Fréttablaðið - 31.10.2001, Page 8
v’í'dA.lflAVf M'
FRÉTTABLAÐIÐ
Browning
fatnaðurí
miklu úrvali
Browning og
Winchester j
haglabyssur Ájá
F • Veiðivörur
1 • Goifvörur
• Verkfæri
• Byggingavörur
LAGER
ÚTSALA
til 14.nóv.
Browning hnífar
Browning
vasaljós
ÍOL'5 v'i'6txo V.. í-ciwvrv.
31. október 2001 MIÐVIKUDAGUR
Rannsókn Samkeppnisstofnunar:
Asakanir um óheilbrigða
viðskiptahætti
neytendamál Samkeppnisstofnun
hefur fá úrræði til að bregðast
við verðhækkunum vegna fá-
keppni nema að samkeppnislög
séu brotin, að sögn Guðmundar
Sigurðssonar, forstöðumanns
samkeppnissviðs Samkeppnis-
stofnunar.
Fram hefur komið að verð á
matvælum og drykkjarvörum
hefur hækkað mikið frá árinu
1997 og mun meira en árin þar á
undan. „Það er þá ekki nema að
fyrirtæki misbeiti sinni aðstöðu,
ef hún er markaðsráðandi, eða að
þau séu að hafa með sér samráð,
sem við getum gripið inn í. En
það hafa svo sem ekki komið
fram neinar vísbendingar um
síðara atriðið," sagði hann, en til-
tók að í gangi væri rannsókn á
einstökum viðskiptaháttum fyr-
irtækja. Rannsóknina segir hann
hafa komið til vegna vísbendinga
og ásakana frá einstökum birgj-
um, bæði framleiðendum og inn-
flytjendum, um að heilbrigðir
viðskiptahættir væru ekki að
öllu leyti viðhafðir í smásölu-
versluninni. „Þ.e.a.s. að kaup-
endastyrkur smásölunnar væri
notaður til knýja fram óeðlileg
viðskiptakjör. Það eru m.a. þeir
þættir sem okkur þótti ástæða til
að rannsaka frekar og fara í
stjórnsýslulega rannsókn á
þeim.“ Guðmundur segir að ekki
sjái enn fyrir endann á rannsókn-
inni. ■
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
Guðmundur segir að niðurstaða Sam-
keppnisstofnunar frá því í vor um að mat-
vara hafi hækkað umfram aðra vöru stan-
di. Hækkunin hafi komið til vegna aukinn-
ar álagningar.
FRETTASKYRING
I sögulegu lág-
marki hálfum mán-
uði fyrir flokksþing
Samfylking í kreppu. Ljóst að við verðum að skerpa áherslurnar segir for-
maðurinn. Ekki óeðlilegt að litið sé til forystunnar í þeirri foringjapólitík
sem er við lýði segir Guðmundur Arni. Orðinn einn flokkur fyrr en vara-
formaðurinn hefði gert sér vonir um. Vilji fyrir því að hrista upp í forystu-
sveit Samfylkingar meðal sumra.
STJÓRNMÁL Fylgi við Samfylkinguna
er í sögulegu lágmarki ef marka
má skoðanakönnun DV í síðustu
viku sem sýnir 13,5% fylgi við
flokkinn, eða rétt um helming þess
fylgis sem flokkurinn naut í síð-
ustu kosningum. Þremur árum eft-
ir að samkomulag náðist um sam-
eiginlegt framboð sem átti að
mynda annan burðarstólpann í ís-
lenskum stjórnmálum virðist Sam-
fylkingin nær því að verða
annar minnsti flokkurinn á
þingi en að halda stöðu
sinni sem sá næst stærsti.
Össur Skarphéðinsson
segir niðurstöður könnun-
arinnar koma á óvart enda
hafi menn metið það sem
svo að Samfylkingin hafi
komið sterkt út úr hinni
pólitísku baráttu haustsins
og menn talið sig merkja
meðbyr. Hann sagði að
þrátt fyrir að mönnum beri
MARCRÉT
Hugmyndir almenn-
ings um stefnuleysi
Samfylkingar ekki til
marks um að forystan
hafi brugðist.
að taka vísbendingar úr skoðana- flokki. Við erum enn að berjast fyr
könnunum alvarlega megi menn ir þeim markmiðum. í bili blæs á
ekki láta þær skelfa sig um of.
„Eigi að síður er ljóst að við þurf-
um að skerpa áherslurnar
og það höfum við verið að
gera. Við höfum verið að
ryðja braut fyrir nýjar
hugmyndir, td. í lýðræðis-
málum, sjávarútvegsmál-
um þar sem fleiri virðast
vera að snúast til fylgis við
þá leið sem við höfum
kynnt og í Evr-
ópumálum höfum
við verið frum-
kvöðull."
Össur hafnar
því að skoðana-
kannanir að undanförnu
séu til marks um að Sam-
fylkingin þurfi að endur-
skoða markmið sín.
„Markmiðin voru aldrei
að ná ákveðnu fylgi held-
ur að gera Samfylkinguna
að áhrifamiklum fjölda-
ÖSSUR
Vandamál í upphafi
hafa efalítið vakið
hughrif um stefnu-
leysi sem lifa enn
þrátt fyrir eindregna
stefnu.
móti og stundum hefur mörgum
þótt nóg um þann andbyr sem skút-
an hefur mætt. Það þýðir
ekki að menn geti leyft sér
að gefa frá sér drauminn
um sameiningu vinstri-
manna.“
Guðmundur Árni Stef-
ánsson segir að það kunni
að vera ein af meginástæð-
um vanda Samfylkingar að
flokkurinn hafi verið of
upptekinn við að leita
málamiðlana innan eigin
raða og þess vegna ekki
getað komið fram með
skýra valkosti. „Samfylk-
ingin þarf að þora að vera það sem
hún er og þora að taka afstöðu til
mála.“
„Samfylkingin er orðinn einn
flokkur miklu fyrr en ég hefði gert
mér vonir um“, segir Margrét Frí-
mannsdóttlr. „Hins vegar hefur
verið látlaus áróður af hálfu Sjálf-
stæðisflokksins og virðist hafa ver-
ið gefin út dagsskipun um að menn
opni ekki munninn án þess að segja
eitthvað um það að Samfylkingin
hafi ekki stefnu.“ Margrét segir að
þessu hafi ekki verið svarað sem
skyldi en neitar því að það sé til
marks um að forystan hafi brugð-
ist hlutverki sínu.
Eitt af því sem hefur verið
gagnrýnt er að aðildarfélög flokk-
anna sem stóðu að Samfylkingunni
hafa ekki verið lögð niður eins og
Guðmundur Oddsson benti á í
Fréttablaðinu fyrir skemmstu.
Þessu hafnar Birgir Dýrfjörð sem
var löngum í forystusveit Alþýðu-
flokks og vann að sameiningunni.
Hann segir að þó gömlu félögin
hafi ekki verið lögð niður hafi
starfsemi þeirra verið lögð niður.
Félögin eru sjálfstæðar einingar
með fjárhagsskuldbindingar svo
ekki hafi verið hægt að leggja þær
niður. Hins vegar mætti velta því
fyrir sér hvort það hefði ekki verið
betra að félögin hefðu starfað
áfram og þannig veitt þeim vett-
vang sem komu inn í Samfylking-
una úr gömlu flokkunum og vildu
halda þeirri tengingu.
Birgir segir að ef menn ætli að
horfa til þess hversu illa Samfylk-
Verð landbúnaðarafurða:
Sjálfum sér
nægir
landbÚNAÐUR „Það er búið að gera
samkomulag um þetta við bændur
til nokkurra ára“, segir Guðjón A.
Kristjánsson og við það verður að
standa. Guðjón
segir eðlilegt að
bændur fái ein-
hverja hækkun á
sínum vörum til
að halda launa-
grundvelli sínum.
„Ég tel að verð-
lagning til bænda
sé yfirleitt ekki á
undan þróuninni.
Hún er iðulega á
undan í stórmörk-
uðum á hinum og
þessum vörum,
langt á undan því
að bændur fá sinn
hlut. Svo geta menn velt því fyrir
sér hvort það eigi að taka kerfið
til sköðunái', hv'órt það eigi að
vera rrieiri' Sámkeppni. Ég er ekki
hrifinn af því að.hleypa of miklum
innffutningi lándbúnaðarafurða
inn í landið. Ég tel að við eigum að
vera sjálfum okkur nægir.“ ■
Verð landbúnaðarvara:
Bóndinn fær
oflítið
landbúnaður „Mitt álit er að bónd-
inn fái alltof lítið fyrir sína vöru“,
segir Drífa Hjartardóttir formað-
ur landbúnaðarnefndar Alþingis
um hækkun
mjólkurafurða
sem samþykkt var
í gær. „Mér renn-
ur oft til rifja
hvað það er lítið
sem fólkið fær í
sinn hlut. Það hef-
ur verið skárra í
mjólkinni en í
kjötinu en bónd-
inn fær minna í
sinn hlut fyrir
nautakjöt nú en í
fyrra þrátt fyrir
að kjötið sé dýr-
ara út úr búð.“
Drífa segir ekki hægt að reka
landbúnað á íslandi án styrkja líkt
og gert sé víðast hvar. Hún segir
að þegar sé heilmikil samkeppni
frá útlöndum og hafnar því. að
opna fyrir meiri samkeppni. Sjúk-
dómar í Evrópu að undanförnu
sýni líka kosti einangraðs kerfis. ■
Verð landbúnaðarvara:
Nýtist
neytendum
landbÚnaður Kristinn H. Gunn-
arsson segist styðja núverandi
landbúnaðarkerfi þó ekki eigi
endilega allt að vera óbreytt frá
því sem er í dag.
Hann segir inn-
flutningstakmark-
anir skynsamleg-
ar frá heilbrigðis-
sjónarmiði því
hætt væri við því
að ýmislegt hefði
farið úrskeiðis ef
innflutningur
landbúnaðaraf-
urða hefði verið
frjáls og vísar þar
til sjúkdóma. „í
sjálfu sér hefur
kerfið ekki bitnað
á neytendum.
Kannski hefði
verðið orðið enn lægra í öðru
kerfi en menn hafa viljað reka
stefnu þar sem meirihluti afurða
er framleiddur þérlendis.“ Hins
vegar vilji hann ekki vera kominn
upp á innflutning á mikilvægum
afurðum. ■
Verð landbúnaðarafurða:
Ekki
heljarstökk
landbÚnaður „Landbúnaðarkerfið
hefur verið að taka breytingum
þannig að við stöndum síður en
svo í stað“, segir Ögmundur Jón-
asson. Hann segir
kerfið halda verði
á landbúnaðar-
vöru stöðugu.
Verðlag mætti
lækka með inn-
flutningi en þá
vöknuðu : spurn-
ingar um gæði
vörunnar og af-
komu íslensks
landbúnaðar. „Við
höfum komið okk-
ur upp kerfi sem
tekur mið að þess-
um þáttum öllum.
Ég er ekki fylgj-
andi heljarstökkum í þessum efn-
um. Ég held að þau væru ekki til
þess fallin að bæta hag neytenda,
með tilliti til verðs og gæða, eða
afkomu bænda. Ég held því að við
eigum að aðlaga þessi kerfi hægt
og staðfastlega en ekki hlaupa í
heljarstökkum." ■
DRÍFA
Verðum að styðja
landbúnaðinn ef
við ætlum að
geta brauðfætt
okkur.
ÖGMUNDUR
Aðlaga kerfin
hægt og stað-
fastlega en ekki I
heliarstökkum.