Fréttablaðið - 31.10.2001, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 31. október 2001
FRETTABLAÐIÐ
Bandaríkjamenn vara óbreytta borgara í Afganistan við:
Villast á sprengju og matarpakka
STRÍÐ CEGN HRYÐJUVERKUM Banda-
ríkjamenn eru byrjaðir að vara
óbreytta borgara í Afganistan við
því að ruglast ekki á ósprungnum
klasa-sprengjum, sem varpað hef-
ur verið á landið undanfarið, og
matarpökkum sem dreift er til
þeirra með flugvélum, en báðir
pakkarnir eru skærgulir að lit og
svipaðir að stærð. Aðvörunum
þessum er útvarpað á persnesku
og pashtú-tungumálinu með hjálp
útvarpssendis og er þeim ætlað að
koma í veg fyrir enn fleiri dauðs-
föll óbreyttra borgara í landinu.
„Vinsamlegast sýnið ýtrustu var-
úð er þið nálgist gula hluti á svæð-
um sem nýlega hafa verið sprengd
upp,“ kemur m.a. fram í skilaboð-
unum.
Þónokkrar hjálparstofnanir auk
Sameinuðu þjóðanna, hafa þegar
látið í ljós áhyggjur sínar yfir því
að slíkar sprengjur verði teknar
upp af almennum borgurum, sér-
staklega börnum sem laðist að gul-
um lit þeirra. Að sögn hóps á veg-
um Sameinuðu þjóðanna sem sér
um að gera jarðsprengjur í
Afganistan óvirkar, létust níu
manns nýlega eftir að hafa tekið
fyrir mistök upp sprengjur sem
ekki höfðu sprungið.
í aðvörunum Bandaríkja-
manna, sem útvarpað er úr þyrl-
um, kemur einnig fram að herinn
muni sjá til þess að ekki verði
varpað matarpökkum og sprengj-
um á sömu staði í Afganistan, en í
síðustu viku sagðist fulltrúi Sam-
einuðu þjóðanna hafa fengið upp-
lýsingar um að níu manns hafi lát-
ist í þorpinu Shakar Quala í
Afganistan eftir að bandarísk her-
flugvél varpaði sprengjum á
svæðið fyrir mistök.
Klasa-sprengjur eiga að
springa um leið og þær lenda á
jörðinni, en sumir vopnasérfræð-
ingar segja hins vegar að um ein
af hverjum tíu slíkra sprengna
springi ekki og geti því legið þan-
nig á jörðinni árum saman, að því
er kemur fram á fréttavef CNN. ■
SPRENGJUR FALLA
Reykur liggur yfir þorpinu Darya Khanah,
sem talibanar ráða yfir, eftir að Bandaríkja-
menn vörpuðu þar sprengjum.
J STOFNFUNDUR SAMFYLKINGAR
Fylgið hefur hrunið af Samfylkingunni og j
dugði stofnfundur flokksins í fyrra ekki til að I
stöðva þá þróun. Um þúsund manns eiga j
seturétt á landsfundi Samfylkingar í haust en
margir óttast að þingfulltrúar sem mæti verði s
lítill hluti þess fjölda.
ingunni hefur haldist á fylgi verði |
menn að horfa til framkvæmda-
stjórnar flokksins. Hún hafi brugð-
ist því hlutverki sínu að byggja upp
flokkinn og því teldi hann ekki óeðli-
legt að þeir sem í henni sitja lýstu
þyí yfir að þeir myndu ekki gefa
kt>st á sér til endurkjörs og axla þan-
nig ábyrgð á störfum sínum.
.1 Nokkuð hefur verið rætt um |
möguleika þess að Guðmundur Árni s
gefi kost á sér til formennsku Sam- j
fylkingar á flokksþinginu um miðjan i
næsta mánuð. „Það hefur svo sem
maður og annar rætt þetta við mig. h
En það er allt á einhverju vanga- j
veltustigi. En það er ekki óeðlilegt í j
þeirri foringjapólitík sem ræður ríkj- |
um. Menn horfa til forystu flokksins. j
Annað væri óeðlilegt." Hann segir þó j
að formennska sín sé ekki uppi á j
borðinu í augnablikinu. „En menn j
segja aldrei aldrei í pólitík."
binni@frettabladid.is g
Verð landbúnaðarafurða:
Skoða allar
leiðir
landbúnaður „Það er skelfilegt að
fá þessa hækkun ofan á þá 26-27%
hækkun matvælaverðs“, segir Jó-
hanna Sigurðardóttir. „Með því að
hækka mjólkuraf-
urðirnar er verið
að taka af fólki
helminginn af
þeirri 0,33%
tekjuskattslækk-
un sem fólk á von
á um næstu ára-
mót.“ Fram-
f ærslukostnað
heimilanna segir
hún með því
hæsta sem þekk-
ist og menn hljóti
að skoða allar leiðir í þessu sam-
bandi, meðal annars aukinn inn-
flutning. „Ég vil ekki útiloka neitt
sem verður til að lækka mjólkur-
verð og matvælaverð almennt.
Fákeppnin er orðin mjög mikil og
er að leiða til þeirrar gífurlegu
hækkunar á matvælaverði sem
við erum að verða vör núna. Við
verðum að taka á fákeppni sem
hér ríkir." ■
JÓHANNA
Helmingur af skat-
talækkun horfinn í
mjólkina.
Að vera manneskia
með manneskju
Um helgina sem leið, létust fimm manns á voveiflegan hátt; fjögur ung-
menni í umferðarslysum og einn maður var myrtur. Aðstandendur eiga
um sárt að binda Gunnar Matthíasson, sjúkrahússprestur á Landspítal-
anum í Fossvogi kemur að því að styðja við fólk sem á um sárt að binda .
„Þetta er fyrst
og fremst að
vera mann-
eskja með
manneskju
sem finnur til
og virða þær
hræðilegu
þjáningar sem
hún hefur lent
í."
afleiðingar slysa „Það er aldrei
hægt að taka þjáninguna af fólki.
Það er aðeins hægt að gei’a hana
þannig að hún brjóti minna og
bi'jóti síðui',“ segir Gunnar Matth-
íasson sjúkrahússprestui’. Þegar
—-4— slys ber að hönd-
um og mannslát
með voveiflegum
hætti kemur hópur
fólks, innan og
utan sjúkrahúsa,
að aðhlynningu að-
standenda látinna,
slasaðra og að-
standenda þeirra.
„Prestsstqrfin eru
gjarnan því bund-
in að hafa upp á,
tilkynna og vera
með fólki meðan raunveruleikinn
er að setjast til og fylgja því svo-
lítið inn í það sem við tekur,“ seg-
ir Gunnar og leggur áherslu á að
mikil samvinna allra aðila ríki
innan sjúkrahússins. „Verk mitt
hnýtist við og styrkist með verk-
um hjúkrunarfræðinga og lækna
og annars starfsfólks sjúkrahúss-
ins. Við vinnum sem eitt teymi og
göngum í aðhlynningu hvert með
öðru.“
Gunnar segir misjafnt hvort
fólk óski eftir trúarlegri aðhlynn-
ingu eða ekki. Því þurfi að hlusta
á þarfir fólks og hlynna að því í
samræmi við þær. „Þetta er fyrst
og fremst að vera manneskja með
manneskju sem finnur til og virða
þær hræðilegu þjáningar sem hún
hefur lent í. Það er kannski viða-
niesti hluti starfsins og sá mikil-
vægasti."
Annar mikilvægur þáttur
starfsins er eftirfylgd sem felst í
að hafa samband við aðra sem að
málinu komu, ekki síst þá sem
ekki njóta annarrar þjónustu, til
dærnis þá sem slösuðust ekki eða
lítið í slysi. „Þeir fá stuðning í
gegnurn miðstöð áfallahjálpar
sem reynir að styðja þá í að hor-
PRESTURINN ER HLUTI AF TEYMl
Gunnar Matthíasson sjúkrahússprestur segir að starfi hans fylgi vissulega álag en leggur
áherslu á að það vegi ekki mikið miðað við álagið sem er á því fólki sem hann og sam-
starfsfólk hans hlynnir að I starfi sinu.
fast í augu við þá lífsreynslu sem
þeir hafa orðið fyrir.“
Að sögn Gunnars hefur lög-
regla og slökkvilið komið sér upp
því vinnulagi að koma saman í
kjölfar átakamikilla slysa. „Þau
deila reynslunni hvert með öðru
og gangast við því að hún situr
vjneð manni. Þá er reynt að búa
þannig um að fólk gangi sem heil-
ast heim og beri ekki með sér
meira en þörf er á, en enginn er
ósnortinn."
Á slysadeildinni í Fossvogi er
alltaf komið saman að lokinni stór-
ri móttöku og farið yfir hvað var
gert og svo líðan fólks. Sömuleiðis
er miðlað upplýsingum um afdrif
þeirra einstaklinga sem unnið var
með. „Næstu daga á eftir reynum
við að vera meðvituð um að deila
hvert með öðru og taka svolítið
utan um hvert annað.“
stcinunn@frettabladíd.is
Þrír kjarnorkuvísinda-
menn í Pakistan:
Framseldir til
Bandaríkj anna?
pakistan Dagblað í Pakistan skýrði
frá því á vefsíðum sínum í gær að
þrír þarlendir kjarnorkuvísinda-
menn hafi hugsanlega verið fram-
seldir til Bandaríkjanna. Þremenn-
ingarnir hafa verið sakaðir um
tengsl við samtök Osama bin
Ladens. Allir höfðu þeir starfað að
kjarnorkuvísinum í Pakistan. Einn
þeirra er Bashiruddin Mehmood,
sem var sleppt úr fangelsi í Pakist-
an fyrir síðustu helgi en handtek-
inn aftur. Hinir eru Abdul Majeed
og Mirza Yousaf. ■
Einstaklega mjúk og þægileg
!
Chicco dropalaga snuð hafa
marga sérstæða kosti:
• Aölaga sig fullkomlega aö gómi barnsins.
• Valda ekki pirringi, koma í veg fyrir söfnun á munnvatni.
• Sérstaklega hönnuö til aö nota á næturnar.
• Nýjung á markaðinum, fullkomin loftgöt og mjúk hlff.
Hvar sem barn er aó finna
Fyrirtæki til sölu, t.d.:
• Öflugt og mjög þekkt verslunar-
fyrirtæki með 175 MKR árs-
veltu. Heildsala, smásala og
sterkt á stofnanamarkaði.
• Mjög falleg blómabúð I Grafar-
vogi. Mikil velta og góður rekst-
ur. Ein sú besta í borginni. Auð-
veld kaup.
• Hárgreiðslustofa í Hlíðunum. 30
ár á sama stað og mikið að
gera. Gott húsnæði, nýjar inn-
réttingar.
• Söluturn með bilalúgum, grill og
video. 6,5 MKR mánaðarvelta.
• Unglingafataverslun í Kringl-
unni. 2 MKR mánaðarvelta.
Auðveld kaup.
• Verslun, bensínssala og veit-
ingarekstur í Búðardal. Eigið
húsnæði. Mjög góður rekstur.
Arsveita 160 MKn.
• Kjötvinnslufyrirtæki sem er í
miklum vexti. Ársvelta nú um
100 MKR. Meðeign eða sam-
eining kemur vel til greina.
• Höfum til sölu nokkrar heild-
verslanir í ýmsum greinum fyrir
rétta kaupendur. Ársvelta 150-
350 MKR. Einnig stór verslunar-
fyrirtæki sem sum stunda einnig
heildverslun.
• Sérverslun á Djúpavogi. Eigið
húsnæði á besta stað. 20 MKR
ársvelta.
• Lítið verktakafyrirtæki sem star-
far nær eingöngu á sumrin.
Fastir viðskiptavinir, stofnanir
og stórfyrirtæki. Hagnaður 7-8
MKR á ári.
• Gömul og þekkt heildverslun
með byggingarvörur og búsá-
höld. 30 MKR ársvelta Góð
framlegð.
• Sólbaðsstofa - hágreiðslustofa
á Smiðjuvegi. Góð velta og
besti tíminn framundan. Auð-
veld kaup.
• ís og videosjoppa í Grundar-
firði. Miklir möguleikar.
• Þekkt bílabónstöð með 15
MKR ársveltu. Stórir viðskipta-
vinir í föstum viðskiptum. Gott
húsnæði, ný tæki.
• Húsgagnaverslun með mjög
gott umboð. Auðveld kaup.
• Gistihús miðsvæðis í Reykjavík.
15 herbergi. 20 MKR ársvelta.
• Kjörbúð í Reykjavík. 40 MKR
ársvelta. Rótgróin verslun í
gömlu hverfi.
• Stór og mjög vinsæll pub í út-
hverfi. Einn sá heitasti í borg-
inni.
• Traust verktakafyrirtæki í jarð-
vinnu. 80 MKR ársvelta. Mjög
góð verkefnastaða næstu tvö
ár.
• Einn þekktasti pizza staður
borgarinnar. 4 MKR mánaðar-
velta og vaxandi. Auðveld kaup.
• Skyndibitastaðurinn THIS í
Lækjargötu (áður Skalli). Nýleg-
ar innréttingar og góð tæki.
• Rótgróin innflutningsverslun
með tæki og vörur fyrir bygg-
ingariðnaðinn. Ársvelta 165
MKR. Góður hagnaður.
• Falleg lítil blómabúð í Breið-
holti. Mjög einfaldur og öruggur
rekstur. Auðveld kaup.
• Djásn og Grænir Skógar. Versl-
un við Laugaveginn, heildsala
og netverslun. Gott fyrirtæki og
mikil tækifæri.
Fyrirtæki óskast, t.d.:
• Heildverslun með matvæli eða
hreinlætisvörur.
• Verslun, grillskáli eða sjoppa á
landsbyggðinni.
• Dagsöluturn í atvinnuhverfi í
Reykjavík.
• Litlar verslanir og heildverslanir
ársvelta 20-200 MKR) á flestum
sviðum.
FASTEIGNASALA
• Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin)
• Sími 533 4300 • Gsm 895 8248