inn segir að tapið á fyrri hluta ársins hafi að mestu verið gengistap dótturfé- laga, rekstur móður- félagsins hafi verið með stöðugra móti. Einnig færir félagið til tekna 117 milljóna lækkaða tekjuskatts- skuldbindingu í sam- ræmi við skattbreytingar stjórn- valdá. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.